Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Svíar hrifnir af flautu- leik Manuelu Wiesler MANUELA Wiesler, ilautuleikari, hefur verið mikið á ferð og flugi undanfarið og haldið fjölda tónleika. Hún hefur ferðast talsvert um Sví- þjóð seinni partinn í vetur og slegið í gegn á hverjum tónleikunum á fætur öðrum. Sænskir gagnrýnendur eru ósparir á lofið, fyrirsagnir eins og „Guðdómlega Manuela" og „Silfur- Týndi bankabók UNGUR drengur, Þorsteinn Ingi Magnússon, var svo óheppinn að tapa bankabókinni sinni í bænum I gær. Hafði hann farið í Iðnaðar- bankann og tekið út 1.300 krónur sem hann stakk inn í plastið með bankabókinni, en einhvers staðar á leiðinni frá Austurvelli og að Mela- velli tapaði hann bókinni. Sá sem finnur bókina er vin- samlegast beðinn um að senda hana Þorsteini Inga Magnússyni, Barðaströnd 20, Seltjarnarnesi. flauta Manuelu" og „Stórkostlegur sunnudagur með Manuelu" voru al- gengar í sænskum blöðum í vetur. 1 mars lék hún með sinfóníunni í Malmö, m.a. flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem heitir „Evridíta, flautukonsert fyrir Manuelu og hljómsveit". Þetta verk þykir nokkuð sérstakt og fær góða dóma hjá sænskum gagnrýn- endum. Þorkell samdi verkið sér- staklega fyrir Manuelu, og segir einn gagnrýnandinn að það þurfi ekki að koma neinum á óvart, að tónskáld semji sérstaklega fyrir Manuelu, svo stórkostlega spili hún. Þá lék Manuela annað verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Svíþjóð, „Kalais" heitir það, og er efnið, eins og Evridíta, sótt í gríska goðafræði. í þessu verki þarf flautuleikarinn að beita ýmsum óvenjulegum kúnstum, svo sem að syngja nokkra takta f gegnum hljóðfærið og fleira. „Slíkar Manuela Wiesler flautuleikari. kúnstir krefjast mikils af flautu- leikaranum," sagði einn gagnrýn- andinn, „eru eins konar próf á hæfni hans. Manuela Wiesler sýndi og sannaði í þessu verki að hún er stórbrotin flautisti, lék af fullkomnu öryggi frá upphafi til enda.“ Og önnur gagnrýni var í svipuðum dúr. Viðræðugrundvöllur Alþýðubandalagsins: Þak á vísitölubæt- ur á hæstu laun í viðræðugrundvelli Alþýðubandalagsins, sem ■ mun hafa verið lagður fram í stjórn- armyndunarviðræðum vinstri flokkanna í gær, kemur fram, að flokkurinn vill, að samningar fari fram milli verkalýðs og vinnuveit- enda um launastefnu til tveggja ára, sem miðist við, að verðbólgan INNLENT verði komin í 55—60% um næstu áramót og verði ekki hærri en 35% í árslok 1984. Ennfremur, að kaupmáttur meðallauna og lægri launa verði ekki að meðaltali á neinu þriggja mánaða tímabili lægri en nemur falli þjóðartekna frá árinu 1981 til 1983 og að kaup- máttur launa aukist strax með hækkandi þjóðartekjum. Þá segir í þcssum viðræðugrundvelli, að náist samkomulag um lækkun verðbóta á laun komi á móti lækk- un verzlunarálagningar, lækkun vaxta, veruleg minni lækkun á gengi krónunnar en ella hefði orð- ið og takmarkaðar hækkanir inn- lends verðlags, þ.á m. búvöruverðs og fiskverðs. Þá vill Alþýðubanda- lagið að sett verði þak á vísitölu- bætur á hæstu laun. Sérstakur sýningarbíll frá Pioneer í kynningarferð um Evrópu er staddur hér á landi CtD PIONEER PUhgyWULTi Þú hefur aldrei heyrt í öðrum eins tækjum!! „Pioneer Pure Multi" bíltækjakerfið samanstendur af útvarps- og kasettutæki sem tengist við nýja tóndeilirinn frá Pioneer — CD646 (Crossover network), sem skiptir lág-, mið-, og hátónum inn á aðskiljanlegar rásir sem hver um sig notar einn magnara fyrir hvert hátalarapar— og gerir hlustandanum kleift að ákveða sérstaklega útgangsstyrk og tíðni á þeim tónsviðum sem hann kýs, allt eftir kröfum og smekk hvers og eins. B11TÆK1ASYN1NG Opið frá NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ!! HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 10—4 í dag SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.