Morgunblaðið - 29.05.1983, Page 12

Morgunblaðið - 29.05.1983, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Það er hægt að hugleiða mannkynssöguna frá ýmsum sjónarhornum. Stundum er kóngum og stjórnarárum þeirra haldið uppi sem sáluhjálparat- riði til mannkynssöguskilnings. Sumir álíta vænlegt að athuga hvað kvenfólk var að bardúsa á hinum ýmsu tímum. Öðrum finnst það upplýsandi að gægj- ast inn um eldhúsgættina og kíkja í pottana, til að öðlast auk- inn og bættan skilning á sögu tegundarinnar. Kannski er það vænlegast hér eins og víðast annars staðar að huga að sem flestum þáttum, en hér verður staldrað við í nágrenni pottanna og matarborðsins, einkum í Prakklandi og á ftalíu. Það þarf þó nokkra velsæld til að geta gert mikið úr mat sínum og til að geta fengizt um hvað er borðað og hvernig maturinn er matreiddur. Aðalkúnstin var að hafa nóg í sig, hitt kom á eftir. Það sem er sagt um mat hér á eftir á einkum við um mat hinna efnaðri, vel stæðra borgara og aðalsmanna. Á seinni hluta miðalda var matur í betri húsum yfirleitt ótrúlega flókinn. Kjöt og fiskur var soðið í spað, stappað saman við soðið og þrælkryddað. Krydd gerði sitt gagn við að breiða yfir bragðið af lélegu hráefni. Það var að vísu ekki alltaf sem bezt, en það var einnig stöðutákn, því það var dýrt og eftirsótt. Hér er að sjálfsögðu átt við krydd aust- an að, ekki innlendar kryddjurt- ir sem auðvelt var að nálgast. Miðöldum er gjarnan talið ljúka 1492, þegar Kristófer Kól- umbus komst til Ameríku á veg- um Ferdinands Spánarkóngs og ísabellu spúsu hans. Að vísu hafði Kólumbus þá hugmynd að hann væri kominn til Indlands, þar af nafn indíána. Það var ekki sízt kryddið sem freistaði Kólumbusar og Ferdínands, sá sem gat ratað auðfarna og beina leið að krydduppsprettunum, átti víst gull og græna skóga. Það er því ekki ofsagt, að bragð- laukarnir og ævintýragirni í mat og drykk hafi rekið á eftir og breytt gangi veraldarsögunnar, þó svo ýmislegt annað hlytist af, svona óvart. Ódýrt krydd og áður óþekktar nýlenduvörur, já, takið eftir orð- inu nýlenduvörur, breyttu efna- hagsástandi þjóða og höfðu áhrif á mataræði þeirra. Á miðöldum ferðuðust Evr- ópubúar þó nokkuð um Evrópu, því það var keppikefli að fara í pílagrímsferðir. Flosi gekk t.d. til Róms sér til friðþægingar og sáluhjálpar eftir að hafa brennt ur okkur undarlega fyrir sjónir. Nú þykir það óviturlegt að byrja á sætmetinu, en á þessum tíma var sykur mun rarari en nú. Þegar gestir höfðu eflt mat- arlystina á þessu góðmeti, var boðið upp á hvers kyns steikur. Þar var steikt kálfabris og lifur með eggaldinsósu, sykri og pip- ar, lævirkjar steiktir á teini með sítrónusósu, ristaðir smáfuglar á teinum með eggaldinsneiðum, fylltar dúfur steiktar á teinum, stráðar sykri og kapers, kanínur steiktar á teini með sósu og söx- uðum pinjuhnetum, páfuglar þræddir með svínafitu, steiktir á teinum, bornir fram með sítr- ónusneiðum, pæar fylltir með hökkuðu kálfabrisi, bornir fram með skinkusneiðum, sterkkrydd- aðir kjúklingar með sítrónu- sneiðum og sykri, kálfakjöts- sneiðar, steiktar á teini með sósu úr kjötsafanum, geitarlæri, steikt á teini, með sósu úr kjöt- safanum, súpa úr möluðum möndlum, með kjöti af þremur dúfum fyrir hverja tvo gesti, kjötsultur. En ítalskur matur hefur und- anfarnar aldir staðið mjög í skugga fransks matar og matar- gerðar, sem hefur verið auglýst og hafin upp til skýjanna. En frönsk matargerð hefur orðið fyrir töluverðum áhrifum frá þeirri ítölsku, þó það sé nú að mestu gleymt. Á 16. öld voru •tvær ítalskar hefðardömur gefn- ar Frakkakóngum. 1533 kom Katrín af Medici til Frakklands frá Flórens og hafði þá með sér ítalska matar- og kökugerðar- menn, svo hún mætti ganga í eina sæng með kónginum með rétt bragð í munni. í lok aldar- innar koma svo María af sömu ætt með ámóta fylgdarliði til að gefast Hinriki IV. Þarna lærðu Frakkar ekki aðeins nýjar að- ferðir, heldur kynntust þeir einnig nýjum hráefnum, t.d. art- isjók og spergilkáli. ítalir litu gjarnan nokkuð niður á fransk- an mat og matarmenningu, fannst hún ekki mjög háttvís. Árið 1577 sagði feneyski sendi- herrann í París að Frakkar borðuðu óhóflega oft, fjórum til MATLEIÐIS UM M ANNK YN SSÖGUN A Njál inni, segir í Njálu, enda er Flosa fyrirgefið í sögunni. Þegar kemur fram á 18. öld og Evrópu- búar eru orðnir veraldlegar sinnaðir en áður, var farið í ann- ars konar pílagrímsferðir. Nú voru ekki leitaðir uppi helgir dómar kirkjunnar, heldur helztu vé vestrænnar menningar. Þá eins og áður lágu allar leiðir til Róms, fyrr eða síðar. Athyglin beindist frá skrínum og beinflís- um dýrlinga að gömlum bygg- ingum og rústum og öðrum leif- um rómverskrar menningar. Það var engin tilviljun að menn eins og Thorvaldsen héldu þang- að. ítalir höfðu einnig upp á að bjóða margt ljúfmetið. Þeir höfðu einna fyrstir vanið sig af sósugerð og kryddaustri mið- alda. Krydd varð fáséðara eftir að þeir misstu kryddverzlunina í hendur Portúgölum, og þeir lög- uðu sig vel að því. Þeir voru und- ir nokkrum áhrifum frá ná- grönnum sínum, Tyrkjum, og öðrum þjóðum fyrir botni Mið- jarðarhafs, notuðu gjarnan syk- ur, möndlur og kanel með t.d. kjöti. Þegar Píus páfi V. bauð til veizlu árið 1570 var matseðillinn á þessa leið: Fyrst var boðið upp á kalda rétti, sem virðast hafa verið lagðir á borð, svo hver og einn gæti tekið sér. Þar var að finna marsipanbita og -kúlur, kryddkökur frá Napólí, Malaga- vín (sæt vín) og kökur frá Pisa, nokkurs konar kex úr mjólk og eggjum, vínber og spánskar ólíf- ur, þar var og skinka (prosci- utto) soðin í víni, sneidd og bor- in fram með kapers, vínberja- mauki og sykri, saltaðar svína- tungur soðnar í víni og sneiddar, smáfuglar steiktir á teinum og tungum þeirra vafið um sætt sinnep. Állt þetta sætmeti kem- En gestir hins háæruverðuga Píusar áttu ekki að ganga svang- ir til sængur þetta kvöld, kannski varla hlæjandi heldur, því þriðji matarumgangurinn var soðinn matur hvers konar, svo sem fylltar, feitar gæsir soðnar á Langbarðavísu, þaktar möndluflögum og bornar fram með osti, sykri og kanel, fyllt kálfabringustykki, soðið, skreytt blómum, soðinn mjólkurkálfur borinn fram með steinselju, möndlur í hvítlaukssósu, hrísgrjón soðin í mjólk á Tyrkja- vísu, stráð sykri og kanel (gamli góði grjónagrauturinn, ekki satt?), fylltar dúfur með morta- dellapylsu og heilum laukum, kálsúpa með pylsum, kjúklinga- pæi, tveir kjúklingar í hverjum pæa, geitarbringustykki í hvítri sósu með steiktum lauk, pæar fylltir eggjasósu, soðnar kálfa- lappir með osti og eggjum. Þá var komið að fjórða um- ganginum, sem var borinn fram eins og sá fyrsti. Þar gat að líta baunapæa, smápæa með plóm- um, ein í hvern, perupæa, per- urnar vafðar í marsipan, ost frá Parma og Rivierunni, nýjar möndlur á vínviðarlaufi, ristað- ar kastaníur bornar fram með salti, sykri og pipar, rjómaost stráðan sykri, hringlaga kökur og þunnar stökkar kökur. Á þessum matseðli er margt sem er mjög kunnuglegt úr nú- tíma ítalskri matargerð, t.d. smáfuglarnir og að sítrónur eru mikið notaðar, pylsur og ostur. En aðdáun á ítalskri menn- ingu og rótum hennar náði ekki alltaf til ítalskrar matargerðar og hráefnis. Enskur menningar- ferðalangur á 18. öld hreifst þannig lítt af matnum og kvart- ar sáran í bréfi heim í barbaríið að á borð væri borin hrá skinka, pylsur frá Bologna, fíkjur og melónur, en ekkert sem væri matur í, t.d. ekki soðið svínslæri og baunabúðingur, ekki saltað nautakjöt með söxuðu, steiktu káli... Hann hefði víst feginn viljað hafa enska matinn með sér, líkt og þeir landar okkar sem rogast með hangikjötslæri í sólmenningarreisur á suðrænar strendur... fimm sinnum á dag eða þegar þeir vildu, borðuðu lítið af brauði og ávöxtum en mikið af kjöti. Þeir hlæðu veizluborð sín og eyðilegðu í sér maga og inn- yfli með ofáti, rétt eins og Þjóð- verjar og Pólverjar gerðu með drykkju. En fljótlega upp úr þessu og þegar tók að líða á 17. öld varð franskur matur einfald- ari, hvert hráefni kom betur í ljós, líkt og hafði orðið með ít- alska matinn. Það er svo gjarnan talað um, að þegar fer að líða fram á 18. öld, hafi matseld í Evrópu verið orðin nokkuð lík því sem hún svo var enn fram á þessa öld, matar- gerð einstakra svæða orðin nokkuð fastmótuð og einkennd- ist fyrst og fremst af hráefnum á hverjum stað. En heimurinn er ekki bara Evrópa og það er ekki líklegt að enska ferðalanginum hefði líkað betur sá matur sem Árni Magn- ússon frá Geitastekk í Dölum fékk að borða á Grænlandi 1754 á sinni menningarreisu. Hann segir: — Að síðustu héldu hver öðr- um veizlu, kunnu vera saman í 3—4 daga. Þessir eru nú réttirn- ir: 1. Vindþurr hafsíl. 2. Rotið selket. 3. Vindþurrt selket. 4. Kogt selket. 5. Selkets blóðsúpa. 6. Hreindýragor í skálum fram borið með spikbitum í. 7. Krækjuber með selspik. 8. Marhnútasúpa með lýsi í. 9. Sjó- söl eður þess konar, sem er í þar- anum, með löngum blöðum. 10. Hart haraket (hérakjöt). Þar eru vel fleiri, en eg hefi gleymt þeim. — Hér er mikið lagt upp úr fjöl- breytninni eins og í páfagarði, en þarna norðurfrá er náttúran fábreyttari. Við sláum botninn í matar- mannkynssöguna í fylgd Árna og vindum okkur að alvöru elda- mennskunnar. Alvaran er þó ekki meiri en svo að það er sjálfsagt að brosa a.m.k. út i annað, gjarnan út í bæði... Góða skemmtun! Perukaka Eins og þið sjáið á matseðli Píusar páfa var mikið um hvers kyns pæa. Það var vegna þess að það hentaði vel að baka mat í deigformum í eldstæðum þess tíma. Það var semsagt tæknilega og hagræðingarlega séð afar hentugt, eins og segir í fréttun- um. Ávaxtakökur voru vinsælar og það voru möndlur einnig. Þetta tvennt er haft í huga hér á eftir. Kakan virðist nútímaleg, en uppskriftin gæti rétt eins verið nokkur hundruð ára gömul. Fyrst er búinn til pæabotn og hann bakaður. í hann er svo sett krem úr eggjum og rifnum f möndlum, ásamt ögn af rjóma. j Ef þið eigið ekki möndlur, getið f þið notað marsípan í staðinn eða muldar möndlumakkarónur, en | farið þá hóflega í að sykra. Vín- y lögg getur gefið gott bragð. Ofan á kremið er svo raðað perusneið- um. Það er hægt að nota niður- soðnar perur, þá gjarnan heila helmingana. Kökuna er hægt að bera fram heita beint úr ofnin- um, volga eða þá kalda. Ef þið berið hana fram kalda, getur farið vel á að smyrja þunnu lagi af sultu yfir, e.t.v. hrærðri með víni eða ávaxtasafa, notið þá tegund af sultu, víni eða safa sem ykkur lízt bezt. Kakan er góð sem eftirréttur, en einnig með kaffi. Og ef þið viljið ein- falda kökubaksturinn, getið þið sleppt pæabotninum og bakað kremið og perurnar í eldföstu fati eða formi. Notið þá e.t.v. heldur meira af perum en hér er stungið upp á. Það leynir sér því ekki að uppskriftina má nota á ýmsa vegu — og þá er enn eftir að nefna að það er hægt að nota aðra ávexti í stað pera, eða fleiri en eina tegund ... Pæabotn: 3Vfe dl hveiti dl heilhveiti 2 msk sykur, gjarnan hrásykur 100 gr kalt smjör, gjarnan ósaltað 2-4 msk kalt vatn 1 Setjið ofninn á 200°. 2 Blandið saman hveiti, heil- hveiti og sykri, saxið smjörið saman við og myljið það með fingrunum þar til blandan er orðin eins og fíngerður sandur. Bætið þá svolitlu vatni í, svo deigið loði saman, en það á ekki að vera klesst. Hnoðið það ekki meira en þarf. 3 Smyrjið form með lausum botni, eða fat, sem þið getið bor- ið kökuna fram í. Þrýstið nú deiginu í formið, svo það verði nokkuð jafnþykkt og nái upp á barmana. Ef þið hafið tíma til, er gott að kæla deigið í forminu, það má gjarnan standa I sól- arhring. Bakið það annars í um 20 mín., eða þar til það er orðið bakað í gegn. Látið mesta hitann rjúka úr botninum. Möndlukrem: 2 egg, lA dl sykur, gjarnan hrásykur 2 dl malaðar möndlur 1 dl rjómi (2 msk vín ef vill) 4 vænar perur sykur, kanell, grófsaxaðar möndlur 4 Þeytið egg og sykur ljóst og létt, þeytið möndlum og rjóma saman við, bætið vini í ef þið notið það. Bragðið á og sætið frekar ef vill. 5 Afhýðið perurnar og skerið þær í sneiðar eða báta eftir smekk. Hellið kreminu í bakað- an, kældan pæabotninn og raðið perunum ofan á. Penslið þær með ögn af bræddu, ósöltu smjöri ef ykkur sýnist svo. Strá- ið sykri, gjarnan hrásykri, og kanel yfir, e.t.v. einnig svolitlu af grófsöxuðum möndlum. Bakið kökuna í um 30—45 mín., eða þar til allt er bakað í gegn, krem og ávextir. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.