Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 ftttfgtmÞlitfrifc Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 18 kr. eintakiö. Ýtt úr vör Nýtt ráðuneyti ýtti úr vör í gær með útgáfu bráðabirgðalaga til að forða þjóðarskútunni undan holskeflunni 1. júní. Ríkis- stjórnin tekur ekki við góðu búi. Mikil óvissa er fram- undan. Viðskilnaðurinn er hinn versti í tæplega 40 ára sögu lýðveldisins. Það er mikilvægt að almenningi sé gerð sem gleggst grein fyrir einstökum þáttum þjóðar- búskaparins og ætti ríkis- stjórnin að fela opinberum stofnunum að semja að- gengilegt yfirlit yfir þróun síðustu fimm ára með línu- ritum og skýringagreinum. Aðeins með því að leggja spilin óhikað á borðið geta hinir nýju ráðherrar vænst þess að afla sér trausts al- mennings, en án þess megna þeir lítils. Fréttir um að útlit sé fyrir að ríkis- sjóður verði rekinn með geigvænlegum halla í ár eru í mótsögn við digurbarka- legar yfirlýsingar Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins, um að staða ríkisfjármála hafi aldrei verið betri en í hans tíð. Æskilegt væri að fyrir lægi mat óvilhallra manna á stöðu ríkissjóðs nú við stjórnarskiptin og má í því efni benda á þá úttekt sem tíðkast hefur á fjárhags- stöðu Reykjavíkurborgar við meirihlutaskipti þar. Málefnasamningur hinn- ar nýju stjórnar ber þess merki að hann er saminn með 1. júni á næsta leiti. Með honum er engu að síður skapað svigrúm til lengri tíma en þriggja mánaða. Vísitölukerfið svonefnda, sjálfvirkar launahækkanir í samræmi við hraða verð- bólgunnar, er tekið úr sam- bandi eins og það hefur ver- ið kallað í tvö ár, til 1. júní 1985. Þessi ákvörðun kemur ekki neinum á óvart sem fylgst hefur með umræðum undanfarnar vikur. Hún nýtur pólitísks stuðnings út fyrir raðir þeirra flokka sem ríkisstjórnina mynda, en það er eitt mikilvægasta hlutverk oddvita hinnar nýju stjórnar að skýra það út fyrir öllum landsmönn- um, hvers vegna þessi ráðstöfun er nauðsynleg og leggja það fyrir með óyggj- andi hætti hvað af því hefði leitt, ef til hennar hefði ekki verið gripið. Að hætti fyrri stjórna sem gripið hafa til skerðinga á vísitölubótum — í stjórnartíð Alþýðu- bandalagsins frá því í sept- ember 1978 var það gert alls 14 sinnum — hefur hin nýja ríkisstjórn ákveðið að létta undir með þeim sem verst verða úti. Ekki er deilt um þær ráðstafanir þótt ýmsir vildu vafalaust hafa þær meiri. Auðvitað skiptir mestu að hinni þungu byrði sem þjóðin öll verður að axla nú þegar komið er að skuldadögunum eftir 5ráð- síu vinstri stjórnanna síðan 1978 sé skipt þannig að eng- inn kikni. Ekki var við því að búast eins og málum er komið að stórhuga fyrirheit um fersk viðfangsefni settu svip á sáttmála hinnar nýju stjórnar. Þar er að vísu að finna ákvæði um breytingar á stjórnkerfinu og vonandi gefst ráðherrum tóm frá glímunni við verðbólguna til að sinna ýmsum brýnum umbótum á því sviði. Því ber að fagna að horfið er frá sérvisku Alþýðubanda- lagsins varðandi landvarnir og stóriðju. Ráðist verður í smíði nýrrar flugstöðvar og mörkuð hefur verið ný stefna í samskiptum við Alusuisse. Með auknu frjálsræði í gjaldeyrisversl- un er boðuð skynsamleg stefna. Og þannig mætti fleira nefna til marks um æskilega nýbreytni. Hin nýja ríkisstjórn er að meirihluta skipuð mönnum sem ekki hafa áður sinnt ráðherrastörfum. Allir eiga ráðherrarnir rétt á umþótt- unartíma áður en þess er að vænta að viðhorfa þeirra taki að gæta við stefnumót- un, um leið er þess vænst að hvarvetna verði tekið til hendi. Engin áform sýnast uppi um að kalla þing sam- an fyrr en á reglulegum tíma næsta haust. Samhliða því sem ráðherrarnir kynna sér einstök málefni hver á sínu verkefnasviði er mik- ilvægt að þeir leggi sig fram um að kynna stefnu stjórn- arinnar og viðhorf út á við, aðeins með þeim hætti verð- ur lagður grunnur að því samhenta átaki þjóðarinnar allrar sem nauðsynlegt er til að efnahagsstefnunni verði hrundið í framkvæmd. Árangur ræðst af því trausti sem stjórnin ávinn- ur sér í smáu sem stóru. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra: Vil auka tengslin á milli menntunar og atvinnulífs „ÞtTI'A er mikið og vandasamt starf sem ég hef tekið að mér, sérstaklega þegar tekið er tillit til hins bagalega cfnahagsástands sem hrjáir okkar Is- lcndinga um þessar mundir. Því vissu- lega hlýtur efnahagsástandið að setja „útgjaldaráðuneytunum" nokkrar skorður,“ sagði Ragnhildur Helga- dóttir hinn nýi menntamálaráðherra, þegar hún var spurð hvernig nýja starfið legðist í hana. Og Ragnheiður bætti við: „En við megum ekki missa sjónar af því, að það er um virkjun veru- legra auðlinda að ræða þegar verið er að afla þjóðinni þekkingar sem á að nýtast til frambúðar." Ragnhildur var spurð hvort hún gengi til starfsins uppfull af nýjum hugmyndum. „Yfirleitt er best fyrir nýja ráð- herra að fara varlega í yfirlýsingar. En því er ekki að leyna að ég hef ýmsar hugmyndir sem mig langar til að vinna að. Ég vildi gjarnan stuðla að því að auka tengslin á milli menntunar annars vegar og atvinnulífs og fjölskyldulífs hins vegar. Við lifum í þjóðfélagi sem er í örri framþróun og þvi er brýn nauðsyn á því að endurskoða sífellt sambandið á milli skólalífs og at- vinnulífs. Og það þarf að samræma betur þarfir og viðhorf hinna ýmsu fjölskyldumeðlima þannig að skóla- líf og fjölskyldulíf tengist sterkari böndum en nú er. Þá hef ég mikinn áhuga á því að reyna að dreifa valdinu meira í skólakerfinu og auka þannig sjálf- stæði skólanna. Þannig fær frum- kvæði þeirra sem þar starfa betur Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráé dóttur sinni. að njóta sín. Annað verkefni sem mér er hugstætt er náttúruvernd. Á því sviði eru mörg verk að vinna. En það er auðvitað margt fleira en skólamál og náttúruvernd sem heyrir undir embætti menntamála- ráðherra. Það verður að hlúa að menningu þjóðarinnar í víðasta skilningi þess orðs." Ragnhildur tekur formlega við Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: „Iðnaðurinn sú atvinnu- grein sem taka verður við nýjum vinnandi höndum“ „ÞAÐ leggst vel í mig, nema hvaö, að fást viö orku- og iðnaöarmálin. Þetta er nýtt og stórt verkefni sem ég hcfi haft brennandi áhuga á um árabil. Ég veit vel aö viö eigum sem mest aö vinna aö lausn efnahagsvandamála okkar, en auðvitað er þáttur í lausn- inni aö skjóta nýjum stoðum undir at- vinnulíf okkar, eins og stóriöju," sagði Svcrrir Hermannsson eftir aö hann haföi tekið við starfi iðnaðarráðherra í gærkvöldi. „Við þurfum að finna nýja kaup- endur að orkunni okkar, og þá sem vilja hætta fjármagni sínu í stór- iðjuna. Okkar olíulindir flestar renna ennþá óbeizlaðar. Eins og allir vita er iðnaðurinn sú atvinnugrein sem taka verður við nýjum vinnandi höndum um ófyr- irsjáanlega framtíð. Við getum ekki lagt meira á fiskstofna, við getum ekki erjað jörðina meira, það er augljóst. Hér verður því stórkostleg verkefni að vinna að,“ sagði Sverrir. „Viss hluti þess máls er nú kom- inn fyrir dómsstóla, en auðvitað legg ég mikla áherzlu á að leysa það vandamál, en auðvitað verður ekki samið nema aðgengilegir og hag- stæðir samningar náist og stór- hækkað orkuverð," sagði Sverrir er hann var spurður um málefni ál- versins í Straumsvík og deilu frá- farandi ráðherra við Alusuisse. „Okkur greinir kannski mest á þegar við tölum um eignaraðild að stóriðjunni, en áhugamálin kunna þar fyrir utan að vera lík, og leiðir það af sjálfu sér,“ sagði Sverrir er hann var spurður út í þau ummæli Hjörleifs í samtali við Mbl. að lík- lega væru áhugamál þeirra beggja í iðnaðar- og orkumálum um margt hin sömu. „Ég álít að við þurfum að fá aðra til að hætta fé sínu af því að við komum ekki til með að ráða neinu á markaðinum. Og þess vegna blæs ég á þessa íslenzku leið, sem svo er kölluð. Það er gjaldþrotaleið að mínum dómi að við eigum meiri- Sverrir Hcrmannsson iönaöarráöherra dóttur, dóttur þeirra hjóna Ásthildi og s hluta í stóriðju sjálfir. Við eigum að eiga sem minnst, og þar greinir okkur Hjörleif mest á.“ — Muntu taka leyfi frá störfum forstjóra Framkvæmdastofnunar- innar.? „Ég hef bara ekki leitt hugann að því. Satt bezt að segja var ég ekki búinn að setja mig í neinar stell- ingar til að taka að mér ráðherra- Matthías Bjarnason heilbrigöis- og tryggingaráðherra: Mun beita mér fyr ir aukinni hagræð- ingu og sparnaði „ÉG ER heilbrigöis- og trygginga- ráöuneytinu ekki alveg ókunnur, þar sem ég var ráðherra í fjögur ár,“ sagöi Matthías Bjarnason í samtali viö Morgunblaðið í gær, en hann tekur nú viö embætti ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála og sam- göngumála í nýrri rfkisstjórn. „Vissulega hefur ýmislegt breyst á þeim tæpu fimm árum, sem liðin eru síöan ég gegndi síóast ráöherrastörf- um,“ sagði Matthías enn fremur, „en tryggingalögin eru hin sömu og í mcginatrióum starfaö eftir sömu reglum og áður. Heilbrigðis- og tryggingamálin eru afar viðamikill málaflokkur, sem tekur mikið til sín af útgjöld- um ríkisins. Áætla má að um 2/5 af útgjöldum fjárlaga renni til þessara mála. Nú, þegar reisa verður íslenskt efnahagslíf við, þarf meðal annars að gera stór- átak í sparnaði og aðhaldi, og slíkt hlýtur að koma til kasta þessa ráðuneytis ekki síður en annarra. Ég mun beita mér fyrir aukinni hagræðingu og sparnaði á þessu sviði, en um leið verður kappkost- að að draga sem minnst úr þjón- ustunni en erfitt verður að bæta nýjum útgjaldaliðum við á næst- unni. Hér er mikils aðhalds þörf, sem kalla mun á aðgæslu í öllu kerfinu. Samgöngumálin eru einnig stór málaflokkur, sem ég meðal annars kynntist vel í tólf ára störfum I Kristín Ingimundardóttir og Matthías Myndina tók Guöjón Birgisson. mínum í fjárveitinganefnd, auk þess sem ég hef sem dreifbýlis- maður óneitanlega oft séð margt sem þar þarf að bæta. Ekki verður unnt að hefja þegar í stað mikla uppbyggingu, en gæta verður þess að hver króna komi að sem mest- um notum, verkefnin eru óþrjót- andi í vegamálum, flugvallamál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.