Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 27
I
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983
27
Minning — Ársæl
Gróa Gunnarsdóttir
Fædd 31. desember 1915
Dáin 15. apríl 1983
Það voru undarlegar tilfinn-
ingar, sem hrærðu huga minn,
þegar Lára systir hringdi og sagði
mér, að systir okkar, Arsæl Gróa,
væri mikið veik, og að það væri
óttast að að endalokum þessa lífs
færi að draga hjá henni. Hún var
búin að vera mikið veik undanfar-
in ár, lá mikið á Sjúkrahúsi Akra-
ness og einnig á Vífilsstaðaspítala.
Allt var búið að reyna, sem í
mannlegu valdi stóð, en batavonir
engar. Mér datt í hug bænin. En
hvers skal biðja? Biðja um að
þjáningum hennar linnti. Fela
hana guðs forsjón. Verði hans
blessaður vilji.
Hinsvegar bærðist í brjósti mér
óskin um lengra líf henni til
handa. Ég hefði viljað óska henni
þess að lifa lengur við góða heilsu,
þar sem hún væri umvafin sinni
góðu fjölskyldu.
Hún elskaði mikið barnabörnin
og vildi helst alltaf hafa þau hjá
sér. Það var henni mikils virði, að
báðar dætur hennar bjuggu í
næsta nágrenni, svo það var hag-
kvæmt á báða bóga.
Hún andaðist í Sjúkrahúsinu á
Akranesi 15. apríl síðastliðinn.
Minningarnar koma fram hver af
annarri frá bernskudögum.
„Vid lékum heima saman ad legg og skel.
Ljúft var vor og bjart um fjöll og dal.
Man ég hvað í æsku við undum vel
við óm frá bröttum foss í hamrasal."
Ég tek mér hér í munn þessi
fallegu orð skáldsins.
Ársæl Gróa var mikið náttúru-
barn. Hún var horfin, gleymdi þá
stund og stað við leik að legg og
skel. Þegar var farið að leita að
henni, þá var hún í sínum
draumaheimi, gjarnan við leik í
búinu sínu í Berginu ökkar góða,
að tína blóm eða að elta fuglana.
Bernskuleikir taka enda og alvara
lífsins tekur við, en hugljúfar eru
minningarnar frá bernskuheimil-
inu.
Ársæl Gróa var fædd í Fellsaxl-
arkoti í Skilmannahreppi, þann
31.12. 1915. Næstyngst sex systra.
Foreldrar okkar voru Gunnar
Bjarnason og Þórdís Halldórsdótt-
ir, búendur í Fellsaxlarkoti. Þau
höfðu kynnst á Leirá og þar fædd-
ist Guðrún, elsta dóttir þeirra,
þann 27.6. 1904. Vorið 1905 hófu
þau búskap í Kjalardal og bjuggu
þar í fimm ár. Þar fæddist Hall-
dóra, þann 29.6. 1907, og Sigríður
Lilja, þann 7.1. 1909. Árið 1910
fluttu þau að Fellsaxlarkoti í
sömu sveit. Þar fæddist Jóna
Fanney, þann 7.12. 1913, Ársæl
Gróa þann, 31.12. 1915, og Guðný
Lára, þann 1.11. 1917.
Sigríður Lilja og Halldóra eru
látnar fyrir nokkrum árum og svo
var Ársæl Gróa að kveðja núna.
Guðrún, Fanney og Lára lifa nú
eftir af þessum systrum.
Eigum við góðar minningar frá
bernskuheimilinu, þegar við vor-
um allar heima í foreldrahúsum
við leik og störf.
Árið 1940 hættu foreldrar okkar
búskap. Þá fór Ársæl Gróa með
son sinn, Óskar Svavar Guðjóns-
son, fæddan í Fellsaxlarkoti 1.10.
1937, sem ráðskona til Guðjóns T.
Árnasonar, Bergi á Akranesi.
Guðjón á Bergi var mikill ágæt-
ismaður. Hafði hann ekki farið
varhluta af mótlæti lífsins, misst
konuna og annan soninn. Þarna
leið þeim vel. Mér er minnisstætt,
eitt sinn frá þessum árum, en það
var sumarið 1944. Við hjónin tók-
umst á hendur langt ferðalag á
þeirra ára mælikvarða, ferð til
Akureyrar. Við höfðum aldrei far-
ið í sumarfrí áður, en bróðir
mannsins míns bjó á Akureyri. Þá
fórum við fyrir Hvalfjörðinn og út
á Akranes með son okkar, Gunnar,
20 mánaða gamlan. Skyldi hann
vera í fóstri hjá Ársæl þessa tíu
daga, sem ferðin tók. Ég man allt-
af eftir þeim góðu móttökum, sem
við fengum á Bergi. Þegar ég fór
út úr dyrunum og kvaddi, sat
Gunnar á hnjánum á Guðjóni
hinn ánægðasti.
Árið 1948, þann 3. apríl, giftist
Ársæl Gróa Árna Runólfssyni frá
Gröf í Skilmannahreppi, elsta syni
hjónanna Runólfs Guðmundsson-
ar og Þórunnar Markúsdóttur, f.
14. nóvember 1914. Árni var mikill
ágætismaður, mikill heimilisfaðir
og söngmaður góður. Var hann í
karlakórnum Svanur á Akranesi
og í kirkjukórnum. Árni og Ársæl
Gróa byrjuðu að búa á Sunnu-
braut 17. Seinna keyptu þau
Skálholtið á Akranesi og svo
byggðu þau húsið á Sunnubraut
21. Árna og Ársæl Gróu búnaðist
vel. Ársæl kom með soninn óskar
í búið. Varð hann Árna sem besti
sonur og mjög góður móður sinni
og systrum alla tíð. Hann býr nú í
Hafnarfirði, en vinnur á Hótel
Loftleiðum. Hann er kvæntur
Önnu Þorsteinsdóttur, ljósmóður
frá Seyðisfirði, og eiga þau tvö
börn, Gunnar og Kristínu Gróu.
Ég var gestur á þeirra ágæta
heimili fyrir tveimur árum, þegar
Gunnar var fermdur. Þá var Ár-
sæl Gróa sjúklingur á Vífilsstöð-
um, en fékk að vera við þá athöfn.
Var það meira af vilja en mætti.
Þann 10. apríl var Kristrún Gróa
fermd. Veit ég að henni hefur fall-
ið illa að geta ekki verið við þá
athöfn. Barnabörnin voru henni
svo mikils virði. Oftsinnis frétti
ég að Gunnar Óskarsson hefði far-
ið í orlof til afa og ömmu á Sunnu-
braut 21.
Árni og Ársæl Gróa eignuðust
tvær dætur, Þórunni, gifta Böðv-
ari Þorvaldssyni stýrimanni og
eiga þau tvö börn, Árna og Elínu
Þóru, og Þórdísi, gifta Halldóri
Guðmundssyni bifvélavfrkja, eiga
þau þrjú börn, Árna Þór, Guð-
mund Bjarka og Kristínu ósk.
Þegar ég fór að fara í sumarfrí á
seinni árum, gisti ég oft í Árna-
garði, en svo kallaði ég heimili
Ársælar systur minnar á Sunnu-
brautinni. Þar bjó Árni Runólfs-
son og þar voru Árni Þór og Árni
Böðvarsson. Það leið enginn dagur
svo, að þeir kæmu ekki í hús afa
og ömmu á Sunnubrautinni.
Mikið áfall var það fyrir Ársæl
Gróu systur mína, þegar eigin-
maðurinn var burtkallaður
skyndilega, en Árni varð bráð-
kvaddur þann 9.1. 1979 langt um
aldur fram.
Þegar ég lít yfir líf Ársælar
Gróu systur minnar, tel ég að hún
hafi verið gæfumanneskja. Við
ólumst upp í fögru umhverfi Borg-
arfjarðar í friðsæld sveitalífsins.
Áttum góða foreldra. Vorum aldar
upp í guðsótta og góðum siðum.
Mamma kenndi okkur mikið af
bænum. Bað fyrir okkur og með
okkur. Veit ég að bænir hennar
hafa fylgt mér alla tíð. Hún fór
mjög oft með þetta vers úr Passíu-
sálmunum.
„Hafdu. Jesú, mig í minni,
mæóu og dauðans hrelling stytt.
Börn mín hjá þér forsjón finni,
frá þeim öllum vanda hritt.
Láttu standa á lífsbók þinni
líka þeirra nafn sem mitt."
Ársæl hefur sjálfsagt ekki farið
varhluta, frekar en aðrir, af
vonbrigðum lífsins, en það verða
nú flestir að reyna.
Hún eignaðist góðan mann, fal-
legt heimili og átti miklu barna-
láni að fagna. Systur hennar þrjár
bjuggu einnig á Akranesi. Var
gott samband ætíð þeirra á milli.
Margar eru þær upphringingarn-
ar, sem Lára systir hefur hringt
til mín til Reykjavíkur gegnum ár-^
in, til að láta mig vita um líðan
systra okkar. Ekki hvað síst hin
síðari ár. Bar hún alla tíð mikla
umhyggju fyrir Ársæl Gróu. Þær
voru tvær lengst heima hjá for-
eldrum okkar, og óskar henni
kær, sem fæddist heima og var
þar fyrstu árin.
Nú er hún farin á fund feðra
sinna, laus úr viðjum þess sjúk-
dóms, sem var búinn að þjá hana
svo lengi. Drottinn leggur líkn
með þraut. Norðangolan blés köld
annan dag sumars, 22. apríl 1983,
þegar hún var lögð til hinstu
hvíldar við hlið síns ástkæra maka
í Garðakirkjugarði, þar sem
pabbi, mamma og annað skyldulið
hvílir einnig. Ég vona nú samt, að
vorgolan eigi eftir að breiða frið-
arlín yfir þennan stað.
Ég vil með þessum fáu línum
þakka minni kæru systur fyrir allt
gott fyrr og síðar. Bið ég algóðan
guð að leiða hana á sínum vegum.
Bið ég guð að blessa börn henn-
ar, tengdabörn, barnabörn og
blessa þeim minninguna um hana.
Ykkur öllum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning systur
minnar.
Fanney Gunnarsdóttir
Síöast en ekki síst minnum viö á plötuklúbbinn góða sem allir geta verið með
og síminn þar 11620. Þú hringir og við sendum samdaegurs.
ti&frKARNABÆR stefclOf
'W HLJÓMPLÖTUDEILD
Austurstræti 22. Laugavegi 66, Rauöarárstig 16, Glæsibæ,
Mars, Hafnarfiröi, Pfðtuklubbur/ Póstkröfusimi 11620.
GULLKORN
Nú styttist óðum í júní og sólin hækkar með hverjum deginum sem líður, og við alltaf í
sama góða skapinu. Hjá okkur hefur úrvalið af góðum plötum og kassettum sjaldan veriö
meira, kassettumarkaðurinn er í fullum gangi og þú getur fengið kassettur allt frá kr.
^ rúllimor Mávastell Grýlanna er boðleg í hvaða mannfagnað sem
vl ■ y IUI n d l er, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af uppvaski og ef
stelliö brotnar sem á ekki aö geta skeð, þá eigum við
Mávastellið til og akkúrat það mynstur sem þig vantar.
25.00. Notaðu tækifærið því þessu kassettu tilboöi okkar lýkur 1. júní.
Það eru fáar plötur sem hafa farið jafnvel af stað og Fingraför Bubba Morthens.
Af því tilefni gefum við þér 25% afsl. af kassettunni út maí, um leið viljum Bu^
við þakka móttökurnar sem maí tilboð okkar hefur fengið.
Bubbi:
Fingraför
Þú setur hana einu sinni á fóninn og svo snýrðu
henni við og við og viö þar til nálin er búin.
Skelltu þér á eintak þú sérö ekki eftir því.