Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Francois Mitterand forseti. Frá stúdentaóeirðumim í Parfs fyrir skemmstu. Eftir tveggja ára valdaferil: Vonbrigðin setja mark á frönsku stjórnina I þessari viku eru liðin tvö ár frá valdatöku Francois Mitterands og vinstri manna í Frakklandi. En viðhorfin eru önnur nú en þá. Sú mikla bjartsýni, sem ríkti í upphafi jafnt í röðum jafnaðarmanna sem kommún- ista, tilheyrir nú fortíðinni en deyfð og vonleysi eru komin í staðinn. Ástæðan er framar öðru erfiðleikarnir í efnahagsmálum, sem stjórninni hefur ekki tekizt að finna nein ráð við. Af nógu er að taka. Franski frankinn hefur verið felldur þrisvar sinnum á þessu tímabili, viðskipta- hallinn við útlönd nam 93 milljörðum franka á síðasta ári eða meira en nokkru sinni fyrr og í iandinu eru 2 millj. manna atvinnulausar. Kjósendur hafa snúið baki við stjórninni hópum sam- an. Það kom berlega í ljós í baejarstjórnarkosningunum í marz sl., en þá misstu jafnað- armenn og kommúnistar meiri- hlutann í 31 borg með yfir 30.000 íbúum. Kommúnistar töpuðu borgarstjóraembættunum í jafn mikilvægum borgum og Nimes, Saint-Etienne og Arles, sem þeir þó hafa státað af sem einstökum fyrirmyndum um góða stjórn. Vaxandi andstaða við frönsku stjórnina kom glöggt í ljos á verkalýðsdaginn 1. maí sl. í fyrsta sinn frá árinu 1979 fylktu þrjú stærstu verkalýðssambönd landsins liði og efndu til sameig- inlegrar kröfugöngu, sem lauk á Place de la Republique, hefð- bundnum útifundarstað vinstri manna í Frakklandi. Fyrir tveimur árum hefði varla nokk- urn órað fyrir því að þrenn vinstri sinnuð verkalýðssamtök í landinu ættu eftir að mótmæla í einni fylkingu efnahagsstefnu þeirrar stjórnar, sem þau áttu svo stóran þátt í að koma á lagg- irnar. Óeiningin vex einnig hröðum skrefum bæði innan ríkisstjórn- arinnar sem innan stjórnmála- flokkanna, jafnaðarmanna og kommúnista. Þeir síðarnefndu telja sig hafa greitt stjórnar- samvinnuna við jafnaðarmenn dýru verði. Mitterand hefur ekki hikað við að lýsa yfir stuðningi sínum við Samstöðu, samtök frjálsu verkalýðssamtakanna í Póllandi. Þá er Mitterand einnig eindreginn fylgismaður þeirra áforma Bandaríkjamanna og annarra aðildarríkja NATO að koma fyrir meðaldrægum eld- flaugum í Vestur-Evrópu til þess að vega upp á móti hernaðaryfir- burðum Sovétríkjanna og nú síð- ast rak hann 47 sovézka sendi- starfsmenn úr landi fyrir meint- ar njósnir í Frakklandi. öllu þessu hafa kommúnistar kyngt og jafnvel tekið undir sumt. Stjórna kreppunni En ókyrrðin fer nú ört vaxandi innan kommúnistaflokksins. Forystumenn flokksins lögðu í upphafi mikið kapp á að sann- færa stuðningsmenn sína um, að þeir hygðust ekki fara í stjórn með jafnaðarmönnum til þess eins að „stjórna kreppunni". Eft- ir kosningarnar í marz komst André Lajonie, formaður þing- flokks kommúnista, svo að orði í málgagninu „L’Humanité": „Hvernig getum við vænzt þess, að Frakkar kjósi frambjóðendur vinstri manna, þegar stefna okkar sveigist í takt við stefnu þeirra landa, þar sem hægri stjórnir fara með völd.“ Ástandið er engu betra í röð- um jafnaðarmanna. Reymond Forni, einn af forystumönnum þeirra, sagði óhikað við upphaf síðasta þingtímabils, að hann væri „þrumu lostinn vegna þeirrar uppgjafar, kjarkleysis og hiks“, sem ríkti á meðal þing- manna flokksins. Óánægjan er þó skiljanlega mest innan vinstri arms flokksins, þar sem því er óspart haldið fram nú, að stjórn- in sé ekki lengur stjórn vinstri manna. Þannig sagði Georges Sarre í þrumuræðu, sem hann hélt fyrir skömmu, en hann er einn helzti leiðtogi vinstri arms- ins: „Efnahagsáætlun Jacques Delors fjármálaráðherra er and- stæð stefnuskrá jafnaðarmanna. í hverju felst vinstri stefna rík- isstjórnarinnar, þegar hún er farin að móta stefnu sína eftir stefnu Reagans, Kohls og Thatchers?" Síðustu aðgerðir stjórnarinn- ar í efnahagsmálum, sem gerðar voru í marzlok, hafa ekki bætt úr skák. Þá voru skattar hækk- aðir, verð á áfengi og tóbaki var hækkað og sama máli gegndi um rafmagn, gas og síma. Ennfrem- ur gengu þá í gildi harkalegar takmarkanir á gjaldeyri. Með þessum aðgerðum fannst al- menningi sem bundinn væri endi fyrir fullt og allt á vonirnar um batnandi lífskjör undir vinstri stjórn. Eining jafnaðarmanna í hættu Sjálf einingin innan Jafnað- armannaflokksins er í hættu. Margir stuðningsmanna Mitter- ands forseta telja það eitt mesta afrek hans að ná að safna saman hinum stríðandi fylkingum inn- an flokksins undir eitt merki og hann hélt þeirri viðleitni áfram, eftir að hann var kominn til valda. Hann gerði Pierre Mauroy, sem tilheyrði miðarmi flokksins, að forsætisráðherra og valdi síðan menn jafnt úr báðum ytri örmum flokksins til ráðherrastarfa og gerði þá þann- ig ábyrga gagnvart sér. En eftir því sem franska stjórnin hefur neyðzt til þess að taka upp meiri aðhaldssemi í efnahagsmálum og draga úr framlögum gegn atvinnuleysi og til félagsmála yfirleitt, hafa ótvíræðir brestir komið í ljós, hvað snertir eininguna innan Jafnaðarmannaflokksins og há- værar óánægjuraddir látið þar til srn heyra. Vaxandi ókyrrðar verður líka vart alls staðar annars staðar í frönsku samfélagi nú. Stúdenta- óeirðirnar þar fyrir skemmstu voru talandi tákn, en þær voru hinar mestu frá því í stúdenta- óeirðunum 1968. Enn má nefna miklar mótmælaaðgerðir bænda í Suður-Frakklandi nýlega. Þess sjást því öll merki nú, að sú ró- semi og festa, sem að mörgu leyti hefur einkennt franskt þjóðlíf undanfarin ár, sé úr sög- unni að sinni og að framundan sé tímabil þjóðfélagsátaka, þar sem stéttadeilur og verkföll eiga eftir að setja svip sinn á þjóðlífið í hraðvaxandi mæli. (Heimild: Der Spiegel) Hvítasunnukappreiðar Fáks: Fannar keppir á ný — Fjölnir í B-flokk gæðinga Senn líður að því að fyrstu kappreiðar ársins verði haldnar en það er hestamannafélagið Fákur sem ríður á vaðið með hinum árlegu Hvítasunnu- kappreiðum. Mikill fjöldi hesta er skráður til leiks og taldist blaðamanni svo tll að þeir væru rúmlega hundrað og sjötíu talsins og er það metþátttaka. Áttatíu og fimm skráðir í gæðingakeppni fullorðinna og unglinga og um níutíu í kappreiðar. Til þess að koma öllu þessu fyrir var byrjað á dómum í unglinga- keppninni klukkan sex í fyrradag og í gær kl. sex byrjuðu dómar á A-flokks-gæðingum. í dag, laugar- dag, hefjast dómar á B-flokks- gæðingum klukkan níu fyrir há- degi og eftir hádegið hefjast svo undanrásir kappreiða. Á mánu- daginn annan í hvítasunnu verður síðan hápunktur mótsins sem hefst með kynningu úrslita í ungl- inga- og gæðingakeppni og að því loknu hefjast úrslit kappreiða. Eins og venja hefur verið á kapp- reiðum Fáks undanfarin ár eru öll dagskráratriði tímasett nákvæm- lega, hefur yfirleitt tekist að halda þessa tímaáætlun. Það sem ný- lunda verður að teljast á þessu móti er að allar undanrásir kapp- reiða fari fram á laugardeginum í stað mánudags og er þetta til mik- illa bóta fyrir alla aðila og ekki hvað síst áhorfendur. Með þessu móti geta áhorfendur verið vissir um að sjá það sem mestu máli skiptir án þess að þurfa að hanga klukkustundum saman. Eru þetta vinnubrögð sem fleiri hesta- mannafélög ættu að tileinka sér, það er að hafa hóflega langan há- punkt á hestamótum á hentugum tíma dagsins en reyna að afgreiða tímafreka hluti eins og gæðinga- dóma og undanrásir kappreiða á öðrum tíma. Er þetta gott um- hugsunarefni fyrir hestamanna- félög sem vilja auka aðsókn að hestamótum sínum. Áætlað er að dagskrá laugardagsins ljúki á sjötta tímanum en á mánudag mun ætlunin að ljúka úrslitum kappreiða klukkan að verða fimm. Er þá eftir að afhenda verðlaun í öllum keppnisgreinum mótsins að því er segir í mótsskrá. Vert er að minnast á aðkomuleiðir á Fáks- svæðið því ýmsar breytingar hafa orðið þar á frá því í fyrra. Hægt er að nálgast svæðið úr fjórum átt- um og skal þar fyrst nefna Vatns- veituveginn norðan við Breiðholtið og yfir gömlu brúna. Gamla leiðin í gegnum Árbæjarhverfið er nú lokuð eins og öllum er kunnugt en þess í stað er hægt að komast með því að fara Selásbrautina og einn- ig er hægt að komast hjá Rauða- vatni. Að síðustu er svo hægt að komast Vatnsendaveg. En svo vikið sé að hestunum sem í keppni verða þá er það eink- um tvennt sem vekur athygli, ann- arsvegar að í 250 metra skeið mætir á nýjan leik gamla kempan Fannar þrátt fyrir að lýst hafi verið yfir fyrir einu og hálfu ári að hann væri hættur keppni á kapp- reiðum en yrði þess í stað teflt Afmæliskveðja: Einar Björnsson sjötíu og fimm ára Einar Björnsson er 75 ára í dag, laugardaginn 21. maí. Knatt- spyrnufélagið Valur hefur átt marga dugmikla forystumenn sem gert hafa félagið að því stórveldi innan íþróttahreyfingarinnar, sem það er, og hefur verið. Einar Björnsson hefur verið í forystusveit Vals um áratuga skeið. Eins og svo margir aðrir strákar, gekk Einar í Val um 1925, svo margs er að minnast á þessu næstum 60 ára tímabili í hans lífi. Knattspyrnan var það sem lokkaði Einar í Val, en eftir að hafa lagt skóna á hilluna, vann hann mikið að félagsmálum, eins og sjá má af því, að í 17 ár var hann kosinn í stjórn félagsins. Stór þáttur í starfi Einars fyrir Val, var sú mikla vinna sem hann, ásamt fleiri góðum mönnum, lagði af mörkum við að ritstýra Valsblað- inu. Að gefa út félagsblað, eins og Valsblaðið, stórt blað og vandað, er ekki á færi annarra en afburða- manna. Þó mikið hafi verið á sig lagt, er ekki að efast um að slíkur félagsmálamaður hefur notið sigr- anna og þess árangurs sem náðist, og þess félagsskapar sem slíkt starf véitir. Knattspyrnufélagið Valur stendur í þakkarskuld við slíkan ŒJ KOR OLDUTUNSSKOLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.