Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Nordanbál — og gustur að sunnan — eftir Ingiberg J. Hannesson Hvoli, 23. maí. SÍÐASTLIÐINN vetur var hér með afbrigðum erfiður hvað tíðarfar snerti. Frá því um miðjan desember og fram eftir aprfl var veður afar rysjótt og umhleypingasamt, og snjó- þungt var orðið víða inn til dala — og færð erfið. Frosthörkur voru þó ekki miklar, en óstöðugleiki veður- farsins og misviðri verður leiði- gjarnt, þegar til lengdar lætur. Og kaldur norðangusturinn næðir hér um enn og nístir inn að merg og beini. Við höfum búið undanfarið, eða síðan í maíbyrjun, við óvenjulega kalt tíðarfar á þessum árstíma, eftir stuttan en góðan kafla þar á undan, og það setur hroll að mönnum, þegar þeir koma út fyrir dyr — slíkur er kuldinn. Og iðulega næturfrost, þetta 1—4 stig. Og sauðburðurinn er í fullum gangi og gengur eftir vonum. En erfitt er það bændum að láta allt fé bera á húsi — og hafa nægilegt pláss fyrir lambféð við þær að- stæður. Hins vegar munu menn hér um slóðir yfirleitt vera sæmi- lega vel birgir af heyjum. Hrollköld skvetta En við hér búum ekki eingöngu við kaldan norðangust. Við feng- um hrollkalda skvettu að sunnan um daginn — svo kalda og napra, að við höfum ekki í annan tíma kynnst öðru eins, þó ýmsu séum við þó vanir í þeim efnum. Ég á hér við rafmagnsreikningana frá Rafmagnsveitum ríkisins. Slíkar upphæðir, sem þar komu fram, eru fyrir ofan skilning venjulegs fólks, hvað þá greiðslugetu, þó mönnum bregði yfirleitt ekki við örar verðhækkanir. Hér kynda flestir orðið hús sín með rafmagni, og virðist svo sem það sé orðið jafn dýrt eða dýrara en að kynda upp með rándýrri olíu. Menn hér um sveitir fengu sem sé rafmagns- reikninga fyrir tveggja mánaða tímabil sem voru yfirleitt á bilinu frá 8 þúsund og upp í um 27 þús- und krónur. Já, þetta voru virki- lega upphæðirnar sem voru á seð- lunum — og til að nefna eina ákv- eðna tölu get ég látið það fylgja með, að sjálfum er mér gert að greiða 21.331,- og sjá allir, að venjulegt launafólk fær ekki risið undir slíkum drápsklyfjum. Hrikaleg mismunun En hvað cr þ* til ráða? Ég ætla ekki að ræða það að ráði hér á þessum vettvangi. En hitt er aug- ljóst, að stjórnvöld verða að leysa þessi mál þegar í stað, ef verra á ekki af að hljótast, mikill fólks- flótti úr dreifbýlinu á þétt- býlisstaðina og þar með auðn og vesöld víða í hinum dreifðu byggð- um. Hvar er nú hin margfræga byggðastefna? Er hún týnd í gern- ingaveðri kosningabaráttunnar? Kannski nýja stjórnin, ef hún verður einhvern tíma til, taki nú í alvöru á þessu máli. Því það er öllum ljóst, eða ætti a.m.k. að vera það, að það ríkir í þessum efnum hrikaleg mismunun eftir því hvar á landinu menn búa. Og það verð- ur að vera ljóst, að þessi mál verða ekki leyst með því að magna togstreitu milli dreifbýlis og þéttbýlis, — það er tilgangslaust og gerir illt verra — og ekki held- ur með þeirri billegu upphrópun, að úr því álverið í Straumsvík greiðir svona lítið fyrir rafmagn- ið, þá verði almenningur í landinu að blæða. Það eru allir sammála um það, að álverið á að greiða hærra fyrir rafmagnið, og það miklu hærra, en upphitunar- og orkumál dreifbýlisins verða ekki leyst með pólitískum skollaleik um það mál, heldur ákveðnu taki stjórnvalda á þessum vanda með niðurgreiðslu úr ríkissjóði á þessu dýra rafmagni til hinna dreifðu byggða án þess að þeir, sem búa við ódyra hitaveitu, séu látnir gjalda þess með stórhækkuðu orkuverði hjá sér. Það er dýrt að búa á íslandi — í hinum dreifðu byggðum hringinn í kringum landið — en við viljum byggja þetta land og við verðum að gera fólki það kleift með verðjöfnun. Þó ekki með verðjöfnun, eins og nú tíðkast á raforkuverð í dreifbýli, þar sem verðjöfnunargjald leggst ofan á hátt orkuverð og gerir þeim, sem mest borga ennþá erfið- ara fyrir en ella. Og hér þýðir ekki að hika — því flótti er þegar brostinn í liðið — og verður geig- vænlegur, ef ekkert verður að gert. „Er enginn sem stjórnar?“ Nú, þetta átti aðeins að verða stuttur fréttapistill, en ég er sjálf- sagt með þessu kominn út fyrir þann ramma. En svo má brýna deigt járn að bíti. Landsbyggðar- menn eru seinþreyttir til vand- ræða. En ósvífnin í skattheimt- unni getur komist á það stig, að menn geti ekki orða bundist. Og þannig er það vissulega nú í orkumálum landsmanna. Og hark- an sex er látin ráða af hálfu Rafmagnsveitnanna. Ef þú ekki greiðir á eindaga, þó peningar séu engir til, þá er einfaldlega hótað lokun, hvernig sem högum fólks er háttað og það jafnt þó menn hafi staðið í skilum hingað til. Búum við virkilega i svona einkennilegu þjóðfélagi? Kemst engin heilbrigð skynsemi að í þessum málum? Er enginn sem stjórnar? Hvar eru landsfeðurnir? Hvað hafa þeir verið að gera? Hvernig stendur á því, að málum er svo komið, sem nú er, í þessum efnum? Svari þeir, sem ábyrgðina bera. Vaknið, land- stjórnendur, það er kominn tími til að taka til hendinni. Með von um betri tíð — með blóm í haga — þegar kuldanum linnir — og sanngjarnara orku- verð í framtíðinni. Ingiberg J. Hannesson. Sr. Ingiberg J. Hannesson er frétUriUri Morg- unblaösins að Hvoli í Dalasýslu. BÍLLINN BÍLASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI Fiskverkunarstöð á Suðurlandi til sölu. Stærö húsa: 2000 fm og allur búnaöur fyrir I saltfisk, skreiöar- og síldarverkun, neta- og viögerö- [ arverkstæöi. Þorsteinn Garöarsson, viöskiptafræöingur, kvöld- og helgarsimí 99-3834. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Thatcher og samstarfsmenn hennar fái sem mesta umfjöllun í sjónvarpi. Kosningaferðalögum hennar virðist hagað þannig að sjónvarpsstöðvar fái alltaf gott myndaefni. Brezku blöðin eru full af aug- lýsingum, þar sem kjósendum er bent á réttindi, sem þeir muni missa með því að styðja Verka- mannaflokkinn. Texti auglýs- ingarinnar er fyrir ofan punkta- línu, þar sem sagt er að kjósand- inn eigi að skrifa nafn sitt, og hefst þannig: „Ég afsala mér hér með réttindum til að velja hvaða skóla börnin mín stundi nám í og samþykki að hlíta hverri þeirri ákvörðun, sem Ríkið tekur fyrir mína hönd.“ Nefndir eru 13 aðrir Thatcher óstödvandi? KOSNINGABARÁTTAN í Bretlandi er komin f fullan gang. Forskot ókostir, sem því fylgi að kjósa Margaret Thatchers og íhaldsflokksins kann að hafa minnkað síðan Verkamannaflokkinn. baráttan hófst eins og við var búizt, en fátt virðist geta stöðvað sigur- Yfirleitt þykir frú Thatcher göngu forsætisráðherrans. Barátta Michael Foots og stuðningsmanna koma vel fyrir í sjónvarpi og flest- hans í Verkamannaflokknum virðist vonlaus. Forskot íhaldsmanna er ir ráðamenn íhaldsflokksins telja mikið, Foot nýtur lítils álits í skoðanakönnunum og klofningur háir hana sterkasta vopn flokksins. En sumir þeirra hafa aldrei kunnað að meta „stíl“ hennar og óttast að hún sé svo mikið í sviðsljósinu að kjósendur fái leið á „skólastýru- legri" framkomu hennar. Sjálf lýsti frú Thatcher því yfir að hún ætlaði ekki að breyta stíl sínum. „Ég er það sem ég er og ég er of gömul til að breytast," sagði hún. Jafnframt hefur kastazt í kekki með frú Thatcher og Francis Pym utanríkisráðherra úr hinum frjálslyndari armi Ihaldsflokks- ins. Forsætisráðherrann snupraði hann á blaðamannafundi þegar stefnuskrá íhaldsflokksins var kynnt með því að leiðrétta yfirlýs- ingu hans um viðræður við Arg- entínumenn. Sjálf reiddist frú Thatcher Pym þegar hann gaf í skyn í sjónvarpi að hann vildi ekki að íhaldsflokkurinn fengi mikinn meirihluta á þingi. Nokkrir ráðherrar eru sammála Pym, þar sem stólar þeirra gætu komizt í hættu og frú Thatcher tæki upp harðari stefnu ef hún fær mikinn meirihluta. Frú Thatcher sagði að ummæli Pyms væru dæmigerð fyrir mann, sem hefði gegnt hlutverki „agameist- ara“ í þingflokknum. „Þeir eru mjög óvenjulegir menn,“ sagði hún (Edward Heath hefur einnig gegnt því starfi). Síðan hefur frú Thatcher neitað því að Pym hafi hótað að segja af sér ef hann yrði skipaður í annað embætti. Jafnframt hefur Verkamanna- flokkurinn reynt að draga úr neikvæðum áhrifum, sem Foot er talinn hafa á kjósendur, og þess er gætt að Denis Healey komi meira fram í sjónvarpi. Enginn efast um að Foot er mikill sóma- maður, en hann virðist koma kjós- endum þannig fyrir sjónir að hann sé tvístígandi, gráhærður, gamall maður, jafnvel nöldursam- ur sérvitringur og hálfgerð fugla- hræða, hirðulaus um útlit sitt. Hann er viðutan og þunglama- legur í sjónvarpi og talar oft án þess að ljúka við setningar og með gamaldags ræðutækni, sem á illa við og er torskilin. Þrátt fyrir þetta nýtur Foot mikillar hylli flokksstarfsmanna og stuðningsmanna flokksins, sem telja hann dæmigerðan sósíalista: góðgjarnan, ágætlega greindan jafnaðarmann, sem beri mikla umhyggju fyrir fólki. Foot hefur í það minnsta tekizt að halda Verkamannaflokknum saman og óvíst er að Healey hefði tekizt það. En Foot höfðar ekki til fólks utan raða Verkamannaflokksins og Healey hefði náð til óráðinna kjósenda. Ef Verkamannaflokkur- inn tapar kosningunum, eins og allt bendir til að gerist, taka við hörð innanflokksátök. Verkamannaflokknum. Kosningaósigur leiðir trúlega til þess að Foot verður að láta af embætti flokksleiðtoga, sem hann hefur gegnt í þrjú ár, og æ meir er um það rætt að Denis Healey, staðgengill hans úr hægri armi flokksins, taki við af honum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefðu kjósendur verið fáanlegri til að kjósa Verkamannaflokkinn, ef Foot hefði sagt af sér og Healey tekið við af honum. Sumir áhrifa- menn í Verkamannaflokknum hafa sagt að sá ásetningur Foots að halda áfram starfi flokksleið- toga hafi verið mistök, sem muni valda því að Verkamannaflokkur- inn missi af því tækifæri að ná aftur völdunum. Forskot Thatchers er 12—14% samkvæmt einkaskoðanakönnun- um íhaidsmanna, en samkvæmt skoðanakönnun Harris-stofnun- arinnar í The Observer er fylgi flokkanna þetta: íhaldsflokkurinn 45%, Verkamannaflokkurinn 36%, bandalag sósíaldemókrata og frjálslyndra 18% og aðrir 1%. Ihaldsflokkurinn hefur þvl 9% meira fylgi en Verkamannaflokk- urinn, en þegar kosningabaráttan hófst var forskot hans á bilinu 8—15%. íhaldsflokkurinn hefur meira forskot nú en fyrir kosn- ingarnar 1979. Ef engin breyting verður á fylgi flokkanna fram á kjördag 9. júní fær íhaldsflokkur- inn nær 100 þingsæta meirihluta. Frú Thatcher nýtur enn lang- mestra vinsælda samkvæmt þess- ari könnun: 44% telja hana hæf- asta til að gegna embætti forsæt- isráðherra, 19% Foot og 13% Roy Jenkins, leiðtoga sósíaldemókrata og frjálslyndra. Þetta er slæm út- koma fyrir bandalag sósíaldemó- krata og frjálslyndra. Samkvæmt svipaðri skoðana- könnun Thames-sjónvarpsins er David Steele, leiðtogi Frjálslynda flokksins, talinn betri leiðtogi en Jenkins: 41% töldu frú Thatcher hæfasta, 23% Steele, 19% Foot, 8% Jenkins. Valkostir eru skýrir í kosning- unum. Frú Thatcher leggur áherzlu á sjálfstraust og dyggðir Viktoríutímans, frjálst framtak og baráttu gegn verðbólgu, sem er komin niður í 4%. Foot vill stór- auka ríkisútgjöld til að útvega 3.250.000 atvinnuleysingjum at- vinnu, hætta aðildinni að Efna- hagsbandalaginu og banna upp- setningu bandarískra kjarnorku- eldflauga. Stefnuskrá Verka- mannaflokksins er sú róttækasta frá striðslokum og hefur verið kölluð „lengsta sjálfsmorðsorð- sending sögunnar". Frá Hutcher þegar hún ávarpaði fund skozkra fhaldsmanna í Perth skömmu eftir að kosningabaráttan hófsL Bandalag frjálslyndra og sósí- aldemókrata stendur mitt á milli og reynir að losa kverkatak tveggja flokka kerfisins, en virð- ist lítið verða ágengt. Það telur tíma til kominn að fylgt sé stefnu, sem þjóðarsamstaða náist um. Bandalagið hefur nú 42 þingsæti og virðist taka fleiri atkvæði frá Verkamannaflokknum en íhalds- flokknum. Venjulega dvínar fylgi ríkis- stjórna I Bretlandi þegar Ifða fer á kjörtímabilið, en frú Thatcher hefur notið óvenjumikilla vin- sælda síðan I Falklandseyjastríð- inu í fyrra. „Járnfrúin" þykir harðskeyttur leiðtogi, sem þolir enga vitleysu, og hefur sýnt að hún er gædd flestum hæfileikum, sem stjórnmálaleiðtogar þurfa að hafa til að bera. Andstæðingar hennar segja að hún hafi efnt til kosninganna nú þar sem efnahagsástandið versni líklega síðar á árinu. Sjálf segir hún að hún hafi viljað binda endi á mikla óvissu, sem ríkti um það hvenær kosningar yrðu haldnar og hafi haft slæm áhrif í við- skiptalífinu. Það kann einnig að hafa átt þátt í ákvörðun hennar að mörkum kjördæma hefur verið breytt með þeim afleiðingum að þingmönnum verður fjölgað um 15 (úr 635). íhaldsflokkurinn mun græða 30 þingsæti á þessum breytingum einum saman. Sjónvarp og auglýsingar virðast skipta meira máli I kosningabar- áttunni nú en nokkru sinni áður og íhaldsmenn hafa verið duglegri að færa sér fjölmiðla í nyt en Verkamannaflokkurinn. Dagleg- um blaðamannafundum íhalds- flokksins er hagað þannig að frú Roy Jenkins og David Steele, leiðtogar Bandalags frjálslyndra og sósíal- demókrata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.