Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 79 óvart þegar það hittir hana per- sónulega. „Drottningin veitir aldrei blaðaviðtöl en hún heldur - lítið samkvæmi fyrir blaðamenn í upphafi hverrar ferðar sinnar til útlanda. Við eitt slíkt tækifæri kom hún til mín og sagði: „Flest- um hér virðist vera orðavant." Þegar biaðamenn hitta hana í eig- in persónu dettur þeim ekkert í hug til að segja við hana,“ segir Talbot. Kannski er það, sem drottningin segir ekki, það sem skiptir máli. (Ræður hennar eru alveg lausar við að vera tilefni til deilna.) „Konungdómurinn er yfir stjórn- mál hafinn. Hann lifir vegna þess að fólk vill hafa eitthvað sem það hefur traust tök á. Stjórnmála- flokkar og þrýstihópar koma og fara en konungdómurinn er alltaf til staðar. Hann er merki um stöð- ugleika, heiðarleika og dyggðir fjölskyldulífsins. Hann er bæði ímynd og lifandi manneskjur — og það er afskaplega erfitt að vera það tvennt í einu.“ Þetta sagði eitt sinn George V sem, þó hann hafi ekki verið mað- ur mikilla breytinga, lagaði sig að þeim með sæmd. Það sama verður ekki sagt um barnabarn hans. Hún virðist oft vera einu skrefi á eftir hikandi eftir að einhverjir aðrir taki af skarið. Hún hefur ætíð verið gagnrýnd fyrir að vera á eftir í tísku. Þegar Anna prinsessa féll fyrir míní- pilsunum og fór að klæðast pilsum sem náðu ekki niður á hné, gerði drottningin ekki það sama. Þegar pilsfaldurinn náði aftur niður fyrir hné, sagði hún að gætni hennar hefði borgað sig. „Það eru til margar ástæður fyrir því að klæðast ekki á áberandi hátt. Hagnýtnin kemur fyrst. Drottn- ingin verður að klæðast mjög þröngum millipilsum svo þau lyft- ist ekki upp í roki. Hún verður að vera í traustum og góðum skóm. Hún verður að bera hatta sem ekki skyggja á andlit hennar. Það verður alltaf að sjást," segir Hugo Vickers, höfundur fjölda bóka um kóngafólkið. Breytingar verða að koma af sjálfu sér, frekar en snögglega. Eins og afstaða konungsfjölskyld- unnar til skilnaðar. Þegar Hare- wood lávarður skildi 1967, hvarf hann gersamlega af sjónarsviðinu. Þegar Margaret prinsessa skildi við mann sinn nokkrum árum seinna, var aldrei nein spurning um, hvort hún héldi áfram opin- berum skyldum sínum eins og ekk- ert hefði í skorist. Mesta breytingin og sú mikil- vægasta, að mati Hugo Vickers, felst i stíl og breyttum háttum konungsfólksins. Það er orðið opnara fyrir almenningi. Hádegis- samkvæmin og garðpartýin í höll- inni eru ekki lengur aðeins fyrir strangt afmarkaðan hóp manna. Og það sem meira er göngutúrar drottningarinnar hafa fært hana nær fólkinu í landinu. „Göngutúr- ar konungsfólksins eru ekki nýtt fyrirbæri. Georg VI og drottn- ingarmóðirin voru vön að ganga um stræti Lundúna á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar og heilsa upp á fólk. En síðan varð allt miklu formlegra aftur á sjötta áratugnum. Drottningin hefur endurvakið þessa fyrri hegðan konungsfjölskyldunnar. Fólk verð- ur að komast í nánd við drottning- una til að snerta hana.“ Endursagt. — ai. Brosandi heilsar hún upp á breska þegna. meiri en nokkur ráðamaður ríkis- ins. Hún hefur tekið þátt í leikn- um í langan tíma og vegna þess að fólk talar við hana í hreinskilni, hefur hún orðið mjög vel upplýst í gegnum árin. Vitur jafnvel. Framlag drottningarinnar er tvöfalt," segir Smith. „Hún hefur unnið ómetanlegt starf, ekki að- eins með því að gefa löndum sam- veldisins tækifæri til að finna að þau eru til, í gegnum stórkostlega fjölmiðlaumfjöllun, sem ávallt er með henni í ferðum, heldur einnig þegar löndin hafa átt í erfiðleik- um. Á ráðstefnunni í Lusaka 1979 gegndi hún mjög áþreifanlegu hlutverki í Ródesíudeilunni." Drottningin hefur einnig sýnt að hún hefur sjálfstæðar skoðanir þegar kemur að því sem snýr að málefnum ríkisins. Margaret Thatcher hafði látið þau orð falla, að drottningin gæti verið í mikilli hættu með því að ráðast í ferðalag um Mið-Afríku og að drottningin ætti að beygja sig undir ákvörðun sem tekin yrði um hvort hún færi eða ekki. Árnold Smith undraðist þetta. „Mér fannst þetta vera mjög mikill hvellur. Það var ekki í hendi Margaret Thatchers að ákveða þetta. Drottningin átti að fara sem höfðingi ríkisins. Ég var þá hættur störfum en lét álit mitt í ljósi.“ Smith hefði ekki þurft að hafa mikla áhyggjur. Áður en Margaret Thatcher hafði tekið nokkra ákvörðun kom tilkynning frá Buckingham-höll um að drottningin myndi halda í ferða- lagið og ekkert meira með það. Ferðalag hennar átti drjúgan þátt í því að losa um spennu og undirbúa jarðveginn fyrir viðræð- Með Reagan Bandaríkjaforseta í Windsor-kastala. sætisráðherra og þar fram eftir götunum. Síðan þá hefur verið skipaður framkvæmdastjóri með tilheyr- andi starfsliði sem annast þessi verk. Fyrstur til að gegna starfinu frá 1964 til 1975 var Arnold Smith, kanadískur skólamaður og dipló- mat. „Mér finnst drottningin vinna mikið og þarft starf og hún vinnur það vel,“ segir hann. „Hún á að baki gífurlega reynslu, mun ur sem leiddu til svokallaðs Lan- caster House-samnings, heldur Smith. „Það er enginn vafi á því að hún vann mjög mikilvægt starf á bak við tjöldin." Blaðið Zambian Times var í það minnsta á þessari skoðun því stuttu eftir Lusaka-fundinn birt- ist í því grein undir fyrirsögninni „Það mætti kjósa hana drottningu alls heimsins." í sviðsljósinu í þau 31 ár sem hún hefur ríkt, hefur mest borið á Elísabetu Englandsdrottningu af konunga- fólki í heiminum. Sjónvarp frá krýningu hennar 1953 var einn áfangi þess, heimildarmynd Rich- Á Solomon-eyju. ard Cawston, Royal Family, 1969 var annar. Þessar opinberanir hafa hrakið í burtu mikið af þeirri dulúð og ofdýrkun, sem leikið hefur um konungsfjölskyldur. Godfrey Talbot, höfundur metsölubóka um drottninguna og drottningarmóð- urina, var fyrsti fréttamaður BBC sem skipaður var til að fylgjast með lífi og störfum konungsfjöl- skyldunnar, starf sem hann hélt frá 1948 til 1969. Hann minnist fagurgalans sem notaður var í blöðum fyrstu árin sem drottning- in var við völd. „Ég lít yfir gamlar dagbækur mínar, á það sem var skrifað í þá daga — lofgerðarrull- urnar sem prentaðar voru. Þá var fjallað um konungsfjölskylduna eins og eitthvað úr heimi ævintýr- anna. Ég verð veikur af að lesa það í dag.“ Þegar hugmyndinni um heim- ildarkvikmynd um konungsfólkið var komið á framfæri við drottn- inguna seint á sjöunda áratugn- um, var hún ekki hrædd um hvernig henni yrði tekið, heldur miklu frekar um hvernig rödd hennar myndi hljóða í kvikmynd. „Heimildarkvikmynd Cawstons Elísabet Englandsdrottning setur breska þingið. gerði gæfumuninn," heldur Tal- bot. „Allt í einu voru meðlimir konungsfjölskyldunnar ekki leng- ur ævintýraverur. Þetta var venjulegt fólk, sem borðaði morgunmat og gerði það sem venjulegt fólk gerir yfirleitt." En drottningin er þó alltaf drottningin. Sem þjóðhöfðingi, æðsta tákn þingbundinnar kon- ungsstjórnar og æðsta vald ensku kirkjunnar, getur hún ekki leyft sér að slappa af eitt andartak, brosa eða segja brandara við opinberar athafnir eins og venju- legt fólk. „Hún er ástundunarsöm drottning. Það er lýsingarorðið yf- ir hana. Bak við tjöldin er hún kímin og sjálfri sér samkvæm eins og Philip prins eða prins Charles. Opinberlega er hún þjóðhöfðingi og er sér afar meðvituð um það.“ Þess vegna, að áliti Talbots, er hún svo fjörlaus sem raun ber vitni við opinber hátíðleg tæki- færi. „Hún er alger andstæða til dæmis Hollywood-stjörnunnar. Hún er andstæða við Reaganskan stíl Bandaríkjaforseta. Hún er fullkomlega laus við sýndar- mennsku. Afleiðing þessa er að drottningin kemur fólki mjög á Hin mörgu andlit Elísabetar Englandsdrottningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.