Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Blaðamenn sátu fyrir fráfarandi ráðherrum er þeir komu út af ríkisstjórn- arfundinum á Bessastöðum í hádeginu í gær. Gunnar Thoroddsen og frú Vala Thoroddsen á tali við fréttamann. „Ég sakna þess að vera ekki lengur í ráðuneytinu“ — segir Ingvar Gíslason fráfarandi menntamálaráðherra „Ég SAKNA þess að vera ekki lengur í menntamálaráðuneytinu, ég hefði gjarnan viljað vera þar lengur, en þess var ekki kostur, þar sem embættið fór til annars flokks. Við því er ekkert að segja, svona er pólitíkin," sagði Ingvar Gíslason, fráfarandi menntamála- ráðherra í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Eg yfirgef ráðuneytið með góð- um hug. Það eru mörg verkefni þar óunnin, sem ég hefði viljað vinna að. Mér hefur líkað ákaflega vel að vinna þarna. Ef til vill hef- ur þetta verið skemmtilegasti tími æfinnar. Ég hef átt þátt í að vinna að mörgum verkefnum í ráðuneyt- inu,“ sagði Ingvar aðspurður, hvað hefði helst áunnist í ráðherratíð hans. „Þar vil ég til dæmis nefna uppbyggingu Ríkisútvarpsins. Fjárhagur þess hefur verið efldur í minni tíð og byggingarmál þess eru komin af stað. Búið er að leggja hornstein að nýju út- varpshúsi og verður hluti þess kominn í gagnið þegar í sumar. Þá hefur verið efnt til útvarpsrekstr- ar á Akureyri. Þar er verið að koma upp húsnæði fyrir þá starf- semi og ég er mjög ánægður með að hafa átt hlut að því máli. Þjóð- arbókhlaða er að rísa, en það er mikið verk og Listasafn fslands hefur verið í byggingu á þeim tíma sem ég hef verið ráðherra. Ég kom fram lögum um Sinfóníuhljóm- sveit íslands, sem lengi hefur ver- ið beðið eftir. Skólar út um landið „Ég óska þessari nýju ríkisstjórn heilla," sagði Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dóms- og kirkjumála- ráðherra, þegar Mbl. hafði sam- band við hann í gærdag. „Ég vona að störf þeirrar sem nú er frá að hverfa verði metin af sanngirni. Já, það er < manni ákveðin eftirsjá. Þegar maður hef- hafa risið, til að mynda Verk- menntaskólinn á Akureyri og víða annars staðar hafa skólar risið út um landsbyggðina. Ég óska hinum nýja mennta- málaráðherra góðs gengis í hinu nýja starfi," sagði Ingvar Gíslason að lokum. ur verið að vinna á ákveðnum stað með góðu fólki verður í manni eft- irsjá þegar maður skilur við það. En það er ekki þar með sagt að ekki séu allir vegir færir. Ég vil þakka öllum sem ég hef unnið með innan þessara ráðuneyta, starfs- fólki og einnig samstarfsráðherr- um um norræn málefni," sagði Friðjón Þórðarson. „Óska stjórn- inni heilla“ — segir Fridjón Þórðarson Gunnar Thoroddsen fráfarandi forsætisráðherra: „ÞESSI rúm þrjú ár sem stjórnin hefur starfað hafa á marga lund ver- ið mjög ánægjuleg, samstarfið gott og fjöldi merkra mála gengið fram,“ sagði Gunnar Thoroddsen fráfar- andi forsætisráðherra, er hann gekk af fundi forseta íslands á Bessastöð- um í gær, en hann var spurður hvað honum væri efst í huga í lok starfa sem forsætisráðherra. Gunnar sagði einnig: „Ég minn- ist þessa samstarfs með ánægju og sé ekki eftir þessum þremur ár- um.“ Er hann var spurður álits á viðtakandi ríkisstjórn svaraði hann: „Ég óska henni heilla." Pálmi Jónsson fv. landbúnaðarráðherra: Tel að margt hafi áunnist Síðasti ríkisstjórnarfundur ráðuneytis Gunnars Thoroddsen. Frá vinstri: Ingvar Gíslason, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Ólafur Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen, Steingrímur Ilermannsson, Tómas Árnason, Hjörleif- ur Guttormsson, Pálmi Jónsson, Friðjón Þórðarson. Morgunhlaðið/Kmilía. Samanburðurinn verður frá- farandi ríkisstjórn í hag — segir Svavar Gestsson fráfarandi félagsmálaráðherra „MÉR HEFUR fundist þetta vera áhugavert viðfangsefni og verkefnin hafa verið næg, ég tel að margt hafi áunnist, það hefur verið mótuð skýr stefna í málefnum landbúnaðarins og henni fylgt fram með þeim árangri meðal annars í framleiöslu- málum, að jafnvægi hefur verið í framleiðslu og neyslu mjólkur og mjólkurvara í þrjú ár,“ sagði Pálmi Jónsson fyrrum landbúnaðarráð- herra í samtali við Mbl., en hann lét af embætti landbúnaðarráðherra í gær. „Erfiðleikar eru að vísu í út- flutningi sauðfjárafurða, en það hafa verið reyndar nýjar leiðir þótt í smáum stíl sé, varðandi vinnslu og söluaðferðir, sem gefa vissar vonir. Þannig að ég tel enn of snemmt að slá því föstu að við eigum ekki að framleiða eitthvert kindakjöt til útflutnings," sagði Pálmi. „Ég tel að unnist hafi verulega á með nýjar búgreinar í landbúnaði og eflingu þeirra og þær gefa verulega möguleika, bæði loðdýra- rækt, fiskirækt, ylrækt og fleira, en ýmis þessi mál eru í miðjum klíðum og framtíðarverkefni eru næg. Um starfið í heild get ég sagt að ég hef átt mjög ánægjulegt samstarf, fyrst og fremst við starfsfólk landbúnaðarráðuneytis- ins, við samtök bænda og bændur víðsvegar af landinu og ég er til- tölulega anægður með það sem vel hefur tekist, enda þótt við mikla erfiðleika sé nú að etja, einkan- lega í fjárhagsmálum bænda, eftir það harðæri sem gengið hefur undanfarin ár og þann samdrátt sem orðið hefur í hefðbundinni búvöruframleiðslu, samfara því sem þessi mikla verðbólguþróun og gífurlegur fjármagnskostnaður kemur harðar við landbúnaðinn en aðra atvinnuvegi," sagði Pálmi Jónsson. „ÉG 8KIL við þetta sáttur við Guð og menn, en þó með söknuði hvað varöar utanríkisráðuneytið", sagði Olafur Jóhannesson fráfarandi utanríkisráðherra á hlaói Bessa- staða, er hann kom af síóasta „ÞETTA hefur að mörgu leyti ver- ið mjög góð ríkisstjórn. Ég held að menn komi til með að kunna að meta hana,“ sagði Svavar Gests- fundi ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen. Ólafur var spurður hvernig hon- um litist á nýju ríkisstjórnina. Hann svaraði: „Það er bezt að láta son fyrrverandi félagsmálaráð- herra í lok ríkisstjórnarfundar í gær. það sýna sig hvort í þeim er dug- ur.“ Hann var í lokin spurður, hvort hann hefði tekið þá ákvörð- un að verða ekki ráðherra áfram. „Það er ekki víst að ég hafi átt kost á því,“ svaraði Ólafur. Svavar sagði ennfremur: „Ég held að það sem þessi ríkisstjórn hefur gert til dæmis í félagslegum efnum verði mikils metið, þegar fram í sækir og einnig á öðrum sviðum. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef haft til þess að starfa með Gunnari Thorodd- sen, það hefur verið mjög lær- dómsríkt og ánægjulegt samstarf. Ég tel einnig, og raunar óttast að þegar núverandi ríkisstjórn tekur við, þá muni menn meta þessa kannske meira en áður vegna þess að samanburðurinn verði þessari stjórn í hag en ekki þeirri sem tekur við. * Olafur Jóhannesson: Sakna utanríkisráðuneytisins Eg sé ekki eftir þessum 3 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.