Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 57 KGB reynir að einangra fjölskyldur pólitískra fanga og þeirra, sem varpað hefur verið í fangelsi fyrir trúna, og varar nágranna þeirra og kunningja við að umgangast „óvini ríkisins“ — OFSÓKNIR Viökoman er vægast sagt voðaleg Múhameð og kona hans búa í gltesilegu einbýlishúsi, eiga stóran bfl og eru mjög hreykin af nýja litasjónvarpinu sínu. Þau eiga tvö böm. Hassanin og kona hans búa í fá- tækrahverfi, fara ferða sinna með strætisvagni og þeirra jarðnesku eigur eru nokkur eldhúsáhöld og ábreiðurnar, sem þau hafa undir sér á nóttunni. Þau eiga sex börn og það sjöunda á leiðinni. Þessar fjölskyldur fara með að- alhlutverkin i sjónvarpsþætti, sem ætlað er að draga úr áhuga Eg- ypta á barneignum, en þar í landi er fólksfjölgunin nú sú mesta sem þekkist. Hún hefur að vísu minnk- að aðeins á síðustu tveimur árum, en þrátt fyrir það munu Egyptar, sem eru nú 45 milljónir talsins, verða orðnir yfir 70 milljónir um aldamótin ef ekki tekst að fá fólk eins og þau Hassanin-hjónin til að skilja, að þeim mun færri börn, þeim mun betur muni þeim vegna. Egypskur almúgi á fátt sameig- inlegt með þeim Múhameð og konu hans. Fimm börn eru þar venjan og inni í landinu og í þorp- unum þar sem litið er á börnin, sem fjárhagslegan ávinning í framtíðinni er meðalfjölskyldan níu manns. Sérfræðingar, bæði á Vesturlöndum og í Egyptalandi, segja fólksfjölgunina „mannlega tímasprengju", sem ógni efna- hagslegum framförum í þessu landi, sem berst harðri baráttu fyrir bættum kjörum þegnanna, reynir að verða sjálfu sér nógt um matvæli og að útrýma landlægu ólæsi meðal fólksins. Á hverjum mánuði bætast við 100.000 munn- ar, sem þarf að metta, og þar sem 60% landsmanna eru undir tví- tugu, gefur augaleið að fólki á barneignaaldri fer stórfjölgandi. Þessi mannfjöldasprenging er hvergi augljósari en í Kairó þar sem 14 milljónir manna búa í borg, sem byggð var fyrir sjöttung þess fjölda, rúmar tvær milljónir. í Kairó er að sjálfsögðu gífurlegur húsnæðisskortur og húsaleigan eftir því, og þess vegna hefur fólk jafnvel sest að í Borg hinna dauðu, gömlum grafhvarflingum sem Mamelúkarnir byggðu fyrir 500 árum. Fólksfjölgunarsprengingin í Eg- yptalandi hófst á fimmta áratugn- um og stafaði af bættri heilsu- gæslu í landinu, sem aftur olli minni barnadauða og hærri með- alaldri almennt. Árið 1979 var fólksfjölgunin 40 fæðingar á hverju 1.000 íbúa, en í fyrra 34,9. Þessi lækkun er ekki rakin til að- gerða stjórnvalda heldur fyrst og fremst talið, að hún endurspegli erfiðleikana, sem Egyptar eiga nú við að stríða. — LIZ THURGOOD i— S JÚKDÓMAB^— Er lyfið loks- ins fundiÖ við holdsveikinni? Um þessar mundir er verið að fullprófa í Noregi og Ind- landi fyrsta bóluefnið gegn holds- veiki og innan skamms verða einn- ig gerðar tilraunir með það í Bret- landi og Bandaríkjunum. Miklar vonir eru bundnar við þetta bólu- efni, enda hefur það valdið stór- kostlegum bata hjá 300 sjúkling- um í Venezuela, sem voru að- framkomnir af sjúkdómnum. Þessar tilraunir með bóluefnið á fólki, sem brátt verða auknar verulega, fara fram á vegum al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar i Genf, en talsmenn henn- ar telja, að enn kunni að líða nokkur ár þar til mönnum verða fullljós öll áhrif þessa nýja lyfs. Þrátt fyrir það eru vísindamenn nú þegar í sjöunda himni yfir möguleikum lyfsins og sjá fyrir sér í anda fullkominn sigur á þessum ægilega sjúkdómi. Nýja lyfið kemur á réttum tíma. í skýrslu, sem birt hefur verið í Genf, segir, að þær „að- ferðir, sem beitt hefur verið gegn holdsveikinni sl. 30 ár, eru líklega orðnar gagnslausar með öllu“, vegna þess, að bakterían hefur öðlast ónæmi fyrir hinu ódýra og algenga lyfi, „dapsone". Slíks ónæmis hefur orðið vart í 25 löndum og þótt halda megi sjúkdómnum í skefjum með mörgum lyfjum samtímis er það allltof kostnaðarsamt fyrir þau lönd í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku, þar sem langflestir hinna 15 milljóna holdsveiki- sjúklinga búa. Tilraunir, sem nú fara fram, koma í kjölfar læknisfræðilegra uppgötvana i Indlandi, Kanada og Bretlandi. Við gerð indverska lyfsins voru notaðar sýktar frumur úr opnum sárum á langt leiddum holdsveikisjúklingum og nú þegar hafa farið fram all- miklar tilraunir með það. 1 Bombay voru 75 sjúklingar sprautaðir með lyfinu, og dró það úr sjúkdómnum hjá 90% þeirra. Dr. Jacinto Convit, vísinda- maður á vergum WHO, Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, sem sá um tilraunirnar í Vene- zúela, segir frá „stórkostlegum" bata hjá sjúklingum, jafnvel hjá þeim, sem verst voru farnir. Greinilegt þótti, að lyfið hafði endurvakið ónæmiskraft líkam- ans, sem holdsveikin var að mestu búin að eyðileggja. Tilraunirnar, sem nú fara fram í Noregi, og þær, sem brátt verða gerðar í Bretlandi og Bandaríkjunum, eru í því fólgn- ar, að heilbrigðir karlmenn eru smitaðir með holdsveiki. Ástæð- an fyrir því að þessar tilraunir eru gerðar á norðurhveli jarðar er sú, að þar hefur holdsveikinni verið útrýmt og þess vegna eru niðurstöðurnar áreiðanlegri en á þeim slóðum þar sem holdsveik- in er landlæg fyrir. Ekki er neinn skortur á sjálfboðaliðum í þessar tilraunir. — Thomas Land. heldur aldrei farið dult með van- þóknun sína á sjóðnum. Tveir starfsmanna hans voru neyddir til að fara úr landi, sá þriðji var rek- inn í útlegð og sá fjórði dæmdur í átta ára fangelsisvist. Smám saman hefur verið þrengt að þeim, sem tengjast sjóðnum. Símarnir hafa verið teknir úr sambandi og við svokallaða hús- rannsókn hefur lögreglan lagt hald á fatnað fólksins, mat og pen- inga. Nú upp á síðkastið hefur yf- irvöldunum tekist að fá tvo fyrr- um andófsmenn til að fordæma Solzhenitsyn-sjóðinn en flestum finnst það harla lítill sigur fyrir stjórnarherrana miðað við að- stæður og þær aðferðir, sem þeir beita. Þessir tveir menn eru Alexand- er Bolonkin og Valery Repin. Bol- onkin hafði verið í vinnubúðum og útlegð innanlands í heilan áratug og þegar honum var hótað sex ár- um í viðbót af því sama þá gafst hann upp. Repin, fulltrúi Solzhen- itsyns-sjóðsins í Leningrad, hafði verið í fangelsi í 15 mánuði áður en hann kom fram í sjónvarpinu til að „iðrast" gerða sinna. Nú þegar forstöðumaður Sol- zhenitsyns-sjóðsins hefur verið handtekinn gera sovésk stjórnvöld sér góðar vonir um að hafa gert að engu það hjálparstarf, sem unnið hefur verið fyrir pólitíska fanga í landinu. — BOIIDAN NAHAYLO — VMIIGJAFAR Svisslend- ingum er hætt að lítast á blikuna Eiturlyfjaneyzla er orðin stór- fellt vandamál í Ziirich, sem er stærsta borgin í Sviss. Þar hafa að jafnaði látizt þrír menn á viku hverri vegna ofneyzlu eiturlyfja. Hér er einkum um ungt fólk að ræða. Lík þeirra hafa fundizt á almenningssal- ernum, bekkjum í skrúðgörðum og á fálornum stígum. Þessir atburðir hafa valdið borgaryfirvöldum miklu hugarangri, en þau hafa jafnan stært sig af því, hversu reglusamir borg- arbúar séu og vandir að virðingu sinni. Fíkniefnaneyzla hefur breiðzt út um Sviss eins og logi yfir akur, einkum meðal æskufólks, að því er segir í nýútkominni opinberri skýrslu. Þar segir einnig, að mikið áhyggjuefni sé, hversu mjög fær- ist í vöxt áfengisneyzla ungs fólks og tóbaksreykingar. t skýrslunni er fullyrt að þessi „löglegu" fíkni- efni valdi meira heilsutjóni en þau, sem bönnuð eru með lögum. Vitað er um 100 þúsund áfeng- issjúklinga í borginni, og fjöldi þeirra er 10 sinnum meiri en hinna, sem-eru forfallnir neytend- ur annarra vímugjafa. Á árunum 1975—82 jókst tala látinna eiturlyfjasjúklinga úr 35 í 109 á ári. Talið er, að enn fleiri muni látast á þessu ári. Árið 1975 voru 4.244 menn dæmdir fyrir neyzlu fíkniefna, en á síðasta ári hlutu 7.676 dóm fyrir sömu sakir. Á þessu tímabili fjölg- aði til muna þjófnaði á lyfjum og fíkniefnum frá læknum og lyfsöl- um. Árið 1975 var vitað um 33 slíka þjófnaði, en á síðasta ári voru þeir 436. í skýrslunni er kveðið svo að orði, að albr fikniefnasjúklingar eigi rétt á að fá nauðsynlega með- höndlun, hvort sem þeir neyta sterkra fíkniefna eða veikra. Höfundar skýrslunnar segja, að verði fólk háð venjulegum sígar- ettum geti það leiðzt út í neyzlu veikra vímugjafa, eins og marihu- ana og því næst fallið fyrir sterk- um eiturlyfjum á borð við heróín. Þá segja höfundar að líta beri á neyzlu fíkniefna sem sjúkdóm — í hvaða formi sem hún birtist; og að gagnráðstafanir eigi að beinast að meðferð og endurhæfingu, sem sé affarasælla en fjársektir eða fang- elsanir. — NORRIS WILLATT ‘ctL ÍM/Lbaiií MMfDÖK! IHE'RIfE'NDUMII |GIÍÍMíE2 AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepool 1. júní Bakkafoss 10. júní City of Hartlepool 21. júni Bakkafoss 1. júli NEWYORK City of Hartlepool 31. mai Bakkafoss 9. júni City of Hartlepool 20. júni Bakkafoss 30. júni HALIFAX City of Hartlepool 3. júni City of Hartlepool 23. júni BRETLAND/ I MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 29. mai Eyrarfoss 5. júni Álafoss 12. júni Eyrarfoss 19. júni FELIXSTOWE Álafoss 30. mai Eyrarfoss 6. júni Álafoss 13. júni Eyrarfoss 20. júni ANTWERPEN Alafoss 31. mai Eyrarfoss 7. júní Álafoss 14. júní Álafoss 21. júni ROTTERDAM Álafoss 1. júní Eyrarfoss 7. júní Alafoss 14. júní Eyrarfoss 22. júni HAMBORG Álafoss 2. júní Eyrarfoss 9. júní Álafoss 16. júní Eyrarfoss 23. júni WESTON POINT Helgey 8. júni Helgey 21. júní PORTÚGAL/ SPÁNN LISSABON I Múlafoss 9. júni Skeiósfoss 14. júli LEIXOES Múlafoss 10. júni Skeiösfoss 15. júli^ BILBAO 1 Múlafoss 7. júni Skeiösfoss 17. júli NORÐURLOND/ I EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 27. maí Mánafoss 3. júni l Dettifoss 10. júni Mánafoss 17. júní KRISTIANSAND Dettifoss 30. mai Mánafoss 6. júni Dettifoss 13. júni Mánafoss 20. júni MOSS Dettifoss 27. mai Mánafoss 3. júni Dettifoss 10. júní Mánafoss 17. júni HORSENS Dettifoss 1. júni | Dettifoss 15. júní GAUTABORG Dettifoss 1. júni Mánafoss 8. júni Dettifoss 15. júní Mánafoss 22. júni KAUPMANNAHÓFN Dettifoss 2. júni Mánafoss 9. júni Dettifoss 16. júní Mánafoss 23. júni HELSINGBORG Dettifoss 3. júni Mánafoss 10. júni Dettifoss 17. júni Mánafoss 24. júní HELSINKI Irafoss 15. júni irafoss 4. júli GDYNIA Irafoss 18. júni Irafoss 6. júli TORSHAVN Deftifoss 25. júni & VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR Ylram ogtilbaka frá REYKJAVÍK ; alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla-fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.