Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 Móðir okkar. + kristjana GUOBRANDSDÓTTIR norddahl, lést á Hrafnistu 25. þ.m. Gunnar Davfösson, Jónfna Finsen, Guömundur Grétar Norödahl. + Konan mín, móðir og dóttir okkar, VIGDÍS PÁLSDÓTTIR, Ysta-Skála, Vestur-Eyjafjöllum, andaöist í Borgarspítalanum 25. maí 1983. Einar Sveinbjarnarson, Páll V. Einarsson, Sigríður Anna Einarsdóttir, Guólaugur S. Einarsson, Sigurjón Einarsson, Þorbjörg og Páll H. Wium. + Maöurinn minn og faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJARNI BRYNJÓLFSSON, Lindartúni, Vestur-Landeyjum, veröur jarösettur frá Akureyrarkirkju laugardaginn 28. maí kl. 14. Elín Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + GUÐRÍÐUR O. JÓNSDÓTTIR frá Tröó, Álftanesi, vistkona á Hrafnistu, Hafnarfirói, veröur jarösungín frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 27. maí kl. 10.30 f.h. Magnús Sveinsson og systkinabörn. Móöir mín, + GUÐRÚN HELGADÓTTIR frá Steinum, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Landakirkju laugardaginn 28. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Unnur Eyjólfsdóttir. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRARINN VILHJÁLMSSON, LHtu-Tungu, sem lést á heimili sínu 18. maí sl. veröur jarösunginn frá Arbæj- arkirkju í Holtum laugardaginn 28. mai kl. 2. Aöalheióur Þorsteinsdóttir, börn, tengdsbörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna fráfalls EGGERTS KARLSSONAR, framkvæmdastjóra, Glæsibæ 19. Sérstakar þakkir færum viö Björgunarfélaginu hf. fyrir sýnda virö- ingu. Þakkir eru einnig færöar björgunar- og hjálparsveitum svo og þeim fjölmörgu sem á elnn eöa annan hátt veittu aöstoö sína. Ingibjörg Friöriksdóttir og synir, foreldrar, systkini og aórir aöstandendur. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöir okkar, tengdarróöur og ömmu, ARNDÍSAR BENEDIKTSDÓTTUR, Norðurbrún 1. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hafnarbúöa fyrir umhyggju þess og hlýju. Benedikta Sigmundsdóttir, Júlía Einarsdóttir, Kár Guómundsson, Freygerður Pálmadóttir, Sigurgeir Þorkelsson og barnabörn. Ingibjörg Br. Ólafs- dóttir — Minning í dag verður föðursystir mín, Ingibjörg Br. Ólafsdóttir til mold- ar borin. Hún var fædd 29. mars 1907 á Fáskrúðsfirði, en bjó nær allan sinn aldur í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Ölafur Odds- son ljósmyndari og Valgerður H. Briem. í Reykjavík bjó fjölskylda Ingibjargar lengst í Þingholts- stræti 3, þar sem ólafur hafði einnig aðstöðu til Ijósmyndunar, meðan hann stundaði þau störf. Börnin urðu alls 9 og komust 7 upp. Amma og íja minntust oft góðra stunda, þegar hópurinn var allur saman, og hreifst ég svo með þeim, að mér fannst sem ég hefði verið þar sjálfur og notið þeirrar gáskafullu en græskulausu gleði, sem þá ríkti. íja var elst systkina sinna og fannst það leggja tölu- verða ábyrgð á sínar herðar. Kom það fram í öllu lifi hennar síðar. Bjuggu þær saman, amma og hún, meðan báðar lifðu, og vék íja nán- ast ekki frá henni. Var oft heldur þröngt í búi hjá þeim mæðgum, en fyrir því fann ekki nokkur maður, sem þangað kom. Þvert á móti. Hverjum gesti fannst, sem hans hefði verið lengi beðið og ærið til- efni til að gera sér dagamun vegna komu hans. Það var nýnæmi fyrir mig, smástrákinn, að vera talinn til manna, þegar mig bar að garði, og af því tilefni skyldi dekkað borð með besta postulíni, sem fannst, með góðgæti á borð við kex með brenndum glassúr í öndvegi. íja, frænka mín, var ein af þeim manneskjum, sem ég hef tekið mestu ástfóstri við. Til hennar og Valgerðar, ömmu minnar, fannst mér einatt best að leita, þegar heimurinn gerðist stærri en svo, að strákpjakkur gæti við hann ráðið. Það var ekki fyrr en löngu eftir að ég kom til þeirra fyrst, að ég áttaði mig á hve litlu þær höfðu úr að spila og kaup á glassúreruð- um smákökum handa mér voru vís til að þrengja kost þeirra sjálfra verulega. En það var þeirra gald- ur, að allt slíkt fór framhjá mér. Mér fannst leiguíbúðin undir þaki að Njálsgötu 72 einn herlegasti staður hér á jörð. Svo mikið þótti mér til hans koma, að ég notaði hann einatt í mannjöfnuði. Ef kunningi minn sýndi mér stoltur glæsivagn, sem faðir hans var bú- inn að koma sér upp, fór ég á móti með strák til Iju og ömmu og kynnti þær fyrir honum og þóttist að fullu hafa jafnað metin. Nú eru þær báðar farnar. Og þar sem til hlýtur að vera endanlegt réttlæti, þar sem maður að lokum uppsker eins og sáð var, hefur þeim verið tekið af þeirri takmarkalausu hlýju og gestrisni, sem fyllti sérhver þeirra jarðnesku húsa- kynni. Davíð Oddsson Föðursystir mín, ingibjörg Br. Ólafsdóttir, var fædd 29. mars 1907. Foreldrar hennar voru ólaf- ur Oddsson, ljósmyndari og ætt- fræðingur, og kona hans, Valgerð- ur Haraldsdóttir Briem. Þau áttu mörg börn, og var Ingibjörg elst þeirra. Ingibjörg missti föður sinn árið 1936. Hún hélt síðan heimili með móður sinni í mörg ár. Val- gerður, amma mín, lést árið 1961, en þá hafði Ingibjörg annast hana og hjúkrað henni um alllangt skeið. Ingibjörg vann síðan ýmis störf, uns heilsu hennar tók mjög að hraka. Síðustu árin var hún í opinberum sjúkrahúsum og naut þar lofsverðrar umönnunar. Hún andaðist 18. maí sl. Amma og Ingibjörg, frænka mín, voru vinmargar og þær tóku hiýlega og af rausn á móti gestum. Þangað komu margir og oft var þar glatt á hjalla, enda var frænka glaðsinna og létt í lund. Ég kom til þeirra reglulega í mörg ár. Minn- ist ég þess nú, hversu hlýlega var tekið á móti gestum, ekki síst börnum. Naut ég þess ríkulega, og einnig reyndar mörg önnur börn. Mér mun það lengi í minni, hvernig Ingibjörg frænka sagði börnum sögur. Á skammri stundu hvarf raunveruleikinn og maður sveif inn í ríki furðuheima, þar sem fegurðin og gleðin búa — og þar var gott að vera. Enn þann dag í dag er það notaleg tilfinning að hverfa þangað í huganum frá amstri hversdagsins í fylgd minn- ar góðu frænku. Allt það, sem frænka mín gerði fyrir mig, verður ekki rakið hér, en það vil ég nefna, að hún var ein þeirra, er mér hafa reynst best á lífsleiðinni. — Ég bið góðan guð að annast nú Ingibjörgu Br. Ólafs- dóttur, frænku mína. Ólafur Oddsson Magnús Konráðs- son — Kveðjuorð Hinn 18. þessa mánaðar lést Magnús Konráðsson, rafvirkja- meistari, eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Magnús var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Samtaka gegn astma og ofnæmi og var kjörinn fyrsti formaður þeirra. Embætti formanns gegndi hann síðan fimm fyrstu árin eða frá 1974 til 1979. Sem aðalmerk- isberi samtakanna á fyrstu árum þeirra vann hann ötullega að mál- efnum astma- og ofnæmissjúkl- inga og byggði traustar undirstöð- ur undir það starf sem samtökin inna af hendi í dag. Öll störf sín fyrir samtökin vann Magnús af miklum áhuga og sérstakri alúð og kom í örugga höfn mörgum brýn- um málefnum, öllum astma- og ofnæmissjúklingum til hagsbóta. Eftir að Magnús lét af starfi formanns, gegndi hann til dauða- + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns mtns og fööur okkar, KRISTMUNDAR SIGFÚSSONAR Ólöf Ólafsdóttir, synir og tengdadntur. dags embætti formanns minn- ingar- og styrktarsjóðs samtak- anna. Með Magnúsi hafa samtökin misst mætan félaga og baráttu- mann og um leið og við þökkum honum frábær störf í þágu okkar, sendum við eftirlifandi eiginkonu og börnum innilegar samúðar- kveðjur. Stjórn Samtaka gegn astma og ofnæmi. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við andiát og jaröarför GYÐU TÓMASDÓTTUR, Drafnarstíg 2, Reykjavfk. Ingólfur Hannesson, Þóranna Hafdís Þórólfsdóttir, Bjarni Magnúsaon, og börn. Ullarvinnslan Lopi sf. Súöarvogi 4 Lokaö í dag vegna jarðarfarar, RÚNARS SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, ad afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast ó í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tii- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.