Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 6
. . . verdur sýnd á næstunni. . . MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 „Ég myndi aldrei mæla með aö fólk færi meö börnin sín í myndina," sagði Parton og stendur ekki alveg á sama um berbrjósta kvenfólkið í myndinni. Besta litla hóruhúsið í Texas Dolly Parton „mellumamma" í myndinni „Besta litla hóruhúsiö í Texas“. Hún er ein frægasta dreifbýlissöngkona Bandaríkjanna. Besta litla hóruhúsið í Texas, er heitið á kvikmynd sem væntanleg er í Laugarásbíó á næstunni. Par fara með aðalhlutverk söngkonan Dolly Parton og hjartaknúsarinn Burt Reynolds. Myndin segir frá mellumömmu (Parton) og lög- reglustjóra (Reynolds), ástarævin- týrum þeirra, afskiptum lögregl- unnar af hóruhúsinu og sjón- varpsfréttamanns (DeLuise), sem staðráðinn er í að stinga á kýli siðspillingarinnar hvar sem hann nær í það. — Dolly ekki skemmt — Það er kannski best að segja það strax að Dolly Parton er ekki alls- kostar hrifin af myndinni. Henni finnst að framleiðendurnir hafi svikið sig. Þeir lofuðu henni nefni- lega að þeir myndu gæta alls vel- sæmis við gerð hennar og forðast að hafa í henni nektaratriði (sem ef- laust er auðvelt að svíkja því mynd- in gerist öll í hóruhúsi). Dolly sá berbrjósta kvenfólk, og karlmenn eflaust líka, í myndinni þegar hún var frumsýnd, og hún fór hjá sér. „Mér stóð ekki alveg á sama,“ segir hún. „Ég myndi aldrei mæla með því að fólk færi með börnin sín að sjá hana. Þetta er ekki beint fyrir alla fjölskylduna. Ég er í öng- um mínum út af þessu." Ein af ástæðum þess að Dolly Parton féllst á að leika í myndinni var sú að framleiðendurnir höfðu lofað henni að nakið kvenfólk sæist ekki í henni. Hún sýndi fjölskyldu sinni handritið og þeim fannst það fyndið. Afi hennar, prestur, sagði við hana, „ef þér finnst þetta vera í lagi, og Herrann getur fyrirgefið þér, get ég það iíka.“ — Reynolds hótar að kýla — Herrann hefur eflaust fyrir löngu síðan fyrirgefið Dolly Parton, en I^arry King, handritahöfundurinn að Broadway-söngleiknum, sem myndin er gerð eftir, hefur ekki fyrirgefið framleiðendunum hvern- ig þeir hafa farið með handritið hans. Að auki reyndist honum erfitt að sjá Burt Reynolds fyrir sér leika sjötugan karlskarf, eins og lög- reglustjórinn í upprunalega hand- ritinu á að vera. Við því sagði Reyn- olds: „Ég get bara ekki séð fyrir mér sjötugan kall gera hosur sínar grænar fyrir Dolly Parton." Larry King hótaði að fella niður hlutverk Reynolds og Reynolds bauð honum upp á hótel til sín, í svítu sína þar, og sagði við hann, í fjarveru öryggisvarðar, að hann myndi „kýla King svo fast að for- eldrar hans dæju“. Á meðan á töku myndarinnar stóð veiktist Dolly og var flutt á spítaia, og hún segir nú, að hún geti ekki átt börn. Gróusöguvertíðin blómstraði á meðan á tökum stóð. Reynolds á að hafa lent í slagsmál- um við framleiðendurna og Dolly og Reynolds áttu að hafa átt í pínulitlu ástarævintýri. „Fáránlegt", segir Burt. „Ekki rétt,“ segir Dolly og bætir við, „Burt gæti höfðað til mín ef ég væri í karlmannsleit. Ég er viss um að ef ég sæi Burt í því ljósi, væri hann mjög kynæsandi." Þar sem hún er gift er hún ánægð með að hafa aðeins samskipti við Burt á viðskiptasviðinu. Hún er viss um að þeu eigi eftir að gera aðra kvik- mynd. — Fjölskyldan — Eiginmaður Parton, Carl Dean er líka óhress með „nektarsenurnar" í myndinni. Dean er hægláti félaginn hennar Dollyar. Það er engin þekkt mynd til af þeim saman og hún er ekkert að halda honum í sviðsljós- inu. Hann einn sér hana án farðans og hárkollunnar. „Við hittumst þegar ég var 18 ára og hann 22. Við vorum svo sannar- lega ástfangin hvort af öðru þegar við giftumst. Hann var fyrsti mað- urinn minn og ég var fyrsta konan hans. Við vorum svo mikið saman að við urðum bæði sjálfstæð. Núna höfum við enga þörf fyrir að núa sagði um hana: „Hún á eftir að verða stærsta stjarna níunda ára- tugarins.“ Eftir að hafa unnið með henni við gerð myndarinnar „The Best Little Whorehouse in Texas“, sagði Burt Reynolds: „Hún er all- sérstakur persónuleiki." Dolly Parton hefur við ýmis tæki- færi verið líkt við Mae West, og hún viðurkennir að margt sé líkt með þeim. Hún veit um veikleika sinn (matur og aftur matur) og hún veit hvar hún er sterk fyrir (hæfileikar og kraftur). Frægðin hefur líka sín- ar slæmu hliðar fyrir fjölskyldu hennar. Bæði móður hennar óg föð- ur hefur verið hótað öllu illu og brotist hefur verið inn á heimili þeirra. Og ef bræðrum hennar og systrum gengur ekki allt í haginn, á fólk það til að segja: „Hvað ertu að gera í þessari vinnu þar sem Dolly Parton er systir þín?“ Stella s.vstir hennar sá sig nýlega knúna til að kaupa lúxusrútu þó hún hafi ekki haft nokkur efni á því, til að hafa áhorfendur sína ánægða í söng- ferðalögum sínum. „Eg get ekki lengur látið sjá mig í bíl, vegna þess að þá segir fólk, „Vá, þarna er systir Dolly Partons, hvílíkur auli.“ Dolly hefur ekki áhyggur af því að geta ekki átt börn. „Þar sem ég var ein af tólf systkinum, ég ól upp fjögur þeirra, finnst mér ég þegar hafa átt börn. Og góðir foreldrar eru ekki á hverju strái. Að ala upp börn er mikið starf. Ef ég ætti börn, þyrfti ég að fórna öllu öðru fyrir þau, eða ég þyrfti að draga þau með mér um landið. Það hefði aldrei gengið. Ég kann líka ágætlega við að skemmta annarra manna börn- um.“ Dolly er 37 ára gömul og 151 á hæð. Og hún er glysgjörn í meira lagi. Um það sagði hún í sjón- varpsviðtali við Barböru Walters. „Þannig kýs ég að koma fram. Ég vil aldrei leggjast svo lágt að klæða mig eftir tískustefnum, því það er það ömurlegasta í heimi. Og ég veit að þegar fólk hefur náð sér eftir að hafa séð mig í fyrsta skipti er útlit- ið einn hluti af mér sem það vill varðveita." — ai. Burt Reynolds tekui Má vera að aðdáendum hans hafi eitthvað fækkað við það. saman nefjum í 24 tíma sólar- hrings," segir Dolly Parton. Fjölskylda hennar er af stærri gerðinni. Hún á fimm systur og sex bræður. Stóru brjóstin hefur hún úr föðurættinni. Og systur hennar eru líka talsvert í sviðsljósinu. Rachel leikur í sjónvarpsþáttunum Nine to Five, Freda syngur og Stella einnig. Þær eru hver annari fallegri. Dolly Parton kemur frá smábæ í Smokey-fjöllum og er lifandi dæmi um fátæku stúlkuna, sem vann sig til frægðar upp á eigin spýtur og fyrir eigin verðleika. Ameríski draumurinn. Hún er fædd 1946, kalda janúarnótt, númer fjögur í röðinni af tólf systkinum. Faðirinn var skosk-írskur og móðirin hafði í sér Cherokee-indíánablóð. Stúlkan ólst upp í Locust Ridge og Little Pidgeon River í Smokey-fjöllum. Fólk þar vann mikla erfiðisvinnu til að draga fram lífið, landnæði var lítið, andi púrítana sveif yfir vötn- unum og fjölskyldur voru sam- heldnar. Og það var sungið. Dolly Parton lék bæði á mandólín og gítar frá því hún var átta ára og ári seinna söng hún í útvarpsstöð heima í héraði dreifbýlislög í þætt- inum „Farmer and Home Hour". — Út í kvikmyndir — Eins og við mátti búast lá leið hennar til Nashville og þar var henni afarvel tekið. Dreifbýlistón- listin er séramerískt fyrirbrigði og Dolly söng hana frá hjartanu og stjarna hennar reis stöðugt. Svo fór hún út í kvikmyndirnar. Jane Fonda bauð henni hlutverk í myndinni Nine to Five og þar lék hún eitt aðalhlutverkið. Fonda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.