Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 69 Kjörseðhim úthlutad á að&lfundinum. Illuthafar Alusuisse hlýða á ræðu Meyers, stjómarformanns, á aðalfundi fyrirUekisins. ingur hefði heldur lítið álit á fjöl- þjóðafyrirtækjum og þau væru lit- in hornauga. Leiðtogar Afríku- landa hefja allar samræður við hann á því að úthúða þessum varhugaverðu gróðahringjum en undir lok samræðnanna sagði hann að þeir hölluðu sér allir upp að honum og segðu: „Þú ert Sviss- lendingur og þekkir karlana hjá Nestlé og öllum stærstu fyrirtækj- unum. Geturðu ekki haft áhrif á þá og fengið þá til að hefja starf- semi hérna hjá okkur?" „Allir hata fjölþjóðafyrirtæk- in,“ sagði Celio, „en allir vilja fá þau til sín af því að þau veita at- vinnu. Þegar stór fyrirtæki setja upp verksmiðju í litlu landi og veita kannski 2.000—3.000 manns atvinnu geta þau farið að hafa áhrif i landinu. Það myndi valda verulegu atvinnuleysi ef fyrirtæk- in hættu starfsemi skyndilega og flyttu sig eitthvert annað. En ég held að þetta tal um áhrif fjöl- þjóðafyrirtækjanna séu ýkjur. Þjóðerniskennd hefur aukist mjög um allan heim og það hefur haft sín áhrif. Fyrir 10—15 árum hugsaði framkvæmdastjóri fjöl- þjóðafyrirtækis fyrst og fremst um velgengni fyrirtækisins og lét sig fátækt og hungursneyð í landi, sem fyrirtækið starfaði í, litlu skipta. Heimurinn hefur breyst og framkvæmdastjórar verða nú að taka 50% tillit til aðstæðna í land- inu og 50% hugsa um velferð fyrirtækisins. Ég er stjórnarformaður Jacob- Suchard," hélt Celio áfram en Jacob-Suchard er nú þriðja stærsta kaffifyrirtækið í heimi á eftir General Food í Bandaríkjun- um og Nestlé í Sviss. „Við erum með mikla starfsemi í Argentínu og Brazilíu. Það þýðir ekkert fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á stjórnvöld í þessum löndum. Við verðum að fara alveg eftir þeirra óskum. — En við Svisslendingar höfum heldur engan áhuga á að hafa stjórnmálaleg áhrif erlend- is,“ bætti hann við eins og það þyrfti þó ekki að vera svo um fjöl- þjóðafyrirtæki allra annarra þjóða. „Við viljum bara að það gangi vel í löndunum svo að við getum haldið áfram okkar starfs- emi.“ Alusuisse hefur um 37.000 manns í vinnu um allan heim. Erf- iðleikarnir hafa valdið uppsögnum og niðurskurði en 45.080 manns unnu hjá fyrirtækinu þegar best gekk árið 1980. ítalskur hagfræð- ingur, sem hefur 35 ára reynslu hjá Alusuisse, dr. Bruno F. Sorato, hefur verið ráðinn forstjóri/ framkvæmdarstjóri í stað Meyers og Mullers. „Hann er mjög góður rnaður," sagði Celio. „Ástandið hjá Alusuisse er slæmt, mjög slæmt, en ekki svo slæmt að við ráðum ekki við það. Við höfum lánstraust hjá bönkunum og erum vissir um að það gangi mun betur strax á næsta ári.“ ab Skæruliðar myrtu Schaufel- berger S*n Snlvndor, 27. mní. AP. HREYFING vinstri sinnaðra skæru- liða í El Salvador hefur lýst sig ábyrga fyrir morðinu í aðstoðaryf- irmanni bandarísku hernaðarráð- gjafanna í El Salvador, sem framið var á miðvikudag og lýst verknaðin- um sem svari við afskiptum Banda- ríkiamanna í landinu. I tilkynningu skæruliðasamtak- anna FPL var sagt, að borgar- skæruliðar úr þessum samtökum hefðu drepið manninn, Albert A. Schaufelberger, á miðvikudags- kvöld. FPL er öflugust af fimm uppreisnarhreyfingum í landinu, sem berjast gegn stjórninni, er nýtur stuðnings Bandaríkja- manna. FPL hefur til þessa mest látið til sín taka í norðurhluta landsins í grennd við landamærin við Honduras. Schaufelberger, sem var 33 ára að aldri, var skotinn þrisvar sinn- um í höfuðið, þar sem hann beið í bifreið sinni eftir vini sínum fyrir utan háskólann í San Salvador. Áskriftarsiminn er 83033 ERLENT NÁMSKEIÐ time manager Stjórnunarfélagiö býöur nú Akureyringum og Norölend- ingum upp á hiö vinsæla námskeiö TIME MANAGER. Á námskeiöinu læra þátttakendur aö: — Skipuleggja tíma sinn betur. — Komast hjá þreytu og stressi. — Ná betra sambandi við samstarfsmenn og vini. — Ná betra sambandi við fjölskylduna. — Fjarlægja tímaþjófa. — Nýta alla möguleika í hinu fullkomna skipulags- og stjórntæki TIME MANAGER. Námskeiöiö er ætlaö öllum sem hafa meö höndum sjálfstætt starf í fyrirtækjum, stofnunum, bönkum eöa félagasamtökum. Leiöbeinandi á námskeiðinu er Anna Bögelund- Jensen aðalleiðbeinandi á námskeiöum TIME MANAGER INTERNATIONAL. Námskeiöið fer fram á ensku. Staösetning og tími: 13,—14. júní í Hótel KEA, Akureyri, kl. 8:30—18:00 báöa dagana. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAG (SLANDS^H SIÐUMULA 23 SÍMI 82930 Kostur veröur á stæði í bílgeymslu Kjör: Va á fyrstu 12 mánuöum Va á næstu 12 mánuöum 1/2 til allt aö 20 ára Teikningar og allar frekari upplýsingar á skrifstofunni. Frágangur: íbúöirnar afhentar tilbúnar undir tréverk. Sam- eign fullfrágengin. Afhendingartími: í maí 1985. Byggingaraðili: Bygginga- félagiö hf. Fasteignamarkaöur Rárfestingarfélagsins hf SKÖLAVÖROUSTtG 11 SlMI 28466 (HÚS SfWRISJÖOS REYKJAVlKUR) Lögfræöíngur Pétur Þór Sigurösson hdl. 3ja herbergja 102 m2 kr. 1.380.000 3ja herbergja 111 m2 kr. 1.490.000 3ja herbergja 113 m2 kr. 1.590.000 4ra herbergja 134 m2 kr. 1.880.000 DRAUMAKJÖR EFTIRSTÖÐVAR TIL 20 ÁRA í hinum nýja miöbæ Garöakaupstaðar Um 30 íbúðir í fjölbýlishúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.