Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Efnahagsástand Vesturlanda: Höfum falliö úr 4. sæti í 13.—14. á tveimur árum VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Heildarvelta KEA jókst um 54% 1982 HEILDARVELTA Kaupfólags Eyfirð- inga, að afurðareikningum meðtöld- um, var á síðasta ári um 1.222,7 millj- ónir króna og hafði vaxið um 54% frá árinu á undan, þegar hún var tæplegf 794 milljónir króna. Er veltuaukning- in því nokkurn veginn í samræmi viö meðalhækkun verðlags milli áranna 1981 og 1982. Að samstarfsfyrirtækjum með- töldum var veltan um 1.5ÍM,9 millj- ónir króna á árinu 1982 og hafði aukizt um 49% milli ára, eða nokkru minna en almennar verð- iagsbreytingar. Laun og launatengd gjöld í aðal- rekstri og afurðareikningum hækk- uðu að meðaltali í svipuðu hlutfalli Gjaldþrotum fjölgar í Japan GJALDÞROTUM fyrirtækja í Japan fjölgaði um tæplega 1% í aprílmánuði sl., þegar samtals 1.497 fyrirtæki fóru yfir um, bor- ið saman við 1.485 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Þetta er annar mesti fjöldi fyrirtækja, sem verða gjald- þrota í einum mánuði síðan í aprílmánuði 1977, þegar fjöld- inn var 1.582 fyrirtæki. Efnahagssérfræðingar í Jap- an reikna með, að gjaldþrotum eigi eftir að fjölga umtalsvert á þessu ári, aðallega vegna sí- aukinnar samkeppni erlendis frá og vegna þeirra innflutn- ingshafta, sem víða hafa verið sett á japanskar vörur. og veltan. Beinar launagreiðslur fé- lagsins námu rösklega 148,1 millj- ón króna og að samstarfsfyrirtækj- um meðtöldum tæplega 187,2 millj- ónum króna. f frétt frá félaginu segir, að það sé langstærsti launagreiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu og einn stærsti launagreiðandi landsins. Meðalfjöldi starfsmanna á síðasta ári var 1.003 og fjölgaði þeim um 59 milli áranna 1981 og 1982, en starfsmenn voru 1.219 þegar starfsmenn samstarfsfyrirtækj- anna eru taldir með og er þá miðað við slysatryggðar vinnuvikur. Hagnaður varð á rekstursreikn- ingi að fjárhæð 1,8 milljónir króna og hafa þá verið færð til gjalda að fullu reiknuð gengisálög og verð- bætur á aðfengnu lánsfé, en einnig færð tekjufærsla að fjárhæð 20,9 milljónir króna. Aukaafskrift vöru- birgða hefur verið hækkuð um 2,8 milljónir króna, allar venjulegar fyrningar reiknaðar að fullu eftir ákvæðum skattalaga og ófrádrátt- arbær opinber gjöld að fjárhæð 1,6 milljónir króna, þ.á m. eignaskatt- ur upp á 1,4 milljónir króna, skuld- uð á reksturinn. Fjármunamyndun í rekstrinum var 46,2 milljónir króna, en til samanburðar 23,5 milljónir króna árið 1981, þannig að fjármunamyndun hefur aukizt hlutfallslega mjög mikið. Eigið fé og stofnsjóðir voru í árslok 387,5 milljónir króna og hafði aukizt um 55,4% frá árslok- um 1981. Veltufjárhlutfall var í árslok 1982 heldur hagstæðara, en í árslok 1981, en greiðslustaðan má þó ekki vera þrengri. „ENN hefur hallað undan fæti í efnahagsmálum íslendinga. í þessum þriðja samanburði, sem Frjáls verzlun birtir yfir „afrek“ okkar og helztu Vesturlanda í efnahagsmálum, er útkoma okkar lélegri en nokkru sinni fyrr. Við höfnum í 13.—14. sæti, ásamt ítöl- um, lægstir Evrópuþjóða, en á undan Bandaríkjunum og Kan- ada, sem reka lestina,** segir m.a. í grein í nýjasta hefti Frjálsrar verzlunar. „1981 lentum við í 7. sæti og 1980 í 4. sæti. í þeim þremur samanburðum, sem gerðir hafa verið síðan 1980, er ekkert land, sem hefur fengið jafn hrotta- legan bakvind í seglin og hrapað af toppnum nánast á botninn á jafn skömmum tíma. Eins og áður eru borin saman sex atriði efnahagsmála og við sýnum lakasta frammistöðu í Heildarþjóðarframleiðsla Holl- endinga mun ef að líkum lætur minnka um u.þ.b. 0,5% á þessu ári, samkvæmt nýjustu spá hollenzku hagstofunnar. Er þetta fjórða árið í röð, sem samdráttur verður í þjóð- arframleiðslu Hollendinga. Talsmaður hollenzku hagstof- unnar sagði ennfremur, að allar líkur bentu til þess, að atvinnu- tveimur en erum beztir í einu. Viðskiptajöfnuður okkar er óhagstæðari en annarra landa og verðbólgan er mest hjá okkur. Atvinnuleysi er hins vegar minnst hjá okkur, en það ásamt þeirri staðreynd að launahækk- anir hafa verið minni hér í er- lendri mynt (sem í þessum sam- anburði telst okkur til tekna þar sem það bætir samkeppnisstöð- una) forðar okkur frá því að lenda í neðsta sæti. I öðrum greinum, aukningu þjóðarfram- leiðslu og fjármunamyndun er- um við neðan við meðaltal," seg- ir ennfremur í blaðinu. Sigurvegarar í þessum sam- anburði eru Japanir, en þeir voru í öðru sæti í fyrra á eftir Norðmönnum og í þriðja sætinu í hitteðfyrra. Norðmenn falla nú niður í fimmta til sjöunda sæti, en Bretar taka hins vegar stökk upp á við úr 15. sæti í 2. sætið. leysi myndi enn aukast í landinu á þessu ári og verða komið í um 15% í árslok, en það er um 12% um þessar mundir. Talsmaðurinn sagði þá ánægjulegu þróun hafa orðið undanfarna mánuði, að fjárfest- ing í iðnaði hafi aukizt umtals- vert og menn gerðu sér vonir um, að iðnaðarframleiðsla myndi HM í efnahagsmálum 1982 Röð stig Röð 32 81 1. Japan 85 2 2. Bretland 63 15 3. Sviss 60 1 4. Austurríki 58 4-5 5.-7. Noregur 56 3 Danmörk 56 13-14 Finnland 56 4-5 S.-9. Frakkland 53 11 Svíþjóð 53 13-14 10. V.-Þýskaland 57 6 11. Holland 49 8 12. Belgia 44 12 13.-14. ítalía 39 10 Island 39 7 15. Bandarfkln 35 10 16. Kanada 19 9 aukast um u.þ.b. 1% á árinu. Það kom ennfremur fram, að þrátt fyrir mjög litlar almennar launahækkanir í landinu á síð- asta ári, hafi samkeppnisstaða hollenzkra fyrirtækja ekki batn- að að marki. Komi þar til óvenju- lega sterk staða hollenzku flórín- unnar á alþjóða gjaldeyrismörk- uðum síðustu mánuði. Þjóðarframleiðsla dregst saman um 0,5% í Hollandi „Höfum verið að ná betri markaðsstöðu“ — segir Davíð Vilhelmsson, framkvæmdastjóri austursvæðis Flugleiða í Frankfurt „VIÐ HÖFUM á undanfórnum misserum verið að ná betri markaðsstöðu og það fer ekkert á milli mála, að betur er fylgzt með okkur, en var á erfiðleika- tímum félagsins 1979—1980. Ákveðin tortryggni ríkti í okkar garð á árinu 1981, en síðan hefur staðan verið upp á við,“ sagði Davíð Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Austursvæðis Flugleiða, en hann hefur aðsetur í Frank- furt í Vestur-Þýzkalandi, í samtali við Mbl. á dögunum. „Ég varð sérstaklega var við aukinn áhuga ferðamálamanna á ferðakaupstefnunni í Berlín í marzmánuði sl. Menn tóku greini- lega eftir því, að ferðatíðni félags- ins er að komast í sitt gamla horf. Við erum með 50% aukningu á Chicago, eða förum úr 2 ferðum í viku í fyrra í 4, auk þess sem tíma- bilið er lengt. Þá verða farnar 8 ferðir í viku til New York, en á síðasta ári voru ferðirnar 6. í ár verður síðan Baltimore bætt inn á nýjan leik, en flug þangað var fellt niður á erfiðleikatímum félags- ins,“ sagði Davíð. Davíð sagði, að flutningar Flugleiða frá Vestur-Þýzkalandi, Hollandi, Sviss og Frakklandi hefðu farið vaxandi undanfarið. „Aukningin hefur reyndar verið hlutfallslega mest frá Sviss, eða 150—200% á hverjum mánuði, sem við erum óneitanlega mjög ánægðir með. Það ríkir hins vegar nokkru meiri óvissa um útkomuna í Belgíu. Aðalmálið nú er kannski hin gífurlega styrking okkar inn- an ferðaiðnaðarins, eins og ég sagði áður. Sú styrking á örugg- lega eftir að skila sér síðar meir.“ Aðspurður um hina miklu upp- sveiflu, sem átt hefur sér stað í Sviss, sagði Davíð, að tekin hefði verið ákvörðun á síðasta ári um að vera með langferðabílferðir milli Zurich og Luxemborgar fjórum sinnum í viku, til að auðvelda far- þegum ferðina á milli. „Þetta hef- ur mælzt hreint ótrúlega vel fyrir. Við höfðum lengi haft uppi áætl- anir um ferðir með langferðabíl- um þarna á milli, en kostnaður kom alltaf í veg fyrir að slíkt væri hægt. Sömu sögu var reyndar að segja af járnbrautarferðum. Við náðum síðan samningum, sem eru okkur hagstæðir um þessar fjórar ferðir í viku, en þær falla vel sam- an við áætlun félagsins," sagði Davíð. Davíð sagði Sviss vera mjög góðan markað fyrir Flugleiðir, því þar væru fargjöldin hlutfallslega dýrari en annars staðar í Evrópu, m.a. vegna þess, að samkeppnin er mun minni þar en annars staðar í álfunni. „Annars virkuðu kosningarnar hér í Þýzkalandi eins og víta- mínssprauta á allt athafna- og ef- 'nahagslíf, sem síðan hefur áhrif til þess, að Þjóðverjar ferðast meira. Þjóðverjar hafa haldið dá- lítið að sér höndum vegna efna- hagsástandsins undanfarin mis- seri og þeirri óvíssu, sem ríkt hef- ur í stjórnmálum landsins. Reynd- ar held ég, að um uppsveiflu hefði verið að ræða hver svo sem sigrað hefði í kosningunum. Það vantaði bara einhverja festu. Auk þess sem almennt efna- hagsástand hefur batnað hér í Þýzkalandi, hafa aðalsamkeppnis- aðilar okkar undanfarin ár heldur dregið að sér höndina ef svo má að orði komast. Metro hefur átt í ákveðnum erfiðleikum og hefur fé- lagið reyndar svo til hætt beinu flugi inn til Evrópu, nema í formi Davíð Vilhelmason millilendinga á leið sinni frá Bandaríkjunum til ísrael. Þá virð- ist ljóst, að aðalkeppinautur okkar, Capitol, mun ekki starfa af sama krafti á þessum markaði og áður. Erfiðleikar í rekstri, sér- staklega á innanlandsleiðum í Bandaríkjunum, koma þar inn sem áhrifavaldar," sagði Davíð. Um ástæður þess, að Flugleiðir fjölguðu ekki ferðum meira á New York, en raun ber vitni, eða um 25% úr 6 í 8 ferðir á viku, sagði Davíð að samkeppnin væri harð- ari á þeim markaði en nokkrum öðrum, sem hefði það í för með sér, að fargjöldin væru lægri en víðast hvar annars staðar. „Þá hentar þessi ferðatíðni mjög vel miðað við þann flugvélakost, sem félagið er með í þessu flugi. Um þessar mundir eru reyndar á lofti blikur varðandi vélar félagsins, þar sem flugmálayfirvöld í New York hafa bannað flug véla yfir ákveðnum hávaðamörkum frá og með 20. júlí nk., en vélar Flugleiða falla inn í þann flokk," sagði Davíð. Davíð sagði aðspurður að áfram væri gert ráð fyrir góðri aukningu í Norður-Atlantshafsfluginu, eða eitthvað liðlega 30% á árinu, en á síðasta ári varð liðlega 32% aukn- ing á þeirri flugleið. „Aukningin kemur að mestu leyti fram í aukn- um ferðalögum Bandaríkjamanna til Evrópu, sem kemur aftur aðal- lega til vegna gífurlega hag- stæðrar gjaldeyrisþróunar fyrir þá. Sem dæmi um það má nefna, að Bandaríkjamenn fengu tim 4 franska franka fyrir dollarann á sl. sumri, en nú í vor fá þeir lið- lega 7 franska franka, sem segir sína sögu meira en flest annað. Annars reikna ég með um 5% aukningu ferðamanna frá Evrópu til Bandaríkjanna í sumar.“ Davíð var inntur eftir breyting- um, sem orðið hafa á starfsemi Flugleiða á meginlandinu undan- farin misseri. „Það hefur orðið mikil uppstokkun á starfsemi fé- lagsins í Evrópu. Við höfum þurft að beita ýmiss konar hagræðing- araðgerðum, auk þess sem við höf- um neyðzt til að loka söluskrif- stofum okkar í Amsterdam, Brussel og Dusseldorf í kjölfar leyfisveitingarinnar til Arnar- flugs á síðasta ári. Okkur hefur að mínu mati tekizt vel að breyta öllu vinnufyrirkomulagi til betri veg- ar, auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað. Það er alltaf betra að bæta við starfsfólki á háanna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.