Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 23 Gerpla með sumarskóla SUMARSKÓLI íþróttafélagsins Gerplu verður starfræktur fyrsta sinn nú í sumar. í íþróttahúsi félagsins að Skemmuvegi 6 er aðstaða fyrir margskonar íþróttir, ásamt gufubaði og ljósum. Skólinn verður starfræktur í námskeiðs- formi og er hann opinn öllum alls staðar af landinu. Hópar sem koma til með að sækja námskeið utan af landi munu fá gistingu í skólahúsnæði. Námskeiðin hefjast 30. maí nk. og má þar fyrst telja 5 daga nám- skeið fyrir börn á aldrinum 8—12 ára. Þessi barnanámskeið standa yfir frá mánudegi til föstudags frá kl. 10—15. Aðaláhersla verður lögð á grunnþjálfun í fimleikum, sem að sjálfsögðu er góður grunn- ur fyrir allar aðrar íþróttir. Æft verður í fimleikasalnum alla dag- ana en þar fyrir utan verður farið í gönguferðir, siglingar, trimmað úti og síðasta daginn farið í Þrastaskóg. Þá mun þjálfari kanna líkamsbyggingu þátttak- enda, mæla styrk og liðleika, leiðbeina um mataræði og gefa foreldrum umsögn að námskeiði loknu, s.s. um val á íþróttagrein við hæfi. í hádeginu fá börnin hressingu. Markmið námskeið- anna er að börnin kynnist íþrótta- að af landinu. Það fer fram í Gerpluhúsi og er innritun hafin. Að loknu þjálfaranámskeiðinu eða þann 6.6.—10.6. verður haldið dómaranámskeið í fimleikum. Kennslan fer fram á kvöldin frá kl. 19—22 alla dagana. í júlímán- uði verður kvennaleikfimi á dagskrá fyrir allar hressar konur þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20. Þetta verður fjölbreytt námskeið m.a. trimmað úti og hoppað á trampólíni. Á eftir er hægt að skella sér í gufu eða ljós. Dagana 15.—19. ágúst verður haldið framhaldsnámskeið fyrir þjálfara, svokallað B-námskeið. Það verður sérhæft fyrir fimleika og verður á kvöldin, kl. 18—21 alla dagana. Skráning á öll þessi nám- skeið er hafin i Gerpluhúsi. (Fréttatilkynning) Fri lokahófinu í íþróttahúsinu. Mor(iiBbto«i»/Steiaar 22. lands- þing JC á Hornafirði Höfn, 21. maí. UM HVÍTASUNNUNA var haldið 22. landsþing JC og að þessu sinni á Hornafirði. Er þetta fjölmennasta þing sem hefur verið haldið hér i Höfn. Þitttakendur voru rúmlega 300 talsins, víðsvegar að af landinu og erlendis frá. Hingað komu allir landsforsetar Norðurlandanna, alþjóðlegur varaheimsforseti fri Ástralíu o.fl. Fimmtudaginn 19. maí var þingið sett. Á dagskrá þingsins voru námskeið, rökræðueinvígi o.fl. Á kvöld- in var slegið á léttari strengi. Hótelið var fullsetið og var því einnig gist í Nesjaskóla, Ásgarði og í heima- húsum. Lokahóf var á sunnudagskvöld í íþrótta- húsinu. Forseti JC Hornafjarðar er Þrúðmar S. Þrúðmarsson. Steinar greininni „fimleikar" og eflist fé- lagslega sem líkamlega. Aðal- atriðið er þó inægjan. Stjornandi námskeiðanna verð- ur yfirþjálfari fimleikadeildar Waldemar Czizmovsky og með honum starfar Kristín Gísladóttir íslandsmeistari í fimleikum. Takmarkaður fjöldi barna verður á hverju námskeiði og er innritun þegar hafin í Gerpluhúsi. Dagana 1.6,—5.6. verður haldið A-nám- skeið fyrir þjálfara. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum alls staðar Hádegisverð- arfundur Kven- stúdentafélags- ins á laugardag Kvenstúdentafélag íslands heldur síðasta hádegisverðarfund vetrarins í Arnarhóli i morgun, laugardag, 28. maí, kl. 12.15. Sigurður Þorvaldsson læknir flytur þar erindi um lýtalækn- ingar, en „plastik“-aðgerðir hafa færzt mjög í vöxt hér sem erlend- is. Þá mun Arndís Björnsdóttir formaður félagsins skýra frá styrkjum og boðum, sem Kven- stúdentafélaginu er gefinn kostur á. Nýjir félagar eru velkomnir á þennan fund. ' ■ft- i —■ ^/\skriftar- síminn er 830 33 Sjúkrastöð SÁÁ OPtÐHÚS Laugardaginn 28. maí kl. tvö til sex eh. verður sjúkrastöð SÁÁ til sýnis. SÁÁ býður öllum landsmönnum að koma í heimsókn og skoða hina nýju sjúkrastöð sem nú er komin undir þak. Öllum gestum verður boðið upp á kökur og kaffi eða gosdrykk. Skemmtiatriði hefjast kl. 3. Þá mætirTóti trúður og Dixielandhljómsveit leikur. Fjölmennið og njótið dagsins með SÁÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.