Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Tekur Þormóður rammi við rekstri Sigló-síldar? Nl) KK verið að kanna það, hvort mögulciki sé á því að fyrirtækið l'ormóður rammi í Siglufirði taki að sér rekstur Siglósíldar. Ríkið er eig- andi Siglósíldar og skipaði það nefnd til að kanna helztu framtíð- armöguleika fyrirtækisins, en það hefur átt í miklurn erfiðleikum. Að sögn Hinriks Aðalsteinsson- ar, stjórnarformanns Þormóðs ramma, var ein af hugmyndum nefndarinnar, að Þormóður rammi tæki rekstur Siglósíldar á leigu. Siglósíld væri í eigu ríkisins og það ætti einnig meirihluta í Þormóði ramma. Einnig gæti bæj- arfélagið stutt á einhvern hátt við bakið á fyrirtækinu. Sagði Hinrik, að iðnaðarráðuneytið, sem hefði Siglósíld á sínum snærum, hefði sett áðurnefnda nefnd á stofn til þess að reyna að finna grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri fyrir- tækisins. Guðmundur H. Guð- mundsson látinn GUÐMIJNDUR H. Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari og fyrrum bæjarfulltrúi í Keykjavík er látinn, 84 ára að aldri. Hann var fæddur 13. apríl 1899 í Tungu í Grafningi, sonur Guðmundar Guðmundssonar, verzl- unarmanns, og konu hans Dagbjart- ar Grímsdóttur. Guðmundur stund- aði iðnnám í Reykjavík; lauk prófi í beykisiðn árið 1919 og í húsasmíði 1928. Árið 1930 stofnaði Guðmundur Húsgagnaverzlun Reykjavfkur ásamt Jóni Magnússyni. Hann var um tíma formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur og formaður Iðnað- armannafélagsins í Reykjavík frá 1940 til 1964 og sat í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna um ára- bil. Þá átti hann sæti í stjórn Iðn- aðarbankans um árabil. Árið 1946 var Guðmundur kos- inn í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat samfellt til ársins 1962. Hann átti sæti í hinum ýmsu ráðum og nefndum borgarinnar. Árið 1962 var Guðmundur sæmdur heiðurs- merki iðnaðarmanna úr gulli. Guðmundur H. Guðmundsson Hann var kvæntur Magdalenu Helgu Runólfsdóttur, sem lést 1965. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú á lífi, Guðbjörg Rúna, húsmóðir, Gunnar M., hrl., og Óskar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar: Bein útsending kl. 14. BKIN IJTSKNDING frá úrslitaleik ensku bikarkeppninnar milli Brighton og Manchester United verður í dag og hefst hún klukkan 14. Sjónvarpsút- sending mun þó hefjast fyrr, því kl. 13.15 byrjar Bjarni Kelixson með upp- hitun fyrir knattspyrnuunnendur, sem vænta má að bíði óþreyjufullir úrslita- leiksins. Byrjað verður á að sýna frá úrslitaleik Manchester United og Liv- erpool í deildarbikarkeppninni, sem sjónvarpað var beint frá fyrr í vor. Þá verða einnig sýnd tíu bestu mörkinn í Knglandi í vetur að mati þarlendra sjónvarpsmanna og 6 bestu mörkin frá því fyrir 9 árum og endurtekin 10 bestu mörkin frá því í fyrra. Kinnig verða sýndar svipmyndir frá leikjum Brighton og Manchester United. Búast má við að um þrjár tylftir marka verði sýndar alls áður en úrslitaleikurinn hefst. Mynd á að fást frá Wembley um 13.40—13.45, en leikurinn hefst eins og fyrr sagði kl. 14. Tryggt er að við fáum að fylgjast með leiknum til loka og verðlaunaafhendingunni, þó svo leiknum verði framlengt. Knattspyrna verður í öllum tilfellum til um 16.30 í sjónvarpinu, því verði leiknum lokið án framlengingar, verður sýnt frá leik Fulham og Derby í 2. deild í síðustu umferð deildarkeppninnar, en ekki var hægt að Ijúka þeim leik sökum óláta, sem Fannst látinn í Sundahöfn LÍK Aðalsteins Hreinssonar, vistmanns á Kleppsspítala, fannst rekið í Sundahöfn í gærmorgun. Aðalsteins hafði verið saknað frá því á þriðjudag. Hann var 23 ára gamall. brutust út áður en honum lauk. Um hálffimm leytið verður síðan sýndur úrslitaleikur heimsmeistarakeppn- innar í badminton í Danmörku, en danskir sjónvarpsmenn vildu meina að þetta hefði verið úrslitaleikur aldarinnar í þeirri grein. Auglýsingar í leikhléi og fyrir leik standa undir kostnaði af beinu út- sendingunni og gott betur. MorgunblaSið/ KEE Eins og sjá má af þcssari loftmynd, strandaði togarinn rétt utan við Sandgerðishöfn. Þakklátur fyrir að veður skyldi ekki vera verra — segir Kristinn Pálmason, fyrsti stýrimaður á Hauki GK LAUST eftir klukkan 13 f gær strandaði skuttogarinn llaukur GK 25 frá Sandgerði um 50 metrum inn- an við innsiglinguna í Sandgerðis- höfn. Var skipið á leið út úr höfninni er í Ijós kom, að stýri þess lét ekki fyllilega að stjórn. Skipið bar því út úr rennunni í átt að landi unz það tók niðri. Knginn skipverja slasaðist og er blaðamaður Morgunblaðsins fór um borö í Hauk nokkru eftir að skipið strandaði, höfðu ekki fundizt neinar skemmdir á skipinu. Háfjara var um klukkan 18 í gær og hallaði skipið þá um 30 gráður, en ekki var talin hætta á því að það legðist i hliðina. Á flóði, klukkan um 01.30, átti að reyna að ná skipinu á flot með aðstoð björgunarskipsins Goð- ins, ef á þyrfti að halda. Blaðamaður Morgunblaðsins fór um borð í Hauk seinni hluta dags í gær og náði þar tali af fyrsta stýrimanni, Kristni Pálma- syni. Sagði Kristinn, að þeir hefðu verið að fara út rétt eftir klukkan eitt og verið komnir rétt út fyrir hafnargarðinn er í ljós kom að stýri skipsins lét ekki fyllilega að stjórn, einhverra hluta vegna. Þar sem innsiglingin væri þröng, hefði ekki verið hægt að forða skipinu frá strandi. Það hefði ekk- ert annað verið að gera en að bjarga því, sem bjargað varð. Skipið hefði lagzt mjúklega á botninn, þar sem skiptast á urðir og klappir. Líkur væru á að skipið væri óskemmt vegna þess hve fljótlega hefði verið drepið á vél- Morgunblaðid/ HG Kristinn Pálmason, fyrsti stýrimaður, og Auðunn Stígsson háseti á brú- arvæng Hauks á strandstað í gær. Eins og sjá má, er halli skipsins verulegur eða um 30 gráður. um þess og ekki reynt á það eftir að það strandaði. Skipverjar hefðu kannað skipið innanvert og ofan sjólínu og ekki fundið neinar skemmdir. Sjór hefði seitlað inn um slorrennur og niður í vélar- rúm og þess vegna hefði verið gripið til þeirra öryggisráðstaf- ana að fá kraftmiklar dælur úr landi um borð. Þeirra hefði þó ekki verið þörf, þannig að aldrei hefði verið nein hætta á ferðum. Skemmdir yrðu svo kannaðar nánar af kafara þegar skipið yrði komið á flot. „Ég er þakklátur fyrir það, að ekki skuli hafa verið verra veður. Innsiglingin er þröng og í henni tvö andstyggileg höft. Þetta hefur bjargazt stórslysaiaust hjá skip- um og bátum hingað til, en það er vissulega kominn tími til að bæta innsiglinguna hér,“ sagði Krist- inn. Skipstjóri var Torfi Sölvason og tókst Morgunblaðinu ekki að ná tali af honum. Haukur GK er skuttogari af minni gerðinni, 297 lestir af stærð og er í eigu Val- björns hf. Sandgerði. Ákaflega mikið vantar í tillögur Alþýðubandalags — sagði Steingrímur Hermannsson eftir stjórnarmyndunarfund í gærkvöldi „Alþýðubandalagsmenn lögðu fram tillögur í mörgum liðum, en okkur framsóknarmönnum finnst ákaflcga mikið vanta í tillögur þeirra um efnahagsmál. Alþýðu- bandalagið hefur sett fram ákveðin markmiö í baráttunni við verðbólg- una. Við teljum það ekki nóg — það þarf að liggja Ijóst fyrir hvernig næsta ríkisstjórn hyggst ná fram markmiðum sínum. Okkur finnst Al- þýðubandalagið ekki setja markið hátt í baráttunni við verðbólguna — teljum að fastar þurfi að taka á í glímunni við þann vágest," sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, í gær- kvöldi í samtali við Morgunblaðið eftir stjórnarmyndunarfund Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks, Bandalags jafnaðar- manna og Kvennalistans. — Telur þú líklegt, að saman gangi með flokkunum fimm? „Eg kannaði möguleika á mynd- un stjórnar þessara flokka þegar ég hafði stjórnarmyndunarumboð. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að ólíklegt væri að þeir næðu sam- an — til þess þyrfti nánast krafta- verk. En kannski tekst Svavari það; um það skal ég ekkert segja." — Hefur eitthvað breytt þess- ari skoðun þinni? „Nei, það er ekkert sem hefur breytt skoðun minni — ólíklegt er að saman gangi," sagði Steingrím- ur Hermannsson. í gær voru haldnir tveir við- ræðufundir undir stjórn Svavars Gestssonar milli fulltrúa Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks, Bandalags jafnað- armanna og Kvennalista. Fyrsti fundur þeirra var haldinn í gær- morgun, annar síðdegis og sá þriðji er boðaður í dag. í gær fóru einnig fram samtöl milli fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um stjórnar- myndun og frekar er gert ráð fyrir því, að í dag verði viðræður milli fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks um stjórnarmyndun, en tæpast verður þar um sameiginlegan fund að ræða. Tilraunum til stjórnarmyndun- ar miðaði lítið áfram í gær og á það bæði við um hinar formlegu viðræður og óformlegar viðræður. í frétt í Morgunblaðinu í gær um stjórnarmyndunarviðræður var sagt, að fulltrúar Alþýðuflokks hefðu kveðið upp úr um það, að þýðingarlaust væri að halda áfram þriggja flokka viðræðum með Sjálfstæðisflokki og Banda- lagi jafnaðarmanna. Morgunblað- ið hefur traustar heimildir fyrir þessu, en talsmenn Alþýðuflokks- ins hafa óskað eftir að koma á framfæri því sjónarmiði þeirra, að þriggja flokka viðræðurnar hafi endað á síðasta viðræðufundi að- ila með því að Bandalag jafnað- armanna hafi verið beðið um að gera grein fyrir óupplýstum atrið- um í stefnu Bandalags jafnaðar- manna. Þær upplýsingar liggi ekki fyrir. Alþýðuflokkur hafi hins vegar ekki slitið þessum viðræð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.