Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 ,, þvi m\bur,herra m'inn, pettö. e.r~ ekki hQndferan^ur. " Ast er o W ... að hlusta á sjávarniðinn saman. Einn og aðeins einn Hlídarbúi skrifar. „Velvakandi. Fer það ekki að verða augljóst öllum fslendingum að við eigum aðeins einn mann sem getur tek- ið á vandanum, aðeins einn mann sem hefur náð einhverjum verulegum marktækum tökum á verðbólgunni. Er rétti tíminn núna til þess að velta honum úr sessi? Geir Hallgrímsson hefur ekki alla kosti góðs stjórnmála- manns. Hann er feiminn, þarf oft nokkurn tíma til að koma frá sér skoðunum sínum. En hann hefur það sem mestu máli skipt- ir og það er heiðarleiki og víð- sýni og það sem varðar enn meiru: hann hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í einu. og öllu. Enginn íslenskur stjórnmála- maður sem ég þekki til hefur verið rægður meira og á ómerki- legri hátt en Geir Hallgrímsson. En það er eins og fyrri daginn: Geir Hallgrímsson þeir bestu fá stærstan skammt- inn af rógnum og öfundinni sem tröllríður þessu þjóðfélagi. Auk þess fæddist hann „með silfur- skeið í munninum" og ekki bætir það úr skák. En sannleikurinn er sá að ís- lendingar eru nú svo illa staddir að þeir hafa ekki efni á að ganga frá sínum besta manni. Þeir hafa ekki efni á að drukkna í smáatriðunum og horfa fram hjá því sem mestu máli skiptir: að við lifum af sem þjóð en verð- um ekki seld á uppboði. Því við skulum ekki gleyma því að íslenska lýðveldið er ekki nema tilraun, tilraun sem enn er ekki séð fyrir endann á. Það sem verra er: þessi tilraun virðist ekki ætla að ganga sérlega vel og það kann vel að verða svo að nú fari verr en skyldi. Nú eiga allir sjálfstæðismenn með Geir Hallgrímsson í broddi fylkingar og með hjálp Alberts og Friðriks og fleiri góðra manna að sameinast undir einu merki, vinna að því eina mark- miði sem gerir öll önnur að aukaatriði: að bjarga íslensku þjóðinni frá glötun." Gamli N6i HÖGNI HREKKVÍSI ✓ -Mt €> 1983 „leGcóiv AryxKOR. ! he/?eei3c5i hcxóua." — Opið bréf til Páls Bergþórssonar Árni L Jónsson, Þórshöfn í Fær- eyjum, skrifar 15. maí: „Kæri Páll. Það hafa fáein veðurfræðileg atriði verið að bögglast fyrir brjóstinu á mér undanfarið, og þar sem ég er algjör fúskari í efna-, eðlis- og veðurfræði, þá sé ég þann kostinn vænstan að snúa mér til þess manns, sem ég tel færastan á þessu sviði. Svoleiðis er mál með vexti, að ég hef verið að vilmundast úti í Fær- eyjum undanfarin misseri. Það þarf ekki að því að spyrja, að með hverjum deginum sem líður, þá stend ég mig að því, að ég er að verða meiri og meiri Færeyingur. Til dæmis fer ég ailtaf að hátta núna klukkan tíu og les í Biblíunni minni í korter. Og það var af þess- um biblíulestri, sem allri minni veðurfræðilegu ró var raskað. Þetta byrjaði allt saman fyrir nokkrum dögum. Það var rigning klukkan tíu þetta kvöld, og svona rétt eins og til að vera í takt við stemmninguna, fór ég að lesa um syndaflóðið og Nóa gamla, þegar ég hætti að lesa, fóru að sækja á mig alls konar veðurfræðilegar spurningar: Hvaðan kom allt þetta vatn eiginlega? Af hverju hafði regnboginn aldrei sést áður? O.s.frv. „My blood was up,“ eins og Bretinn segir. Ég fór að grúska í þessu og fann ýmislegt furðulegt. Taktu nú eftir: { fyrstu Mósebók segir: Eitt hvel skal verða mitt í votnunum til at skilja vatn frá vatni. (Let there be a firmament in the mist of the waters and let it divide the wat- ers.) 7. vers: Gud gjörd tá hvolið og skilti vatnið undir hvolvinum frá vatninum yvir hvolvinum. (And God made the firmament, and di- vided the waters which were und- er the firmament from the waters which were above the firmament.) Hér er sagt mjög skýrt og skor- inort frá vatninu sem er undir himninum og vatninu sem er yfir himninum. Nú. Látum þetta bíða. Förum nú yfir í annan kafla sköpunarsögunnar og lesum 5. og 6. vers. Þar segir, að Guð hafi ekki látið rigna á jörðina. „Tí Gud harrin hevði ikki látið regna á jörðini. (And God had not caused it to rain of the earth.) 6. vers: „Tá steig toka upp úr jörðini og vatnaði alla markina. (But there went up a mist from the earth and wathered the whole face of the ground.) Það þarf ekki veðurfræðing til að sjá, að hér er ýmislegt á annan hátt en við eigum að venjast. Öll jörðin er vökvuð með meinlausum úða og það rignir ekki. Frost hefur ekki verið til, enginn hafís eða páskahret. Og nú kem ég að kjarna málsins: Er möguleiki á því, að þetta vatn sem var „yfir festingunni" hafi verið hjúpur af vatni, sem hefur umlukið alla jörðina? Sjór á sporbraut úti í geimnum, sem olli því, að öll jörð- in var eins og gróðurhús? Engar lægðir, engar hæðir, engir veður- fræðingar? Var það þetta vatn, sem Nói gamli fékk yfir sig? Er það út af þessu, sem regnboginn kom, þ.e. þegar nýja kerfið komst á? Góði Páll. Kíktu nú á málið og segðu mér, hvort þetta getur kom- ið heim og saman. Þetta er farið að halda fyrir mér vöku. Megi svo allar spár þínar ræt- ast, ef þær eru góðar. Kveðja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.