Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 77 L?AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDA „Það er hrikalegt til þess að hugsa, þegar sjónvarp/útvarp væla eins og útburðir á góu um fjárskort og annað allsleysi, að þá skuli ótöldum tugþúsundum, ef ekki hundruðum þúsunda, hent í það að flytja evrópskt knattspyrnu- fár inn í stofur hjá okkur.“ Minnir á fræga sögu Skúli Helgason prentari skrifar: „Velvakandi góður. Stundum kemur það fyrir, að svo hrikalega gengur fram af manni, að orðum verði tæplega komið að hneyksluninni. Þannig fór fyrir mér á miðvikudagskvöld. Ég settist í sakleysi mínu fyrir framan sjónvarpstækið tveim til þrem mínútum fyrir klukkan átta og hugðist fá fregnir af þvi, hvern- ig leikhúsi þjóðarinnar gengi að mynda sér stjórn. Það sem mætti mér á skjánum reitti mig svo rækilega til reiði, að við lá, að alsaklaus sjónvarpsræf- illinn flygi út um gluggann. Spark og aftur sama sparkið á mismun- andi hraða í einar fimmtán mínút- ur og fréttum frestað um þann tíma. Sem sagt sportidjót þjóðar- innar hafa forgang fram yfir öll okkar efnahagsmál. Varla verður svo á litið, að for- ráðamenn sjónvarpsins trúi einu einasta orði af því, sem sagt er um að við séum: Á Hraðferð-Kleppur til glötunar. Þetta minnir mig óneitanlega á þá frægu sögu, að Neró hafi leikið á hörpu, meðan Róm brann. Það er hrikalegt til þess að hugsa, þegar Sjónvarp/Útvarp væla eins og útburðir á góu um fjárskort og annað allsleysi, að þá skuli ótöldum tugþúsundum, ef ekki hundruðum þúsunda, hent í það að flytja evrópskt knatt- spyrnufár inn í stofur hjá okkur. Síðan leyfa þessir sömu aðilar sér að kalla þetta íþrótt. Hingað til hef ég aldrei heyrt þess getið, að verksmiðjuvinna, námagröftur, svo að maður minnist nú ekki á fiskveiðar, sé kallað íþrótt. Og hingað til hef ég haldið, að allir leikir hættu að vera íþrótt, um leið og farið væri að borga mönnum kaup fyrir að stunda viðkomandi leik. Sú knattspyrna, sem oftast er verið að sýna okkurá skjánum er ekkert annað en hörku-atvinna, og nær væri að sjá annað slagið tveggja tíma fræðsluþætti um okkar eigið og kannski annarra at- vinnulíf, því að á því lifum við, en um enska knattspyrnu varðar okkur ekki neitt. Og síst af öllu er það hugsvölun í brauðstritinu að sjá þessa meðferð á fjármunum okkar. Nei, kæra útvarpsráð. Á meðan þið haldið áfram að væla um fé- leysi, húsnæðisleysi og tækjaleysi, þá skuluð þið hafa manndóm í ykkur til að sýna okkur, sem þurf- um að greiða óráðsíu ykkar, eitt- hvað uppbyggilegra en atvinnu- sparkara og gargandi fylgifé þeirra." Þessir hringdu . . . Hvers konar efni er þetta og hvar fæst það? Baldur Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að lesa bréf frá „Borgara", sem birt- ist hér í dálkunum 18. þ.m. og fjallaði um eiturefni sem úðað er á tré. Hann heldur því fram, að fróðir menn þekki lím til að bera á segja: — Gylfi Ásgeirsson hringdi í þig fyrir skömmu og sagði að hljómsveitin Kiss væri aðallega andlitsfarði, búningar og leikræn- ir tilburðir. Þetta á aðeins við um hljómsveitina, þegar hún er á sviðinu. Sama má víst segja um Iron Maiden. Gylfa væri nær að hlusta á tónlistina sem Kiss hefur fram að færa. Gylfi segir að áhangendur hljómsveitarinnar séu aðallega 8—12 ára börn. Þetta er alger vitleysa. Sjálfur er ég sextán ára og á mjög marga félaga sem eru á sama aldri eða eldri og halda upp á Kiss. Loks segir hann að Iron Maiden sé miklu betri en Kiss. Það finnst honum á hann við. Hann veit greinilega ekki hver kom Iron Maiden á framfæri. Það var nefnilega hljómsveitin Kiss, sem bauð Iron Maiden með sér í hljómleikaferð um Evrópu. Þetta varð sú kynning sem kom Iron Maiden á flot. Ég skora á Gylfa að bregða sér á hljómleika með Kiss. Ég er viss um, að hann sér ekki eftir því. Það er ekki víst að hann fái tækifæri til að lifa annað eins aftur. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þeim líst vel á hvort annað. Rétt væri: Þeim líst vel hvoru á annað. Bendum börnum á þetta! 52? SVGGA V/QGA g ‘VilVtftAW AVOXTUNSfW VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun sf. annast kaup og sölu veröbréfa, fjárvörslu, fjármálaráögjöf og ávöxtunarþjónustu. Vegna mikillar sölu í spariskírteinum ríkissjóös vantar okkur spariskírteini til sölu strax. GENGI VERÐBRÉFA 30. maí 1983 Óverðtryggð veðskuldabréf 18% 20% 47% 1. ár 61,3 62,3 76,3 2. ár 50,6 51,9 69,3 3. ár 43,1 44,6 64,2 4. ár 37,8 39,4 60,4 5. ár 33,9 35,6 57,4 Verðtryggð veðskuldabréf Nafn- Ávöxtun Sölugengi m. v. vextir umfram 2% afb. é éri (HLV) verötr. 1. ár 96,48 2% 7% 2. ár 94,26 2% 7% 3. ár 92,94 2,%% 7% 4. ár 91,13 2,%% 7% 5. ár 90,58 3% 7% 6. ár 88,48 3% 7,'/.% 7. ár 87,00 3% 7,’/4% 8. ár 84,83 3% 7,%% 9. ár 83,41 3% 7,Vi% 10. ár 80,38 3% 8% 15. ár 74,03 3% 00 Verðtryggð Spariskírteini Ríkissjóðs Ar 1970 1971 1972 1972 1973 1973 1974 1975 1975 1976 1976 1977 1977 1978 1978 1979 1979 1980 1880 1981 1981 1982 1982 Öll kaup og sala verðbréfa miöast við daglegan gengisútreikning. Framboð og eftirspurn hefur áhrif á verð bréfanna. Ávöxtun ávaxtar fé þitt. ÁVOXTUN VERÐBRÉFAMARKAÐUR LAUGAVEGUR 97101 REYKJAVÍK SÍMI28815 Opiö frá 10—17 Fl. Sölug./ 100 kr. Endurgr. 2 13.697 05.02.84 1 11.785 15.09.85 1 11.303 25.01.86 2 8.902 15.09.86 1 6.873 15.09.87 2 6.942 25.01.88 1 4.382 ' 15.09.88 1 3.482 10.01.93 2 2.563 25.01.94 1 2.249 10.03.94 2 1.824 25.01.84 1 1.527 25.03.97 2 1.301 10.09.83 1 1.035 25.03.98 2 831 10.09.83 1 720 25.02.84 2 537 15.09.99 1 449 15.04.85 2 339 25.10.85 1 292 25.01.86 2 221 15.10.86 1 206 01.03.85 2 154 01.10.85 Metsölubladá hverjum degi! trjástofna, svo að kvikindin skríði ekki upp á blöðin. Ætli einhver fróður garðræktarmaður gæti e.t.v. upplýst, hvers konar efni þarna er um að ræða og hvar sé hægt að fá það? Veit ekki hver kom Iron Maiden á framfæri Sverrir Jónsson, Akureyri hringdi og hafði eftirfarandi að ÞVÍ EKKI W LRTR ÞRÐ EFTIR HENNI7 HLJN 6ET- UR FLUTT m EFTIR MI0NÆTTI ÞE6HR RLLIR ERU OR-ÐNIR 6ÖE)6LR0lR 06-ENGINN HLUSTRR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.