Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1983 mnrnn „War\r\ \/ill S'itja me^ bakið cib v/eggnum." ást er ... ... aö kenna henni rétta gripið. TM R*g U.S. Pat Ott —aH rlgtits reserved •1963 Los Angeles Tlmes Syndicate Nei hann bítur ekki en flærn- ar bíta! Siggi hefur fengið loftbyss- una í afmælisgjöf! HÖGNI HREKKVÍSI Er það rangt að leita og biðja um sannleikann um lífið eftir dauðann? Helgi Steindal, Keflavík, skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að leggja orð í belg varðandi skrif Kjartans Jónssonar, sem birtust í þínum dálkum. Þar kennir margra grasa, en einnig er þar þó ýmislegt sem líta mætti frá öðru sjónarhorni. Kjartan notar í þessari grein sinni Biblíuna allmikið í rökum sínum. Því vil ég einnig hafa nokkra hliðsjón af henni. Kjartan segir að allt sem spírit- istum og spíritisma er viðkom- andi, það megi til Satans rekja. Hann gerir sér vonandi ljóst (þ.e.a.s. Kjartan) að jafn innilega og hann trúir á Guð, og það sem í Biblíunni stendur bókstaflega, þá trúa spíritistar jafn innilega að líf sé eftir þetta líf, og það viður- kennir Biblían líka. Með öðrum orðum; þeir eru jafn hjartahreinir og aðrir trúmenn. I Biblíunni stendur: „Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá.“ (Matt. 5:8.) Allir eru jafnir fyrir augliti Guðs. Því breytir engu hvort hann tilheyrir þjóðkirkjunni, kaþólsk- um, Vottum Jehova eða einhverj- um öðrum trúflokki. Allir eiga rétt á sínum skoðunum. Þess vegna ættir þú ekki að atyrða þá sem aðrar skoðanir hafa. „í stað þess ættuð þér að segja: Ef Drott- inn vill, þá bæði lifum vér og þá munum vér gera þetta og hitt.“ (1 Jakobsbr. 4:15.) Einnig segir Kjartan í grein sinni, að bannað sé með öllu í Bibl- íunni það sem spíritistar aðhafast. Eftir því sem ég best veit, þá er þeirra starf fólgið í því að afla sér þekkingar um heim þann er fram- liðnir og andar gista. Þykir mér það hálf undarlegt af Jesú, að gefa lærisveinum sínum vald yfir önd- um, þar eð öll samskipti við þá voru bönnuð í Biblíunni. í Matt. 10:1 stendur: „Og hann kallaði til sín þá tólf lærisveina sína, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, til þess að reka þá út, og lækna hverskonar sjúkdóma og hvers- konar krankleika." Var þá Jesú ekki að brjóta lögmálið? Kjartan spyr einnig að því í grein sinni, hvort 7395-4991 vildi hafa forsjá með því að einhver stæli eigum hennar. Það væri að sjálfsögðu eðlilegt að hún vernd- aði eigur sínar, alveg jafn eðlilegt og Guð verndar börnin sín. Kjartan skrifar líka í grein sinni dágóðan kafla um falskrist. Ég hlýt því að vera afar fáfróður, því ég hef hvergi heyrt á það minnst, að spíritistar hefðu útveg- að sér annan Krist. Svo minnist Kjartan líka á það, að ef fólk hafi traust á Guði, þá eigi það ekki að leita til látinna meðbræðra um lækningar. Fyrst ekki er ætlast til að fólk leiti sér lækninga: Hvers vegna er þá ekki sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um lokað? En varðandi það sem Kjartan ritar um túlkun á Biblíunni, þá hljóta þeir sem lesa Guðs orð, að túlka það á sinn hátt. Af því staf- ar sá ágreiningur sem er milli kirkjudeilda þeirra sem byggja á Biblíunni, Guði og Jesú Kristi. Að lokum vil ég spyrja: Er það rangt að leita, að biðja um sann- leikann um lífið eftir dauðann, og knýja þar á dyr og leita frétta? I Matteusarguðspjalli 7:7 stendur: „Biðjið og yður mun veitast, leitið og þér munið finna, knýjið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Með von um birtingu." Enginn fyrrverandi biskup Bernharður Guðmundsson, frétta- fulltrúi þjóðkirkjunnar, skrifar 18. maí: „Til Velvakanda. Vegna athugasemdar í dálkum dagblaðsins um titil dr. Sigur- björns Einarssonar biskups, er óskað eftir að koma eftirfarandi skýringu á framfæri. Vígður prestur er áfram prestur þótt hann sé ekki lengur sóknar- prestur. Læknir er læknir, þótt hann gegni ekki lengur embætti héraðslæknis. Sá sem hefur verið vígður biskup, heldur áfram að vera biskup, þótt hann gegni ekki lengur embætti biskups íslands sem er embættisheiti biskups í starfi. Það er því enginn fyrrverandi biskup, hinsvegar er Sigurbjörn biskup fyrrverandi biskup íslands. Eðlileg notkun titla er þess- vegna, er rætt er um núverandi og fyrrverandi biskup íslands. Herra Pétur Sigurgeirsson bisk- up íslands. Dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up. Með þökk fyrir birtinguna." Þessir hringdu . . . Popp og rokk og djass hæfa ekki í morgunútvarpi 0333-2306 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að beina þeim tilmælum til stjórn- enda útvarpsþáttarins Gull í mund að minnka fyrir alla muni allt þetta popp og rokk og djass. Þessar tegundir tónlistar finnst mér ekki eiga við í morgunútvarpi, enda áreiðanlega ekki svo mikið af unglingum, sem hlustar á þessum tíma. Yfirleitt er allt of mikið af músík í þessum þætti. Það er eins og stjórnendurnir hafi ekki nógu mikið af töluðu orði til að fara með. Á föstudögum er t.d. heilum hálftíma varið til að kynna dagskrárliðinn „Tíu á toppnum“. Hvað á þetta nú að þýða? Þeir sem vilja hlusta á þennan þátt, geta bara hlustað, þegar hann er á dagskrá. Það er alveg óþarfi að spila helminginn af lögunum fyrirfram. Svo mættu dömurnar sem kynna tala svolítið hægara. Það er eins og lífið liggi við að koma næstu hávaðaplötu á fóninn. Það var drengur að spyrjast fyrir um það einn morguninn, hvort ekki væri hægt að hafa barnasög- una fyrr á morgnana. Ég vil benda á, að vel væri hægt að hafa hana með í þessum þætti. Svo finnst mér einkennilegt, að aldrei er getið um, hver er höfund- ur að Ævintýraeyjunni og heldur ekki hverjir flytja. Þetta finnst mér ekki eins og það á að vera, enda bara ókurteisi við höfund og flytjendur. Loks vil ég færa Hermanni Ragnari Stefánssyni kærar þakkir fyrir hans ágæta þátt. Þarf að taka til hendinni í kirkjugarðinum í Hafnarfirði G.G., Hafnarfirði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að forvitnast um svolítið með milligöngu þinni, Velvakandi. Svoleiðis er, að það er stórafmæli hjá okkur Hafnfirðingum alveg á næstunni og víðast hvar orðið af- skaplega hreint og fínt. En annað er þó upp á teningnum, þegar komið er inn í kirkjugarðinn; þar er bréfarusl út um allt og allar tunnur yfirfullar af jólaskrauti; hafa sýnilega ekki verið losaðar síðan fyrir áramót. Ég veit ekki, hvernig á þessu stendur, en leikur forvitni á að vita það. Er þetta bara einhver trassagangur? Fólk sem er að hreinsa til í kringum leiði ástvina sinna getur ekki einu sinni losað sig við ruslið. Þarna þarf að taka duglega til hendinni fyrir afmælið. Engin dekk til á 27 tommu hjól Ilallur Sigurbjörnsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að vekja athygli á svo- litlu, sem ég hef rekið mig á og sjálfsagt margir fleiri. Það er þannig, að undanfarin ár og sér- staklega upp á síðkastið hefur fólk mikið verið hvatt til hjólreiða, ekki síst börn og unglingar. íþróttafélög og umferðaryfirvöld hafa staðið fyrir alls konar hjól-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.