Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 32
 juglýsinga- síminn er 2 24 80 ámynaitlrlgtfrifr veríð örugg versllð við fagmenn! FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 NeUlaxveiðin í Hvftá í Borgarfirði hefur verið frekar drsm fyrstu dagana. Myndin er af Ólafi Davíðssyni bónda á Hvftárvöllum í vitjun. Morgunbladið/HBj. Netaveiðin hafin í Hvítá Borgarnesi. 26. raaí. NETAVEIÐI í Hvítá í Borgarfirði hefur verið dræm það sem af er veiðitímabilinu en í dag er þriðji veiðidagurinn. Hafa verið þetta einn, tveir eða enginn lax í netunum við hverja vitjun á þeim bæjum sem frést hefur frá, enda hefur ekki nema lítill hluti netanna verið lagð- ur vegna hættu á skemmdum á þeim ef flóð verða í ánni eins og menn eiga allt eins von á. Ólafur Davíðsson bóndi á Hvit- árvöllum sagði í samtali við Mbl. að það væri ekkert óvenjulegt að veiðin væri þetta dræm í byrjun, hér áður fyrr hefði maí stundum liðið án þess að nokkur lax veidd- ist. Hann sagði einnig að áin væri það skítug og köld að fiskurinn gengi ekkert upp í hana ennþá. Besti veiðitíminn er yfirleitt frá miðjum júní og fram í miðjan júlí. Bændurnir vitja yfirleitt um net- in kvölds og morgna en þau eru lögð á þriðjudagsmorgni og tekin upp á föstudagskvöldi. Mesta veiðisvæðið er við Hvítárbrú en meira en helmingur netalagnanna í Hvítá er stundaður þaðan, þ.e. frá Ferjukoti og Hvítárvöllum. HBj. Samið um saltfisksölu til Spánar: Minna magn en í fyrra Steingrímur Hermannsson og fjölskylda hans höfðu næg tilefni til að fagna f gær, þvf auk þess að Steingrímur tók við forsætisráðherraembættinu að Bessastöðum síðdegis setti sonur hans, Hermann Ölvir, upp stúdentshúf- una og Steingrímur fagnaði 35 ára stúdentsafmæli. Þessi mynd var tekin af Steingrími og fjölskyldu hans fyrir utan Háskólabíó í gær þar sem Hermann veitti stúdentsprófsskírteini viðtöku. Hann útskrifaðist frá MR, eins og faðir hans og reyndar afí og nafni einnig. Eiginkona Steingríms er Edda Guðmundsdóttir en yngri systkinin eru Hlíf og Guðmundur. Ljósmynd Mbl.: Kmilía. — Sjá nánar um útskrift stúdenta í Menntaskólanum í Reykjavík á bls. 10. verðlækkun í dollurum FYRIR skömmu tókust samningar milli Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda og spánskra kaupenda um sölu á 4.000 lestum af saltfiski til Spánar. Skal fiskurinn afhentur á næstu fjórum mánuðum. Er það til Aðalfundur SH: Veruleg framleiðsluaukning á karfa á kostnað þorsksins Hefur mjög neikvæð áhrif á afkomu frystihúsanna Á AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hófst í gær og lýkur í dag, kom meðal annars fram að framleiðsla frystra þorskflaka og blokkar minnkaði um 26,9% miðað við árið á undan. Framieiðsla sams konar afurða af karfa jókst hins vegar um 22,4% miðað við sama tíma. Hlutdeild karfa- flaka og blokkar af heildinni hefur aukizt úr 15,5% árið 1980 í 29,9% á síðasta ári. Hlutdeild þorskflaka og blokkar hefur hins vegar lækkað úr 57,8% 1980 í 37,2% á síðasta ári. Á síðasta ári framleiddu frysti- hús innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna 91.342 lestir af frystum sjávarafurðum. Var það 3.312 lestum meira en 1981 eða 3,7% aukning. Fryst fiskflök og fiskblokkir voru 78,7% heildar- framleiðslunnar eða samtals 71.850 lestir. Þar af voru þorskflök og blokkir 26.758 lestir eða 37,2% heildarframleiðslunnar. Minnkaði þessi framleiðsla um 9.849 lestir eða 26,9% miðað við árið áður. Hins vegar jókst frysting karfa- flaka og karfablokkar enn veru- lega og var alls 21.404 lestir eða 3.915 lestum og 22,4% meiri en ár- ið áður. Hlutdeild karfaflaka og blokkar í heildarfrystingu flaka og blokkar árið 1982 var 29,9%, en hafði verið 23,5% árið áður. Árið 1980 var hún aðeins 15,5% flaka- og blokkarfrystingar, en þá var hlutdeild þorskflaka og blokkar 57,8%. Af þessu má merkja hina óhagstæðu þróun, sem verið hefur í frystingu sjávarafurða síðastlið- in þrjú ár og haft hefur í för með sér neikvæð áhrif á afkomu frysti- húsanna. Bæjarútgerð Reykjavíkur fram- leiddi á síðasta ári mest af húsum innan SH og var jafnframt með mesta framleiðsluverðmætið. BÚR framleiddi alls 6.674 smá- lestir að verðmæti 142,4 milljónir eða 6,95% miðað við heildarverð- mæti SH. Útgerðarfélag Akureyr- inga var næst með 5.715 lestir að verðmæti 140,6 milljónir króna eða 6,86%. Þriðja fyrirtækið var íshúsfélag Bolungarvíkur með 3.815 lestir að verðmæti 95,1 millj- ón eða 4,64%. Framleiðsluhæstu landsvæði fyrirtækja á vegum SH eru Vest- firðir með 18.129 lestir að verð- mæti 457,4 milljónir króna, Reykjavík og fyrirtæki austan fjalls með 16.000 lestir að verð- mæti 335,9 milljónir og Norður- land með 15.333 lestir að verðmæti 382 milljónir króna. Árið 1982 var útflutningur SH 80.624 lestir að verðmæti rétt rúmir tveir milljarðar króna. f magni dróst útflutningur miðað við árið áður saman um 8.169 smá- lestir eða 9,1%, en miðað við verð- mæti var aukning upp á 609,8 milljónir eða 43,7%. Til Banda- ríkjanna voru fluttar 37.280 lestir, til Sovétríkjanna 15.863 og til Bretlands 14.987. Auk þess var flutt út til fjögurra annarra landa samtals um 10.000 lestir. viðbótar 500 lestum, sem nýlega voru sendar þangað. Heildar sölu- verðmæti er um 9 milljónir dollara eða um 242 milljónir íslenzkra króna miðað við áætlaða gengis- skráningu í dag. Verðlækkun f doll- urum er liðlega 10% eða hliðstæð lækkun á öðrum fiskmörkuðum. Nú eru um 27.000 lestir af saltfiski í landinu, en samið hefur verið um sölu á 36.000 lestum á þessu ári. Þar af eru 6.000 farnar úr landi. Vegna þessa ræddi Morgunblað- ið við Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóra SÍF, og innti hann álits á þessari þróun. „Á svipuðum tíma í fyrra var samið við Spán- verja um kaup á 6.000 lestum, en alls tóku þeir á móti 9.000 lestum í fyrra. Markaðsstaða Spánverja er mjög þröng um þessar mundir og því töldu þeir sig ekki geta fallizt á það verð, sem við töldum nauð- synlegt til að geta selt þeim sama magn og í fyrra. Þar á móti kemur að stærsti hluti þess fisks, sem samið hefur verið um sölu á, fer utan á pöllum og sparar það veru- lega allan pökkunarkostnað. Á síðustu misserum höfum við verið að vinna að því að fá Portúgala og Spánverja til að taka við fiskinum á pöllum í stað þess að pakka hon- um. Nú hafa báðir aðilar sam- þykkt þessa aðferð og fyrir skömmu landaði Eldvíkin full- fermi í Portúgal, öllu á pöllum, og Suðurlandið fór í dag með liðlega 1.700 lestir þangað, einnig allt á pöllum. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun, sem við vonum að framhald verði á,“ sagði Frið- rik. Gengi krónunnar lækkað um 14,5% Gjaldeyrisdeildir verða væntanlega opnaðar að nýju í dag GENGI íslenzku krónunnar verður lækkað um 14,5% að meðaltali í dag, en það hefur beint í för með sér um 17% meðaltalshækkun á erlendum gjaldeyri, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla verða þó nokkuð mis- munandi, þar sem breytingar hafa orðið á gjaldeyrismörkuðum síðan gjaldeyrisdeildum var lokað hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er stefnt að því, að gjaldeyrisdeildir verði opnaðar að nýju í dag og viðskipti með gjaldeyri komist í eðlilegt horf að nýju. Ef tekið er mið af 17% meðal- talshækkun á verði erlendra gjaldmiðla, hækkar dollaraverð úr 22,970 krónum í liðlega 26,880 krónur, sem aftur þýðir að ferða- mannagengi dollarans verður lið- lega 29,560 krónur. Brezka pundið hækkar úr 35,736 krónum miðað við sömu forsendur í liðlega 41,180 krónur, sem aftur þýðir að ferðamannagengi punds- ins verður eftir gengislækkunina liðlega 45,990 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.