Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Heimsókn til Jóns og Friðrikku Kristinsson í Deventer Einangruð gólf, verksmiójuframleidd, einangraðir koddar og forspennu bit- ar. Einangrun á grunni. Upphitunarlaus hús — skyldi það vera framtíðin? Upphitunarlaus hús í hefðbundn- um skilningi — þetta hljómar heldur ævintýralega. Samt eru slík hús að rísa hvert af öðru í Hollandi, teiknuð og hönnuð af arkitektaskrifstofu Jóns Kristinssonar og Frederiku konu hans. í Schiedam eru um eitt hundrað slík hús í byggingu og þann 14. apríl sl. var stór og mikil sýning f Rotterdam, þar sem formleg kynn- ing fór fram á þessum nýstárlegu húsum. Til þessa skiptir einangrun hús- anna vitanlega meginmáli, en sól- arorka er nýtt á þann hátt að henni er safnað í varmageymslur undir húsunum og í ljós hefur komið að þannig er unnt að varð- veita milli 55—75 prósent orkunn- ar til skammdegis og kulda. Gluggahlerar eru sérstaklega ein- angraðir og ofn í stofu brennir pappír. Til nánari útskýringa skal á það bent að jafnvægisloftræsti- útbúnaður með varmahjóli er hannaður til endurvinnslu á raka. Einangraðir gluggahlerar geta verið lokaðir utan vinnutíma 3A vetrarmánaða og speglaðar þak- rennur, hálfparabólískar hafa sól- arsafnara í brennipúnkti. Lágt hitastig með gólfhitalögn eykur gjörnýtingu varmans. Almenn dagsbirta kemur inn með þak- gluggunum með fótósjálfstýrðri raflýsingu — en þakljos hafa allt að 5 xk. sinnum meira ljósvarp en gaflgluggi. Jón bætir við að hita- þörf húsa í Hollandi séu um hundrað þúsund megajól og vel það. Þessa hitaþörf megi minnka um allt að 90 prósent, með ein- angrun á þaki, veggjum og jarð- gólfi, svo og með því að einangra sökkul algerlega frá jarðvegi. Þar með fáist nefnd jafnvægisloft- ræsting með endurvinnslu á varma. Teiknistofan tók þátt í sam- keppni um ráðhús fyrir nokkrum árum, sem vakti fyrst verulega at- hygli á þeim nýju brautum, sem var verið að fara inn á. Að vísu vannst ekki til verðlauna en til- Friðrikka Kristinsson raunin vakti mikla athygli og eftir það aflaði stofan sér heimspatents á orkulausu húsunum, og hefur síðan stöðugt unnið að því að þróa þær og útfæra. Jón Kristinsson lauk stúdents- prófi við MR 1956 og hélt síðan til náms í arkitektúr í Hollandi, eink- um vegna áhuga á því sem hann hafði séð af verkum arkitektanna van den Broek og Bakema. Hann segir að Hollendingar hafi á þeim tíma sem hann kom tekið útlend- ingum ákaflega vel, geri reyndar enn, þó kannski sé orðinn blæ- brigðamunur á hin síðari ár og ráði þar vísast erfiðari atvinnu- horfur. Þegar Jón kom til náms í Hollandi var aðeins einn Islend- ingur annar búsettur þar, nú er aftur drjúgur hópur og hefur myndað með sér Islendingafélag og gefur út blað með ýmsum frétt- um og greinum sem gætu verið landanum fróðleikur. Núverandi formaður félagsins er Jón Krist- Jón Kristinsson insson. Þorrablót var haldið í febrúar sl. í Amsterdam og var það ljómandi vel sótt. Samtímis því að Jón var að koma stofunni sinni á laggirnar kenndi hann byggingareðlisfræði við háskólann í Delft í ein tíu ár. Meðan hann var í námi kynntist hann svo Friðrikku sem var við nám í verkfræði og þau giftu sig 1965 og síðan hafa bætzt í búið hjá þeim fjögur börn. Þau hafa nú fyrir æði löngu hreiðrað um sig í bænum Deventer í austurhluta Hollands, keyptu tvö sambyggð hús og breyttu þeim á alla enda og kanta og er teiknistofan í örðu en fjölskyldan býr í hinu. Hátt í 20 manns vinna á stofunni, sem er að fróðra manna sögn ein hin þekkt- asta í Hollandi og hefur aldrei orðið að draga saman seglin þegar erfiðleikar steðjuðu að fyrir nokkrum árum, m.a. vegna eld- sneytishækkana og tilfallandi kreppu í kjölfar þeirra. Um tíma SKUFFUBILAR með dísilvél óskast. Fyrirtæki óskar eftir Pick-Up dísilbílum meö buröargetu ca. 1,5 tonn. Aöal Bílasalan, Skúlagötu, sími 15014. Aðalfundur Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga veröur haldinn þriöjudaginn 31. maí kl. 20.30 aö Hótel Heklu. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Kosningar í Japan Tókýó, 28. m»í. AP. KOSNINGAR verða í Japan 26. júní nk., í fyrsta sinn síðan Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra tók við embætti í nóvember sl. Kosið verður um helming sæta í efri deild jap- anska þingsins. Flokkur Nakasones, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, hefur farið með völd í Japan síðan 1955 og hefur meirihluta í báðum deildum þingsins. Meirihlutinn er ekki í hættu þótt flokknum vegni illa, en úrslitin eru talin munu geta ráðið því hvenær Nakasone lætur kjósa til neðri deildarinnar, sem er öllu mikilvægari. Áskriftarsimirm er 83033 jŒZBCJLLeCCQkÓLI BÓPU . /m Jazzballettskóli ZjPVBáru fV. A Suðurveri \ uppi Nemendasýningin er í dag að Hótel Sögu Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir kr. 75 greiöist viö inngang. Veitingar innifaldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.