Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Rýmingarsala í skófatnaði hefst mánudaginn 30. maí. Skóverslun Þóröar Péturssonar Kirkjustræti 8 (sími 14181). T .F.1T.A HÚS Við viljmn ^ ' vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. HÚSEIGENDASAMBAND I'SIANDS Leigjendasamtökin Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. DoG Húsnædisstofnun ríkisins jMtogmilrlitfttfr Metsölublad á hverjum degi! MorgunblaAiA/Ófeigvr Gestsson. Jón Bjarnason skólastjóri og nemendur, sem útskrifuóust frá Hólaskóla. Hólaskóla slitið Hólar í Hjaludal. 14. MAÍ er nú ákveðinn sem upp- sagnardagur Hólaskóla ár hvert og fer vel á því aó afmælisdagur skól- ans sé heiðraður á þann veg. Það var fullsetin dómkirkja að Hólum, þar sem dómkirkjuprestur Sighvatur Emilsson prédikaði. Fjöldi unnenda Hóla var þar, og þar á meðal landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, búnaðarmálastjóri Jónas Jónsson, Gísli Pálsson á Hofi, sem allir fluttu ávörp, auk Jóns Bjarnasonar skólastjóra sem talaði af alvöru og hlýhug til nem- enda sem nú yfirgáfu skólann og væntanlega takast nú á við lífstíð- ar verkefni, en hafa þó alltaf Hóla i huga sem bjarta og hugljúfa minningu. Þetta er annað ár skólastjóra og konu hans á Hólum, og eru þau ánægð með kynni af staðnum og ekki síður af starfsfólki og nem- , endum. Þetta eru allt sannir og góðir íslendingar, sagði skóla- stjóri. Yngri deild skólans er nú í verkefni á ýmsum stöðum norðan- lands, en útskrifaðir voru 12 bú- fræðingar og hlutu 8 af þeim fyrstu einkunn. María Anna Claesen hlaut ein- kunnina 8,2 og yfirleitt var náms- árangur jafn. Mörg af þeim hlutu verðlaun fyrir námsafrek en Erna Bjarnadóttir hlaut sérstaka viður- kenningu fyrir góðan árangur. Gjafir voru skólanum færðar og þar á meðal stór veggskjöldur þar sem færð eru nöfn þeirra nemenda Hóla er gáfu hina veglegu sund- laug sem skólinn á nú og mikið er Pálmi Jónsson ráðherra flytur ræðu. notuð. Verður þessi skjöldur sett- ur á vegg nálægt lauginni. Búskapur á Hólum gengur vel og frjósemi búfjár er ágæt. Þó að kyrrt væri í Hjaltadal og aðeins sé að koma litur á túnin, þá var kulda belgingur er utar kom í héraðið og túngirðingar sums staðar á kafi í Fljótum. Björn í Bæ. Fréttatilkynning frá EM-nefnd: Urtakan haldin á Hellu um miðjan júlí Á FUNDI hjá framkvæmdanefnd um EM-þátttöku fslands var eftirfarandi ákveðið: Úrtaka fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Nettersheim Roderath í Þýskalandi 2., 3. og 4. september nk. verður haldin dagana 14.—15. júlí nk. Skráningar til úrtök- unnar þurfa að hafa borist skrifstofu LH fyrir 1. júlí. Skráning er ekki tek- in til greina nema með fylgi skrán- ingargjald sem er krónur 1500 fyrir fyrsta hest og 1000 krónur á næstu. Ákveðið hefur verið að veita flutnings- og uppihaldsstyrk öllum þeim sem hyggja á þátttöku og eru búsettir norðan Holtavörðuheiðar og austan Mýrdalssands. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem búið hafa hérlendis í samfleytt eitt ár eða lengur fyrir úrtöku. Tvöföld umferð verður í úrtök- unni og ræður samanlagður árang- ur báða dagana úrslitum. Sjö hestar verða valdir til utan- farar og verður eftirfarandi lykill notaður við val þeirra: 1. hestur. Stigahæsti hestur úr samanlögðum eftirtöldum grein- um: Tölti, fimmgangi, hlýðniæf- ingum og 250 m skeiði eða gæð- ingaskeiði. 2. hestur. Stigahæsti hestur úr samanlögðum eftirtöldum grein- um: Tölti, fjórgangi, hlýðniæf- ingum og víðavangshlaupi. 3. hestur. Stigahæsti hestur úr tölti og fimmgangi. 4. hestur. Stigahæsti hestur úr tölti og fjórgangi. 5. hestur. Valin af hæsta stiga- hlutfalli úr eftirtöldum grein- um: Tölti, fjórgangi, eða fimm- gangi. 6. hestur. Stigahæsti hestur úr fimmgangi og skeiði eða gæð- ingaskeiði. 7. hestur. Skeiðhestur sem náð hefur að skeiða á þessu ári 250 metra vegalengd á 23,5 sekúnd- um eða skemmri tíma. Einnig þarf hann að liggja tvo spretti af fjórum í úrtökunni. í öðrum af þessum tveim sprettum þarf hann að skeiða vegalengdina á 24,5 sekúndum eða skemmri tíma. Ef ekki fæst skeiðhestur sem uppfyllir sett skilyrði verð- ur valinn næststigahæsti hestur úr fimmgangi og skeiði saman- lögðu. Áð síðustu vill EM-nefndin benda þeim á sem hyggja á þátt- töku í úrtökunni að verða sér úti um keppnisreglur sem gilda á næsta evrópumóti en þær eru fá- anlegar á skrifstofu LH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.