Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Æskufólk á Æsku- skemmtun ÆSKAN bauð áskrifendum og velunnurum blaðsins ný- lega á skemmtun í Templ- arahöllinni í Reykjavík. Til- efnið var útgáfa tveggja fyrstu bókanna í bóka- klúbbi fyrir áskrifendur, Kára litla og Lappa eftir Stefán Júlíusson, með myndskreytingum eftir Halldór Pétursson, og Söru eftir sænska rithöfundinn Kerstin Thorvall. Stefán las kafla úr bók sinni. Það leýndi sér ekki á athygli barnanna að þessi sígilda saga á ekki síður hljómgrunn meðal þeirra nú en hjá þeim sem kynntust henni fyrir 45 árum. Það var árið 1938 sem Æskan gaf bókina fyrst út en þetta er 7. útgáfa hennar. Sagt var frá bókinni um telpuna Sðru sem einnig hefur verið gefin út á öðrum Norðurlöndum og notið vinsælda. Hún höfðar einkum til barna á aldrinum 3—9 ára — og fullorðinna! Hljómsveitin DRON skemmti en hún er skipuð unglingum á aldrinum 15 til 17 ára. DRON er skammstöfum á Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis — eins og allir mega skilja! Áheyrendur voru greinilega vel með á nótunum. Því er þó ekki að leyna að þeir yngstu áttu til að grípa fyrir eyrun. Spennan var í algleymingi þegar spilað var bingó — en vinningar voru nýju bækurnar og útgáfubækur Æskunnar á síðasta ári. Æskan hyggst efna til slíkra skemmtana víða um landið í haust. Þess má geta að Æskan hef- ur breytt nokkuð um svip í síð- ustu blöðum. M.a. hefur litsíð- um verið fjölgað úr fjórum í tólf. Það eru því ekki aðeins litmyndir í teiknimyndasögun- um um Bjössa bollu heldur birtast Lína langsokkur, Sara Klara o.fl. o.fl. í litskrúði. Sundlaugin á Stödvarfirði. Ný sundlaug senn í notkun á Stöðvarfiröi Egilsstaðir: Austurlands- mót í bridge Kgilsstoðum, 22. maí. í KVÖLD lauk hér í Valaskjálf á Egilsstöðum Austurlandsmóti í bridge. Alls tóku 17 sveitir þátt í mótinu víðs vegar af Austurlandi eða allt frá Vopnafirði suður til Hafnar í Hornafirði. Það var sveit Þorbjörns Bergsveinssonar, Egils- stöðum, sem bar sigur úr býtum með 44 stig í úrslitakeppninni, en sveit- ina skipa auk Þorbjörns, Óli Metús- alemsson, Þórarinn Hallgrímsson og Steinþór Magnússon. Annað sæti hreppti sveit Sigur- þórs Sigurðssonar, Egilsstöðum, og hið þriðja sveit Aðalsteins Jónssonar, Eskifirði. Á föstudag og í gær var keppt til undanúrslita, en fyrrnefndar sigursveitir kepptu til úrslita í dag, auk sveitar Pálma Krist- mannssonar, Egilsstöðum. Verðlaun voru að vanda hin veglegustu, farandbikar fyrir sig- ur í einmenningskeppni og sveit- akeppni, auk áletraðra skjalda úr íslenskum steinum, er Álfasteinn sf. á Borgarfirði eystri hefur unn- ið. Bridgeféiag Fljótdalshéraðs annaðist mót þetta í samráði við Bridgesamband Austurlands. Keppnisstjóri var Björn Jónsson, Reyðarfirði. Formaður Bridgefé- lags Fljótdalshéraðs er Kolbeinn Arason, en formaður Bridgesam- bands Austurlands er Björn Páls- son, Egilsstöðum. — Ólafur Tveir kunnir austfirzkir iðnaðarmenn, Bogi Ragnarsson, pfpulagningameist- ari, og Ármann Jóhannsson, rafverktaki. Þeir eru að Ijúka vinnu sinni við þetta mannvirki og gleraugun eru komin á kunnuglegan stað. Morginiblaðió/Steinar. Stöðvarfírói, 19. maí. NÚ LÍÐUR óðum að því að ný sundlaug verði tekin í notkun á Stöðvarfirði, en bygging hennar hófst fyrir 2'/2 ári. Sundlaugin, sem er 8x16 metra útisundlaug, er hituð upp með rafmagni, en sérstök ábreiða verður notuð til að breiða yfir hana þegar hún er ekki í notkun til orkusparnað- ar. Vinna við bygginguna er nánast öll unnin af heima- mönnum. Arkitekt er Maggi Jónsson, en verkfræðivinnu annaðist verkfræðistofan Hönnun hf. — Steinar Frá bridge-móti Austurlands f Valaskjálf um hvftaaunnuhelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.