Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 30 ár liðin frá krýningu Elísabetar Englandsdrottningar: Hún stendur sig vel — tœpt á fjórum þáttum nútíma konungdœmis Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því Elísabet Englandsdrottning var krýnd. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, og ávallt er konungsfjölskyldan í sviðsljósinu hvar sem hún fer. Stutt er síðan Charles prins giftist Díönu prinsessu, og bresk blöð voru lengi uppfull af fréttum um Andrew prins og ástarsam- band hans við Koo Stark, sem leikið hefur í heldur grófari myndum en fjöl- skyldan telur æskilegt. Þingbundin konungsstjórn Drottningin ríkir en drottnar ekki. Þannig er þingbundin kon- ungsstjórn. Þingið hefur þó eftir- látið konungsfjölskyldunni ein- hver völd, henni hefur verið leyft að halda eftir nokkrum konung- legum forréttindum. Drottningin hefur völd til að tilnefna forsæt- isráðherra, leysa þingið frá störf- um, aðla menn og náða. Þó hún geri þetta í samráði og að mestu að tilhlutan ráðherra, er það framkvæmt í nafni drottn- ingarinnar. Það veitir henni „rétt- inn til að vera með í ráðum, rétt- inn til að leggja á ráðin og réttinn til að aðvara". Á hverjum degi fer hún í gegnum öll mikilvæg ríkis- skjöl og skeyti frá utanríkisráðu- neytinu, nokkuð sem hún kallar að „fara í gegnum kassana". í hverri viku á meðan þingið sit- ur að störfum, á drottningin fund með forsætisráðherranum. Fund- irnir fara fram á þriðjudagskvöld- um kl. hálf sjö og standa yfir í um klukkustund. Það eru algjörir einkafundir. Home lávarður, sem var forsæt- isráðherra frá 1963 til 1964, líkti eitt sinn þessum fundum við fundi milli vinalegs skólastjóra og yfir- kennara. í dag, segir hann, að það gæti gefið ranga mynd af þeim fundum. „Það er ekkert valds- mannslegt við fundina. Það má helst kalla það ráðgefandi sam- skipti, sem fram fer á þeim. Drottningin býr auðvitað yfir feikilegri reynslu. Það er ekkert sem hún ekki veit um forystu- menn jafnt utan lands sem innan. Hennar álit er því ákaflega dýr- mætt í því sambandi." Það sem rætt er á þessum viku- legu fundum er ríkisleyndarmál. Churchill var vanur að segja að hann ræddi veðhlaup á þeim. Drottningin lætur aldrei neitt uppi um sínar pólitísku skoðanir, en það er líka svo margt annað, sem hún getur talað um, svo að á fundunum fara vart fram annað en óformlegar samræður. „Drottningin hefur komið sér upp óformlegum stíl, sem studdur er traustri þekkingu á heimsmál- unum. Hún hefur talað við alla hugsanlega þjóðhöfðingja um allt mögulegt.“ Áf því hefur hún feng- ið það sem Home lávarður og fleiri kalla „vísdóm" sinn. „Hver einasti forsætisráðherra hefur notið góðs af því að ráðfæra sig við hana. Ég þekki heldur meira til hinna al- þjóðlegu hliða málanna og ég veit af eigin reynslu, að drottningin les öll skeyti um utanríkismál sem henni berast. Hún er mjög vel upplýst og hún fylgist mjög vel með,“ segir Home. Diplómat Þegar drottningin ferðast er- lendis, er kostnaðurinn greiddur af utanríkisráðuneytinu frekar en að hann sé tekinn af fjárlögum. Það er vegna þess, að hún er hálf- gerður sendiherra Bretlands. Hún er diplómatísk brú yfir ókyrrar öldur stjórnmálanna. Buckingham-höll er ekki eini starfsvöllur drottningarinnar. Giskað hefur verið á, að frá krýn- ingu hennar og þar til hún átti 25 ára krýningarafmæli hafi hún far- ið í 50 ferðalög um heiminn og heimsótt yfir 100 þjóðlönd. Oft eru heimsóknir hennar í sambandi við afmælishátíðir landa eins og þegar hún heimsótti Bandaríkin 1976 á 200 ára afmæli Frelsisyfirlýsingarinnar. Þá var sendiherra Bretlands í Bandaríkj- unum sir Peter Ramsbotham. „Það var stórkostlegasta heim- sókn sem drottningin hefur farið í eða er líkleg til að fara i nokkurn tíma,“ segir hann. „Mín skoðun er sú, að þessi heimsókn hennar til Bandaríkj- anna 'hafi verið afar mikilvæg. Hún átti sér stað á þeim tíma sem Bandarikjamenn voru að ná sér eftir Watergate-hneykslið, og einnig voru þeir að ná sér aftur Drottningin skoðar lífverði sína í ausandi rigningu. upp eftir einu niðurlæginguna sem þeir hafa orðið fyrir, Víetnam- stríðið. Hjá okkur voru einnig erf- iðir tímar, efnahagslega séð. Bretland var virkilega í lægð. Svo heimsóknin gat ekki komið á betri tíma.“ Göngutúrar drottningarinnar vöktu geysilega athygli hjá fólki, minnist Sir Peter. „Þo ótrúlegt sé, tók hún það upp hjá sér, án nokk- urrar viðhafnar, að labba upp Wall Street. Fólk hafði aldrei orð- ið vitni að öðru eins.“ Drottningin er mikill drifkraft- ur, og hún lagar það til sem aflaga fer. Sir Peter var sendiherra í íran í upphafi áttunda áratugarins. Hann minnist þess, að þá áttu Bretar í deilum við íranskeisara um einhverja eyju í Persaflóanum. „Þá áttum við erfið samskipti við keisarann og sjálfur var ég í erfiðri aðstöðu um tíma. Alec Home, sem þá var utanríkis- ráðherra, spurði drottninguna hvort það væri ekki til eitthvert ráð til að sefa keisarann. Hún brá á það ráð að bjóða keisaranum til Ascot, sem var umtalsverð fórn, því Ascot stendur konungsfjöl- skyldunni heldur nær en nokkuð annað, og keisarinn er ekki af þeirri tegundinni sem var auð- veldlega skemmt." Heimsókn keisarans var dipló- matískur sigur. „Allt var gert til að hafa hann ánægðan. Hann var gestur við kvöldverðarborðið í Windsor-kastala þar sem öll kon- ungsfjölskyldan var saman komin, og á eftir gekk drottningin með honum um leyndustu staði kastal- ans og sýndi honum það mark- verðasta í safni hans. Keisarinn réð sér ekki fyrir ánægju. Þessi sérstaka aðgerð er nokkuð sem ég mun alltaf standa í þakk- arskuld við drottninguna fyrir, og hún var svolítið sem Kreml, Elysée-höll eða Hvíta húsið hefðu aldrei getað boðið uppá.“ Þjóðhöfðingi í landi sínu stendur drottningin utan við allt pólitískt þref og með henni er sú tilfinning sem bindur fólk í landinu saman. Það er hin opinbera lýsing á henni. f raun er drottningin líklega það eina sem tengir Bretland og hinar 32 fyrr- verandi nýlendur þess. Fram að 1964 hafði drottningin persónu- lega með höndum stjórn samveld- isins, skipulagði ráðstefnur for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.