Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Hann er heima á morgnana — hún síðdegis Við áttum nú fyrir skömmu við- tal hérna á síðunni við ung hjón, sem hafa snúið við hinum hefð- bundnu hlutverkum í fjölskyld- unni, hún vinnur úti, hann annast heimilið og gætir barnanna. í dag tökum við tali ung hjón, sem skipta jafnt á milli sín fjáröflun- inni og heimilisgæzlunni. Þau heita Kristín Sverrisdóttir og Gunnar Bjarnason. Hún er sér- kennari, hann húsasmiður. Þau eiga einn son, Sverri, 15 mánaða gamlan. Við mælum okkur mót, keyrum vestur á Öldugötu og hlaupum upp stigana með spurn- ingar í hjarta um það heimilisform, sem er iðkað á efstu hæðinni. Við: Hvernig er verkaskipting- in hjá ykkur? Gunnar: Það er einfalt mál. Kristín breytti stöðu sinni 1 hálfa stöðu og ég er heima á ishaldinu þegar Gunnar fer út á land? Gunnar: Sem betur fer hefur það bara komið einu sinni fyrir og þá hljóp mágkona mín undir bagga. Hún býr uppi í Breiðholti og mér fannst ég þurfa að keyra mikið dagana, sem Gunnar var ekki heima. Ég gæti ekki hugsað mér að vera í fullri vinnu og þurfa alltaf að rífa barnið upp fyrir allar aldir. Við: Hvernig kunnið þið við þetta fyrirkomulag? Gunnar: Mér finnst þetta voða gaman. Sverrir þekkir mig eins vel og mömmu sína. Ég get fylgzt með framförunum hjá honum. Það er líka mikill munur að vera úthvíldur frá vinnunni og vera vel fyrir kallaður þegar ég mæti í vinnuna á ný. Kristín: Hann nýtur Sverris eins vel. Svo mér finnst það ekki skrítið þótt sumir hiki. Við: Hvernig fer með húsverk- in. Skiptið þið þeim með ykkur? Gunnar: Kristín skipuleggur þetta og ég geri það, sem hún segir. Verkin skiptast á milli okkar. Ég geri hreint og laga til og þvæ upp. Ég var ekki alveg óvanur heimilisstörfum. Ég bjó einn áður en við giftumst og sá um mig sjálfur. Kristín: Hann eldar líka morg- unmatinn. Ég er heima síðdegis og þess vegna elda ég kvöldmat- inn. Einu sinni t.d. bakaði Gunn- ar bollur. Það var allt fullt af bollum þegar ég kom heim, ofsalega góðum. Við: Er þessi skipan fjárhags- lega hagstæð? Kristín: Við vorum bæði í fullu starfi síðastliðið ár og nú Þurf- Kristín, Gunnar og Sverrir meðan hún vinnur. Svo er hún heima meðan ég fer að vinna. Kristín vinnur við Heyrnleys- ingjaskólann. Hún var yfirkenn- ari í fyrra en kennir eingöngu núna. Kristín: Það er ljómandi gott. Gunnar er í rúmlega hálfri vinnu núna. Hann er sjálfs sín húsbóndi og getur samið um vinnuna við samstarfsmenn sína. Gunnar: Það gæti auðvitað verið erfitt að vera svona lítið í vinnu, það fer eftir verkefnum. T.d. getur orðið erfitt fyrir einn mann að valda vissum verkum svo sem loftaklæðningu og þess háttar. Ég hef lítið þurft að fara út á land í vetur, en oft áður vann ég vikum saman í burtu. Við: Hvað gerist þá í heimil- miklu betur en hann myndi gera ef hann sæi hann ekki fyrr en hann kemur heim á kvöldin og er orðinn þreyttur eftir vinnuna. Við: Svo þið eruð bæði sátt við þessa skipan? Kristín: Já, mér finnst gott að vinna úti og vera ekki alltaf heima. Það er tilbreyting. Mér fannst við þurfa að gæta barns- ins sjálf en mig langaði ekki að hætta að vinna úti. Starfið er skemmtilegt og ég hef ákveðna starfsmenntun, sem mér finnst rétt að nýta. Gunnar: Það flökraði að mér í fyrstu að það væri ómögulegt að vera í hlutastarfi. En nú sé ég hvað ég fæ mikið í staðinn. Mér fannst ég vera ómissandi í vinn- unni en hérna heima átti ég að vinna verk, sem ég kunni ekki um við að greiða skatta af þeim tekjum. Manni bregður við á meðan. Við hefðum viljað hafa staðgreiðslukerfi. En við vissum fyrirfram að þetta myndi verða svona og vorum búin að leggja fé til hliðar til að mæta því. Ef við hefðum verið að byggja hefði þetta ekki gengið. Gunnar: En þetta er betra við- víkjandi sköttunum. Ef annað okkar ynni fyrir öllum tekjunum þyrfti að borga hærri skatta af sömu tekjum. Þetta er brotalöm í skattakerfinu. Kristín: Já, það er refsing við þau, sem vinna ein fyrir heimil- um og sumum hentar það bezt. Við: Hvernig hefur fólk tekið þessu skipulagi ykkar? Kristín: Þegar ég sagðist vera farin að vinna spurðu allir hver AF STAÐ! Þrenningarhátíð Matt. 28:18—20 Á þrenningarhátíð eru okkur gefin að íhugunarefni síðustu fyrirmæli Jesú til lærisveinanna, áður en hann hvarf sjónum þeirra. Sem lærisveinar Krists fáum við einnig þetta sama hlutverk: Að gera alla að lærisveinum hans. Fyrstu lærisveinarnir hlýddu meistara sínum og fóru af stað. Þeir létu mótlætið ekki aftra sér frá því að vitna um hinn upprisna frelsara. Þeir skírðu og kenndu, og kristnin breiddist út um heiminn — allt til íslands. Við hljótum að finna til ábyrgðar í þessu hlutverki. Það felur í sér kröfu Drottins um að við berum honum vitni í orði og verki, styðjum útbreiðslu kristindómsins úti um heim og framgang hans á landi okkar. Svo afdráttarlaust er boðið: Farið! Engar skýringar, ekkert rúm fyrir afsakanir. Ekki er undarlegt, þótt okkur finnist við oft ekki ráða við þetta hlutverk, sem okkur er falið. Og víst er, að við vinnum enga sigra ef við förum í eigin mætti — við finnum aldrei neitt það upp hjá sjálfum okkur er geti áunnið menn til fylgdar við Krist. Enda sagði hann meira en „farið": „Eg er með yður“ er loforð hans til alira þeirra, sem í veikum mætti vilja vera vottar hans og taka þátt í útbreiðslu Guðsríkis hér á jörð. Já, hann heitir að vera með hverjum þeim, sem vill vera hans og vitna um hann. Fyrir " nlagan anda er hann með lærisveinum sínum — styrki. i þjónustunni, fylgir vitnis- burði þeirra eftir og skapar trúna í hjörtum þeirra, sem heyra fagnaðarerindið. Okkur hættir oft til þess að líta á boðbera Krists sem fámennan hóp í vonlausu verkefni. En það er ekki vonlaust — hann er með! Hann er sá, sem á allt vald á himni og á jörðu — hann er Guð! Þess vegna eru lærisveinar Jesú ekki vonlaus minnihlutahópur, heldur liðsmenn hins eilífa sigurvegara yfir illsku og dauða. Þess vegna förum við af stað með fagnaðarer- indið — í krafti nálægðar Guðs i Heilögum anda. passaði barnið fyrir mig. Flestir gerðu ráð fyrir því að mamma passaði það. Þetta er hugsana- gangurinn í þjóðfélaginu. En ég skil ekki hvers vegna mamma mín ætti að passa mitt barn og vera bundin yfir því þegar hún er búin að vera bundin yfir sín- um börnum. Mér finnst konur hrifnari af þessu fyrirkomulagi en karlar, þeir eru dálítið tor- tryggnir, finnst mér, ég veit ekki hvort það er rétt hjá mér. Við: Ætlið þið að halda þessu skipulagi í framtíðinni? Gunnar: Ég er til í það. Ég er ekkert ákafur í að vinna myrkr- anna á milli úti í bæ. En það er kannski gott fyrir Sverri að fara á barnaheimili eða í leikskóla þegar hann verður svolítið eldri. Núna þarf hann mikið á því að halda að vera heima. Kristín: Það er afskaplega gott fyrir okkur öll að hafa þetta svona núna. Á þessum árum myndast svo mikil tengsl við barnið og grundvöllur er lagður að svo mörgu í þroska þess. Við: Teljið þið að þetta skipu- lag sé að færast í aukana? Kristín: Ég held að það sé al- gengt að fólk skipti eitthvað með sér verkum. En aðstæður eru margar og mismunandi og hver og einn verður að finna það sem bezt hentar. Við: Þið eruð bæði alin upp við kristið heimilishald og takið þátt í kristilegu starfi. Finnst ykkur kristin trú segja eitthvað um skipan í heimilishaldi? Kristín: Kristin trú felur í sér gagnkvæma tillitssemi, skilning og virðingu. Gunnar: Páll postuli talar um að við eigum að þjóna hvert öðru með kærleika. Það gildir einnig um heimilið. Sumarið’83 ÞÁ ER þessi starfsvetur á enda runninn. Prófum í skól- um er lokið eða í þann veginn að ljúka og flest félagssam- tök og söfnuðir gera hlé á starfsemi sinni yfir sumar- mánuðina. Hjá flestu skóla- fólki tekur við tími sumar- vinnu og hjá öðrum ein- hverskonar frítími frá hefð- bundnu lífsmynstri, a.m.k. einhvern hluta sumarsins. Af öllum þeim fjölda sem þátt tók í ýmiss konar félags- starfi síðastliðinn vetur eru alltaf einhverjir, sem ekki sjá sér fært, einhverra hluta vegna, að halda áfram þátt- töku sinni þar næsta vetur. Margir, einkum unglingar, telja sig ekki eiga heima í sínum gamla félagshópi við upphaf starfs að hausti, enda að þeirra áliti bæði sumrinu eldri og reyndari. Margir, sem tekið hafa þátt í kristilegu starfi í vetur, eiga þess ekki kost í sumar að sækja sér styrk í samfélagi trúaðra. Sumir vinna fjarri heimahögum sínum, jafnvel í auðninni á hálendi landsins. Aðrir eru á ferð og flugi og eiga heldur ekki kost á slíku samfélagi. Við, sem sjáum um þessa síðu, óskum öllum landsmönnum Guðs blessun- ar á þessu sumri, hvar sem þeir eru komnir og minnum þá á, að þeir eru ekki einir. Jesús sagði: „Verið óhræddir ... Ég er með ykkur alla daga.“ BIBLIULESTUR vikuna 29. mai - 4. júní Sunnud. 29. maí: Jóh. 3:1-15 a) Ath. hvað v. 5—8 kenna okkur um skírnina og Heilag- an anda. b) V. 14—15 lýsa hlutverki Krists í heiminum með tilvís- un í mynd úr GT. Mánud. 30. maí: I. Þess. 4:13—18 a) V. 13—14: Kristnir menn allra tíma verða með í eilífu ríki Krists. b) Hversu bókstaflega er okkur ætlað að taka lýsing- una í v. 15—18? Þriðjud. 31. maí: I. Þess. 5:1—11 a) Hugfestum v. 2! Enginn getur sagt fyrir hvenær dagur Drottins kemur! b) V. 6 og 9: Guð ætlar öllum sáluhjálp — en erum við vak- andi í honum? Miðvikud. 1. júní: I. Þess. 5:12—28 a) íhugum og tökum til okkar áminningarnar í v. 12-22. b) V. 24 minnir okkur á, á hverjum trúin byggist — á guði en ekki okkur. Fimmtud. 2. júní: II. Þess. 1:1—12 a) Á v. 3 einnig við um okkur — eða eigum við e.t.v. ekki þennan kærleika? b) V. 8—9 flytja alvarlegan boðskap — dómsboðskap. Hvað segja þau okkur um ábyrgð og alvöru þess, að lifa ekki Kristi í þessu lífi? Föstud. 3. júní: II. Þess. 2:1—17. a) V. 1—3 eiga beint erindi til okkar — að taka orð Guðs fram yfir gaspur manna um tímasetningu heimsendis og dómsdag. ítrekað í v. 15. b) Hins vegar megum við íhuga, hvort tákn síðustu tíma eru að koma fram? Laugard. 4. júní: II. Þess. 3:1—18 a) í frumkirkjunni var safn- aðaragi nauðsynlegur til varðveislu einingar safnaðar- ins á réttum trúargrundvelli. En hvað um kirkju okkar? b) V. 10—12: Engum á að líð- ast að vera sníkjudýr á trú- arsystkinum. Hér er einungis verið að tala um það, þegar menn geta unnið, en nenna því ekki, og bera við hlutverki í söfnuðinum — sem söfnuð- urinn hefur þó ekki kallað þá til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.