Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 46

Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAf 1983 Þátttaka var góð Norðurlandamót í bad- minton fór fram í íþróttahöll- inni á Akureyri um sl. helgi. Þátttaka var góð og marg- ir skemmtilegir leikir háöir. Úrslit urðu þessi: Einl. kv. A-fl.: Særún Jóhann»dóttir, TBS. Tvíl. kv.: Særún Jóhannsdóttir og Sig- rún Jóhannsdóttir, TBS. Einl. kv. B-ffl.: Jakobína Rayniadóttir, TBA. Einl. karla A-fl.: Haraldur Martainaaon, TBS. Einl. karla B-fl.: Guómundur Guójóns- son, Húsavík. Tvíl. karla: Kári Árnason og Kristinn Jónsson, TBA. Tvenndarl.: Særún Jóhannsdóttir og Haraldur Martainsson, TB8. Vinningar hjá HSÍ Vinningsnúmer í happ- drætti HSÍ sem dregið var í nýlega. Vinningsnúmer eru: 002, 078, 192, 207, 316, 380, 521, 923, 942, 986. Vinningarnir eru sólar- landaferð meö Samvinnu- ferðum—Landsýn (í leigu- flugi) aö verömæti kr. 20.000.00 hver. Vinninga má vitja á skrifstofu HSÍ, íþróttamiöstöðinni Laugar- dal. HIÐ árlega hvítasunnumót Golfklúbbsins Keilis verður haldiö mánudaginn 23. maí og hefst kl. 10 f.h., tvímenn- ingskeppni, betri bolti, % forgjöf. Þetta er boðsmót og ætl- ast er til að félagar taki með sár meðspilara úr öðrum klúbbum þó slíkt sé ekki skilyröi. Kosníngagetraun FRÍ: Fimm réttir seðlar fundnir FUNDIST hafa fimm seðlar sem reyndust hafa getið rétt tíl um úrslit alþingiskosn- inganna í Kosningagetraun Frjálsíþróttasambandsins. Eru þaö eftirtalin númer: 43262, 62159, 83888, 92029, 92977. Kærufrestur hefur verið ákveðinn til 25. maí næstkomandi. Belgía ÚRSLITIN í belgísku knattspyrnunni um síóustu helgi uróu þessi: Lokeren — Winterslag 2—1 Beerschot — Lierse 0—2 Tongeren — RWD Molenbeek 2—1 FC Bruges — SK Bruges 1—1 Anderlecht — FC Liege 1—2 Seraing — Antwerp 1—0 Waterschei — Beveren 0—2 Kortryk — Ghent 1—3 Standard — Waregen 2—0 Staóan eftir þessa leiki er þannig, en nú er aóeins tveimur umferóum ólokió í Belgíu þannnig aó Standard Liege stendur mjög vel aó vígi. Standard 32 21 6 5 74—31 48 Anderlecht 32 19 8 5 72—33 4« Antwerp 32 19 5 8 53—30 43 Ghent 32 16 10 6 54—40 42 Beveren 32 15 10 7 66—33 40 FC Bruges 32 15 9 8 51—47 39 Stjörnuhlaup SÍÐASTA stjörnuhlaup FH af fjórum fer fram í Hafnarfiröi nk. þriðjudag 24. maí. Keppt veröur í 2 mílum karla og 1 mílu kvenna. Keppt verður á Kaplakrikavelli og hefjast hlaupin klukkan 20. Að hlaupunum loknum verður verðlaunaafhending fyrir stigahæstu menn í stjörnu- hlaupunum, en keppt er í fjórum flokkum í þeim. # Fyrsta mark Islandsmótsins ( ár. Óskar Ingimundarson hefur skorað fyrsta mark leiksins (gær og hleypur fagnandi frá markinu. Sæbjörn Guðmundsson hleypur aö Óskari til að fagna honum, en Sæbjörn sendi fyrir markið í upphafi. Hinir KR-ingarnir á myndinni stökkva hæð sína ( öllum herklæðum af fögnuði, en Þróttararnir eru greinilega niðurlútir. MorgunbtoMð/skapti Haiigrfmsaon. Fyrsti leikurinn í 1. deild: Mörkin urðu fjögur „ÉG ER nokkuð hress með þetta og sætti mig alveg viö annað stígíð. Annars var það blóðugt aö fá fyrra markiö á sig — viö áttum að fá aukaspyrnu er þeir fengu aukaspyrnu sem markiö kom upp úr,“ sagöi Ásgeir Elíasson, þjálf- ari Þróttar, eftir leikinn við KR í gærkvöldi. Þaö var fyrsti leikur- inn í 1. deildinni í ár og geröu líðin jafntefli, 2—2. Eitt stig er ekki svo slæm byrjun hjá liöun- um, þó bæði hafi stefnt á sigur. Knattspyrnan var ekki rismikil á stundum, þó annaö veifiö hafi brugöiö fyrir ágætum samleik — sérstaklega hjá Þrótti. Þeir byrjuöu mun betur og sóttu meira, en KR- ingar komust síöar inn í leikinn. Annars voru Þróttarar sterkari ef á heildina er litiö — þeir léku skemmtilegri knattspyrnu, reyndu meira aö spila stutt, en KR-ingar voru meira meö „kýlingar". En áhorfendur fengu aö sjá fjög- ur mörk og þaö skemmdi ekki fyrir. KR skoraði fyrst. Sæbjörn tók þá aukaspyrnu frá endamörk- unum vinstra megin — KR-ingar náöu aö skjóta á markið en Guö- mundur varöi meistaralega — boltinn hrökk út á markteiginn þar Þróttur — KR 2:2 sem Óskar Ingimundarson var einn og óvaldaöur og skoraöi ör- ugglega, 1—0, fyrir KR og þannig stóö í hálfleik. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, jafnaöi svo er tíu mínútur voru liönar af seinni hálfleiknum. Þor- valdur Þorvaldsson náöi boltanum á miöjunni — lék aöeins áfram og sendi fallega inn í teiginn vinstra megin þar sem Ásgeir kom á fullri ferö og lyfti knettinum yfir Stefán sem kom á móti. Þróttur komst svo yfir á 69. mínútu er Páll Ólafs- son skoraöi mjög fallega. Þorvald- ur Þorvaldsson var fljótur aö átta sig er Þróttur fékk aukaspyrnu út viö hliðarlínu — hann gaf strax inn á teiginn á Pál — og hann vippaöi yfir Stefán sem kom úr á móti og boltinn datt í fjærhornið. Fjóröa og síöasta mark leiksins var einnig mjög fallegt. Jakob Pét- ursson náöi boltanum viö miölín- una, sendi út á kantinn á Óskar Ingimundarson sem lék upp kant- inn og sendi langan bolta yfir á markteigshorniö fjær. Þar var Ág- úst Már Jónsson einn og óvaldaö- ur — skutlaöi sór áfram og skall- aöi boltann meö tilþrifum í markiö. Fjögur falleg mörk því staöreynd — en því miöur mætti knattspyrn- an vera betri. Þjálfarar eiga von- andi eftir aö fínpússa leikmennina aöeins og því verður maður aö vonast eftir betri leikjum næst. „Þetta var hundlólegt,” sagöi Hólmbert Friöjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn og var ekkert aö skafa af hlutunum. „Ég er ánægöur meö annaö stigiö, þó ég hafi auðvitað stefnt á bæöi. En viö vorum heppnir úr því sem komið var.“ I stuttu máli: Islandsmótiö 1. deild: Þróttur — KR, 2—2 (0—1). Mörk Þróttar: Ásgeir Elíasson á 55. mínútu og Páll Ólafsson á 69. mínútu. Mörk KR: Óskar Ingimundarson á 43. mínútu og Ágúst Már á 74. mínútu. Áhorfendur: 536. Dómari: Ragnar örn Pétursson sem þarna dæmdi sinn fyrsta leik í deildinni. Hann hafói ekki nógu góð tök á honum. Hann tók ekki nógu hart á því í byrjun er leik- menn fóru aö nöldra og þeir fengu aö komast upp meö þaö allan tím- ann. Guðmundur Erlingsson 6 Nikulás Kr. Jónsson 7 Kristján Jónsson 7 Jóhann Hreiöarsson 5 Ársæll Kristjánsson 6 Júlíus Júlíusson 5 Sigurður Hallvarðsson 4 Sverrir Pétursson 6 Páll Ólafsson 7 Ásgeir Elíasson 6 Þorvaldur Þorvaldsson 6 Baldur Hermannsson lék of stutt KR Stefán Arnarson 6 Birgir Guöjónsson 5 Siguröur Indriöason 5 Ottó Guömundsson 6 Jakob Pétursson 7 Jósteinn Einarsson 5 Ágúst Már Jónsson 6 Vilhelm Frederikssen 4 Óskar Ingimundarson 6 Sæbjörn Guðmundsson 6 Helgi Þorbjörnsson 5 Willum Þórsson (vm) 4 Erling Aöalsteins. vm. lék of stutt Nýi heimsmethafinn í spjótkasti. Kastar 90 metra á hverri æfingu BANDARÍKJAMENN binda nú miklar vonir við Tom Petranoff, sem setti nýtt heimsmet í spjótkasti er hann kastaði 99,72 metra í Los Angeles á sunnudag. Bandaríkjamaður hefur ekki unnið spjótkastsgull á ólympíuleikjum frá þvi 1952, en nú gera þeir miklar kröfur til sinna beztu manna, Petranoffs og Bob Roggys, sem var beztur í heiminum f fyrra með 95,80 metra. Þeir Petranoff og Roggy veröa báðir á heimavelli, þvl næstu leikar fara fram i Los Angeles á næsta ári. Tom Petranoff er 25 ára gamall náms- maöur. Hann vakti athygli áriö 1978, er hann varö tíundi á bandaríska meistara- mótinu. Hefur hann veriö í stööugri fram- för síöan og varö þriöji á sama móti I fyrra meö 84,06 metra. Bezti árangur Petranoffs fyrir mótiö á sunnudag var 90,40 metrar og eru fram- farirnar því geysimiklar. Hann þótti lík- legur til stórafreka í sumar því hann hefur í vor stööugt kastaö yfir 90 metra á æf- ingum. Fæstir hafa þó átt von á jafnmikl- um framförum, rúmlega níu metra bæt- ingu, og heimsmet Ungverjans Ferenc Paragis bætti hann um tæpa þrjá metra. Á mótinu í Los Angeles á sunnudag uröu Bandaríkjamenn í næstu sætum, Mike Barnett kastaði 86,36 metra og Bob Roggy 83,60. — ágás Tom Petranoff í metkastinu á Drake-leikvangin- um í Los Angeles á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.