Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 53 • Slakad á í miðdegishléinu og aflinn skoöaður. Sá stóri er 12 punda. Myndir: — gg. Færeyinga geti ekki haft áhrif annars staðar. En hvað um framtíð laxveiða í Álftá? Páll: — Ja, hún er náttúrulega ekkert annað en björt, a.m.k. get- ur maður ekki annað sagt meðan að veiðin eykst. Ég tel að áin gæti gefið enn meira þó ég geti ekki gert mér grein fyrir hvað gæti veiðst mest. Sigurður: — Við erum búnir að setja kvóta á ána, enginn má veiða meira en 10 laxa á dag. Það er vegna þess að nokkra daga í fyrra þótti okkur veiði keyra úr hófi fram. Ég átti sjálfur dag í júlí, en var óheppinn með veður. Veðrið var kolvitlaust og áin snarvitlaus. Ekki hundi út sigandi. En er veðr- ið gekk niður var veiðin stórkost- leg. Þeir fengu 30 laxa daginn eftir og 24 eða 26 stykki næsta dag. Áin var þá minnkandi, en þó dálítið lituð. Það virtist sama hvert kast- að var, alls staðar var lax og það gráðugur lax. Veiðisaga Hér þykir undirritðum tilhlýði- legt að bæta við veiðisögu frá Álftá, til að slá botninn í grein um einhverja merkilegustu laxveiðiá landsins, þótt vatnslítil sé. Atvikið sem um getur átti sér stað á síðasta sumri. Feðgar, þrír bræður og gamli maðurinn, eru við veiðar. Yngsti bróðirinn er ekki nema 12 ára gamall og hefur aldrei veitt lax áður. Bræður hans eru hins vegar þaulvanir og árum saman hefur sá litli verið að suða um að fá að vera með. Nú loksins var dagurinn runninn upp. Þetta var seint í júlí og fyrir nokkru orðið kvikt af fiski í ánni. Þeir feðgarnir höfðu víða rennt og gengið yfirleitt vel, er yngsti bróð- irinn og sá elsti komu að Hrafns- hyl við Brúarland. Hafði sá yngsti ekkert veitt, en hinir frá einum og upp í þrjá laxa hver. Það varð því úr að yngsti bróðirinn fékk að byrja. Hann kom orðið flugunni sæmilega frá sér og hafði hug- mynd um hvernig hún skyldi synda í vatninu. En reynsluleysið hafði háð honum til þessa. Hann var með Skrögg nr. 8 og í fyrsta kasti mátti sjá ólgu undir flug- unni, síðan glampa á langan, furðulangan, búk. Því næst stríkk- aði á línunni og sá fyrsti var á. Og þetta var stór fiskur, mjög stór. Nú hófst mikil rimma, laxinn hafði yfirleitt hægt um sig, en tók öðru hvoru rokur til og frá um hylinn. Hvað eftir annað sást vel til laxins, enda áin vatnslítil. Áætluðu feðgarnir að fiskurinn myndi vera um 15—20 pund. Sýndist það sanngjörn ályktun miðað við reynslu þeirra félaga. Og þol og styrkur laxins dró ekki úr sannfæringu þeirra að hann væri heldur nær 20 pundum en 15 pundum. Sá litli tók að þreytast mun fyrr en laxinn og oft kom slaki á lín- una. Bræður hans og faðir treystu sér ekki til að taka við stönginni, vildu ekki halda á henni ef laxinn hristi sig af og þurfa að svara fyrir það. Auk þess vildi sá ungi það alls ekki. Þetta var hans lax og hann ætlaði að ná honum. Svo fór að safnast saman tals- verður mannfjöldi á brúnni, enda liggur þjóðvegurinn yfir ána á þessum slóðum. Fyrst var aðeins um nokkra ferðalanga að ræða, en um stemmningu var ekki að ræða fyrr en rúta full af útlendingum lét staðar numið og hleypti farm- inum út. „Hey, he must be five pounds at least" og „look there he is, what a beauty" mátti heyra mælt hátt og snjallt með Texas- hreim. En auðvitað var laxinn miklu stærri en fimm pund. Tók áhorfendaskarinn mikinn þátt í leiknum, stundi í kór ef slaknaði á línunni, en klappaði í kór þegar stríkkaði á aftur og laxinn var enn fastur á króknum. Eftir rúman hálftíma var lítið lát að finna á laxinum. Þrjú korter liðu og enn synti hængurinn um eins og sá sem valdið hefur. Komið var fram yfir hádegi og húsfreyj- an á Brúarlandi kallaði út um gluggann hvort þeir vissu ekki að það ætti að hætta að veiða klukk- an 13.00? Þegar hún frétti hvernig á öllu stóð var hún fljót að veita leyfi fyrir áframhaldandi skaki í ánni. Én þetta virtist dæmt til að enda illa (fyrir veiðimennina). Laxinn var afar stór, nýrunninn, flugan lítil, veiðimaðurinn bæði óreyndur og farinn að lýjast. Eftir því sem á leikinn leið náði laxinn æ oftar að snúa á veiðimanninn, aftur og aftur náði hann slaka og það losnaði um fluguna jafnt og þétt. Eftir þriggja kortera barning kom svo uppgjörið. Skyndilega þaut laxinn upp undir brú í einni lotu og áhorfendaskarinn saup hveljur. Það söng í hjólinu og sá ungi hóf eftirför. En leið hans upp undir brú var ekki hálfnuð er lax- inn þaut til baka á enn meiri ferð, það slaknaði á línunni og hún hlykkjaðist um alla á. Veiðimað- urinn elti hrasandi og spólaði inn eins hratt og veikir burðir hans megnuðu og loks stríkkaði á ný. Laxinn var enn á, en nú var ekki aftur snúið, flugan var orðin svo laus að um 30 sekúndum síðar kom hún þjótandi upp úr vatninu, en laxinn var þar eftir. Áhorfend- ur stundu af vonbrigðum, en gáfu hinu unga vonsvikna veiðimanni síðan gott og verðskuldað klapp. Hann hafði staðið sig vel og tárað- ist ekki einu sinni þó bræður hans og faðir gerðu svo fyrir hans hönd. Fyrsti laxinn. Fyrsti flugulaxinn. Þó þetta endaði svona að þessu sinni má segja að hinn ungi maður hafi einungis tapað orrustu, en ekki stríði. Hann veiddi sinn fyrsta lax seinna um daginn, smá- lax að vísu. Og að vísu á maðk. En það skipti ekki öllu máli. Hann gat ekki beitt vinstri handlegg sínum þrjá næstu dagana vegna verkja og það varð að gefa honum verkja- töflur svo hann gæti sofið. En viku síðar var hann alheill og hann fékk að fara með í Leir- vogsá. Þar veiddi hann sinn fyrsta flugulax, 4 punda silfraðan hæng í Efri-Skrautá. Flugan var Alex- andra, stórt númer. Hana hafði hann hnýtt sjálfur. __ Styrkið og fegrið líkamann Síðasta námskeið fyrir sumarfrí Ný 2ja vikna námskeið hefjast 6. júní. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Knattspyrnuskóli Vals Knattspyrnuskóli Vals hefst mánudaginn 30. maí og stendur til 30. ágúst. Haldin verða 12 tveggja vikna námskeið og verða tvö námskeið í gangi í einu. Þátttaka tilkynnist í síma 11134 eða á félagssvæöi Vals aö Hlíðarenda við Laufásveg. Knattspyrnudeild Vals. ÓDí'RAR FŒREYJAFERÐIR MEÐ FIDGLEIÐUM! Átján eyjar og hundrað þorp Öllum íslendingum, sem hala heimsótt Fœreyjar. ber saman um að þangað sé gaman að koma. Landslagið er ekki afskaplega ólíkt því íslenska. Aðaleyjamar 18 eru grasi vaxnar frá fjöruborði upp í fjallstinda. en d eyjunum eru 100 þorp og bœir. Fœreyingar eru ákaflega gestrisnir og því góðir heim að sœkja. Þeir halda fast i ýmsa gamla og góða siði, dansa og syngja upp á gamla mátann, klœðast þjóðbúningi til hátíðar- brigða og stunda kappróðra. Sérstakt íerðatilboð í tilefni opnunar Norrœna hússins í Fœreyjum bjóða Flugleiðir sérstakt verð á Fœreyja-ferðum. Miðað er við 4ra daga dvöl í Fœreyjum með brottíör írá Reykjavík. Verð kr. 6.680.-. en þá er miðað við flugferðir. gistingu i 3 nœtur á hinu nýja vistlega Hotel Foroyar í 2ja manna herbergi og morgunverð. Flugvallaskattur er innifalinn en ekki ferð írá ílugvelli til Þórshafnar. Þetta tilboð stendur til 15. júlí n.k. FaBreyjaferð er ódýi og einiöld fyiii alla, - og ekU veldur tungumálið eiHðleikum! Upplýsingar um Fœreyjalerðir Flugleiða fást hjá Q söluskrifstofum og umboðsmönnum Flugleiða og einnig > hjá ferðaskriístofunum. FLUGLEIÐIR /BT Gott tólk hjé traustu télagi M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.