Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 „Heilaga Guösmóðir, Svo sem fram hefir komiö í frásögnum mörgum hefir þess nýlega veriö minnst meö ýmsu móti að Frakkar stunduðu fyrr á árum fiskveiðar hér viö land. I bók sinni „Á Islandsmiöum" fjallaöi franski rithöfundurinn Pierre Loti um líf og starf franskra fiskimanna í norðurhöf- um. Þaö voru einkum sjómenn frá Bretagne-skaga er stunduöu veiðar á íslandsmiöum. Páll Sveinsson menntaskólakennari þýddi bókina á íslensku. Um heimkynni íslandsfaranna segir svo: „Bretagne heitir útnorö- urskagi Frakklands viö Ermar- sund; er land þaö heldur hrjóstr- ugt og íbúarnir flestir sjómenn. Hinu megin Ermarsunds kalla Frakkar Grand-Bretagne, þ.e. Stóra Bretland." Danska vikuritiö „Krig og Fred“ sem var fylgirit Familie Journal birti áriö 1906 teikningu sem komið hafði í öðru riti, „The Graþhic". Var myndin teiknuð sérstaklega fyrir það rit, en þirt- ist í hinu danska blaöi um þær mundir er sérstakur áhugi var á íslandsmálum í Danaveldi. í text- anum er fylgir myndinni er vikiö aö haröri baráttu sjómanna á hafinu. Brottför skipanna á ís- landsmið er helsti viöburður ár hvert í þorpum á Bretagne- skaga. íbúarnir, sem taldir eru trúræknir, safnast saman á ströndinni og efna til skrúö- göngu. Bera þeir Maríulíkneski í fararbroddi göngunnar. Þátttak- endum fjölgar jafnt og þétt og bætast æ fleiri sjómenn í hóp- inn. Þeir koma frá þorpum á ströndinni og fylgja þeim ætt- ingjar og vinir er kveðja þá og biðja þeim blessunar. Hvert þorþ á sinn fána, sitt Maríulíkn- eski og kirkjuskip; í bók Pierre Lotis segir svo: „Á brottfararhátíö íslandsfar- anna var oft auðvelt aö rekast á kunningja sína og talast við úti í mannþrönginni er kvöldaði. Snemma morguns þennan dag höfðu göturnar verið tjaldaöar hvítum dúkum og skreyttar grænum blómsveigum." „... er skipin losnuöu, tóku sjómenn ofan og sungu viö raust Maríu- sálminn: „Heill þér, Markyndill mæti“. Á hafnarbakkanum veif- uðu konurnar höndunum til hinztu kveðju, en tárin runnu ofan netludúksskýlurnar á húfum þeirra." í vertíöarlok bíöa eiginkonur og mæður heimkomu ástvin- anna og horfa meö eftirvæntingu út á sundiö. miASCO KYNNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.