Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Gustur hjá Framsókn, svipt- ingar hjá Sjálfstæðisflokki ÞAÐ var gustur á tveimur fráfarandi ráðherrum Framsóknarflokksins er þingflokksfundi þeirra, sem valdi ráðherra flokksins, lauk f fyrrinótt. Tómas Arnason og Ingvar Gíslason fóru ekki dult með það á meðan á stjórnarmynd- unarviðræðunum stóð, að þeir sóttust eftir endurnýjuðu ráðherraumboði. Þeir hlutu ekki til þess traust og mátti greina að sögn þeirra sem með fylgdust að þeir voru lítið ánægðir er þeir yfirgáfu þinghúsið í fyrrinótt. Samkvæmt heimitdum Mbl. hafði formaður Framsóknar- flokksins, Steingrímur Her- mannsson, þann háttinn á við val ráðherranna, að kalla einn og einn, fráfarandi ráðherra og nú- verandi, á einkafundi á meðan þingflokkurinn beið og gerði hann þeim grein fyrir óskum sínum, sem samkvæmt heimildum Mbl. eru í samræmi við þann ráðherra- lista sem síðan var afgreiddur á þingflokksfundinum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins kom saman til fundar kl. 9 árdegis í gær og fyrir honum lá að velja ráðherraefni flokksins. Ljóst var í upphafi fundarins að ekki fengju allir ráðherraembætti sem vildu. Atkvæðagreiðslu lyktaði svo að Geir Hallgrímsson hlaut 19 at- kvæði, Albert Guðmundsson 14, Matthías Á. Mathiesen 13, Matthí- as Bjarnason og Sverrir Her- mannsson 12 hvor og Ragnhildur Helgadóttir 11. Friðjón Þórðar- son, Ellert B. Schram og Þorvald- ur Garðar Kristjánsson fengu 9 atkvæði hver, Friðrik Sophusson 7, Lárus Jónsson og Þorsteinn Pálsson 6 atkvæði hvor, Birgir ís- leifur Gunnarsson 5 og Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðs- son 3 atkvæði hvor. Eftir að ljóst varð hverjir yrðu ráðherrar komu þeir saman sér- staklega og skiptu með sér ráðu- neytum sem þingflokkurinn stað- festi síðan. Samkvæmt því sem Mbl. hefur fregnað mun Albert Guðmundsson ekki hafa reiknað með að verða fjármálaráðherra, heldur viðskiptaráðherra. Hann mun hafa samþykkt að taka að sér embættið vegna þrýstings frá samráðherrum sínum. * „Eg veit að embættið er í öruggum hönduma Geir Hallgrímsson tekur við embætti utanríkisráöherra af Ólafi Jóhann- essyni í gær. MorgunblaftiS/EmiKa. — sagði Ölafur Jó- hannesson, þegar Geir Hallgrímsson tók við utanríkis- ráðherraembættinu „Vertu velkominn. Mér þykir vænt um að það skulir vera þú sem tekur við þessu embætti úr mínum höndum. Eg veit að embættið er í öruggum höndum hjá þér, þetta er mikilvægt hlutverk," sagði Ólafur Jóhannesson, fráfarandi utanrík- isráðherra, við Geir Hallgrímsson, þegar sá síðarnefndi tók við utan- ríkisráðherraembættinu af honum á sjötta tímanum í gærdag. Geir þakkaði og sagði síðan: „Það hefur hent einu sinni áður, að ég hef tekið við embætti af þér og síðan afhent þér það aft- ur. Skyldi sagan endurtaka sig?“ en eins og kunnugt er tók Geir Hallgrímsson við forsætisráð- herraembættinu úr höndum ólafs Jóhannessonar 1974 og skilaði því aftur í hendur hans 1978. „Ef af því á að verða, má þessi ríkisstjórn ekki verða langlíf," sagði Ólafur þá og brosti við. Geir og ólafur ræddu síðan saman um stund, áður en nýi utanríkisráðherrann heilsaði upp á starfsfólk ráðuneytisins. Voðaleg viðbrigði verða að skipta yfir í þessa lesningu — sagði Sverrir Hermannsson er hann tók við lyklunum að iðnaðarráðuneytinu Voðaleg viðbrigði verða að lesa þetta f stað Vfga-Glúms sögu, sagði Sverrir er Hjörleifur Guttormsson aflienti honum nýsamda skýrslu um gang orku- og iðnaðarmála f ráðherratíð sinni. „Ég læt það nú ekkert á mig fá þótt liturinn sé svona, nei nei,“ sagði Sverrir Hermannsson er hann tók við rauðum lykli að skrifstofu iðnaðarráðherra af Hjörleifi Guttormssyni í gær. Kvaðst Hjörleifur hafa valið litinn sjálfur, en lykil að útidyrum ráðu- neytisins hafði hann merkt bláum lit. Hjörleifur sagði það ánægju- legt fyrir sig að fá þingmann Austurlands í sinn stað, „og ég vænti þess að þú njótir dvalar- innar hér, hversu löng sem hún verður." Er Sverrir tók við lyklinum af- henti Hjörleifur honum einnig litla neftóbakskrús fyllta fyrsta alíslenzka saltinu, sem framleitt var í saltverksmiðjunni á Reykjanesi. „Þetta hef ég oft þurft að nota,“ sagði Hjörleifur. „Ég var dálítið ólukkulegur með verksmiðjuna í Hvalfirði, á ég að segja þér af hvurju. Það var af því ég var annarrar skoð- unar en þú á eignaraðild útlend- inga. Ég vildi nefnilega ekki að við ættum meirihluta," sagði Sverrir er Hjörleifur gaf honum lítinn málmgrýtisbút, ferrosili- con, sem ráðherra var gefinn í Noregi er hann skoðaði járn- blendiverksmiðju þar. „En Hjörleifur, má ég eiga þig að. Við unnum nú svo vel saman sem þingmenn eystra, og því vildi ég eiga þig að ef eitthvað er sem maður þarf að leita sér upp- lýsinga um. „Mjög gjarnan," sagði Hjör- leifur og afhenti Sverri nýsamda 103 blaðsíðna skýrslu um orku- og iðnaðarmál árin 1980 til 1983 Morgunblaðið/Guðjón Birgisson. til að auðvelda honum að setja sig inn í þau mál sem unnið hef- ur verið að í iðnaðarráðuneytinu í tíð Hjörleifs. „Já það var þér lfkt að láta semja þessa skýrslu. Er þetta ekki upplögð heimalesning?" sagði Sverrir. „Ég var að lesa Víga-Glúms sögu og nú skipti ég yfir í þetta. Voðaleg viðbrigði verða það,“ sagði Sverrir. Aka nú fyrir nýja ráðherra TÍU ráðherrar fóru frá Bessa- stöðum í gær, aðrir tíu mættu skömmu síðar, aðeins einn þeirra var í báðum hópunum. En það var önnur „tíu-manna-stétt“ sem minna fór fyrir á Bessastöðum í gær en þó er líkt á komið, aðeins einn af tíu heldur svo til óbreyttu starfi. Hér ræðir um einkabílstjóra ráðherranna. Einn þeirra, það er bílstjóri Steingríms, heldur óbreyttu starfi, þó miðstöð dag- legs amsturs færist um set. Óskráð regla er sú, að bílstjór- arnir fylgja ekki endilega ráðu- neytum, þannig að í gær var þeim flestum ókunnugt um hver næsti yfirmaður yrði. Þá eru ráðherrabifreiðirnar eign ráð- herranna svo nýjum ráðherrum fylgja ný vinnutæki. Á meðan fréttamenn og bíl- stjórar drápu tímann fyrir utan Bessastaði og beðið var komu fráfarandi ríkisstjórnar úr há- degisverðarboði forseta var auð- sótt mál að fá að smella af einni mynd. Bílstjórarnir eru, talið frá vinstri: Þorvaldur Ragnarsson, sem ekið hefur Tómasi Árna- syni, en mun nú aka Geir Hall- grímssyni, enda var hann bíl- stjóri hjá honum í forsætisráð- herratíð hans. Þá Kristján B. Þórarinsson, sem er reyndar gestabílstjóri ríkisstjórnarinnar en var þarna í vinnu í forföllum Haralds Guðmundssonar sem verið hefur bílstjóri Ólafs Jóhannessonar. Haraldur er elstur í stéttinni og hefur ekið ráðherrum í áratugi. Þriðji frá vinstri er Lárus Sigfússon bíl- stjóri Steingríms Hermannsson- ar, fjórði Garðar Örn Kjartanss- on, en hann ók Hjörleifi Gutt- ormssyni. Þá kemur Guðmundur Daníelsson sem ók fráfarandi forsætisráðherra. Sjötti í röð- inni er Bjarni Gottskálksson sem ók Svavari Gestssyni, sjöundi Ágúst Kjartansson en hann ók Ingvari Gíslasyni. Átt- undi frá vinstri er Páll Vil- hjálmsson sem ók Ragnari Arn- alds, þá Kristján Ragnarsson fyrrum bílstjóri Pálma Jóns- sonar og lengst til hægri er Kristján Jóhannsson en hann var bílstjóri Friðjóns Þórðarson- Sr. Ljósm. Mbl. Kmilía. „Staðan metin í heild á for- mannaráðstefnuu j * — segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI „Ný ríkisstjórn er tekin við völdum. Þær aðgerðir, sem hún boðar, sýnast að meginefni snúast um afnám samn- ingsréttar um kaup og kjör og kaup- máttarskerðingu tvöfalt til þrefalt meiri en nemur samdrætti þjóðartekna síðastliðin tvö ár. Stefnt virðist að því, að um næstu áramót verði kaupmáttur um fjórðungi lakari en á síðasta ári,“ segir m.a. í ályktun miðstjórnar ASl, sem samþykkt var í gærdag. „Ekki verður séð að mótuð hafi verið samræmd atvinnustefna, þannig að enn á ný er kjaraskerðing eina svarið til þjóðarinnar. Verka- lýðshreyfingin mótmælir þessum að- gerðum harðlega og miðstjórn Al- þýðusambands Islands samþykkir að boða til formannaráðstefnu 6. júní næstkomandi," segir ennfremur í ályktuninni. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Mbl., að óhjákvæmilegt væri að ræða málið frekar í stærri hópi en miðstjórn ASÍ. Aðspurður um hugsanlegar að- gerðir af hálfu verkalýðshreyfingar- innar sagði Ásmundur: „Ég held að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu endanlega í dag. Fyrir það fyrsta hefur stjórnarsáttmálinn enn ekki verið birtur. Því eru ýmis atriði efnahagsaðgerðanna enn óljós. í öðru lagi hljóta samtökin að meta stöðu slna í heild, áður en ákvarðan- ir um slíkar aðgerðir eru teknar. Málið hlýtur hins vegar að verða rætt í heild sinni á þeirri for- mannaráðstefnu, sem boðuð hefur verið." Hagstofan undir stjórn vidskiptaráðherra HAGSTOFA Islands sem er eitt af þrettán ráðuneytum er nú undir stjórn Matthíasar Á. Mathiesen við- skiptaráðherra, en í fráfarandi ríkis- stjórn var hún undir stjórn forsætis- ráóherra. Nokkurs misskilnings gætti eftir að ráðherralistar og ráðuneytaskipt- ing hefði verið birt og komu fram skiptar skoðanir um hvor flokkanna hefði hlotið yfirstjórn Hagstofunn- ar. Hið rétta er að hún er áttunda ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins og verður undir stjórn Matthíasar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra. Hagstofan hefur nokkur undan- farin ár verið undir stjórn forsætis- ráðherra, en hefur áður lotið stjórn annarra ráðherra, svo sem fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra svo dæmi séu tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.