Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 25 APEX-farmiðar að verða uppseldir: Otti við gengislækk- un eina skýringin MIKIL eftirspurn hefur að undan- fornu verið eftir svonefndum APEX- -farmiðum og eru þeir nú aö miklu leyti uppseldir í sumar. APEX- -farmiðar eru þeir ódýrustu, sem nú er völ á til Evrópu, en miðast við að fargjald sé greitt ákveðnum tíma, minnst hálfum mánuði, fyrir brott- for og gilda farseðlarnir aðeins Húsavíkur- fjall hvítt sem um hávetur Húsavík, 20. maí. HÆGVIÐRI hefur verið þessa líðandi viku, en hiti lítið verið fyrir ofan frostmark, svo snjóað hefur sama og ekkert og Húsa- víkurfjall hvítt sem um hávetur væri og skaflar víða á gangstétt- um og við götur, þó þær séu auð- ar orðnar, enda mokaðar. Róið hefur verið alla þessa viku og þorskafli með skárra móti, en grásleppuveiði léleg sem áður. Enn er beðið eftir hinum raunverulega fyrsta sumardegi. FrétUriUri fyrirfram ákveðna daga. Ein skýr- ingin á þessu er talin vaxandi ótti fólks við gengislækkanir. Birgir Ólafsson, skrifstofustjóri söluskrifstofu Flugleiða í Lækj- argötu, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að ýmsar skýringar gætu verið á þessu. Rauðir APEX- -farmiðar væru þeir ódýrustu sem fáanlegir væru á þessum leiðum, eða um 70% af verði annarrar leiðar á heilsársfarmiðum. Þá væri framboð þessara farmiða takmarkað. Einnig hefði borið meira á því en undanfarin ár, að fólk óttaðist gengislækkanir og vildi því gjarnan greiða fargjald með fyrra fallinu, þar sem far- gjöldin fylgja gengisþróun dollars. Þetta ætti ekki aðeins við APEX- fargjöldin. Hann hefði ekki orðið var við það áður, að fólk gæfi gengismálum jafnmikinn gaum og nú. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun svipaða sögu að segja hjá ferðaskrifstofum, það er að fólk leggur nú meiri áherzlu en áður á að greiða fargjöld sín og ferðir upp og með miklum fyrir- vara. Mun þar vera um ótta við gengislækkanir að ræða. Hagkaup gaf 2ja manna herbergi í sjúkrastöðina „OKKUR er jtað ánægja að geta tek- ið á með SÁA viö það að vinna gegn vímuefnavandamálinu á lslandi,“ sagöi Sigurður Gísli Pálmason, framkvæmdastjóri Hagkaup, þegar hann afhenti fulltrúa gjafabréfasöfn- unar SÁÁ, Magnúsi Kristinssyni, gjafabréf að upphæð 54.000 kr. Gjöf Hagkaups nægir til að út- búa eitt tveggja manna herbergi í sjúkrastöðinni nýju. Verður her- bergið merkt Hagkaup, þegar sjúkrastöðin verður tekin í gagnið í haust eins og gjafir þeirra gef- enda sem gefa til ákveðins verk- þáttar. Enn skortir töluvert á svo unnt verði að ljúka sjúkrastöðinni á til- skildum tíma. Þau fyrirtæki og stofnanir, sem vilja leggja þessu málefni lið, eru hvött til þess að hafa samband við SÁÁ sem fyrst, segir í frétt frá samtökunum. Fulltrúar EBE á ráðstefnunni ásamt Jónasi Haralz, bankastjóra. Lengst til vinstri er Folmer Bang Hansen, þá Niel Jörgen Thögersen og Klaus Ewig. Morgunblaðið/EmiHa. Ráðstefna um EBE: Anægja með samskipti íslendinga við EBE RÁÐSTEFNA um Efnahagsbanda- lag Evrópu var haldin á Hótel Loft- leiðum í gær. Yiðskipti og verzlun gekkst fyrir ráðstefnunni, en megin- tilgangur hcnnar var að kynna starf- semi EBE: „Því,“ eins og Jónína Michaelsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta og verzlunar, sagði í Mbl. í gær, „við Islendingar höfum ekki efni á því aö vera eins sinnulausir um það sem er að gerast í Evrópu og raun ber vitni.“ Frá EBE voru á ráðstefnunni Folmer Bang Hansen, Niels Jörgen Thögersen og Klaus Ewig. Ráðstefnan stóð frá 9 til 16.30 og var vel sótt. Þó lét enginn stjórn- málamaður sjá sig utan Tómas Arna- son viðskiptaráðherra, en hann flutti fyrstu ræðuna. Ráðstefnustjóri var Jónas Haralz bankastjóri. Eins og kunnugt er, hafa Islend- ingar tollaívilnanir í EBE-löndun- um, og var eitt af umræðuefnum ráðstefnunnar samskipti íslands við EBE í gegnum árin. Sagði Folmer Bang Hansen að þau sam- skipti gengju mjög vel og tók Þórhallur Ásgeirsson hjá við- skiptaráðuneytinu undir þau orð hans. Þessar tollaívilnanir eru ís- lendingum mikilvægar þegar tekið er tillit til þess að 31% af útflutn- ingi fslendinga er til EBE-landa. Eftir inngangsræðu Tómasar Árnasonar lýsti Niels Jörgen Thögersen, yfirmaður Upplýsinga- þjónustu EBE, ýmislegri starf- semi EBE og þeim vandamálum sem við væri að glíma. Sagði Thögersen, sem er Dani, að í sínu landi væru blöðin uppfull af því að annað hvort væri ekkert að gerast innan EBE eða þá að um alvarleg vandamál væri að ræða. Sagði Ráðstefnugestir Thögersen að þetta væri mesti misskilningur, því innan EBE færi fram mikið starf. Nefndi hann í því sambandi þá ríku áherslu sem EBE-löndin legðu nú á að endur- skipuleggja iðnaðinn til að gera þeim betur fært að keppa við Bandaríkjamenn og Japani. Seinna á ráðstefnunni var komið inn á samskipti EBE við þessi lönd. Sem kunnugt er hafa Japan- ir reynst tregir til að opna heima- markað sinn fyrir vestrænum vör- um þrátt fyrir gífurlegan útflutn- ing þeirra til Vesturlanda. Þetta hefur leitt til ýmissa vandamála fyrir EBE-löndin, en EBE hefur tekið þá stefnu að loka ekki mark- aðinum fyrir Japönum heldur þrýsta á þá.til að opna sinn. Ýmislegt fleira bar á góma á ráðstefnunni. Thögersen gerði grein fyrir stefnu EBE í orkumál- um. Benti hann á þá staðreynd að EBE-löndin flytja inn 48% af þeirri orku sem þau nota, þótt í mismunandi mæli sé. Sagði hann, að það væri stefna EBE að reyna að koma þessari tölu niður í 40% fyrir 1990. Það mætti gera með skynsamlegri nýtingu orkunnar og aukinni orkuframleiðslu EBE- landanna. Þá var talsvert rætt um óskir Grænlendinga um að segja sig úr EBE og taka upp nýtt samband við bandalagið, svokallað OCT- samkomulag, en það þýðir m.a., að þeir geta flutt út sínar vörur til EBE-landa án tolla. Sagði Thög- ersen að í næstu viku hæfust um- ræður á milli EBE-landanna um þessar óskir Grænlendinga og væri við því að búast að það gæti tekið langan tíma að komast að niðurstöðu, m.a. vegna þess að ýmsar EBE-þjóðir settu það skil- yrði fyrir OCT-samkomulagi við Grænlendinga að þær fengju ein- hverjar veiðiheimildir á græn- lensku fiskveiðasvæði. Engan kolmunna að fá í færeyskri landhelgi — stutt spjall við Bjarna Gunnarsson, skipstjóra á Eldborginni „í FÆREYSKRI landhelgi var engan kolmunna að fá. Kolmunn- inn gekk aldrei úr brezku land- helginni yfir miðlínuna og það hef- ur aldrei gerst áður. Kolmunninn fór austur með landgrunnskantin- um og dreifir sér þaöan norður á bóginn. Því miður höfðum við ekki leyfí til þess að fara yfír miðlínuna. Þeir veiddu kolmunna grimmt í brezku landhelginni og aðeins skip frá ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu og Noregi hafa heimild til þess að veiða þar,“ sagði Bjarni Gunnarsson, skipstjóri á Eldborg- inni, en skipið kom inn til Hafnar- fjarðar á miövikudag eftir að hafa verið á Færeyjamiðum frá því 28. aprfl. „Sovétmenn voru að veiðum á sömu slóðum og við. Voru með 3—4 þúsund tonna skip og fengu þetta milli 10 til 20 tonn í holi. Fyrir okkur er ekki arðbært að veiða um 20 tonn á dag og þar af um 50% smáfisk. Giljanesið frá Færeyjum, sem veiddi í breskri landhelgi, fram- leiddi um 900 tonn af flökum frá 1. apríl til 5. maí. Líklegt verð- mæti er á milli 17 og 18 milljónir króna. Og ég veit þess dæmi að Kronborgin frá Færeyjum hafi fengið 1.030 tonn af kolmunna á einum sólarhring í brezku land- helginni. Þetta sýnir best hvað hægt er að gera, en við verðum að fá að fara yfir miðlínuna ef grundvöllur á að vera fyrir ís- lenzk skip að veiða á þessum slóðum," sagði Bjarni Gunnars- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.