Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 13 Othar Ellingsen forstjóri 75 ára Othar Ellingsen, forstjóri Verzl- unar 0. Ellingsen hf., er 75 ára í dag, 27. maí. Othar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans Marie og Othar Ellingsen voru af norsku bergi brotin. Othar eldri stofnaði Verzlun 0. Ellingsen og afmælis- barnið hefur starfað við fyrirtæk- ið, sem síðar varð Verzlun 0. Ellingsen hf. allt frá því að hann lauk verzlunarnámi í Þrándheimi árið 1928, og hefur veitt því for- stöðu frá 1936. Sama árið gekk fyrirtækið í Verzlunarráð íslands. Othar var kjörinn í stjórn Verzlunarráðsins árið 1950 og sat þar allt til ársins 1978 eða í 28 ár samfleytt, en það er einna lengst stjórnartímabil þeirra sem í stjórn hafa setið frá upphafi. Frá árinu 1978 hefur hann verið endurskoðandi Verzlunarráðsins. Othar hefur ávallt verið mjög áhugasamur um málefni Verzlun- arráðsins og tekur virkan þátt í starfsemi ráðsins til þessa dags, auk trúnaðarstarfa sem áður er getið. Auk þess hefur Othar lagt hönd á plóginn í fjölmörgum fyrirtækjum og er m.a. stofnandi Hvals hf. 1947, Steypustöðvarinn- ar hf. 1947 og Tryggingar hf. 1951 og í stjórn þessara fyrirtækja frá upphafi. Othar hefur átt sæti í stjórn Nordmannslaget í Reykjavík um árabil og verið formaður fjórum sinnum, í eitt ár hvert sinn. Hann Þórir H. Óskarsson Ijósmyndari í nýju Svansdóttur. stofunni ásamt eiginkonu sinni Sonju Morgunblaðið/ Guðjón. Ljósmyndastofa Þóris í nýtt húsnæði LJÓSMYNDASTOFA Þóris flutti nýlega í nýtt húsnæði á horni Rauð- arárstígs og Njálsgötu. Breytingar á húsnæðinu annaðist Húsatækni og Finnur P. Fróðason teiknaði. Ljósmyndastofa Þóris var stofnsett 20. desember 1959 og er því á 24. ári, þegar hún opnar nú í eigin húsnæði. Aherzla hefur allt- af verið lögð á alhliða portrett- myndatökur svo og skólaljós- myndun. Nú síðari ár hefur ljós- myndastofan haft á boðstólum úr- val af römmum og albúmum og jafnframt selt filmur og tekið í framköllun. Þar sem sjón er sögu ríkari er fólk velkomið í heimsókn m.a. til að líta á myndir, sem til sýnis eru á innveggjum svo og sem í glugg- um fyrirtækisins, segir í frétt frá Þóri ljósmyndara. t-Jöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! var kjörinn norskur ræðismaður 1957 og aðalræðismaður 1974. Othar hefur verið sæmdur riddarakrossi St. ólavs orðunnar af fyrstu gráðu. Fyrirtækið Verzlun 0. Ellingsen hf. hefur dafnað undir hans stjórn. í fyrstu var aðallega verzl- að með veiðarfæri, en síðan hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og verzlar nú einnig með hvers konar varning, sem sjómenn þurfa á að halda, og þjónar hinum sívaxandi fjölda sem á sér orlofshús á lands- byggðinni. Fyrirtækið var til húsa á hornum Hafnarstrætis-Pósthús- strætis-Tryggvagötu unz það flutti í rúmgóða nýbyggingu í Ánanaustum fyrir nokkrum árum. Kona Othars er ólöf Stein- grímsdóttir, rafmagnsstjóra í Reykjavík Jónssonar. Þau hafa búið sér fagurt heimili á Ægissíð- unni, sem rómað er fyrir glæsileik og gestrisni. Eg hitti Othar fyrst er ég varð félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur fyrir 14 árum. Þá hófust kynni sem ég met mikils. Glaðværð hans og innileg framkoma lyftir hug þeirra sem hann umgengst, og veit ég að félagar okkar eru mér sam- mála í þessu efni, enda hefur hann verið forseti klúbbs okkar. Fyrir hönd Verzlunarráðs ís- lands vil ég þakka Othari hans ómetanlegu störf í þágu ráðsins um nær hálfrar aldar skeið, og óska honum og fjölskyldu hans alls hins bezta á komandi árum. Ragnar S. Halldórsson, formaður Verzlunarráðs íslands. Apóteh þegar á ráögjöf reynir TILBÚIÐ í KRYDDLEGI BEINT Á GRILLIÐ lambakótilettur lambalærisneiöar lambaframhryggur lambarif kindabuff kindasmásteik á pinnum nautabuff nautaframhryggur Berlínar grill-pylsur Medister grill-pylsur Vínarpylsur Grill olíur — grill krydd — grill kol — grill pinnar — og upp- kveikjulögur. Ókryddað: nautabuff folaldabuff lambagrillkótilettur nautaframhryggur GERIÐ HAGSTÆÐ MATARKAUP 2. flokks dilkakjöt í heilum skrokkum. Leyft verð 77,55. Okkar verð 69,79. 3. flokks dilkakjöt í heilum skrokkum. Leyft verð 68,65. Okkar verð 61,78. Opið til kl. 8 í kvöld. Vörumarkaöurinn hf. ARMULAIa 86111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.