Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Snjómokstur í Siglufirði MIKILL snjór hefur verið á Siglu- minna fé verður til framkvæmda í firði og hafa framkvæmdir á veg- sumar vegna þess hve miklu fé um bæjarfélagsins tafist mjög vegna fannfergis, að sögn Óttars Proppe, bæjarstjóra. Þá er Ijóst að hefur verið varið til snjómoksturs. Starfsmenn bæjarins voru önnum kafnir í síðustu viku að ryðja snjó af götum bæjarins og eins að hreinsa snjóskafla, sem hlóðust upp í vetur. Myndir Mbl. Steingrimur Kristinsson. i£P V JÍ*#”: : > ■ A * Ný snyrtistofa Snyrtistofan Jóna tók nýlega til starfa að Skeggjagötu 2 í Reykjavík. Eigandi stofunnar er Jónína Hallgrímsdóttir, snyrtifræðingur. Veitt er öll almenn þjónusta varðandi snyrtingu. Á sama stað rekur Guðrún Hrönn Einarsdóttir, hárgreiðslustofu. Kvennaathvarfið: Merkjasala úti á landi um helgina YFIR 1,8 millj. kr. hafa komið inn i söfnun Samtaka um kvennaathvarf með merkjasölu í Reykjavík og nágrenni 8.—9. aprfl sl., og í gjöfum frá mörgum aðilum. Hafa samtökin þegar augastað á mjög hentugu hús- næði fyrir starfsemina, sem þau von- ast til að geta fest sér. Endanlegu uppgjöri er ekki lok- ið, en þegar er séð, að heildar- kostnaður við söfnunina er innan við 4% af söfnunarfénu. Er það því að þakka, að allt undirbún- ingsstarf og framkvæmd söfnun- arinnar var unnið í sjálfboða- vinnu. Kvenfélög á sölusvæðinu og nokkur skólafélög, félagar í sam- tökunum og aðrir einstaklingar gáfu vinnu sína við merkjasöluna og skiluðu frábæru starfi. Auglýs- ingastofurnar Myndamót og Sýn gáfu alla gerð auglýsinga og fyrir- tækið Vörumerking gaf prentun merkjanna, Kvennasamtökin að Hallveigarstöðum veittu ómetan- lega hjálp með að lána samtökun- um aðstöðu í húsakynnum sínum í nokkra daga fyrir afgreiðslu merkjanna. Nú hafa ýmsir aðilar úti á landi óskað eftir að taka þátt í þessu átaki fyrir Kvennaathvarfið og beðið um merki til sölu. Þar sem athvarfið þjónar í reynd öllu land- inu þykir samtökunum rétt að taka þessu boði með þökkum og hafa fengið leyfi dómsmálaráðu- neytisins til merkjasölu úti á landi dagana 27. og 28. maí nk. Merkið sjálft og auglýsinga- plakatið með sömu mynd hafa vakið aðdáun margra, en það var grafíklistamaðurinn Sigrid Valt- ingojer, sem hannaði merkið og gaf samtökunum. Samtökin vilja þakka öllum þeim aðilum, sem hafa stutt þau í þessu átaki með peningagjöfum, vinnu og velvild. Einnig ber að þakka góðan hug almennings og undirtektir, sem tryggt hafa frá- bæran árangur. Kvennaathvarfið mun ná fá eigið þak yfir höfuðið. Kostnaður við heimilisstofnun, rekstur og lánagreiðslur er þó um- talsverður eins og á öðrum heimil- um, þannig að samtökin vonast til að njóta velvildar almennings og opinberra aðila framvegis sem hingað til og minna á gírónúmer sitt 444006. (Fréttatilkynning) Skemmtiferð aldraðraí Hafnarfirði NÆSTKOMANDI laugardag, þann 28. maí, mun Kiwanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði efna til skemmtiferðar með aldraða Hafn- flrðinga. Þessi þáttur í starfsemi klúbbs- ins er löngu orðinn að föstum lið sem félagar í báðum hópum, þ.e. a.s. aldraðra borgara og Eldborg- arfélaga bíða eftir með óþreyju. Að þessu sinni verður haldið af stað frá íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 13.00 stundvíslega, og er ferðinni heitið um Suðurnes. Skoðuð verður hitaveita Suður- nesja, kirkjan í Grindavík, sjó- efnaverksmiðjan á Reykjanesi og að lokum verður haldið til sam- komuhússins í Garði en þar munu eiginkonur kiwanismanna bjóða upp á veitingar. Þátttaka tilkynnist til Bóka- verslunar Olivers Steins í síðasta lagi föstudaginn 27. maí nk. Moldarsala Lions Lionsklúbburinn Muninn í Kópa- vogi verður með árlega moldarsölu næstkomandi laugardag og sunnu- dag, hinn 28. og 29. maí. Nú er tím- inn til að sinna vorverkunum og vafalaust margir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu nú eins og áður. í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi verður bílhlassið af mold selt á 800 krónur, en 1.000 krónur í Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellssveit. Allur ágóði af moldarsölunni rennur til líknarmála. Nánari upplýsingar og pantanir í símum: 44983 - 76759 - 72316 frá kl. 9 laugardag og sunnudag. (Fréttatilky nning) Eggert Guðmunds- son sýnir í Eden EGGERT Guðmundsson listmálari opnar í dag málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 38 verk, 24 olíumálverk og 14 teikn- ingar. Myndirnar eru allar nýjar, málaðar 1982 og 1983, að einni und- anskilinni. Sýningin er sölusýning, og eru öll verkin til sölu. Eggert Guðmundsson, sem nú er hátt á áttræðisaldri, hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum um dagana, bæði hér heima og víða erlendis. Skammt er síðan hann hélt stóra sýningu í Háholti í Hafnarfirði. „Það þýðir ekkert annað en halda sig við efnið," sagði Eggert í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins i gær, „ég er hress þessa dag- ana, til líkama og sálar, og þá þýð- ir ekkert annað en að vinna. Þá fyrst er maður orðinn gamall þeg- ar maður hættir að starfa við það sem maður hefur gaman af!“ Níræðisafmæli NÍRÆÐUR er í dag, föstudaginn 27. maí, Sveinbjörn Sveinbjörns- son fyrrum bóndi á Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði, nú Austurgötu 20 á Hofsósi. Eigin- kona hans er Jóhanna Símonar- dóttir frá Nýlendu í Hofshreppi. Börn þeirra sjö talsins eru öll á lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.