Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 Af blekbændum og öðrum bændum ■ • ' ■ — eftir Geir G. Gunnlaugsson bónda i Lundi, Kópavogi Margt hefur verið ritað í blöðin undanfarið vegna tilrauna til stofnunar einokunarverslunar með egg. Menn hafa reynt að skrifa sig í kringum kjarna máls- ins og eru þar á ferðinni blek- bændur á snærum Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, sem kasta ryki í augu neytenda og venju- legra bænda. Kjarni málsins er nefnilega sá, að með stofnun dreif- ingarstöðvar með einkasöluheim- ild er verið að búa til vita þarf- laust apparat, sem hefur þann eina tilgang að svipta atvinnu- grundvellinum undan þeim sem byggt hafa upp þessa búgrein en fá hana í hendur vildarmönnum Framleiðsluráðs. Til þess að bæta gráu ofan á svart, hyggst Fram- leiðsluráðið nota skattpening þann sem ég og aðrir eggjafram- leiðendur höfum greitt með ærn- um erfiöismunum í kjarnfóðursjóð til þess að kosta fyrirtækið. Þetta er kallað að láta mann taka sína eigin gröf. Ég hef stundað ali- fuglarækt í meirá en 50 ár og tel mig þekkja þau mál til hlítar, jafnt framleiðslu sem dreifingu og geta sagt lesendum frá því hvað hér er raunverulega að gerast. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur lítið sinnt málum alifugla- bænda fram til þessa. Eggjafram- leiðendur hafa fyllt upp í skarðið i neysluþörf almennings jafnóðum og það hefur myndast. Með nýjum viðskiptavinum stækkuðu menn bú sín. Þannig urðu einstaka eggjaframleiðendur allstórir í sniðum, ekki síst er tæknivæðing- in hélt innreið sína þar. Lækkaði með þessu eggjaverð sem aftur olli aukinni neyslu. Nýverið hafa kom- ið fram allmargir aðilar sem vilja koma sér upp hænsnabúum eða hafa þegar gert það án þess að tryggja sér viðskiptavíni. Þeir reyndu þá að komast inn á markað sem ekki er fyrir hendi. Er það mistókst, sniðgengu þeir hina gamalgrónu eggjaframleiðendur í stjórn Sambands eggjaframleið- enda, stofnuðu sérsamtök ásamt hagsmunaaðila um útungun og bönkuðu uppá hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Þar var þeim tek- ið fegins hendi, því ráðið átti í fór- um sínum tæki til þess að ryðja þeim veginn í formi lagaheimildar til eggjaeinkasölu. Með því að framselja hinum óánægðu og markaðssnauðu einokunarheimild til eggjasölu, gæfi Framleiðsluráð þeim hálstak á alifuglabændum, sem hafa lagt ævistarf sitt og fjármuni í það að skapa sér hag- kvæman rekstur. Þeir yrðu að sleppa gamalgrónum viðskipta- samböndum sínum og sæta fram- leiðslukvóta sem yrði miskunnar- laust notaður til þess að brjóta þá á bak aftur. Látið er í veðri vaka að ætlunin sé að dreifa eggja- framleiðslunni um landið sem aukabúgrein, en það er bara fyrir- sláttur og yfirskin til þess að koma markaðnum í hendur „óánægjuhópsins". í fljótu bragði mætti ætla að slík dreifing eggja- framleiðslunnar yrði lyftistöng fyrir bændastéttina og þyrfti ekki að kosta neytendur teljandi fé. En lítum á staðreyndir: * Hvað mundi kosta að leggja niður stóru búin, sem hafa séð fyrir þörfum neytenda? * Hvað mun kosta að byggja í þeirra stað fjölmörg smá- hænsnahús út um land allt? * Hvað er hirðingin mörgum sinnum óhagkvæmari og þar af leiðandi dýrari í smáhúsunum? * Hvað myndi kosta að aka fóðri í marga staði um land allt? * Hvað kostar að safna jafn við- kvæmri vöru og eggjum saman á öllum árstfmum og aka þeim til Reykjavíkur? Hvað kostar að taka eggin eftir þarflausa sorteringu og dreifa út um land allt á ný? Svo kemur lokaspurningin: * Hver haldið þið að mundi borga brúsann? Ég þarf ekki að fá Hagvang í lið með mér til þess Geir G. Gunnlaugsson að reikna út að það væri ykkur ætlað, lesendur góðir. Það sjá allir að svona lagað get- ur ekki gengið. Mér er undrun að því að svo mætur maður sem Hall- dór Pálsson, fyrrverandi búnað- armálastjóri, skuli mæla fyrir þessu í nýlegri grein í Dagblað- inu-Vísi. Hefði hann betur veitt okkur alifuglabændum stuðning á starfsferli sínum sem búnaðar- málastjóri í stað þess að styðja nú blekbændur þá sem tekið hafa við víxli úr hendi Framleiðsluráðs sem falla mun á neytendur til greiðslu. Við núverandi aðstæður kaupir hver verslun og fyrirtæki eggin beint frá framleiðandanum, sem lætur honum í té ný egg. Ef kaupandinn er óánægður með vör- una, kemur hann kvörtun sinni á framfæri beint við framleiðand- ann. Mergurinn málsins er sá, að engrar dreifingarstöðvar er þörf. Hún er einungis sett á svið til þess að skapa einokunaraðstöðuna. Umframbirgðum yrði að henda og þegar rekstur stöðvarinnar af óhjákvæmilegum orsökum verður kominn í strand, munu blekbænd- ur banka á ríkiskassann og niður- greiðslur taka við. Ef við setjum upp hliðstæðu í einhverri annarri atvinnugrein en landbúnaði, þætti þetta fáránlegt. Setjum svo, að hið háa Alþingi gefi út einkaleyfi til handa Mjólk- ursamsölunni til að dreifa brauð- um. Bökurum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu yrði gert að loka bak- aríum sínum, en litlum brauðgerð- arhúsum komið á fót um land allt. Öllu brauði yrði safnað saman aft- ur í samsölunni í Reykjavík, gæða- metið, flokkað og sent að þvf búnu til smásala um land allt. Neysla mundi fljótlega minnka, þar sem brauðin væru gömul og dýr og miklu þyrfti að henda af um- 1, ■ Lundur í Kópavogi. í tilefni hjólreiðaviku Vikan sem er að líða var af lög- reglunni helguð hjólreiðamönnum og þeim sem aka vélknúnum hjól- um. Víða hefur verið efnt til reiðhjólaskoðunar, þar sem bún- aður og ástand þessara farar- tækja, sem mjög hefur fjölgað hin síðari ár, er kannaður. Ekki er því úr vegi að hyggja lítillega að reiðhjólum og búnaði þeirra í þessari grein. Samkvæmt umferðarlögum eiga að vera á hverju reiðhjóli: hæfi- lega traustur hemill, Ijósker ef hjólið er notað á ljósatíma, glit- auga eða ljósker að aftan, bjalla og lás. Þennan grundvallarbúnað þurfa öll reiðhjól að hafa. Annar búnaður sem hiklaust á að mæla með að sé á sérhverju reiðhjóli er: Góð keðjuhlíf, stand- ari og bögglaberi, sem alls ekki er ætlast til að reitt sé á. Ef fullorðn- ir reiða börn á hjóli, þurfa þeir að aðgæta vel að fætur barnsins rek- ist ekki í teina afturhjólsins. Mörg slys hafa hlotist af því. Hægt er að fá sérstaka stóla aftan á reiðhjól, sem jafnframt verja fætur barn- anna. Þá er gott að hafa glitaugu á fótstigum og í teinum hjólanna og tvímælalaust ættu allir þeir sem hjóla í bæjarumferð að fá sér hjólvara. Hjólvari er viðvörun- arst.öng með endurskinsmerki sem fest er vinstra megin á aftanvert hjólið og skagar dálítið út frá hjólinu bifreiðastjórum til viðvör- unar. Hjólvarinn er ódýr slysa- og líftrygging, sem hægt er að fá í hjólavöruverslunum. Nú þegar vorar eru þeir vafa- laust margir sem hug hafa á að eignast reiðhjól, ekki síst börn og unglingar. Það er afar mikilvægt að foreldrar sem kaupa reiðhjól handa börnum sínum vandi valið og reyni að búa svo um hnútana að hjólið sé þeim eins öruggt og kost- ur er. Hér fara á eftir nokkur at- riði sem vert er að varast, þegar reiðhjól er keypt. 1. Við skulum hafa það í huga að börn innan 10 ára aldurs eru alls ófær um að vera á akbrautum á reiðhjóli, vegna smæðar sinnar, vanhæfni og vankunnáttu. Þeim er það einfaldlega um megn. 2. Við skulum ekki falla í þá freistni að kaupa hjól sem er „vel við vöxt“. Um reiðhjól eiga ekki að gilda sömu sjónarmið og um fatn- að. Barn á of stóru hjóli er bæði sjálfu sér og umhverfinu hættu- leg. 3. Athugum hemlabúnaðinn vel. Á sumum reiðhjólanna eru ein- göngu einfaldir handhemlar, gúmmíklossar sem pressast að hjólgjörðunum eða dekkjunum. Slíkir hemlar þurfa mikillar um- önnunar við og geta reynst ótraustir, sérstaklega í bleytu. Dæmi eru um að hjól sem ein- göngu eru búin hemlum af þessari gerð verði algerlega bremsulaus í bleytu. Best er að hafa fóthemil að aftan, annaðhvort tromlu- eða diskahemla, og handhemil að framan. m( UMKR MR RAi '/\ M 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.