Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Ársþing HSÍ hefst í kvöld: „Eftirsjá í því að starfp ekki lengur í stjórn HSI“ — segir Júlíus Hafstein sem lætur af störfum sem formaður eftir fimm ár ÁRSÞING HSÍ hefst í dag klukk- an 20.00. Þetta er 27. ársþing HSÍ. Núverandi formaður HSÍ er Júlíus Hafstein en hann hefur veriö formaður sambandsins síðastliöin fimm ár. Júlíus hefur nú ákveöið að láta af störfum sem formaður HSÍ. í því tilefni spjallaði Mbl. við Júlíus og innti hann fyrst eftir því hvort ekki væri erfitt að hætta sem for- maöur HSÍ eftir svona mörg ár. — Nei, það er ekki erfitt aö hætta, en það veröur vissulega eftirsjá í því að starfa ekki lengur í stjórn HSÍ. Það eru áhugaverð verkefni á næsta leiti og það hefði verið gaman að geta tekist á viö þau. Hvað er þér nú minnisstæð- ast eftir fimm ára starf, og hvað hefur áunnist, að þínu mati? — Þaö er erfitt að segja til um hvaö er minnisstæðast. Gott samstarf viö stjórnarmenn og fjölmarga aðra er mér ofarlega í huga. Margir ánægjulegir sigrar hjá landsliðum okkar á þessum fimm árum koma upp í hugann. Til dæmis þegar yngra karla- landsliðið okkar varð í 7. sæti í heimsmeistarakeppninni í Dan- mörku 1979, og HM í Portúgal en þá var sama lið okkar í 6. sæti árið 1981 og var raun hársbreidd frá því aö keppa um þriöja sætiö. Þá er mér alltaf minnisstæður fyrsti landsleikurinn sem ég horföi á sem formaður. Þaö var árið 1979 á Spáni í B-keppninni. Þá lékum viö gegn ísrael og rétt náðum jafntefli. Tap í þeim leik hefði þýtt sæti í C-riöli. Ég var á nálum allan tímann og gat ekki horft á lokamínúturnar. En sem betur fer þá rættist úr frammi- stööu landsliösins og í þessari keppni hafnaði liöiö í fjóröa sæti sem var mjög góður árangur. Það hefur margt áunnist á þessum fimm árum, það tókst aö rétta erfiöan fjárhag við, mikiö starf hefur verið unniö i út- breiöslu- og þjálfaramálum. Þá hefur allt mótaskipulag veriö bætt og deildarkeppninni veriö breytt og leikjum fjölgaö. Þá hefur allt starf HSÍ veriö endurskipulagt og ráöinn fastur starfsmaður hálfan daginn. Þetta er ómetanlegt fyrir handknatt- leiksíþróttina, þegar litiö er til skipulags móta og upplýsinga- starfs. Óll erlend samskipti hafa aukist gífurlega mikiö. Og til marks um þaö má benda á aö á síöasta keppnistímabili kepptu íslensku landsliöin samanlagt um fimmtíu landsleiki. Svo margir landsleikir hafa ekki fariö fram áöur á einu starfsári. Hvernig stendur íslenskur handknattleikur í dag? — Viö getum litiö björtum augum á framtíöina, staða hand- knattleiksins í dag er góö og viö erum hátt skrifaðir á alþjóölegum vettvangi. Viö eigum gott meö aö fá landsleiki viö aörar þjóöir þar sem viö erum veröugir mótherjar þeirra þestu í heiminum í dag og þaö segir meira en mörg orö. í því sambandi er rétt aö benda á þaö aö búiö er aö semja um landsleiki viö Norömenn, Tókka, Sovétmenn, Pólverja og búiö aö leggja drög aö leik gegn A-Þjóö- • Formaður H8Í, Júlíus Hafstsin, sam nú lætur af stðrfum, afhendir Magneu Friðriksdóttur, fyrirliða Vals, sigurlaunin í meistaraflokki kvenna. verjum. Öll þessi liö munu koma hingaö til lands. Síðan er Ijóst aö viö munum heimsækja Frakka og V-Þjóöverja heim og líklega Hol- lendinga. Ég veit ekki enn hver tekur viö formannssætinu í stjórninni, en ég óska næstu stjórn alls hins besta og vona aö vegur íslensks handknattleiks veröi sem mestur og bestur á ókomnum árum. Mikil gróska hefur veriö í starfi HSÍ á undanförnum árum undir stjórn Júlíusar og síöasta verk hans var aö ráöa til starfa pólska þjálfarann Bogdan Kowalczyk. Mun Bogdan hafa yfirumsjón meö vali og þjálfun landsliösins í þeim stóru verkefnum sem fram- undan eru. — ÞR. Bikarburst — nú átti Brighton aldrei möguleika • Bryan Robson skorar hór annað mark sitt ( laiknum, oftir skalla frá Stapleton. Mosely, Foster og McQueen fylgjast með. Foster fórnar hðndum. sfmamynd ap. Á ÞESSU ári eru 25 ár liöin síöan líð Manchester United fórst í flugslysinu í MUnchen, og í gær varð hinn þekkti sir Matt Busby, fyrrum stjóri liðsins, 74 ára. í gær varö Manchester United einnig enskur bikarmeistari í knatt- spyrnu, og eins og íslenskir sjón- varpsáhorfendur sáu í gærkvöldi í beinni útsendingu frá Wembley, var sá gamli himinlífandi, eins og allir sem tengdir eru þessu fræga líði. United burstaöi Brighton 4:0 — og Brighton sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna bikar- inn á laugardag átti ekki mögu- leika í þessum endurtekna úrslitaleik. Þetta var stærsti sigur í úrslita- leik bikarkeppninnar í 80 ár, eða síðan Bury sigraöi Derby 6:0 áriö 1903. í fyrri leiknum, á laugardag- inn, byrjaöi United mun betur, en síðan var það Brighton sem tók forystuna. Dæmið snerist alveg viö í gær. Nú var það Brighton sem var frískara liöiö til að byrja með — en United tók svo foryst- una. Enski landsliösfyrirliðinn Bryan Robson skoraði meö góðu vinstrifótarskoti frá teig eftir sendingu Alan Davies. Markið kom á 25. mín. og aðeins fjórum mín. seinna haföi United skorað aftur. Aftur var Davies á ferðinni. Nú sendi hann fyrir markið frá vinstri og Whiteside sendi þrumuskalla í netið óáreittur — og hvorki Mosely nó Grealish náðu að stööva boltann á línunni. Whiteside varð þar með yngsti leikmaðurinn til aö skora ( bikarúrslitaleik á Wembley — hann er aöeins 18 ára. Brighton missti alveg taktinn í leiknum viö það aö fá tvö mörk á sig meö svo stuttu millibili og tveimur mín. fyrir hló bætti Unit- ed þriöja markinu viö. Robson skoraði þá sitt annað mark (sjá símamyndina) er hann potaði í netiö af stuttu færi. MUhren tók þá aukaspyrnu yfir á fjærstöng- ina þar sem Frank Stapleton skallaði aö marki og Robson þurfti ekki annað en aö ýta bolt- anum í netiö. Besta færi Brighotn í hálfleikn- um var er Jimmy Case átti þrumuskot utan teigs sem snerti McQueen og breytti um stefnu, en Bailey, sem var kominn af staö í horniö, varöi frábærlega vel með því að slá boltann yfir þverslá. Fjórða mark United kom á 62. mín. Gary Stevens braut þá á Bryan Robson, og dæmt var víti. Arnold MUhren skoraði örugglega úr því — og var þetta fyrsta vítaspyrnan sem hann tók eftir aö hann hóf aö leika í Eng- landi. Steve Coppell, vítaskytta liösins, var meiddur, og MUhren haföi fyrir leikinn boðist til aö taka víti ef meö þyrfti. Brighton, sem fóll í aöra deild í vetur, baröist alveg til enda leiks- ins, en haföi þó aldrei að leika jafn vel og í fyrri umferöum bik- arsins, er þaö sló m.a. Liverpool út. Breska sjónvarpið, BBC, út- nefndi hinn 21 árs gamla miðvörð Brighton, Gary Stevens, mann leiksins. Við útnefninguna er tek- ið mið af báðum leikjunum, en hann lók frábærlega vel í fyrri leiknum. Steve Foster, sem þá var í banni, lók með liöinu á ný í gær og átti afleitan leik. Þaö var engin spurning að það skemmdi frekar fyrir en gerði gagn að láta hann leika. Vörnin, sem var mjög góð á laugardaginn náði sór ekki á strik nú. United-liöiö lók mjög vel í gær, en hafa verður í huga að mótspyrnan var mjög lítil Fræðslufundur Knattspyrnuþjálfarafólag ís- lands heldur fræöslufund í kvöld kl. 20.30 á Hótel Esju. Umræðu- efni eru: Evrópusamband knattspyrnuþjálfara, breytingar á mótafyrirkomulagi og knatt- spyrnulög. Ársþing BSÍ ÁRSÞING ’ badmintonsambands- ins verður á morgun í Snorrabæ og hefst kl. 10.00. lengst af. Aöeins Jimmy Case náði aö sýna sínar róttu hliðar — en hann lók virkilega vel, allt spil- ið á miöjunni hjá Brighton var ( gegnum hann. — SH Úrslit í bikarkeppni í FYRRAKVÖLD fóru fram fyrstu leikirnir í bikarkeppni KSÍ og urðu úrslit þessi: Fylkir — Selfoss 2—0 Haukar — Árvakur 1—2 ÍK — Hafnir 2—0 Víkverji — Stokkseyri 3—0 Bolungarvík — Stjarnan 2—5 Njarðvík — Fram 0—2 Reynir S. — Afturelding 2—1 Víkingur Ól. — Víðir 2—3 Reynir Hn. — Grindavík 0—2 Austri — Valur 0—1 Þróttur N. — Huginn 3—1 i! KNA TTSPYRNUSKOUNN 1983 Skráning í Knattspyrnuskólann vinsæla stendur nú yfir. Bent skal á aö panta sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar. Kennari er Stefán Konráös- son, íþróttakennari. Allar upplýsingar í síma 81325 kl. 10—5 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.