Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 • Kerfossinn. Þessi foss var ólaxgengur, en laust eftir 1970 sprengdu landeigendur rás og nú • Veiðimaóur rennir i Lambafossi, einum besta veiðistaðnum í gegn um árin. gengur mikið af fiski upp fyrir. Ekki eintómar sorgarsögur frá íslenskum laxveiðiám — í Álftá á Mýrum hefur laxveiði aukist Það þarf ekki að minna laxveiðimenn á þá staðreynd, að veiðin hefur minnkað stórkostlega þrjú síðustu sumrin. Stigminnkandi afli og síðasta sumar var það lakasta. Sjávarveiðar, vorkuldar og ef til vill fleira spilar eflaust skuggalegt samspil í þessu máli. Nær allar ár landsins hafa boðið upp á stórhrakandi veiði, rýrnunin hefur auðvit- að verið mismikil, en þar sem mest er, í Þistilfirði og Vopnafirði er orðið sem ber að nota ekkert annað en „ordeyða". Ein og ein á er með 20—30 löxum meira eitt árið en annað og einstaka smærri á heldur sig nokkurn veginn boðlegri þó jafnvel þær bjóði ekki upp á þá miklu veiði sem var fyrir fáum árum. Þess vegna þykir mönnum merkilegt þegar þeim verður starsýnt á Ijós í myrkrinu. A, sem ekki aðeins heldur sínu í eyðingunni miklu, heldur á sem þvert gegn straumnum bætir við sig. Þessi á heitir Alftá og er á Mýrum. Eitt og annað um Álftá Álftá er vatnslítil og á þurrka- sumrum eru þeir margir sem líta varla við henni þegar þeir bruna yfir brúna hjá Brúarlandi. Þetta er alllöng á frá upptökum til ósa. Hin svokallaða Veitá á upptök í Hraunsdal og skammt fyrir ofan brúna hjá Brúarlandi rennur í hana kvísl sem heitir Álftá. Segja má að þá sé hin eiginlega Álftá loks mætt til leiks ef svo mætti að orði komast. Neðstu stangaveiði- staðir í ánni eru við Álftárbakka, þaðan eru um 5—6 km til sjávar og rennur áin lygn og meinleysis- leg þann spotta. Góður veiðistaður er rétt fyrir ofan Brúarland, Pott- urinn, sem er tilkominn af manna- völdum. Stangaveiðisvæðið er því ekki langt þegar að er gáð. Frá Brúarlandi og niður að svo- kölluðum Kerfossi sem er svona nokkurn veginn á móts við Arn- arstapa þykja mönnum vera veiði- leysur og nenna ekki að ganga í leit að laxi. Síðustu árin hefur þessi litla en merkilega laxveiðiá haft frá 250 löxum upp í 396 stykki. Athyglis- vert er að síðasta sumar var metár í Álftá. Og það á sama tíma og aðrar ár hraka geigvænlega. Það má auk þess bæta við, að sumrin þrjú sem talist hafa til aflabrests- ára hafa ekki verið lakari en svo, að eitt þeirra var metár í Álftá, hin voru í meðallagi góð ár. Mbl. leit við í Álftártungu hjá Páli Þorsteinssyni fyrir skömmu og hitti hann að máli ásamt Sigurði Guðmundssyni frá Arnarstapa. Þeir voru spurðir hvernigá þessari jöfnu og jafnvel vaxandi veiði f Álftá stæði. Páll: — Ja, ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Sjálfsagt eru skýringarnar fleiri en ein og það má nefna fyrst, að þegar veiðifé- lag var stofnað um 1972 eða svo, voru öll net tekin upp úr ánni, en mikið af laxi var tekinn i þau, einkum neðarlega í ánni, fyrir neðan stangaveiðisvæðin. Sigurður: — Svo er annað, um svipað Ieyti var Kerfossinn gerður laxgengur, en það fór ekkert af fiski upp fyrir hann áður. Síðan slepptum við miklu magni af seið- um fyrir ofan og möguleikar lax- ins eru miklir fyrir ofan Kerfoss, góðir hyljir að hvíla sig í og góð hrygningarsvæði. Páll: — Álftá hefur þann kost, sérstaklega hérna upp frá, að hún ryður sig ekki. Þarna eru víða úr- valshrygningarsvæði sem spillast ekki af vatnavöxtum. Áin býður upp á góð skilyrði fyrir uppvax- andi seiði og ég er ekki í vafa um að þessir auknu möguleikar á náttúrulegu klaki vegur þungt á metunum. En hvað með Kerfossinn? Páll: — Hann er einn besti veiðistaðurinn í ánni og lagfæring fossins var talsvert mál á sínum tíma. Við lentum í deilum við veiðimálastjóra um hvernig þessu skyldi hagað. Við vildum einfald- lega sprengja rás í fossinn, en hann vildi ekki heyra annað nefnt en við fengjum laxastiga. Við fór- um okkar fram og gerðum það fyrir vikið án fjárveitinga og styrkja. Þetta kostaði okkur á sín- um tíma 180.000 krónur, kostnað- ur af laxastiga var þá áætlaður 5—600.000 krónur. Þetta heppnað- ist vel og síðan hefur mikill lax gengið upp fyrir Kerfoss. Laxinn í Álftá hefur löngum þótt vænn? Sigurður: — Já það er rétt, en því miður hefur hann smækkað nokkuð síðustu árin. En áður fyrr var lítið af smálaxi í þessari á. Ég heyrði stærst talað um 22 punda lax í Álftá og veiddi sjálfur stærst 18 pund í Stekkjarfljóti. En það var mikið veitt í net og með ádrætti áður fyrr og það voru eng- ir smálaxar sem þá komu úr ánni. Þeir voru ekki vigtaðir úr netun- um, en sá 22 punda var örugglega ekki sá stærsti. Páll: — Auk þess hafa menn tal- ið sig þekkja úr hinn gamla Álft- árstofn. Það eru stuttir laxar mið- að við þvngd og mjög þykkir og sverir. Álftá hefur alltaf verið fyrirstöðulaus laxinum, hann komst ekki fram fyrir Kerfoss áð- ur og hann er honum auðveldur uppgöngu eftir breytinguna. Þetta vaxtarlag er víst stundum á laxi úr ám af þessu tagi. En það er rétt sem Sigurður sagði áðan, laxinn hefur smækkað og þeir smáu eru greinilega af öðrum stofni. Þeir eru mjóslegnari. Þetta er að mínu viti fiskur af Elliðaárstofninum, Stangaveiðifélagið var með Álftá á leigu fyrir nokkrum árum og sleppti þessum stofni þá í hana. Þetta er geysilega harðgerður og bráðþroska stofn og fiskar úr hon- um hafa sterka tilhneigingu til að ganga í ána strax að loknum ein- um vetri í sjó. En gamli stofninn er ekki horfinn, langt frá því. Sigurður: — Þá ber meira á því síðustu árin að laxinn gangi fyrr á sumrin þó það sé mismunandi frá ári til árs. Hér áður fyrr gekk lax- inn seint, aldrei fyrr en líða tók á júlí og það tók því varla að hefja veiðar fyrir alvöru fyrr en kominn var ágúst. Þá var líka veitt af kappi og fram á haust. Páll: — Annars hefur einn hlut- ur vakið spurningar hjá mér. Mér vitanlega var lítið sem ekkert um það áður fyrr að laxinn væri í neinu magni i ánni yfir veturinn. Ég man aldrei eftir slíku og tals- vert var átt við silungsveiðar á vorin, í apríl og mai. En við höfum neyðst til að leggja þær veiðar niður, því nú ber svo við að allt morar i niðurgöngulaxi. Og þeir eru svo gráðugir greyin, gleypa meira að segja beran öngul. En skaða sjávarveiðar ekki veið- ina að ykkar mati? Sigurður: — Það varð að hætta vorveiðunum laxins vegna. Það er fyrir öllu að hann komst út i sjó, þar er hann óhultur. Ég hef ekki trú á því að Álftárlaxinn verði fyrir óvenjulegu fjörtjóni í sjón- um. Páll: — Þessu er ég sammála, ég tel að sjávarveiðar Færeyinga hafi engin áhrif á laxgengdina í Álftá. Ef svo væri myndi veiðin i ánni varla aukast á sama tíma og hún minnkar annars staðar. Þó er ég alls ekki að segja að sjávarveiðar • Morgunafli úr Álftá. Stærsti laxinn er gott dæmi um Álftárstofninn, hann virðist ekki mikið stærri en smálaxarnir sem eru 4—6 punda. Þetta er þó 9 punda fiskur. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem vottuðu mér vináttu og tryggð á 85 ára afmœli mínu 22. maí sl. SIGURLÍNA BJÖRNSDÓTTIR FRÁ HOFI. Túnþökur Góöar vélskornar túnþökur til sölu. Skjót afgreiösla. Landvinnslan sf., sími 78155 á daginn og 45868, 17216 á kvöldin. Fer inn á lang flest heimili landsins! Ég þakka bömum mínum, tengdabömum, systkinum, vinum og kunningjum ógleymanlegar stundir á 70 ára afmœli mínu 20. maí si með heimsóknum, gjöfum og tdýju handtaki. Guð blessi ykkur öll Petrea Georgsdóttir. SVIFFLUG Námskeið í svifflugi verður haldiö á Sandskeiði í sumar. Innritun og upplýsingar í símum: 17214 og 74288. SVIFFLUGFÉLAG ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.