Morgunblaðið - 29.05.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 29.05.1983, Síða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Hann situr í stjórn Alusuisse og annarra fjölþjóðafyrirtækja Yfirleitt fer heldur slæmt oró af fjölþjóðafyrirtækjum. Þeim er lýst á þann hátt að þau minna einna helst á risastór skrímsii sem hafa læst klónum hér og þar um jörðina og krafsa þar og klóra án þess að skeyta hætis hót um afleiðingarnar. Skrímslin hugsa um það eitt að halda heilabúunum ánægðum. Heilabúin stjórna skrímslunum úr palesand- erskrifstofum í órafjarlægð og halda eigendum skrímslanna ánægðum með því að úthluta þeim smáaurum einu sinni á ári. Skrímslin eru alveg hjartalaus, að sjálfsögðu. Alusuisse er eitt þessara ógnvekjandi skrímsla og það hefur læst klónum í ísland. Viðreisnar- stjórnin sáluga opnaði dyrnar fyrir erlenda fjölþjóðafyrirtækinu og skrifaði undir samning við skrímslið slóttuga. Dr. Nello Celio fór til íslands i tilefni af undir- skriftinni. Hann var stjórnarfor- maður Alusuisse á árunum 1963 til 1966 en lét þá af embætti til að taka sæti í ríkisstjórn Svisslend- inga. Hann var hermálaráðherra í eitt ár en síðan fjármálaráðherra i sjö ár. Nú situr hann aftur í stjórn Alusuisse og fjölda annarra fjöl- þjóðafyrirtækja. Skrifstofan hans í Bern, höfuð- borg Sviss, er afar einföld og ekk- ert hangir á veggjunum. Sjálfur er hann lítill og þéttur á velli, hárið farið að þynnast og ítalski hreim- urinn sterkur. Hann talar þýsku og frönsku betur en ensku og hljómar hughreystandi þegar hann huggar gamlan vin sinn sem hringir til að segja honum að litli bankinn hans í Genf hafi rétt í þessu farið á hausinn. „Aumingja karlinn," sagði Celio að símtalinu loknu, „það var ekki honum að kenna." „Hvernig Alusuisse fékk auga- stað á íslandi?" sagði hann og hugsaði til baka. „Jú, það var þannig að Meyer og Miiller voru að koma heim úr einhverri ferð til Japan eða Bandaríkjanna og flugu yfir ísland. Meyer varð litið niður og hann hnippti í Muller. „Það hlýtur að vera hægt að reisa raf- orkuver í landi sem er þakið svona miklum snjó og ís,“ sagði hann. Orkan, hún var kveikjan að hugm- yndinni. Þeir komu heim og unnu að tillögu um raforkuver og ál- verksmiðju á íslandi. — Þetta var alls ekki svo vitlaus hugmynd hjá þeim,“ bætti Celio við eftir andar- taks þögn. Félagarnir Meyer og Muller eru svo oft nefndir í sömu andránni í sambandi við Alusuisse að nöfnin hljóma jafn vel saman og Halli og Laddi eða Gög og Gokke. Þeir eru gamlir og reyndir starfsmenn hjá Alusuisse en létu fyrir aldurs sak- ir af mikilvægum embættum hjá fyrirtækinu á síðasta aðalfundi þess sem haldinn var í Zúrich 20. apríl sl. Emanuel R. Meyer lét af forstjóraembættinu, hann er áfram stjórnarformaður, og dr. Paul H. Múller lét af embætti framkvæmdastjóra. Hann var kosinn í stjórnina á fundinum „af yfirgnæfandi meirihluta fund- armanna" að því er Meyer, sem var fundarstjóri, sagði. En það var auðheyrt að ekki voru allir í saln- um alls kostar ánægðir með Múll- er. „Það tíðkast ekki í Sviss að framkvæmdastjórar, sem láta af störfum hjá fyrirtækjum fyrir aldurs sakir, taki sæti í stjórn fyrirtækjanna," sagði Celio þegar hann var spurður um óánægjuna sem varð vart I garð Múllers. „Múller hefur starfað hjá Alusu- „Ástandið hjá Alusuisse er slæmt, mjög slæmt... isse í 40 ár og er mjög fær á tæk- nilega sviðinu. Við í stjórninni ákváðum að tilnefna hann í stjórnina svo að við gætum notið reynslu hans hjá fyrirtækinu. Hluthafarnir voru ekki allir hrifn- ir af þessari hugmynd. Þeir voru einnig óánægðir með Múller vegna þess að það hefur gengið illa hjá fyrirtækinu undan- farin ár og þeir fengið lítið í sinn hlut. Við borguðum 10% í arð fyrir þremur árum, 5% í fyrra og ekkert í ár. Þeir kenna Múller um þetta en hann er ekki frekar sekur en forstjórinn, ég eða við allir í stjórninni." Tólf karlar sitja í stjórn Alu- suisse. Þeir koma saman nokkrum sinnum á ári og fá 75.000 sv. franka (rúmar 750.000 ísl. kr.) í laun. Fimm þeirra, þar á meðal Celio, skipa ráðgjafanefnd sem hittist oftar en stjórnin og þiggur helmingi hærri laun. Alls 1634 hluthafar sóttu aðalfundinn í Zúr- ich. Þeir voru á öllum aldri og af báðum kynjum þótt mest bæri á gráhærðum eldri mönnum 1 vel pressuðum jakkafötum. Meyer flutti ræðu og rakti erfið- leika áliðnaðarins. Hann kvaðst feginn að fyrirtækið hefði fært út kvíarnar á undanförnum'árum og farið út I efnaiðnað og framleiðslu varahluta í bifreiðir. Annars hefði tapið í ár orðið miklu meira en 179 milljónir sv. franka, sagði hann. Að ræðu hans lokinni var sýnd kvikmynd um starfsemi fyrirtæk- isins út um allan heim en ekki var minnst á ÍSAL-verksmiðjuna í myndinni eða á fundinum yfir- leitt. Hluthafar hlýddu hljóðir á ræðu Meyers og horfðu hugfangn- ir á kvikmyndina. Þegar orðið var gefið laust og kom að atkvæða- „Við höfum lánstraust hjá bönkun- um,“ sagði Dr. Nello Celio. greiðslu stigu nokkrir í pontu og gagnrýndu stjórnina og spurðu spurninga. Helst leit út fyrir að þeir tækju til máls á hverjum að- alfundi Alusuisse. Meyer svaraði spurningunum og varði stjórn fyrirtækisins og sagði m.a. að laun stjórnarmanna væru alls ekki of há. Ábyrgð þeirra væri mikil og erfitt að fá hæfa menn í hana. Celio yppti öxlum þegar hann var spurður álits á aðalfundinum. „Það eru alltaf einhverjir óánægð- ir,“ sagði hann og lét eins og ekk- ert væri við því að gera. „Þetta er í fyrsta skipti á þessari öld að við borgum ekki arð og í annað skipti síðan Alusuisse var stofnað 1888. Hluthafarnir skilja ekki að þetta er almennt ástand. öll stór fyrir- tæki voru rekin með tapi á síðasta ári. En ástandið í áliðnaðinum er sérstaklega slæmt. Söluverðið er enn mun lægra en framleiðsluk- ostnaðurinn. Það byrjaði að lækka í lok 1980 og fór niður í 45 cent fyrir pund. Verðið er nú komið upp í 64—67 c/lbs en það er ekki nóg. Það þarf að fara upp í 70—75 c/lbs til að verða jafnt kostnaðar- verðinu og enn hærra til að gera okkur ánægða," bætti hann við og kímdi. „Erfiðleikarnir eiga sér margar ástæður. í fyrsta lagi hefur gífur- leg offramleiðsla verið, allt upp í 20—30% framleiðslunnar hafa verið umfram eftirspurn. f öðru lagi hefur málmmarkaðurinn sem var opnaður í London í fyrra vald- ið vandræðum og kostað fyrirtæk- ið milkar fjárhæðir. Áður fyrr var hægt að bjóða visst verð og semja um það en nú fara allir eftir verð- inu á málmmarkaðnum hverju sinni. í þriðja lagi hefur óstöðug- leiki dollarans og annarra gjald- miðla valdið örðugleikum og í fjórða lagi má ekki gleyma olíu- verðinu sem rauk upp úr öllu valdi á nokkrum árum, úr 3—4 dollur- um upp í 40 dollara og er nú 27—30 dollarar. Það jók mjög kostnaðinn hjá okkur en við not- um mikla olíu við súrálsfram- leiðsluna. „Það gengur betur strax á næs*a ári.“ Auk þessa stafa miklir erfið- leikar af þjóðnýttum fyrirtækjum í iðnaðnum. Ég þekki það sérstak- iega vel úr stáliðnaðinum, ég sit í stjórn eins stálfyrirtækis og er stjórnarformaður annars," sagði Celio og var augsýnilega óhress með ástandið þar. „Hagnaðurinn skiptir ekki svo miklu máli I þjóð- nýttum fyrirtækjum eins og tíðk- ast á Ítalíu og Frakklandi. Ríkið hleypur undir bagga með fyrir- tækjum sem eru rekin með tapi frekar en að láta þau segja upp fólki. Þannig er komið í veg fyrir atvinnuleysi en það er engin eftir- spurn eftir framleiðslu starfs- fólksins. Ríkið velur þá þann kost- inn að lækka söluverð framleiðslu- vörunnar svo að fólkið sitji ekki auðum höndum í vinnunni. Á þennan hátt getur söluverðið hrapað langt niður fyrir fram- leiðsluverð. Þetta veldur einkafyr- irtækjum verulegum vandræðum — en má ekki skilja þannig að ég hafi eitthvað á móti ríkinu," bætti Celio við og skemmti sér ágætlega. „Ég sat sjálfur í ríkisstjórn í 8 ár.“ Celio hljómaði sannfærandi þegar hann kenndi almenna efna- hagsástandinu um erfiðleika Alu- suisse. En í fjölmiðlum hefur verið gefið í skyn að stjórnendur fyrir- tækisins eigi einnig nokkra sök á erfiðleikunum og hafi ráðist í stórframkvæmdir og stofnað til mikilla skulda erlendis á mjög óheppilegum tíma. Celio var ekki svo viss um að þetta væri sann- gjörn gagnrýni. „í jafn stóru fyrirtæki og Alu- suisse er auðvitað ekki hægt að búast við að allt sé fullkomið," sagði hann. „En ég held að um slæma stjórnun sé ekki að ræða. Auðvitað réðumst við í of miklar framkvæmdir í samanburði við möguleika á sölu í dag. En við bjuggumst ekki við svona miklum erfiðleikum, enginn bjóst við svona miklum erfiðleikum í al- þjóðaefnahagsmálum. — Ég var stjórnarformaður þegar við réð- umst í kaup á námunni i Gove í Ástralíu. Framkvæmdum við verksmiðjuna þar var rétt lokið fyrir 10 árum þegar gengi ástr- alska dollarans var fellt verulega. Enginn gat séð gengisfellinguna fyrir eða haft áhrif þar á. Verk- smiðjan í Gove er nú besta súráls- verksmiðja heims og við framleið- um þar vel undir söluverði. Við byrjuðum einnig að þreifa fyrir okkur í öðrum iðnaði en áliðnaði í stjórnarformannstíð minni," sagði Celio hróðugur. „Við keyptum t.d. efnafyrirtækið Lonza og Maremont-varahlutafyrirtækið í Bandaríkjunum. Þau komu sér bæði mjög vel fyrir Alusuisse við reikningsskilin í ár. Álmarkaður- inn er svo sveiflukenndur að við verðum að stunda annan iðnað með til að halda okkur gangandi. Nú eru 45% starfsemi fyrirtækis- ins helguð öðrum iðnaði en áli en við stefnum að 50:50 skiptingu." Alusuisse rekur starfsemi af einhverju tagi í 33 löndum. Celio þekkir leiðtoga flestra landanna en segir að óstöðugleiki, sérstak- lega í Afríku, sé verulegt vanda- mál. „Við erum ekki fyrr búnir að undirrita samning," sagði hann, „en stjórnin fer frá og nýir menn taka við.“ Hann er stöðugt á ferð- inni. Framundan er ferð til Ven- ezuela og önnur til Zaire. í Zaire er meiningin að reisa nýja ál- verksmiðju á næstu 10—15 árum. Hún mun framleiða 150.000 tonn á ári til að byrja með en 600.000 tonn af áli þegar hún verður full- kláruð. Orkukostnaðurinn í Zaire er enn nógu lágur til að fram- kvæmdir sem þessar borgi sig þar. Celio sagði að í dag borgaði sig ekki að reisa smærri verksmiðjur en þær sem framleiða 100.000— 150.000 tonn af áli á ári. ÍSAL-verksmiðjan framleiðir um 50.000 tonn og er því lítil. En Celio sagði að hún hefði þegar borgað sig svo að það væri í lagi. „íslendingarnir voru harðir í horn að taka þegar við stóðum í samningagerð við þá,“ sagði Celio og taldi upp stjómmálaflokkana sem áttu sæti á þingi á 7. áratugn- um. „Jóhann Hafstein var iðnað- arráðherra. Það var unnið dag og nótt. Loks þegar samningurinn var undirritaður var staðið við hann og það sem í honum stóð.“ Celio kvað það rétt að almenn- Kvöldvaka í Bóka- safni Hafnarfjarðar BÓKASAFN Hafnarfjarðar heldur kvöldvöku næstkomandi þriðju- dagskvöld kl. 8.30. í tilefni þess að nú eru að verða 75 ár frá því Hafnar- fjörður fékk kaupstaðarréttindi. Á kvöldvökunni mun Herdís Þorvaldsdóttir leikkona ásamt fleirum lesa upp úr verkum hafn- firskra skálda og rithöfunda. Tón- list verður einnig á dagskrá kvöld- vökunnar, Joseph Fung leikur ein- leik á gítar og annast ennfremur undirleik við einsöng Margrétar Pálmadóttur. Áætlað er að dagskráin standi í um einn og hálfan klukkutíma. Kvöldvakan fer fram í hinum nýja lestrarsal bókasafnsins, sem tekinn var í notkun á 60 ára af- mæli Bókasafnsins fyrir skömmu. Bókasafnið við Mjósund í Hafnar- firði efnir til kvöldvöku í tilefni 75 ára afmælis kaupstaðarins næst- komandi þriðjudagskvöld. Þess má geta, að húsnæði það sem safnið er í í við Mjósund var vígt á 50 ára afmæli Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Aðgangur að kvöldvökunni er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.