Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Manuela Wiesler, einleikari á tónleikunum á morgun. íslenska hljómsveitin á æfingu. Ljósmynd: Kristján Ingi Einarsson. Lokatónleikar íslensku hljómsveitarinnar á starfsárinu: ÍSLENSKA hljómsveitin heldur sína áttundu og jafnframt síðustu áskriftartónleika á starfsárinu á morgun, laugardaginn 28. maí, f Gamla Bíói kl. 14. Tónleikarnir eru helgaðir konum, en tónverkin sem flutt verða, eru ýmist samin af konum, leikin af konum eða fjalla um konur. Það var sumarið 1981 að hópur áhugamanna stofnaði íslensku hljómsveitina og vann að undir- búningi starfsins fram til haustsins 1982, þegar fyrstu tón- leikar hljómsveitinnar voru haldnir. Markmið hópsins var að skapa starfsvettvang fyrir unga, hæfileikaríka tónlistarmenn hér á landi og flytja fjölbreytta og vandaða tónlist. Aðsókn hefur verið mjög góð á þá sjö tónleika sem haldnir hafa verið í vetur, en þeir hafa allir haft sitt sér- staka stef, eins og tónleikarnir á morgun. Allir tónleikarnir hafa verið hljóðritaðir fyrir útvarp, og jólatónleikunum í Háskóla- bíói var sjónvarpað beint. Þá hefur á öllum tónleikunumn ver- ið frumflutt íslenskt tónverk, sem einnig hafa verið hljóðrituð sérstaklega til útvarpsflutnings. Á efnisskrá tónleikanna á morgun eru fimm verk. Fyrst er Sorgaróður til látinnar prins- essu eftir Maurice Ravel. Ánnað verkið á tónleikunum er eftir breska tónskáldið Thea Mus- grave, Divertimento fyrir strengjasveit. Þá frumflytur hljómsveitin hérlendis flautu- konsert eftir Þorkel Sigur- björnsson. Þorkell nefnir verkið Columbinu, og leikur Manuela Wiesler einleik. Fjórða verkið á efnisskránni er eftir Klöru Schumann, eiginkonu Robert Schumanns, sem var fyrst og fremst fræg fyrir snjallan píanóleik, en þótti einnig ágætt tónskáld. Þær Laufey Sigurðar- dóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir leika þrjár rómöns- ur op. 22 fyrir fiðlu og píanó eftir Klöru Schumann. Tónleikunum, og jafnframt fyrsta starfsári ís- lensku hljómsveitarinnar, lýkur síðan með svítu nr. II úr Carmen eftir Georges Bizet. Einleikari á tónleikunum er Manuela Wiesl- er, en hún hefur unnið mikla listsigra, bæði hér heima og er- lendis, sem hafa skipað henni á bekk með fremstu flautuleikur- um heims. Stjórnandi verður sem áður á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Guðmundur Emilsson, en hann var einn helsti hvatamaðurinn að stofnun íslensku hljómsveitarinnar á sínum tíma. Blaðamaður hitti Guðmund að máli í vikunni og rabbaði við hann um þessa ungu, sigursælu hljómsveit og tónleik- ana á morgun. Guðmundur var fyrst spurður um hinn ólistræna, en þó nauðsynlega þátt í starf- semi hljómsveitar: peningamál- in. „Það var stefna okkar strax í byrjun að greiða hljóðfæraleik- urunum full laun samkvæmt launataxta Félags íslenskra hljómlistarmanna. Og það hefur tekist. Alls hafa rúmlega sextíu listamenn komið fram á tónleik- um hljómsveitarinnar á starfs- árinu og haft þannig tekjur af starfi hennar. Áf þessum sextíu hafa tæplega fjörutíu manns fastar mánaðartekjur. Fjárhagsáætlun, sem gerð var í upphafi starfsárs, nam 1,8 milljónum króna, og það bendir til þess að endar muni ná saman. Og það er fyrst og fremst að þakka velvild og fórnfýsi fjölda einstaklinga, fyrirtækja og opin- berra aðila. Til dæmis hefur stjórn hljómsveitarinnar og aðr- ir velunnarar unnið allt starf í sambandi við reksturinn í sjálf- boðavinnu, ef undan er skilinn einn starfsmaður á skrifstofu í hálfs dags starfi." — Það má þá búast við að ís- lenska hljómsveitin haldi starf- inu ótrauð áfram? „Já, stjórn hljómsveitarinnar hefur fullan hug á að halda Stjórn íslensku hljómsveitarinnar. starfinu áfram næsta vetur. Enda er ljóst af viðbrögðum tónlistarunnenda að frjór jarð- vegur er fyrir hendi. Það er því engin ástæða til annars en að halda áfram af fullum krafti. Og mig langar til að geta þess í þessu sambandi, að í júlímán- uði fara félagar úr íslensku hljómsveitinni í tónleikaferð til Svíþjóðar í boði Svenska Riks- konserterna. Við munum halda fimm tónleika víðs vegar um Svíþjóð, þar á meðal við opnun Expo Norr-sýningarinnar. Auk þess verður gerð sérstök hljóð- ritun fyrir sænska útvarpið. Á þessu tónleikaferðalagi verða flutt íslensk verk, meðal annars þrjú verk, sem íslenska hljóm- sveitin hefur sérstaklega látið semja.“ — En víkjum að tónleikunum á morgun, Guðmundur. Hvers vegna eru þeir helgaðir konum? „Hvers vegna ekki? Annars eru ástæðurnar margar, eins og við nefnum í efnisskránni. I tónbókmenntunum er til fjöldi verka sem er tileinkaður konum sérstaklega, eða fjalla beinlínis um konur. Skýringin á þessu er vafalaust sú að karlmenn eru í miklum meirihluta í hópi tón- skálda í gegnum tíðina. Miklu færri konur en karlar hafa steypt sér af alvöru út í það að semja tónverk. Hitt er svo annað mál að konur standa körlum sist að baki í gerð tónsmiða og marg- ar „kvennatónsmíðarnar" eru Stjórnandi íslensku hljómsveitarinnar, Guðmundur Emilsson, mundar sprotann. meðal þess besta sem samið hef- ur verið. Þetta væru svo sem nægar ástæður til að helga eina tónleika konum, en fleira kemur til: Við íslendingar eigum nefni- lega margar konur sem eru frá- bærir hljóðfæraleikarar, og þriár þeirra leika mikilvægt hlutverk á tónleikum okkar á laugardaginn, þær Manuela Wi- esler, Laufey Sigurðardóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir." — Nokkur orð um verkin á tónleikunum, Guðmundur? „Með ánægju. Verkið Sorgar- óður til látinnar prinsessu samdi Ravel árið 1899, þá ungur maður. Hann samdi það fyrst fyrir pí- anó, en var ekki nógu ánægður með það í þe'rri mynd og útsetti það síðar fyrir hljómsveit. Hljómsetningarnar eru dæmi- gerðar fyrir Ravel og sveipa verkið dulúð og fegurð. Um titil verksins vita menn ekki mikið, á honum hefur engin skýring feng- ist þótt ýmsir hafi gert sér leik að því að geta sér til um tilefni. Annað verkið er eftir Thea Musgrave, en hún er af margra dómi ókrýnd drottning tón- skálda á tuttugustu öld. Síðan er frumflutningur á flautukonsert eftir Þorkel Sigur- björnsson, en þetta verk hefur hann sérstaklega samið fyrir Manuelu Wiesler. Manuela bað Þorkel að setja saman fyrir hana verk fyrir flautu og strengja- sveit, sem reyndi mjög á fingra- fimi einleikarans. Og útkoman varð Columbina, en þetta verk er, eins og Þorkell lýsir því sjálf- ur, „hrein skemmtimúsík í ný- klassískum anda, með ýmsum fingraflækjum fyrir sólistann". Fjórða verkið á tónleikunum er Þrjár rómönsur op. 22 eftir Klöru Schumann. Klara var merkileg kona og tónskáld. Því miður samdi hún ekki mikið, en því hefur sjálfsagt ráðið bæði tiðarandinn og miklar annir hennar. Á þeim tíma sem hún var uppi þótti það tæpast kvenmannsverk að smíða tón- verk. Og eiginmaður Klöru, tón- skáldið Robert Schumann, dó ungur og Klara stóð uppi ein með sjö börn þeirra hjóna. Hún hafði því eðlilega lítinn tíma til tónsmíða. Og loks er það Carmen, ein vinsælasta ópera allra tíma. Við flytjum svítu nr. II úr þessu verki, sem er önnur af tveimur svítum úr óperunni. Eins og margir vita þá dó höfundur Carmen, Bizet, skömmu eftir að Carmen var fyrst frumflutt árið 1875, aðeins 36 ára gamall. Bizet útsetti fyrri svítuna sjálfur, en svítuna sem við leikum útsetti Guiraud að Bizet látnum. Svítan er í sex köflum. Okkur þótti við hæfi að enda starfsár íslensku hljómsveitarinnar nú í sumar- byrjun á þessu dulúðlega verki, sem ber með sér fyrirheit og lífskraft vorsins." Tónleikarnir verða sem fyrr segir i Gamla Bíói á morgun klukkan tvö, en miðasala er í Gamla Bíói frá þrjú í dag. Konur eru lykil- stef tónleikanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.