Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Gylfi Zoega fékk hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í MR „Við höfum alltaf staðið saman,“ voru orð þeirra félaga Gylfa Zoöga duz scholae og Ingólfs Johannessen semi-dux scholae við skólaslit Ljósmyndir Mbl./KÖE. Menntaskólanum í Reykjavík slitið í 137. skipti: í GÆR var Menntaskólanum f Reykjavík slitið í 137. skipti og út- skrifuðust að þessu sinni 182 stúd- entar. Hæstur á stúdentsprófi var Gylfi Zoega með einkunnina 9,68, en með því sló hann skólametið sem Ólafur Jóhann Ólafsson setti í fyrra með einkunninni 9,67 en nýtt skólamet hafði þá ekki verið sett í 20 ár. Næst hæstu einkunn hlaut Ingólfur Johannessen með ein- kunnina 9,56 og þriðji hæstur varð Kolbeinn Guðmundsson með ein- kunnina 9,49. Þeir voru allir í nátt- úrufræðideild. f ræðu sinni gat rektor, Guðni Guðmundsson, um húsnæðiseklu skólans og taldi tíma vera kom- inn til að eitthvað væri gert í því máli þar sem það væri orðinn fastur liður og hefði verið síð- ustu 32 ár eða lengur að rekja húsnæðisraunir við skólaslit. Nemendur voru 865 í skólan- um í vetur. Félagslíf var öflugt að venju, Herranótt setti að þessu sinni upp leikrit Halldórs Laxness Prjónastofan Sólin, sýningar voru f Hafnarbfói og tókust vel. Málfundafélagið Framtíðin átti aldarafmæli í vetur og voru mikil hátíðahöld í tllefni af því og var meðal ann- ars efnt til ræðukeppni meðal fyrrverandi forseta félagsins. Við lok skólaslita færðu 25 ára stúdentar og aðrir afmælisstúd- entar skólanum myndsegulband að gjöf. Nýstúdentar voru myndaðir úti í vorinu að loknum skólaslit- um og hitti blm. Mbl. þar bæði dux og semi-dux scholae. „Við höfum verið hamingjusamir í þessum skóla, berum hlýhug til rektors og annarra samstarfs- manna og þökkum þeim samver- una,“ sögðu þeir félagar Gylfi og Ingólfur. „Við tveir höfum alist upp saman á Melunum og höfum staðið saman alla tið. Það var því ekki annað við hæfi en að við stæðum saman í þessu líka." Þeir brostu kankvíslega áður en þeir stukku upp á pallana til að ljósmyndarinn gæti fest þá á filmu til minningar um þennan bjarta dag. m.e. Hvítu kollarnir settir upp sem ytra tákn þessa áfanga. Selfoss: Skoðanakönnun um áfengis- útsölu kærö NOKKRIR íbúar á Selfossi hafa nú kært skoðanakönnum um það hvort áfengisútsala skuli opnuð á Selfossi. Var kæran fyrst send bæjarstjórn, sem vísaði málinu frá á fundi sínum 11. maí. Þá hafa þessir íbúar vísað málinu til félagsmálaráðuneytisins og dóms- málaráðuneytisins. Skoðanakönnunin fór fram sam- hliða síðustu alþingiskosningum og var samþykkt með 966 atkvæðum gegn 895 eða með 71 atkvæðis mun, aö opna áfengisútsölu á Selfossi. Hafa þessir íbúar, 6 talsins, talið kjörskrá ófullnægjandi og fleira at- hugavert við framkvæmdina. í áfengislögum segir, að yfirvöldum sé heimilt að opna áfengisútsölu í kaupstöðum að undafarinni kosn- ingu eða skoðanakönnun og sé þá meirihluti bæjarbúa fylgjandi opnun hennar. Yfirvöld eru þó ekki bundin af þeirri niðurstöðu. Ekki er tekið fram í lögunum hvernig framkvæmd atkvæðagreiðslu skuli háttað. Siglufjörður: Þormóður rammi yfirtek- ur Siglósfld „NIÐIJRSTÐAÐAN hefur orðið sú, að Þormóður rammi í Siglufirði tekur að sér rekstur Sigló síldar til bráðabirgða. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa sam- þykkt þetta og nú er bara eftir að ganga frá formsatriðum. Rikið á 70% hlutafjár í Þormóði ramma," sagði Guðrún Hallgrímsdóttir hjá iðnaðar- ráðuneytinu í samtali við Morgunblað- ið. „Iðnaðarráðuneytið skipaði fyrir nokkru nefnd til að gera tillögur um endurskipulag á rekstri Sigló sfldar. Helztu niðurstöður nefndarinnar voru þær, að nefndin taldi að grundvöllur væri fyrir rekstri lag- metisiðju í Siglufirði, sem fram- Ieiddi gaffalbita og rækju til útflutn- ings svo fremi sem rfkissjóður tæki að sér að leysa uppsafnaðan fjár- hagsvanda fyrirtækisins og nýir eignaraðilar kæmu inn f reksturinn. Sigló síld er eign ríkissjóðs og starf- ar samkvæmt sérstökum lögum, þannig að eignaraðild verður ekki breytt nema að undangenginni laga- breytingu. Það hefur reynzt ákaflega erfitt að vera með jafneinhæfan rekstur og Sígló síld og því var talið betra að tengja hana annarri framleiðslu eins og hjá Þormóði ramma. Það, sem kannski hefur skipt sköpum, er að það er ekki fyrr en á þessu ári, sem farið er að framleiða eitthvað annað en gaffalbita, það er rækju, og grundvöllur þeirrar framleiðslu hef- ur alltaf verið mjög ótryggur. Meirihluti nefndarinnar leit svo á, að forsenda áframhaldandi rekstrar væri að nýir eignar- og rekstraraðil- ar kæmu inn, en ég get ekkert sagt um það hvað gerzt hefði, ef svo hefði ekki orðið. Þetta var niðurstaða nefndarinnar," sagði Guðrún. Borg, Miklaholtshreppi: Vorlegasti yormorgunninn Borg, MiklaholLshrcppi, 26. maí. VEÐRÁTTAN undanfarna sólarhringa hefur verið norðaustlæg átt með nokkrum stormi. Hitastig hefur um nætur farið niður i 1 til 2 stig. Jörð orðin þurr og skrælnuð af sífelldum blæstri. Sauðburður er nú langt kominn og þrátt fyrir þrengsli í húsum hefur hann gengið þokkalega vel. I morgun má segja, að vorlegast hafi verið á þessu vori. Hiti klukkan 7 var hér 7 stig, skýjaður himinn og logn. Óvanalega margir þrestir sátu á sjónvarpsgreiðunni og kvökuðu óvanalega mikið. Vonandi er nú vor- ið að koma og gróður mun taka fljótt við sér því klaki er ekki mikill í jörðu. Ný ríkisstjórn er tekin við og von- andi koma þá ný blóm og betri hagur þjóðar. — Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.