Morgunblaðið - 29.05.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.05.1983, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Gamli maðurinn og Kúba Hár skothvellur sker sig í gegnum síAdegiskyrrðina í litl- um kúbönskum bæ, San Francisca de Paula, og gríA- arstór ránfugl fellur þungt til jarAar. ÞaA er haustiA 1955, og Ern- est Hemingway er í slæmu skapi. Hann rymur þó ánægju- lega yfir fuglshræinu. Enginn sveitamaAur sem heyrt hefur skothvellinn, veit aA þessi frægasti nágranni þeirra hefur í rauninni ekki skotiA ránfugl, sem þarna átti leiA um, heldur þekktan kollega sinn meAal rithöfunda. Þunglyndi Hemingways á síAustu árum hans á Kúbu varA oft til þess aA hann nefndi ránfuglana stoltu, sem hann skaut, eftir mönnum, sem hon- um var í nöp viA. Og þaA var ekki fyrr en eftir aA hann hafAi skýrt fuglana „Faulkner" eAa „Fitzgerald", aA hann lagAi riffilinn aA kinninni og skaut meA því öryggi, sem margra ára veiAimennska hafAi veitt honum. Frá villunni í San Francisca de Paula sá Hemingway inn yfir sífellt rísandi skýja- kljúfa í Havana og sýnin kom honum ekki í betra skap. Hav- ana, sem honum var svo annt um og hann hafði búið í síðan 1941, minnti hann orðið of mikið á samtíning af Miami og Caracas og það er kaldhæðið í bland að það var einmitt hans heittelsk- aða „ameríska frjálslyndi og frelsi", sem réð yfir og studdi við bakið á eyðileggjandi jarðýtun- um. Amerískt fjármagn beit sig fast í höfuðborg Kúbu í upphafi sjötta áratugarins, og þessi gamli, fallegi bær varð ekki að- eins eftirsóttur frístundastaður við karabíska hafið, heldur og öruggt hæli bandarískra borg- ara, sem FBI átti óuppgerðar sakir við. Havana var yfirfull af smásmyglurum og vændi þreifst þar vel og Daiquiri og Mohitos, tvær frægustu rommtegundir Kúbu, flutu rikulega um varir gringóanna á verði, sem trauðla gat verið kallað annað en lítils- háttar „funny money“. Þetta fjöruga og villta líf var þó ekki aðeins vinsælt af Amer- íkönum. Væru Kúbanir og Am- eríkanar ekki „amígos“ fram í fingurgóma, gat rommið, tónlist- in og spilafíknin að minnsta kosti komið mönnum til að ræða málin. Kúbanski rithöfundurinn, Carlos Franqui, sem í fimmtán ár hefur verið í útlegð í Frakklandi og á Ítalíu, skrifar eftirfarandi í formála bókar sinnar, „Dagbók kúbönsku bylt- ingarinnar": „Góður Kúbani hefur til að bera takt og „rythma" negranna, hann er á óljósan hátt, heillandi eins og bera takt, „rythma", negranna á óljósan hátt, heill- andi eins og Spánverji, en virðu- legri, hann hugsar eins og Fransmaður, treystir á spila- heppni eins og Kínverji og er eins mikill Don Juan og hver annar ítali. Honum líkar ekki við Kana, hann er blaðurskjóða og er til í að ganga í hvað sem er, skip, á planka, á gúmmítré, í stríð, í ástarævintýri, í vísinda- legar tilraunir, (fyrsta eldflaug f heimi var gerð af Kúbana — þó aðeins á frímerki —). Kúbani er reiðubúinn að taka þátt í bylt- ingu gegn Könunum eða fyrir sósíalismann." Alhæfingar eru oft skemmti- legar og sjaldnast sannar, en ef Carlos Franquis hefur tekist að ramma inn einkenni Kúbana á nokkuð sennilegan hátt, gæti maður fengið þá hugmynd, að Kúbanir hafi fengið sinn hlut af skemmtunum frá ameríska „hernáminu". Það voru ekki skækjurnar og vasaþjófarnir í Havana, sem Hemingway átti erfitt með að sætta sig við. Þvert á móti dýrk- aði hann og unni hráu, ómenn- ingarlegu umhverfinu, þar sem maður var maður og ef hann var Á síðustu árum ævi sinnar bar Hemingway þess merki hvernig lífi hann hafði lifað. Skotsár, slys og drykkja, settu svip sinn á manninn og hann endaði líf sitt eins og faðir hans hafði gert, með sjálfsmorði. það ekki, gat hann verið lúbar- inn. Aeftirlætisbarnum sínum, E1 Floridita, sem var og er enn í eldri bæjarhluta Havana, átti hann sér drykkjufélaga og þar gat hann talað um stríðsorð- una sína, hnefaleikakeppnir sín- ar, eltingaleik sinn við ljón í Afríku og þar fram eftir götun- um. Og þegar talið barst að kvenfólki, dró hann enga dul á að hann hafði sofið hjá öllum þeim konum, sem hann hafði girnst, auk nokkurra sem hann hafði ekki girnst. Hann átti í einum vandræðum með kvenfólk, sem hann trúði einu sinni útgefandanum sínum fyrir. — Þegar ég vinn að skáldsögu neyðist ég til að elskast minna. Þetta tvennt keyrir á sömu vél- inni inni í mér, sagði hann. Og þegar hann var hvað hrifn- astur af konu, gat hann ekki stillt sig um að nota harðar og kaldar, karlmannlegar líkingar í lýsingum sínum á henni. 1950 lýsti hinn 52 ára gamli ástfangni Hemingway nítján ára ítalskri stúlku í heimavistarskóla, Adri- an að nafni, á eftirfarandi hátt: — Hún er hraust eins og ungt furutré, öflug eins og góð Colt- skammbyssa og falleg eins og fyrstu sólargeislar morgunsins yfir Dolomita-fjöllum. „Það vakir ekki fyrir okkur að byggja neitt prjálhýsi“ — segir Jón Þórarinsson, tónskáld, einn áhuga- manna um byggingu tónlistarhallar á íslandi „Við, sem teljum okkur til íslenskra tónlistarmanna, höfum í áratugi átt okkur þann draum að reisa Hús tónlistarinnar hér á landi. Flest annað hefur hins vegar gengið fyrir og ekkert orðið af byggingu slíks húss. Ármann Örn Ármannsson ritaði fyrir skemmstu grein í Morgun- biaðið, sem mer fannst á allan hátt skynsamleg, um þennan tilfinnanlega skort á tónleikahúsi. Við höfum kannski sofíð allt of lengi, en þessi grein ýtti vissulega við okkur og við fögnuðum þeim skilningi manna utan okkar hóps, sem kom fram í þessari grein. Jón Þórarinsson, tónskáld í framhaldi af birtingu þess- arar greinar hefur lítill hópur manna komið nokkrum sinnum saman til þess að ræða þessi mál. Ætlunin er að í lok þessa tónleikaárs, sem verið hefur með ólíkindum viðburðaríkt, verði haldinn undirbúningsfundur um byggingu Húss tónlistarinnar. Áhugi hefur sýnt sig vera geysi- legur, en til þessa hefur aðallega verið rætt um hvernig standa beri að stofnun þessara samtaka og hvenær þau skuli stofnsett. Núna höfum við sett stefnuna á stofnun félagsins í haust,“ sagði Jón Þórarinsson, tónskáld, er Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni um áhugamannahóp um byggingu tónlistarhallar á Is- landi. — Hefur eitthvað verið rætt um hugsanlegan kostnað við byggingu slíks húss? „Nei, ekki enn, en verið er að vinna að frumáætlun. Við telj- um, að tímafrekasti þátturinn við byggingu þessa húss verði hönnun þess. Teljum jafnvel að sjálf byggingin taki skemmri tíma. Þeir allra bjartsýnustu gera sér vonir um að húsið geti verið tilbúið eftir fimm ár, eða 1988.“ — Gerið þið ykkur vonir um að þessi áhugasamtök verði mjög fjölmenn? „Vissulega gerum við okkur vonir um fjölmenn samtök, helst nokkur þúsund manns. Úr þeim hópi yrði síðan væntanlega valið 20—30 manna framkvæmdaráð. Auðvitað yrðum við að treysta á frjáls framlög einstaklinga, fé- laga og fyrirtækja, en ekki má gleyma öllum þeim, sem eiga myndu aðgang að þessu húsi. Þetta yrði væntanlega heimili Sinfóníuhljómsveitar Islands, auk annarra hljómsveita svo og margra kóra. Það eru svo ótal- margir aðilar, sem gætu notað þá aðstöðu, sem slíkt hús byði uppá.“ — Hvernig finnst þér búið að tónlistarmönnum? „Það er átakanlegt að sjá hvernig búið hefur verið að tón- listarfólki i vetur. Hefur þó tón- listarlífið sennilega aldrei verið blómlegra. Eini aðilinn, sem á þak yfir höfuðið er íslenska óperan, sem fékk Gamla Bíó í arf. Allur annar tónlistarflutn- ingur í landinu hefur verið á hrakhólum. Sinfóníuhljómsveit- in hefur reyndar æfingaaðstöðu í Háskólabíói alla morgna, en það þarf að greiða fyrir hana eins og fyrir önnur afnot af hús- næði. Það er einkar athyglisvert, að hér skuli ekki fyrirfinnast neitt tónleikahús. Hvernig svo sem á því stendur virðist tónlistin allt- af hafa orðið útundan. Hér hefur verið byggt Þjóðleikhús og nú er verið að byggja Borgarleikhús, auk þess sem Kjarvalsstaðir hafa verið byggðir yfir myndlist- ina og verið er að reisa Þjóðar- bókhlöðu. íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa til þessa orðið að hlusta á tónleika sína í kvikmyndahús- um, einkum Austurbæjarbíói og Háskólabíói, en stundum einnig í íþróttahúsum eða bílaskemmum. Borgarstjóri hefur lýst því yf- ir, að næst á eftir Borgarleikhús- inu verði tekið til við byggingu tónleikahúss. Vonandi tekur hann það ekki illa upp, þótt eitthvað verði hreyft við fram- kvæmdum fyrr.“ — Hafið þið einhverja hug- mynd um rekstrargrundvöll slíks húss? „Það er ókannað mál ennþá hvort þetta kemur til með að bera sig. Ég geri ráð fyrir að þetta yrði sjálfseignarstofnun, þannig að það liggur ekki fyrir hvers er að vænta með fjárhags- afkomu. Það, sem skiptir megin- máli nú er að við erum að vakna til lífsins og safna liði. Við heit- um á alla, sem hafa áhuga á þessu málefni, að bregðast vel við og taka þátt í þessu frá byrj- un. Það vakir ekki fyrir okkur að byggja neitt prjálhýsi, heldur hentugt og vandað hús til þess- ara nota,“ sagði Jón Þórarins- son. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.