Morgunblaðið - 19.05.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
39
fclk í
fréttum
+ Christina heitir smá-
stirni eitt frá París, sem
nú er statt i Cannes í
Frakklandi í tilefni af
kvikmyndahátíðinni þar.
Að vísu á hún engan hlut
að máli í myndunum, sem
er verið að sýna, en það
er aldrei að vita nema
hún verði „uppgötvuð**
þegar minnst varir. Þess
vegna er hún ekkert að
fela sig í fötunum og nýt-
ur sumars og sólar á með-
an hún bíður.
Reynsl-
unni
ríkari
+ Poppsöngvarinn Shakin’ Stevens segist vera
ákveðinn í að skýra ekki frá því framar þegar
hann ætlar að bregða sér í frí með fjölskyld-
una. í síðustu tvö skiptin, sem hann hefur gert
það, hefur verið brotist inn í íbúð hans í Lond-
on og nú síðast var stolið þar skartgripum og
pelsum fyrir hátt í milljón krónur.
frið
Twiggy fær engan
+ Eins og við höfum sagt frá gerir hún Twiggy
stormandi lukku á Broadway en þegar heim
kemur syrtir heldur í álinn. I»ar bíður nefnilega
maðurinn hennar fyrrverandi og linnir ekki
látunum með að fá að komast inn.
Twiggy hefur raunar bannað dyraverðin-
um að hleypa fyrrverandi maka hennar,
leikaranum Michael Whithey, inn í bygging-
una en honum hefur samt tekist það nokkr-
um sinnum. Nú um daginn lamdi hann dyrn-
ar hjá henni í 45 mínútur áður en nágrann-
arnir létu lögregluna leiða hann á brott í
handjárnum.
„Ég vildi bara fá að sjá dóttur okkar, hana
Carly,“ sagði Whithey og lýsti því jafnframt
yfir að honum einum væri að kenna hvernig
hjónabandið fór.
„Ég gat ekki sætt mig við, að það var
konan mín, sem sá fyrir okkur báðum. Ég
fékk ekkert að gera og hallaði mér þess
vegna að flöskunni. Það átti konan mín erf-
itt með að þola sem eðlilegt er,“ segir
Whitney, sem nú lofar bot og betrun og vill
að Twiggy taki hann í sátt. Twiggy og Michael meðal allt lék í lyndi.
Tjöld og viðlegubúnaður
í miklu úrvali
Sérstaklega bendum við á:
Tjöld: 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 manna.
Göngutjöld.
Tjaldborgarfellitjöld.
Tjaldhimnar í miklu úrvali.
Sóltjöld.
Tjalddýnur, svefnpokar, útigrill, tjaldborö
og stólar, sólbeddar og sólstólar.
Opið laugardaga til kl. 12.00.
TÓmSTUflDFIHÚSIS HF
laugauegi 16“5 Rcutiauit s 31901
Metsölublað á hverjum degi!
SPUNNH) UM STAIÍN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
fyrirlítur Dostojevskí einkum fyrir þær skoðanir hans, að
bylting sé antikristur. Og þá ekki síður, að orþodox-
kirkjan sé hin eina sanna og Rússland eigi guðlega kröfu
til Miklagarðs.
Stalín blaðar í Dostojevskí, les: f raun og veru berum
við öll ábyrgð á öllu, en við vitum það bara ekki. En ef við
vissum það, blasti við okkur himnesk paradís á jörðu.
34
Djilas er enn að punkta hjá sér minnisatriði. En nú
er hann orðinn þreyttur. Hann háttar. I rúminu
les hann það, sem hann hefur hripað niður til
notkunar síðar:
Vald kommúnistanna er fullkomnara en vald Jakobín-
anna . . . Stalín skín á þá eins og sól á jörð. Án hans lifa
þeir í eilífu myrkri . . . Molotov vélmenni, en getur þó
farið úr gervinu . . . Enginn vafi á, að hann hefur áhrif á
Stalín. Enginn ætti að gera lítið úr áhrifum hans á þróun
frumstæðs bændaþjóðfélags til nútíma iðnveldis. Polína,
kona hans, hlédræg í reisn sinni .. . Sambandið milli
Molotovs og Stalíns er náið og laust við allt formlegt
yfirborð . . Engu líkara en þcir treysti hvor öðrum . . .
Stalín líflegur og opinskár . . . óbilgjarn og yfirgangs-
samur . . . tiílitslaus og nærgöngull í samtölum. Ekki
allur þar sem hann er séður. Innsta eðli vel skýlt undir
skelinni, þar sem kreddufastur og ofstækisfullur bylt-
ingarmaður hefur búið kyrfilega um sig eins og skæruliði
í skógum og fjalllendi . . . Hefur ánægju af að tala um
byltingarárin, þegar hann þurfti að breyta um nafn með
hverri tunglkomu. Lenin gaf honum nafnið Stalín: Stálið,
þegar hann var leystur úr Síberíuvistinni eftir byltinguna,
1917. Veit að í þessari nafngift felst bæði viðurkenning
og traust. Veit að hann hefur ekki kafnað undir nafni . . .
Lenin er mannþekkjari! Stalín er hreinskilinn í samtölum
og gengur að hverju máli rcfjalaust, eins og þeir gera
einir, sem eru sér meðvitandi um völd sín. Virtist reiður,
þegar ég sagði við mundum borga alla hernaðaraðstoð:
Við lifum ekki á blóði, sagði hann. Við erum ekki kaup-
mcnn!
Djilas lítur upp úr blöðunum. Hann hugsar hlýlega til
Zhadanovs. Hann bar af þeim öllum við kvöldmáltíðina.
Kcmur vcl fyrir. Það er að minnsta kosti góðs viti. Tengi-
liður Æðstaráðsins við alþjóðasambandið og sá sem hefur
önnur kommúnistaríki á sinni könnu. Einkennilegt þetta
land! Þessi borg! Og þetta fólk! f grafhýsinu signir gamla
fólkið sig við líkamsleifar Lenins, eins og þær væru krist-
in helgimynd. Undarlegt þetta land! Eins og fyndni Stal-
íns, þessi óskiljanlega, kaldranalega fyndni, sem hann
grípur til, þegar honum hentar að stíga niður af Olympus-
tindinum til að minna á mannúðarstefnu kommúnismans.
Svo tekur hann dansspor við kvöldmáltíðir, ef það hentar.
Gerir jafnvel grín að Kalínin forseta, elliærum, í votta
viðurvist, en lætur svo skála fyrir honum nokkrum mínút-
um síðar. Æ, þessi bæklaði húmor!
Bergþurs! Jafnvel minni en Djilas þótti við fyrstu sýn.
Áróðurinn svo sterkur, að Stalín minnkar við nánari
kynni! Og hann gætir þess vandlega, að enginn nánustu
samstarfsmanna hans sé hærri en hann sjálfur. Það finnst
þessum júgóslavneska kommúnista fyndnasta alvara.
35
Stalín er lagstur á legubekkinn. Hann leggur Dosto-
jevskí frá sér. Slekkur ljósið. Hugsar um söguna,
sem Júgóslavinn sagði honum af Tyrkjanum og
Svartfjallabúanum: Við berjumst til að ræna, sagði
Svartfjallabúinn. En Tyrkinn svaraði: Við berjumst fyrir
heiðri og dýrð. Þá sagði Svartfjallabúinn: Allir berjast
fyrir því, sem þeir hafa ekki. Stalín hafði hlegið eins og
tröll. Molotov sagði ekkert.
Stalín brosir með sjálfum sér. Það er eitthvað líkt með
KRAMHALD