Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Msöur, sem aðeins var nefndur „Hr. Vitni“, kom í vikunni fyrir bankanefnd á vegum Bandaríkjaþings, sem rannsakaði svik vegna greiðslukorta (kreditkorta). Maðurinn hafði verið látinn laus nýlega úr fangelsi, þar sem hann hafði afplánað dóm fyrir greiðslukortasvika og neitaði að koma fyrir nefndina, nema hann fengi algerlega að leyna því, hver hann væri. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Chtcago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Helainki Hong Kong Jerúsalem Jðhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Líssabon London Los Angeles Madríd Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Dehli New York Osló París Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg San Francísco Stokkhóimur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg Þórahðfn 8 léttskýjað 10 alskýjaó 27 heióskírt 19 lóttskýjaó 15 alskýjaó 14 heióskírt 18 heióskírt 18 skýjaó 12 rigning 22 heióskírt 26 skýjaó 28 heióskírt 19 heióskírt 36 heióskirt 16 skýjaó 21 lóttskýjaó 26 heióskirt 16 skýjaó 27 skýjað 24 heióskírt 22 lóttskýjaó 22 lóttskýjaó 24 skýjað 29 heióskírt 30 heióskírt 38 skýjaó 24 heióskírt 20 skýjaó 16 skýjaó 11 heióekírt 24 rigning 10 mistur 18 rigning 17 hefðskirt 18 skýjaó 15 rigning 26 heióskfrt 18 skýjaó 21 skýjaó 17 heióskfrt 6 skýjaó El Salvador: Bandarískur hernað- arráðgjafí drepinn San Salvador, 26. maí. AP. HÁTTSETTUR bandarískur hernað- arráðgjafi í San Salvador var í dag drepinn með þeim hætti, aö hann var skotinn fjórum sinnum í höfuðið. Hann er fyrsti hernaðarráðgjafinn, sem er drepinn í El Salvador. Maðurinn var foringi í banda- ríska flotanum og hét Albert A. Schaufelberger. Bandaríska sendi- Frá New York til London fyr- ir 149 dollara London, 26. maí. AP. BANDARÍSKT Bugfélag fékk í dag leyfi brezkra stjórnvalda til þess að byrja flug yfir Atlantshafið milli New York og London fyrir aðeins 149 dollara. Þegar ákvörðun brezka við- skiptaráðuneytisins um flugleyf- ið var tilkynnt, tóku allar línur til skrifstofu bandariska flugfé- lagsins á Gatvick-flugvelli, 40 km fyrir sunnan London, að hringja og svo hélt áfram í allan dag. Bárust pantanir þúsundum sam- an til flugfélagsins báðum megin Atlantshafsins. „Þetta eru dásamlegar fréttir," sagði Patricia Solom, talsmaður flugfélagsins, er hún frétti um flugleyfið. Fyrsta flugið var áformað frá New York í kvöld og á flugvélin að lenda í Gatvick í fyrramálið. Flogið verður með þotu af gerðinni 747-200. Áður hafði ýmislegt bent til þess, að brezka stjórnin væri hik- andi við að veita þetta flugleyfi. ráðið í San Salvador hefur staðfest þessa frétt og skýrt frá atburðum á þann veg, að Schaufelberger hafi farið einn á bíl sínum til háskólans í borginni til þess að sækja þangað vin sinn. Hann kom kl. 6.30 að stað- artíma að háskólabyggingunni og lagði þar bíl sínum í bílastæði og tók að þeyta flautu bílsins, þegar vinur hans kom ekki. Skyndilega var öðrum bíl ekið upp að bíl Shcaufelbergers og úr honum var skotið fjórum skotum. Maður, sem átti leið þarna fram- hjá, kom Schaufelberger til hjálp- ar, flutti hann yfir í bifreið sína og ók síðan sem hraðast í næsta sjúkrahús. En það var til einskis, því að Schaufelberger var látinn, þegar í sjúkrahúsið var komið. Skýrsla bandaríska sendiráðsins um atburðinn er byggð á framburði vitna og öðrum upplýsingum, sem starfsmenn sendiráðsins náðu að safna saman. Enn er hins vegar ekkert vitað um, hverjir morðið frömdu. Bretland: Bretland: Vaxandi forskot Ihalds- flokksins London, 25. maí. AP. GALLlJP-skoðanakönnun í blað- inu The Daily Telegraph í gær sýndi, að Margaret Thatcher for- sætisráðherra hefur aukið for- skot sitt yfir Verkamannaflokk- inn úr 13 í 15% fyrir þingkosn- ingar þær, sem fram eiga að fara í Bretlandi 9. júní nk. I skoðana- könnuninni tóku þátt 1.700 manns og samkvæmt niðurstöð- um hennar nýtur íhaldsflokkur- inn nú fylgis 48% kjósenda, en hafði 46% í Gallup-skoðanakönn- un sem fram fór á vegum sama blaðs í síðustu viku. Verkamannaflokkurinn naut nú stuðnings 33% aðspurðra, sem var það sama og í síðustu viku, en 18% studdu Bandalag frjálslyndra og sóstaldemó- krata á móti 19% í síðustu viku. Aðrir höfðu nú 1% í stað 2% áður. Petra Kelly, einn helzti for- sprakki græningjanna í Vest- ur-Þýzkalandi, ljáði í dag að- stoð sína við upphaf kosninga- baráttu umhverfisverndar- sinna í Bretlandi. Á fundi með fréttamönnum í London í dag, sagði hún, að stefnuskrá þess- ara flokka væri svipuð í báðum löndunum. Flokkur hennar hef- ur nú 27 þingsæti á vestur- þýzka sambandsþinginu. Jona- than Porritt, einn helzti foringi brezkra umhverfisverndar- manna sagði á þessum fundi, að hann væri raunsær varðandi möguleika flokks síns í kom- andi kosningum. Flokkurinn hefði boðið fram í 53 kjördæmum f kosningunum 1979 en byði fram í 108 kjör- dæmum nú. Þá hefði flokkur hans ekki fengið nema 1,5% at- kvæða 1979 en gerði sér jafnvel vonir um að fá 5% nú. Margrét Thatcher Meírihlutinn með kjarnorkuvörnum Vindill á 320 pund London, 26. maí. AP. ÁTTA þumlunga langur Havana- vindill, sem tilheyrði sir Winston Churchill, forsætisráðherra Breta í síðari heimsstyrjöldinni, var í gær seldur ónafngreindum kaupanda fyrir 320 pund. Fór salan fram á veg- um uppboðsfyrirtækisins Christie. „Ytra laufið var aðeins farið að trosna, en vindillinn var geymdur í hylki með glerloki og þannig búið um hann, að hann mætti geymast sem bezt," sagði talsmaður fyrir- tækisins. Áletrun á hylkinu greindi frá því, að vindillinn ætti uppruna sinn að rekja til vindla- kassa, sem Churchill gaf til góð- gerðaruppboðs sem fram fór á vegum flughersins 1942. Sams konar Havana-vindill kostar nú í London rúmlega 5 pund. London, 26. maí. AP. BKESKIR kjósendur virðast hafa tekið ákveðnari afstöðu en fyrr í þeim deilum, sem staöið hafa um kjarnorku- vopn þar í landi, og er vax- andi forskot íhaldsflokksins í síðustu skoðanakönnunum rakið til þess. í fyrsta sinn er nú meirihluti Breta hlynntur því að koma upp bandarísk- um stýrieldflaugum í Bret- landi og að Bretar kaupi Trident-eldflaugar af Banda- ríkjamönnum. Til þessa hafa Bretar verið á báðum áttum um kjarnorku- vopnamálin. Meirihlutinn hefur viljað halda í núverandi vopna- búnað þjóðarinnar en ekki viljað fá bandarísk kjarnorkuvopn. íhaldsmenn, sem hafa haft áhyggjur af mótmælagöngum og auknum umsvifum friðarhreyf- ingarinnar, eru nú sigri hrósandi. „Okkur hefur tekist að breyta almenningsálitinu og það er auglj- óst, að kjarnorkuvopnamálin eru ekki lengur eitt af helstu kosn- ingamálunum. Fólki er farið að skiljast, að svo lengi sem ekkert breytist fyrir austan járntjald þá eru kjarnorkuvopn nauðsynleg," sagði talsmaður íhaldsflokksins, Lesley Way. Þessar niðurstöður eru taldar mikið áfall fyrir Verkamannafl- okkinn, sem með hálfum huga hef- ur heitið því að eyðileggja Polar- is-eldflaugar Breta en er hins veg- ar einhuga í andstöðunni við bandarísku kjarnorkuvopnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.