Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ1983 Arðbær fyrirtæki undirstaða velferðar samfélagsins — Ræða Páls Sigurjónsson- ar á aðalfundi Vinnuveit- endasambands Islands Hér fer á eftir í heild ræða Páls Sigurjónssonar, formanns Vinnu- veitendasambands íslands, á aöal- fundi þess fyrir skömmu. Aukinn fjöldi vandamála og dvínandi hæfni til að ráða við þau hefur verið einkennandi fyrir efnahagsástandið hér á landi und- anfarin ár. Eitt aðalvandamálið er og hefur verið verðbólgan. Á árunum 1973-1978 var hún 30-40%, 1979—1982 50—60% og nú stefnir hún í 100%. Þar við bætist nú, að á árinu 1982 varð þjóðarbúið fyrir verulegum efnahagsáföllum þar sem útflutningur vöru og þjónustu minnkaði um 9% frá árinu 1981 og þjóðartekjur lækkuðu um 2,3%. Þorskaflinn árið 1982 varð um það bil 70 þúsund tonnum minni en 1981 og loðnuafli varð nánast enginn, en hafði verið 640 þúsund tonn árið 1981. komist að bæta fyrir óstjórn und- anfarinna ára og takast á við vandamálin. Stjórnmálamennirn- ir verða að gera tilraun til að gera áætlanir til lengri tíma í stjórn efnahagsmála, en hætta sífelldum bráðabirgðaráðstöfunum á nokk- urra mánaða fresti. Komandi ríkisstjórn er ekki öf- undsverð af því verkefni sem henni ber að leysa. En þeir geta ekki leyst það einir, til þess verða þeir að fá aðstoð, m.a. frá aðilum vinnumarkaðarins, sem bera mikla ábyrgð, og frá landsmönn- um öllum. Við erum öll í sama bát og ef hann sekkur, eru ekki margir björgunarbátar um borð, ef nokkrir. Ég er viss um að ég tala fyrir munn okkar allra þegar ég segi, að Vinnuveitendasambandið mun af öllum mætti styðja hverja raun- hæfa tilraun stjórnvalda til að takast á við vandamálin. Verri skuidastaða Aðallega er það tvennt sem veldur því, að erfiðara verður að komast út úr þrengingunum nú en á árunum 1967—1969 og 1974-1975. f fyrsta lagi komst þjóðin yfir þau tímabil með stórfelldri afla- aukningu, þannig að útflutnings- tekjurnar hækkuðu verulega um- fram fyrri metár. Útflutningstekj- urnar á árinu 1970 voru 17,7% hærri en á metárinu 1966. Á árinu 1977 voru útflutningstekjurnar 21% hærri en á metárinu 1973. Nú eru engar horfur á að hægt verði að komast út úr erfiðleikunum á sama hátt. í öðru lagi er skuldastaða þjóð- arinnar erlendis nú mun verri en áður. í árslok 1982 var nettó- skuldastaðan við útlönd 47,9% af þjóðarframleiðslunni, sem er hærra hlutfall en hefur nokkru sinni þekkst áður, og samkvæmt því, sem fram kom í ræðu Seðla- bankastjóra, Jóhannesar Nordal, á ársfundi Seðlabankans í gær, mun erlenda skuldahlutfallið væntan- lega hækka enn frekar á þessu ári. Á metárinu 1966 fyrir efnahags- áfallið 1967—1969 skuldaði þjóðin einungis 9,9% af þjóðarfram- leiðslunni erlendis og á metárinu 1973 fyrir áfallið 1974-1975 var skuldahlutfallið 17,3%. Þetta sýn- ir, að við erum nú verr undir það búin að komast yfir aðsteðjandi erfiðleika en við vorum við svipað- ar aðstæður á síðasta áratug. Þó verður nú ekki lengur hjá því Nýting annarra náttúruauðæfa Löngum hafa þær þjóðir sem til okkar íslendinga þekkja undrast og dáðst að því, að jafn fámenn þjóð og við erum, skuli geta haldið uppi sjálfstæðu samfélági með flestum sömu stofnunum og stór- þjóðir og jafnframt búið við bestu lífskjör sem gerast. Þetta hefur okkur tekist með vinnu, þraut- seigju og dugnaði við að nýta gæði lands og sjávar, en nú virðist sem syrti í álinn. Það, hversu vel tókst til á tíma- bili, virðist ekki hafa hvatt þá, sem ráðið hafa ferðinni undanfar- ið til að halda áfram á þeirri framfarabraut sem nauðsynleg er til að viðhalda og bæta lífskjörin. Þau aðal náttúruauðæfi, sem þjóðin ræður yfir og við höfum að mestu byggt hagsæld okkar á hingað til, fiskistofnarnir I sjón- um, eru nú að mestu fullnýttir eða ofnýttir. En trassað hefur verið undanfarið að nýta nægilega hratt önnur náttúruauðæfi, eins og orku fallvatna og jarðhita. Hefði orkan verið nýtt til að skjóta fleiri stoð- um undir efnahag okkar, hefði vafalaust sá samdráttur, sem nú hefur orðið í útflutningi og þjóð- arframleiðslu orðið minni og einn- ig lífskjaraskerðing sú sem nú er fyrirsjáanleg. í stað þess að beina kröftunum að nýtingu orkunnar, hefur tíminn verið mest notaður í neikvæðar vangaveltur um gæði löngu gerðra orkusölusamninga. Hugarfarsbreyting að verða Að loknum þessum inngangi held ég að ég vilji eins og oft áður fara nokkrum orðum um verðbæt- ur á laun og verðbótavísitöluna, þennan varg í véum í okkar þjóð- félagi. Verðbætur á laun hafa löngum verið frumkrafa viðsemjenda okkar, byggð á þeirri bjargföstu trú þeirra, að það tryggi kaupmátt umsaminna launa. Við höfum hins vegar haldið því fram, að ekki sé hægt að halda uppi kaupmætti með vísitölum, heldur hljóti kaup- máttur launa að ráðast af þjóðar- tekjum, skattheimtu þess opin- bera og erlendri skuldasöfnun. Ég held jafnvel, að nú sé svo komið að fleiri átti sig á þessari staðreynd og nauðsynleg hugarfarsbreyting sé að verða, svo að hægt verði að takast á við vísitölubölið, þó að ekki örlaði á hugarfarsbreytingu hjá viðsemjendum okkar við gerð kjarasamninganna í fyrra, er verkalýðshreyfingin hafnaði því, að aðilar vinnumarkaðarins tækju sjálfir á þeim vanda sem fyrir- sjáanlegur var vegna minnkandi þjóðartekna, með því að taka tillit til þess í vísitölunni. Vandi þjóðarbús og fyrirtækja hefði verið mun minni, ef viðsemj- endur okkar hefðu sýnt ögn meiri skynsemi, og samist hefði um verðbótakerfi, sem tæki tillit til þjóðartekna. Þjóðartekjur og skattheimta setja kaupmættinum þær skorður, sem ekki er hægt að rýmka nema með erlendri skuldasöfnun. Verð- bætur á laun hafa þar engin áhrif. Það sem verðbætur ákveða er fyrst og fremst verðbólgan og krónutala launa. Þróun verðbólgu og launa undanfarna mánuði sýnir glöggt, að verðbæturnar tryggja fyrst og fremst verðbólguna en ekki kaupmáttinn. Laun hækkuðu um 15% hinn 1. mars síðastliðinn, en þjóðartekjur hækkuðu ekki að sama skapi. Ekki var heldur dregið úr skattheimtu. Stjórnvöld voru ekki heldur reiðu- búin til að fjármagna kauphækk- unina með hallærislánum erlend- is. Kaupmáttur launa hækkaði því ekki 1. mars, þvert á móti, á tíma- bilinu mars til maí í ár verður kaupmátturinn 4% lægri en þrjá mánuðina fyrir 1. mars. Horfur eru á að verðbæturnar valdi um 20% krónukaupshækkun hinn 1. júní. Ljóst er, að þjóðar- tekjurnar munu ekki hækka að sama skapi 1. júní frekar en 1. mars. Skuldasöfnun erlendis verð- ur ekki aukin, enda orðin svo mik- il, að háskalegt væri að halda lengra áfram á þeirri viðsjárverðu braut. Öllum má vera ljóst, að verði þessi kauphækkun 1. júní, mun hún fara beint út í verðlagið og líkur eru til að kaupmátturinn í júní til ágúst í ár verði allt að 2,5% lægri en þrjá mánuðina á undan. Vísitölukerfið er svika- mylla, það tryggir ekki kaupmátt, það skerðir kaupmátt. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosn- ingar heyrði maður oft á það minnst af ýmsum frambjóðend- um, að ranglátt væri að vísitölu- kerfi verðbætti laun hlutfallslega eins, þannig fengi láglaunamaður- inn færri krónur í hækkun en sá hærra launaði. Þessi umræða sýn- ir kannski betur en annað hversu lítið skynbragð þeir sem svo tala, bera á málefni vinnumarkaðarins og atvinnulífsins. Það er ekki hlutverk vísitölukerfis að breyta launahlutföllum í landinu. Úm launahlutföll skal samið í kjara- samningum. Þetta er nú, að því er mér virðist, orðin sameiginleg niðurstaða aðila vinnumarkaðar- ins, enda er hún sjálfsögð. Hún er sjálfsögð vegna þess, að menn vilja vernda hlutfallslegan kaup- mátt Iaunanna. Viðsemjendur okkar meta í raun ekki kaupið í krónum heldur í því hvað þeir geta fengið fyrir það, og geta ekki fall- ist á að verðbólgan sem slík breyti kaupmættinum öðruvísi hjá þeim hærra launaða en þeim lægra launaða. Breytingar á vísitölukerfi Eins og ég minntist á áðan, reyndum við árangursiaust í síð- ustu samningum að ná fram breytingum á vísitölukerfinu, en hið lögboðna visitölukerfi hefur haldið velli. Vinnuveitendasam- bandið hefur margoft á undan- förnum árum reynt að ná fram einhverjum breytingum á vísitölu- kerfinu, þannig að það yrði í ein- hverju samræmi við efnahagsleg markmið þjóðarinnar. Engar slík- ar breytingar hafa náð fram að ganga og þaðan af síður hefur ver- ið nokkur hljómgrunnur fyrir því að afnema vísitölukerfið í heild sinni, sem væri það eina rétta. Það staðfestir reynsla nágrannaþjóða okkar af því að afnema vísitöluna. En, á meðan vísitölukerfið hefur malað áfram óbreytt, höfum við íslendingar greitt það dýru verði með þeirri óðaverðbólgu sem hrjáð hefur okkur. Því hefur verið haldið fram, að valið stæði milli verðbólgu og at- vinnuleysis, komið væri í veg fyrir atvinnuleysi með verðbólgu. Nú er að koma æ betur í ljós, að þessi valkostur er ekki raunhæfur. Til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi með verðbólgu, verður alltaf að stigmagna verðbólguna. Nú telja stjórnvöld sig vera að koma í veg fyrir atvinnuleysi með 100% verðbólgu. Á árunum 1973—1978 þurfti 30—40% verðbólgu til þessa, 1979—1982 þurfti 50—60% og um þessar mundir sem sagt 100%, og á árunum 1985 til 1986 þarf þá sennilega 200% verðbólgu til að koma í veg fyrir atvinnuleysi, ef haldið væri áfram á sömu braut, en það dæmi gengur ekki upp. Valkostirnir eru ekki verðbólga eða atvinnuleysi, heldur eru þeir annars vegar verðbólga með at- vinnuleysi, eins og nú er að byrja að koma í ljós, eða hins vegar stöðugt verðlag og næg atvinna. Verðbólgan lamar atvinnulífið í landinu, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og veldur erfiðleikum við ákvarðanatöku. Þannig er stjórnendum fyrirtækja torveldað að taka réttar ákvarðanir og þá versnar rekstur fyrirtækjanna. Þau geta þá hvorki veitt þá at- vinnu né greitt þau laun sem þau ella gætu og nauðsynleg eru til að halda uppi þeim lífskjörum sem við höfum haft hér á landi undan- farið. Þjóðartekjur vaxa ekki meðan verðbólgan er 100%. Stöðugt verð- lag er forsendan fyrir hagvexti og aukningu kaupmáttar. Þetta er nú orðið alllangt mál um vísitölu og verðbólgu, og óskandi væri, að ekki þyrfti á komandi árum að eyða svo mörg- um orðum á þessum stað í vísitölu og verðbólgu, en að allir taki höndum saman að kveða niður þessa tvo drauga, sem um langa hríð hafa riðið hér húsum. Það er til mikils að vinna, ef til vill er um líf og dauða íslensku þjóðarinnar að tefla. Ábyrgö á samningum Ég kem aftur að umræðum sem fram fóru fyrir nýafstaðnar kosn- ingar. Mikið var þá um það rætt að aðilar vinnumarkaðarins ættu að bera sjálfir ábyrgð á þeim samningum sem þeir gerðu og semja án afskipta stjórnvalda. Ég skal vera fyrstur til að samþykkja að þannig á það að vera, og vil endurtaka það sem ég sagði hér á þessum sama stað í fyrra, að ef til vill er helsta undirrót okkar stjórnunarerfiðleika sú, að við höfum komið okkur upp kerfi, þar Tónlistarskóla Sauðárkróks slitið: Kennsla fór fram á fimm stöðum SauAárkroki, 17. mai. TÓNLISTARSKÓLANUM á Sauðárkróki var slitið í Safnahúsinu síð- astiiðinn sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Voru þá einnig haldnir þriðju og síðustu vortónleikar skólans. Skólastjórinn, Eva Snæbjarnar- dóttir, gerði grein fyrir starfsemi skólans í vetur, en 140 nemendur stunduðu þar nám. Kennt var á píanó, fiðlu, gítar, orgel og blásturs- hljóðfæri. Sjö kennarar starfa við skólastjóra. Tónlistarskólinn er í bráða- birgðahúsnæði í Safnahúsi Skag- firðinga, en auk þess fer kennslan fram á fimm öðrum stöðum í bæn- um. Er af þessu mikið óhagræði og því brýnt, að leysa húsnæðismál skólans til frambúðar. Snar þáttur í starfsemi skólans er tónleika- hald og hafa margir ágætir lista- menn komið hingað á hans vegum og tónlistarfélagsins hér. Á annan skólann, þar af tveir fastráðnir auk dag hvítasunnu verða tónleikar í Safnahúsinu klukkan 16. Þar koma fram tenórsöngvarinn Júlí- us Vífill Ingvarsson og ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Þriðjudaginn 31. maí er svo vænt- anlegur 40 manna hópur frá Tón- listarskóla Kópavogs og heldur hann tónleika í Safnahúsinu um kvöldið. Beint leiguflug til Portúgal SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var fyrsta beina leiguflugið frá Islandi til Portúgals farið. Það var 131 farþegi á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sem fóru í þessa ferð með einni af þotum Flugleiða frá Keflavík. Til þessa hafa farþegar á leið til Portúgals orðið að millilenda, oftast í London. Á vegum Útsýnar verða skipulagðar ferðir til Álgarve-strandarinnar í Portúgal allt þar til í haust. - Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.