Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Veröld —FEWEYJARw Verða ferða- langar krafðir aðgangseyris? Borgarstjórinn í Feneyjum, sósí- alistinn Mario Rigo, hefur áhuga á, að láta ferðamenn, sem til borgarinnar koma, greiða sérstakan aðgangseyri að borginni, sem nemur 250 krónum. Hann hyggst láta grípa til þessa ráðs til þess að bjarga borg- inni frá „ofbeldisverkum ferða- manna" eins og hann kallar það. Hann vill, að aðeins 100 þúsund ferðamönnum sé hleypt inn fyr?> borgarmörkin daglega, og þegar því marki sé náð, verði sett upp skilti, sem tilkynni lokun þann daginn. Hugmynd þessi lætur sjálfsagt furðulega í eyrum sumra, en samt sem áður er hún ekki svo vitlaus. Um það ættu allir þeir að vera sammála, sem hafa komið til Fen- eyja um háannatímann á sumrin. Ef hugmynd Rigos er fram- kvæmanleg, verða borgaryfirvöld að hafa fullkomið eftirlit með ferðum fólks inn og útúr borginni. Eins og sakir standa koma flestir ferðamenn með járnbrautarlest- um að Grand Canal eða með bílum að Piazzale Roma. Aðeins lítill hluti af ferðamannastraumnum kemur með skipum og bátum. Á þessu mun verða gerbreyting, ef hugmynd Rogis fær byr undir vængi. Hann gerir ráð fyrir því, að Frelsisbrúin, sem liggur á milli meginlandsins og Feneyja, verði lokuð og að öll ökutæki nema opinber flutningatæki og bílar í eigu Feneyjabúa verði skiiin eftir í iðnaðarbænum Mestre í grennd- inni. Samkværnt þessu myndu flestir ferðamenn koma til Feneyja sjó- leiðina með sérstökum áætlunar- ferðum. Þá er gert ráð fyrir að ferðamenn geti farið með lestum að sjávarlóninu norðanverðu og haldið þaðan aftur. Ekki er gert ráð fyrir umferð vélknúinna báta á aðalskurðinum, en hún verður leyfð á öðrum leið- um um mið'oik lónsins. Á Mikla- sundi, eins og hann er nefndur, verður aðeins leyfð umferð ára- báta og gondóla. VANDALAR Fimmtíu ár frá bóka- brennum nasistanna Fyrir fimmtíu árum, 10. maí, árið 1933, rættist spádómurinn, sem þýski Gyðingurinn og skáldið Hein- rich Heine hafði sett fram einni öid áður: „Þar sem bækur verða brenndar mun mönnum að lokum líka verða kastað á bálið.“ Um allt Þýskaland loguðu eld- arnir glatt, námsmenn, SS-menn og „bókmenntafræðingar" nasista létu greipar sópa um bókasöfn og óbreyttir borgarar lögðu sitt af mörkum. Joseph Göbbels, áróð- ursmálaráðherra nasista, lét þess getið um bókabrennurnar, að í þeim birtist „andi þýsku þjóðar- innar". Hálf milljón bókatitla var borin á eldana. Höfundarnir voru kommúnistar, Gyðingar og þeir, sem höfðu verið á móti eða gagn- rýnt nasista. Þeir áttu það sam- eiginlegt að vera getið í Hvíta list- anum — lista nasista yfir for- boðna rithöfunda. Bækur sumra rithöfunda sluppu við eldinn, t.d. bækur nóbelsverðlaunahöfundar- ins Thomas Mann, enda gerðu nasistar sér lengi vel vonir um að geta unnið hann á sitt band. Ann- ar, sem einnig slapp, rithöfundur- inn Oskar Maria Graf, sem var í útlegð í Austurríki, skoraði hins vegar á nasista að brenna bækur sínar líka. Þegar stríðið braust út höfðu 2.500 rithöfundar flúið Þýskaland, einhver mesti fjölda- flótti einnar stéttar, sem um get- ur. Sjötta og sjöunda maí sl. söfn- uðust saman í Göthe-stofnuninni í London nokkrir gamlir menn til að minnast þessara atburða, rit- höfundar, sem á sínum tíma urðu að flýja frá Þýskalandi vegna ofsókna nasista. Var fundurinn haldinn á vegum PEN-samtak- anna, þeirrar deildar, sem útlægir, þýskir rithöfundar stofnuðu á fjórða áratugnum. Alþjóða PEN- samtökin héldu fund í maí 1933 undir forsæti H.G. Wells og voru þá bókabrennurnar harðlega for- dæmdar. Viðbrögð þýsku sendi- nefndarinnar voru þau, sem við þekkjum vel nú á dögum, hún gekk af fundi. í listaakademíunni í Berlín er til sýnis ein bókanna, sem kastað var á bálið, brennt og ilia leikið Ieikritasafn eftir Gyðinginn Artur Schnitzler en því tókst að bjarga úr einum bálkestinum í borginni Kiel. Auk hennar eru til sýnis bækur eftir nokkra þá rithöfunda, sem áttu meginþátt í að skapa það andrúmsloft sem gerði bóka- brennurnar mögulegar. Sem dæmi má nefna Werner Beumelberg, höfund vígvallatískunnar í þýsk- um bókmenntum en hann lýsti fyrri heimsstyrjöldinni sem and- legri upplifun, og Hans Grim, en til hans sóttu nasistar kenninguna um „aukið lífsrými". „Við vonum," segir Hermann Haarmann við listaakademíuna f Berlín, „að þessi sýning kenni fólki hve mikilvægt það er að berj- ast fyrir frelsi bókarinnar og varðveita það.“ - NIGEL LEWIS Rigo leggur mikla áherzlu, á að aðgangseyririnn verði ekki ein- göngu skattlagning á ferðamenn, heldur verði hann einnig aðgöngu- miði að öllum samgöngutækjum borgarinnar, söfnum og skoðunar- ferðum. Þó mun eitthvað af þess- um tekjum renna í fjárhirzlur borgarinnar, og borgarstjórinn segir, að ekkert sé við það að at- huga. Hann segir, að eins og sakir standi hafi borgarstjórinn í Fen- eyjum engar tekjur af ferðamönn- um, en beri í raun skarðan hlut frá borði í viðskiptum sfnum við þá. í Feneyjum búa um 100.000 manns, og þær tekjur sem borgin hefur eru skattar fbúanna. Á sumrin tvöfaldast íbúatalan eða jafnvel þrefaldast, og borgin þarf að sjá fyrir aukinni þjónustu, einkum á sviði samgangna, auk þess sem þörf fyrir hreinsun eykst stórlega. Þess vegna hafa komið fram raddir um að láta ferða- mennina greiða fyrir þá þjónustu, sem borgin verður að láta í té, ein- ungis vegna þeirra. - PETER JAROCKI ^GEGWUBILÝSING — Æði oft gagnslaus og gæti verið skaðleg Nú á dögum eru röntgen- geislar svo ofnotaðir og mis- notaðir, að þeir eru orðnir helsta uppspretta geislunar af manna- völdum, segir í skýrslu, sem gefin verður út síðar á þessu ári á veg- um WHO, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Sérfræðingar í geislalækning- um segja í þessari skýrslu, að röntgenmyndatökur séu oft gagnslausar, alltaf dýrar og ósjaldan gerðar bara af gömlum vana án þess nokkrar læknis- fræðilegar ástæður krefjist. Ófrískar konur eru oft rönt- genmyndaðar að ástæðulausu og þannig verður barnið fyrir geislun strax í móðurkviði. Segja sérfræð- ingarnir, að vegna þessa sé það óréttlætanlegt með öllu að taka röntgenmyndir af þunguðum kon- um. Erik Boijsen, prófessor við læknaháskólann í Lundi i Svíþjóð, sem var í forsvari fyrir vísinda- mönnunum, gagnrýndi það harð- lega, að oft væri ekki leitað ráða hjá geislalæknum þegar rönt- genmyndatökur væru ákveðnar og sagði, að ef það væri geit mætti fækka myndatökunum. Rannsóknir, sem vitnað er til í skýrslunni, sýna, að röntgen- myndatökur eru alltaf lækn- isfræðilega gagnslausar þegar sjúklingurinn sýnir engin sjúk- dómseinkenni eða þegar unnt er að greina sjúkdóminn með öðrum hætti. Brjóstmyndatökur eru daglegt brauð en sérfræðingarnir segja, að þær séu að mestu út í bláinn hjá þeim þjóðum þar sem brjóstholssjúkdómar eru sjald- gæfir. Venjulegar myndatökur af kennurum og nemendum eru sagð- ar „tilgangslitlar" nema þegar vart hefur orðið við berkla eða aðra slíka sjúkdóma, og raunar segir, að þegar um sé að ræða berkla án nokkurra sjúkdómsein- kenna komi myndatökur að svo litlu gagni, að þær séu óréttlæt- anlegar. Sérfræðingarnir segja, að þegar um sé að ræða sjúklinga með krabbamein í brjóstholi, skuli takmarka röntgenmyndatökur við þá, sem komnir eru yfir fimmtugt. Aðeins skuli taka reglulega mynd- ir af þeim, sem yngri eru, ef við- komandi hafa áður fengið krabba- mein eða ef það er algengt í fjöl- skyldunni. Sérfræðingarnir halda því fram, að það sé ekkert sem bendi til, að lungnakrabbi á byrj- unarstigi komi fram við rönt- genmyndatöku. Ekki er ólíklegt, að þessi skýrsla verði lesin með sérstakri athygli í heilbrigðisráðuneytum margra þjóða þar sem leitast er við að spara án þess að draga um of úr nauðsynlegri þjónustu. Rönt- genmyndatökur eru nefnilega svo dýrar, að kostnaðurinn við þær nemur frá 6—10% af öllum út- gjöldum margra þjóða til heil- brigðismála. — JOHN MEDELEY —OFSOKNIR —— Fjölskyldur and- ófsmanna líka lagðar í einelti ISovétríkjunum leggja stjórnvöld allt kapp á að kveða niður hverja einustu gagnrýnisrödd í þjóð- félaginu og eru þá ekki alltaf vönd að meðulum. Það nýjasta, sem frá þeim hefur komið í þessum efnum, er að reyna að eyðileggja það hjálp- arstarf, sem fjölskyldur pólitískra fanga hafa skipulagt þeim til hjálp- ar. í aprílbyrjun var handtekinn forstöðumaður „Rússneska hjálp- arsjóðsins", sem Alexander Sol- zhenitsyn stofnaði, og nokkrum vikum fyrr hafði annar starfs- maður sjóðsins „iðrast opinber- lega“ í sovéska sjónvarpinu. Talið er, að síðarnefnda manninum verði launuð greiðviknin með sýndarréttarhöldum. Áður en leynilögreglan lætur til skarar skríða og handtekur and- ófsmenn verða þeir yfirleitt fyrir alls kyns ofsóknum. Þeir eru rekn- ir úr vinnu eða fengið eitthvert mjög illa launað starf og þá líður ekki á löngu þar til þeir eru komn- ir á kaldan klaka fjárhagslega. Yf- irleitt er það húsbóndinn á heimil- inu, sem er handtekinn, og það þarf peninga fyrir lögfræðingnum, fyrir skjólgóðum fötum á fangann og fyrir fargjaldinu til bæjarins eða þorpsins þar sem hann er hafður í haldi. Þegar dómur hefur verið kveð- inn upp yfir andófsmanninum verður það enn erfiðara en áður að hjálpa honum því að fangabúðirn- ar eru kannski í 1.500 km fjarlægð og það er mörgum ofraun fjár- hagslega að ferðast þessa leið eða senda peninga og nauðsynjar. Það er heldur ekki óalgengt, að ætt- ingjar andófsmannsins missi líka vinnuna ef þeir neita að úthrópa hann opinberlega. Þar sem ung börn eða aldraðir foreldrar eru í fjölskyldu andófsmannsins er hlutskipti þessa fólks enn verra en ella en þar með er raunum þess þó ekki lokið. KGB reynir að ein- angra fjölskyldur pólitískra fanga og þeirra, sem varpað hefur verið í fangelsi fyrir trúna, og varar nágranna þeirra og kunningja við að umgangast „óvini ríkisins". Rússneski hjálparsjóðurinn eða Solzhenitsyn-sjóðurinn er þekkt- astur þeirra hjálparsamtaka, sem unnið hafa fyrir pólitíska fanga í Sovétríkjunum. Yfirvöldin hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.