Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 17 iherra ásamt Svönu Helgadóttur, sonar- Mor(ninbUði«/KÖE. lyklum ráðuneytisins af Ingvari Gfsiasyni klukkan níu f.h. í dag, en það var samkomulag þeirra Ingvars og Ragnhildar í gær að fresta af- hendingu lyklanna, þar sem búist var við að ráðherrarnir kæmu það seint í bæinn frá Bessastöðum. Þess má geta að Ragnhildar Helgadóttir átti afmæli í gær, sama dag og hún tók við ráðherraembættinu. ásamt eiginkonu sinni Grétu Kristjáns- onardóttur, Grétu L. Kristjánsdóttur. Morgunblaðið/Kristján Einarsson. dóm. En um þetta ráðgast ég við stjórn stofnunarinnar strax á mánudaginn, hvernig ég skil við mitt starf þar, sem ég er búinn að gegna í rúm átta ár. Ég þori ekki og vil ekki ræða það frekar áður en ég hitti stjórnina að máli, en í stjórn- arsáttmála er ákveðið að endur- skoða starfsemi stofnunarinnar svo og fleiri fjármálastofnana," sagði Sverrir. Bjarnason við heimili þeirra í gærdag. um, símamálum og samgöngur á sjó og hafnamál þurfa sérstakrar athygli við. Ég hlakka að mörgu leyti til að takast á við þennan málaflokk, þótt aðhaldsaðgerðir muni óhjókvæmilega bitna á hon- um eins og öðru á næstunni," sagði Matthías Bjarnason að lok- um. Matthías A. Mathiesen vidskiptaráðherra: Með bjartsýni og skilningi fólksins — er hægt að leysa vandamálin „ÞAÐ blæs síður en svo byrlega í ís- lensku þjóðlífi í dag,“ sagði Matthías Á. Mathiesen nýskipaður viðskipta- ráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Þrátt fyrir þá erfiðleika sem nú steðja að,“ sagði Matthías enn fremur, „má þó ekki gleyma því, að við búum í flestum til- vikum vel og lifum góðu lífi í landinu. Sé um að ræða samstilla ríkis- stjórn, með vilja til að leysa vandann sem við er að glíma, er ég sannfærður um að með hæfilegri bjartsýni og skilningi fólksins tak- ist okkur að yfirvinna stundarerfið- leikana. Hvað varðar það ráðuneyti sér- staklega, sem ég tek nú við, get ég aðeins sagt það, að ég þekki þá málaflokka allvel, sem þar er fjallað um og ég hugsa mér gott til glóðar- innar að fá að takast á við ný verk- efni í viðskiptaráðuneytinu," sagði Matthías að lokum. Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráóherra á beimili sínu í gær ásamt konu sinni, Sigrúnu Þorgilsdóttur og syni, Þorgils Óttari Mathiesen. Ljósm: GuAjðn Birgisson Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra: Eina leiðin að tak- ast á við vandann af festu og réttsýni „MÉR ER ÞAÐ Ijóst að ég er að tak- ast á hendur störf sem eru vandasöm, en hins vegar geri ég mér grein fyrir því að það er mikið í húfi fyrir okkur sem heild og ekki síst í þeim mála- flokki, sem mér er falið að fara með, því sjávarútvegurinn er sú undirstaða sem okkar þjóðfélag hvflir fyrst og fremst á,“ sagði Halldór Ásgrímsson, hinn nýi sjávarútvegsráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það er mikilsvert í framtíðinni, að það verði hægt að byggja sjávar- útveginn þannig upp, að við getum bætt lífskjör okkar sem mest. Hins vegar er það svo, að sem stendur er við mikla erfiðleika að etja, en ég er þess fullviss að eina leiðin til þess að bæta undirstöður hans, er að takast á við þau vandamál sem þar eru af festu og réttsýni. Ég mun nú á næstunni setja mig sem best inn í þessi mál, en að vísu gefst ekki mik- ið ráðrúm, en það er alltaf best að byrja á því,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra að lokum. Halldór Ásgrímsson og fjölskylda við kvöldverðarborðið. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona Halldórs, Halldór, og dæturnar Guðrún Lind, Helga og íris Huld. Ljðsm. Mbi. Guðjðn. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra: Legg höfuðáherslu á húsnæðismálin NÝJA starfið leggst ágætlega í mig. Það verður nýstárlegt fyrir mig að setjast í ráðherrastól, en þau verkefni sem bíða mín eru eigi að síður gam- alkunnug. Ég hef starfað mikið við sveitarstjórnamál og alla tíð haft sér- stakan áhuga á félagsmálum,“ sagði Alexander Stefánsson, sem tók við embætti félagsmálaráðherra í gær af Svavari Gestssyni. „Hins vegar veit ég að þetta verð- ur erfitt starf eins og þjóðfélags- ástandið er í dag; ekki síst hús- næðismálin, en einnig mörg önnur mál sem tilheyra félagsmálaráðu- neytinu. Vandamáiin eru mörg og það er brýn þörf á að ná samstöðu um að leysa þau hið fyrsta." — Á hvað muntu leggja mesta áherslu í fyrstu? „Félagsmál ná yfir vítt svið, og það er ýmislegt sem gaman væri að fást við í sambandi við fjölskyldu- mál og fleira. En alira brýnasta verkefnið þessa stundina eru hús- næðismálin, og á þau mun ég leggja höfuðáherslu til að byrja með.“ Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, með konu sinni, Björgu Hólmfríði Finnbogadóttur, og tveimur barnabörnum þeirra hjóna, þeim Þórunni Björgu Marínósdóttur (Lv.) og Elfnu Dfs Marínósdóttur. Morgunblaðið Kristján Einarsson. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Geri mitt besta til að ná árangri „MÉR ER efst í huga á þessum tíma- mótum að reyna að gera mitt besta til þess að árangur geti orðið af því starfl sem ég hef nú tekið að mér að gegna,“ sagði Albert Guðmundsson, hinn nýi fjármálaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið. „Ég heilsaði upp á starfsfólk ráðuneytisins í dag og kvaddi frá- farandi fjármálaráðherra og tók við hans góðu óskum og lyklavöldum hér,“ sagði Albert. „Þessi dagur markar ekki mörg spor að öðru leyti en því að ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. En það bíða mörg vandamál úrlausnar fyrir mig sem er að taka hér við. Ég lít svo á að Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hafi getið sér gott orð í starfi og það verður gott að eiga hann að,“ sagði Albert Guð- mundsson. „Velkominn, það er óvænt ánægja að sjá þig hér,“ sagði Ragnar Arn- alds, fyrrverandi fjármálaráðherra, þegar hann tók á móti Albert Guð- mundssyni í fjármálaráðuneytinu í Arnarhváli síðdegis í gær. Heils- uðust þeir félagar síðan og afhenti Ragnar Albert lyklana. „Það stend- ur að vísu B á lyklinum, en það staf- ar líklega af því að Framsóknar- flokkurinn hefur verið lengi í ráðu- neytinu," sagði Ragnar og bætti við að sér hefði ekki enn tekist að má B-ið af lyklinum. „Ég klára það,“ sagði þá Albert. „Það er fátt sem ég get ráðlagt þér,“ sagði Ragnar, en Albert kvaðst viss um að það væri ekki rétt. „Þú veist þá, að á vísan er Albert Guðmundsson tekur við lyklum fjármálaráðuneytisins af Ragnari Arn- alds. Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri, fylgist með. að róa,“ sagði Ragnar. „Okkar sam- skipti hafa alltaf verið góð,“ sagði Albert, „og það orð fer af þér að þú hafir staðið þig vel sem fjármála- ráðherra og það verður erfitt fyrir mig að taka við embættinu," sagði Albert. „Eg veit að þú ert drengur góður,“ sagði Ragnar þá og síðan hurfu fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra inn á skrifstofu ráðherrans og lokuðu á eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.