Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
Lilja Guðrún Sigurð-
ardóttir — Minning
Fædd 26. ágúst 1912
Dáin 12. maí 1983
„Næst þegar ég fer til Reykja-
víkur ætla ég að heimsækja ömmu
Lilju.“ Þetta segir lítil stúlka sem
enn veit ekki að allt sitt á hún
undir fullorðna fólkinu. Hún veit
hinsvegar að amma Lilja hefur
alltaf verið henni góð og í hennar
huga hafa amma Lilja og afi óli
verið jafn fastir punktar í tilver-
unni og mamma. Nú er amma
Lilja farin og fyrir litla stúlku
verður erfitt að skilja að hún sé
ekki lengur. En væri hún stór og
gæti sett sínar eigin hugsanir á
blað veit ég að hún myndi vilja
þakka ömmu Lilju fyrir alla þá
elsku sem hún lét henni í té.
Kynnin urðu stutt og fullorðna
fólkið gleymdi, þar til of seint, —
hve mikilsvert er fyrir litla
mannveru að þekkja ættingjana.
Hún þakkar ömmu Lilju allt og
allt og biður Guð að gæta hennar
vel.
Á.- H.
..LíflÓ er fljótt'
líkt er þad elding sem glampar um nótt
Ijósi sem tindrar á tárum,
titrar á hárum.“
(Matth. Joch.)
Þegar hringt var til mín og mér
sagt að hún Lilja Sigurðardóttir
væri dáin, þá fannst mér tíminn
nema staðar, svo stutt var síðan
hún var meðal okkar hress og kát
með spaugsyrði á vör.
En það er einskis spurt þegar
maðurinn með ljáinn er á ferð,
hann heldur ferð sinni áfram, en í
valnum liggja blómin sem hann
óskaði sér. Lilja starfaði um
margra ára skeið í Kvennadeild
Slysavarnafélags íslands í
Reykjavík, og var í stjórn Kvenna-
deildarinnar um margra ára skeið.
Hún var góður félagi og vann
deildinni mjög vel og sérstaklega í
sambandi við fjáröflun í hluta-
veltu. Það voru stórar upphæðir
sem Lilja safnaði og þó var hún
oft sárlasin og hvað hún var þá
dugleg að selja merkin og var
oftast í Melaskólanum ásamt
Önnu Guðmundsdóttur, sem líka
lést á þessu ári.
Mér finnst mikið skarð fyrir
skildi, þegar Lilja okkar er horfin
og við munum sakna hennar mikið
úr hópnum. En mestur er þó sökn-
uðurinn hjá eiginmanni hennar,
Óla Guðmundssyni og börnum og
barnabörnum.
Við konur í kvd. SVFÍ sendum
þeim öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa þau. Óg við kveðjum Lilju
með hjartans þökk fyrir öll liðnu
árin og sérstaklega góða viðkynn-
ingu.
Drottinn gef þú dánum ró,
og hinum líkn sem lifa.
Fyrir hönd Kvd. SVFÍ
í Reykjavík,
Guðrún S. Guðmunds-
dóttir.
Okkur í Kvenfélaginu Öldunni
setti hljóðar, er við fréttum lát
okkar kæru félagskonu, Lilju G.
+
Þökkum fyrir samuö og vinarhug viö andlát og útför
JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR
fró Svarfhóli.
Ragnhildur Einarsdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
húsfreyja
í Skaröshlíð, Eyjafjöllum
veröur jarösungin frá Eyvindarhólakirkju, laugardaginn 21. maí nk.
kl. 11 árdegis.
Sveinn Jónsson, Kristín Hróbjartsdóttir,
Hjörleifur Jónsson, Ingibjörg Snœbjörnsdóttir,
Guðni Jónsson, Þórunn Jónasdóttir,
Tómas Jónsson, Kristín Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Alexandersson,
Anna Jónsdóttir, Finnur Bjarnason,
Hilmar E. Jónsson, Ólöf Magnúsdóttir,
Jakob Ó. Jónsson, Jónína Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
vegna jaröarfarar milli kl. 12—3 e.h.
Laugavegi 6 — sími 14550
Sigurðardóttur. Hún lést 11. þ.m.
á lokadaginn, eftir mánaðarlegu á
Landsspítalanum þar sem hún
gekkst undir mikla skurðaðgerð,
sem allir bundu miklar vonir við.
Við vissum að hún gekk ekki
heil til skógar, en aldrei vildi hún
láta á því bera.
Minningarnar sem við eigum
um Lilju eru margar og skemmti-
legar. Sérstaklega minnumst við 5
ára afmælis félagsins, en þá steig
hún á „fjalirnar" í fyrsta sinn. Þá
komu fram hinir meðfæddu hæfi-
leikar til tjáningar. Eftir það varð
hún aðalleikkona félagsins og var
alltaf tilbúin að skemmta félags-
konum með leik, dansi eða söng og
jafnvel bjó hún til efnið sjálf. Það
er ógleymanlegt, að á síðasta
fundinum sem hún sótti í mars,
sagðist hún ætla að vera með
okkur á vorhátíðinni ef Guð lofaði.
Það má með sanni segja að Lilja
var landformaður bæði við heimil-
ið og útgerðina því eiginmaður
hennar, Öli Guðmundsson skip-
stjóri og útgerðarmaður, var mik-
ið á sjónum. Svo það er hægt að
ímynda sér að hún hafði óhemju
mikið starf með höndum.
Við félagskonur þökkum Lilju
af alhug ánægjustundirnar sem
við áttum saman.
Við sendum eiginmanni hennar
og ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Kvenfélagið Aldan.
+
Konan mrn,
METTA BERGSDÓTTIR,
Hrefnugötu 7,
andaöist aö heimili okkar aö morgni 17. maí.
Björgvin Friöriksson.
Fööursystir mín,
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Rauðafelli
veröur jarösungin frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 21. maí kl.
14.00.
Fyrir hönd vandamanna.
Aöalbjörg Skæringsdóttir.
+
Eiginmaöur minn og sonur okkar,
PÉTUR BERTHELSEN,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 20.
maí kl. 13.30.
Guðný Böövarsdóttir,
Sesselja Pétursdóttir,
Sófus Berthelsen.
Innflytjendur
Útflytjendur...
• VIÐ SÆKJUM VÖRUR VIÐ
VERKSMIÐJUVEGG NÆR
HVAR SEM ER Á MEGINLANDI
EVRÓPU, BRETLANDI, DAN-
MÖRKU, FINNLANDI, SVÍÞJÓÐ
OG VÍÐAR OG SJÁUM UM
FLUTNING OG ALLA SKYLDA
ÞJÓNUSTU TIL ÁFANGASTAÐ-
AR
SJÁUM EINNIG UM FOB SENDINGAR
í ÚTSKIPUNARHÖFNUM.
ÚTFLYTJENDUM BJÓÐUM VIÐ UPP Á
HLIÐSTÆÐA ÞJÓNUSTU
TIL ENDASTÖÐVA.
FÁIÐ VERÐTILBOÐ, NÝTIÐ YKKUR
TRAUSTA ÞJÓNUSTU
ÍSLENSKS FYRIRTÆKIS.
ÞJÓNUSTA Á STAÐNUM
Meginland Evrópu —
til Norðursjávarhafna
Nokkur dæmi:
Fra MILANÓ— Ferðir alla virka daga
Fra PARIS — 3-4 ferðir a viku
Fra TORINO - 2-4 feröir a viku
Fra BASEL — 2-4 ferðir a viku
Fra VIN — 2-4 ferðir a viku
Fra LINZ - 2 4 terðir a viku
Fra BARCELONA — 1 -2 ferðir a viku
Fra VALENCIA 1 -2 ferðir a viku
Fra LISSABON 1 -2 ferðir a viku
Fra OPORTO — 1 -2 ferðir a viku
Fra AÞENU — 1 2 ferðir a viku
Fra MARIBOR (Jugosl ) 1 -2 ferðir a viku
Auk ferða frá fjolmörgum borgum í Þyskalandi, Hollandi og Belgiu flesta virka daga.
TOLLSKYRSLUGERÐ
UMSJÓN ENDURSENDINGA
FLUTNINGSMIÐLUNIN x
KLAPPARSTÍG 29 — 101 REYKJAVIK SIMAR 29671
29073
REYNSLAN
TRYGGIR
GÆÐIN