Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 71 Útvegum fólk með skömmum fyrirvara Rætt við Steinunni Björk Birgisdóttur hjá Liðsauka hf. „Ég skal nefna þér dæmi. Þaö hringdi maður í morgun sem var í stökustu vandræðum. Síma- stúlkan í fyrirtæki hans veiktist skyndilega og hann þurfti nauð- synlega að fá einhvern til að leysa hana af. Og eftir kiukku- stund eða svo var starfsmaður frá okkur mættur á staöinn og farinn að svara í símann." Þaö er Steinunn Björk Birg- isdóttir hjá afleysingaþjónust- unni Liösauka hf. sem er aö fræða blaðamann Mbl. um starf- semi þeirra á Hverfisgötu 16a. Og áfram heldur Steinunn. „Þetta gengur þannig fyrir sig að til okkar kemur fólk sem hef- ur áhuga á því aö vinna í afleys- „Biðjum þess öll, að bankar þínir dafni“ Sumarið er komið og „Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn“, eins og Tómas Guð- mundsson segir í kvæði sínu fræga „Austurstræti". Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. var sem oft áður á ferðalagi um strætið okkar fræga, sennilega í þeim tilgangi að festa á filmu vegfarendur sem ekki sjást á hverjum degi í miðbænum nú- orðið, þörfustu þjóna okkar áður fyrr, íslenska hesta. En hann hefur ekki getað stillt sig um að smella af einni mynd af banka- stjórum Seðlabankans í hádeg- isgöngu sinni, þeim Jóhannesi Nordal og Davíð ólafssyni. Þeir félagar eru glaðir á svip í góða veðrinu, kannski þeir séu að hugsa um aðra ljóðlínu úr Aust- urstræti Tómasar, sem hljóðar svo: „Biðjum þess öll, að bankar þínir dafni." ingum og skráir sig. Nafniö eitt er ekki nóg, það verður aö gera grein fyrir menntun sinni og fyrri störfum og sanna hæfni sína. Með öðrum oröum, við verðum að vita hvaöa störf fólk getur gengið inn í með svo til engum fyrirvara. Á hinum kantinum eru þaö svo fyrirtækin sem til okkar leita þegar starfsmann vantar til afleysinga. Við erum eins konar miðstöð sem tengir saman þessa tvo hópa.“ — Þjónustumiöstöð, segiröu. En hver borgar fyrir þjónustuna? „Fyrirtækin eingöngu. Skrán- ing einstaklinga er þeim alger- lega að kostnaöarlausu. Raunar má líta svo á að það fólk sem er á skrá hjá okkur vinni hjá Liös- auka. Viö sjáum um aö greiða þessu fólki fyrir afleysingavinn- una; sendum fyrirtækjunum reikning fyrir útselda vinnu, borgum einstaklingunum, sjáum um orlof og önnur launatengd gjöld. Og tökum auðvitað þókn- un fyrir okkar þjónustu. En þetta gildir eingöngu um afleysingaþjónustuna, það er að segja störf sem fólk vinnur kannski frá hálfum degi upp í tvo mánuöi. Þegar fólk er farið aö vinna lengur er yfirleitt um aö ræða ráðningu til skamms tíma og þá fer fólk á launaskrá hjá viðkomandi fyrirtæki. Dæmi um Steinunn Björk Birgisdóttir hjá afleysíngaþjónustunni Liósauka hf. á skrifstofu fyrirtækisins á Hverfisgötu 16a. slíkt er skólafólkið, sem kemur til okkar í þeim tilgangi aö finna sér sumarvinnu. í þeim tilfellum borga fyrirtækin okkur ráðn- ingargjald." — Hvaða fólk er það sem leitar helst til ykkar? „Alls konar fólk. En það er töluvert um húsmæöur sem vilja ekki binda sig í fasta vinnu, skólafólk sem er að leita sér að atvinnu með námi eða yfir sumartímann. Og einnig fólk sem kannski er að svipast um eftir framtíðarstarfi en vill nota tímann á meðan í ígripastörf.“ — Fá allir vinnu sem til ykkar leita? „Nei, því miöur er það ekki svo gott. Eftirspurnin er mjög mismunandi eftir því hvaða starfsgrein á í hlut og við fylgjum þeirri grundvallarreglu aö útvega aðeins vant fólk. Þaö eru því minni möguleikar fyrir fólk meö litla starfsreynslu að fá atvinnu í gegnum okkur.“ — Hvers konar störf eru það sem mest framboð er af? „Tvímælalaust skrifstofustörf af ýmsu tagi, bókhald, vélritun, verðútreikningar og þess háttar. En þó er einnig töluvert beöið um fólk í útkeyrslu, afgreiöslu og sendlastörf. Og margt fleira." — Nú er Liösauki tiltölulega ungt fyrirtæki, tók til starfa fyrir ári; hvernig gengur reksturinn? „Nokkuö vel, held ég aö sé óhætt að segja. Fjöldi einstakl- inga sem til okkar leitar er mjög mikill. Og fyrirtækin eru í vax- andi mæli farin aö gera sér grein fyrir tilveru okkar og því að með því að nýta sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á er hægt að halda starfsmannafjölda í lág- marki.“ SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 41 Styrjöldin hefur mikil áhrif á heilsufar Stalíns, en þá verður hann þjóðhetja. Tortryggni hans eykst. Einu sinni Gyðingur, segir hann einhverju sinni, alltaf Gyðingur! Fólk skiptir ekki um blóð eins og litarhátt, segir hann. Stalín er farinn að grána. Hann hafði aldrei verið eins mikill á velli og áróðursmyndirnar sýndu. Nú er hann orðinn rýr. Hefur gengið saman, elzt um mörg ár í stríðinu. Þetta skrímsli í mannsmynd, Hitler! Stalín hafði í senn óttast hann og virt. Nú ... jæja. Yfirhöfn marxismans fór honum þó betur en einkennishúfa naz- ismans Hitler. Stalín hefur fengið mörg áföll. Hann er tekinn. Ekkert stórt við hann lengur, nema hendurnar. Þessar stóru hvítu hendur, sem enginn listamaður getur málað. Fjandinn hafi þá alla . . . Og svo höfuðið. Með gömlum æpandi örum eftir bólusóttina í Tíflis. Já, þetta stóra höfuð, sem hann er enn svo hreykinn af. Þessi tölva kerfisins! Hún þótti skila góðum árangri þegar í prestaskólanum í Tíflis, þar sem Koba var betri námsmaður en millistéttarstrák- arnir. Sonur þrælborinna foreldra í marga ættliði. Ánauð- ugra sveitaöreiga. f Tíflis, já. Þar lærði hann að meta Gogol og Chekhov, sem honum hefur þótt skemmtilegast að vitna í. Stalín er túróttur. Ræðst jafnvel á Svetlönu undir borðum og kallar hana sníkjudýr í áheyrn félaganna. Segir að ekkert hafi orðið úr börnum sínum. Undir lokin vill hann draga sig í hlé, en miðstjórnin hafnar því. Hún skorar á hann að halda áfram. Hann hefur engan lækni lengur að annast sig. Vinogradov, eini læknirinn, sem hann treystir, hefur verið settur í fangelsi. Stalín vill ekki láta neinn annan lækni koma nálægt sér. Hann setur jafnvel læknasamsæri á svið, kallar það heimssamsæri síonista. Ætlar svo að losna billcga við félagana. En sjá þeir við honum? Gaf Molotov honum eitur úr vodka- flösku? Sumir halda því fram. Svetlönu bregður mjög, þegar hún sér, hvað föður hennar hrakar eftir að hann veikist. Á efri árum er Stalín einmana og engu líkara en hann dýrki þessa einveru. Sjálfur er hann fjöldi, mergð. Fólkið býr í honum. Hann hefst við dögum saman í íburðarlausri skrifstofu í dacha í Kuntsevó, þar sem móðir Péturs mikla var alin upp. Þar þykir honum skemmtilegast að horfa á kvikmyndir með félögunum. Eða einn. Það er eins og heimurinn utan dyra komi aldrei í heimsókn inn í þetta gamalkunna hús. Það er utan við nútímann. Innanstokksmunir gamlir og snjáð- ir og hlálegar myndir á veggjum, jafnvel barnamyndir úr tímaritum. Svetlana man sérstaklega eftir stóra, kín- verska tígrisdýrinu, sem hangir á einum veggnum. Stalín hefur gleymt verðgildi peninga. Þegar Svetlana kemur í heimsókn vill hann endilega gefa henni peninga. Hann hefur áhyggjur af því, að dóttur hans skorti skot- silfur þegar sú venja er afnumin, að ríkið sjái ættingjum kommissaranna fyrir þörfum þeirra. Að öðru leyti hugsar hann ekki um einkamál hennar. Og hann er einnig um- hirðulítill um einkamál sín. Þó minnist hann einu sinni á dauða Nadya. Svetlönu finnst erfitt og kveljandi að hlusta á hann leita að sökudólgi. Leita að ástæðum. Orsök fyrir dauða hennar. Þær hljóta að leynast einhvers staðar annars staðar en hjá honum sjálfum. Nokkrum dögum áður en einvaldurinn leggst bana- leguna, kemur dóttir hans í heimsókn. Hún borðar með föður sínum og félögum hans um kvöldið. Þar eru auk hennar Bería, Malenkov, Búlganin, Mikoyan og Krúsjeff. En Molotov er viðskila við hópinn. Hann er í frysti. Mikoyan einnig áður fyrr. Stalín þoldi þá félaga illa með köflum. En báðir höfðu oft staðið sig vel, Mikoyan ekki sízt þegar hann er með puttana í Slanský-réttarhöldunum í Prag. Armenski refurinn sem alltaf átti útgönguleiðir aflögu. Þeir félagar tala um heimskommúnismann og forystu- FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.