Morgunblaðið - 19.06.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.06.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 Attræður: Bob Hope — amerískur þjóðernissinni, vinur forseta, næstum því þjóðarstofnun I>rátt fyrir aö hann sé fæddur í Englandi er Bob Hope upprunalegastur gömlu amerísku gamanleikaranna, því öfugt við Charlie Chaplin og Stanley Laurel, sem ólust upp á Eng- landi og léku þar í sönghöllum áóur en þeir fluttu til Holly- wood, fluttist Hope sem barn til Bandaríkjanna. Og þó hann beri miklar taugar til Englands og golfvallanna þar sérstak- lega, er hann ákafur amerískur þjóðernissinni, vinur forseta, næstum því þjóðarstofnun. Hope er eflaust sá maður, sem flestir hafa séð með eigin augum í veraldarsögunni. Hann hefur skemmt bandarískum hermönnum í þremur stríðum. „Það voru til- finningaríkustu timabil ævi minn- ar. Það var stórkostlegt." Hann hefur í 60 ár samfleytt staðið í eldlínu skemmtanaiðnaðarins. Og hann er til leigu á góðgjörðar- samkomur — fyrir álitlega fúlgu fjár, þó starfslið hans haldi því fram að stundum skili hann ávís- uninni aftur til góðgjörðastofnun- arinnar. Og þó það kosti frá 35.000 til 50.000 dollara að fá hann eitt kvöld á þessháttar samkomur, borgar það sig, því innkoman er sex- eða sjöföld sú upphæð. Vinna og golf Ljósmyndir af forsetum, einum eða með Bob Hope, allt frá Franklin D. Roosevelt til John F. Kennedy og frá Lyndon B. John- son til Nixons, prýða veggi bún- ingsherbergisins heima hjá hon- um. Fleiri myndir eru á skrifstof- unni hans, þar sem útsýni er yfir einka-einnar-holu golfvöllinn hans. Hann rótar í myndunum af stakri ánægju. „Líttu á þau,“ segir hann og heldur uppi mynd af her- toganum og hertogaynjunni af Windsor. „Hvernig líst þér á að hafa þessa saman í kvikmynd,“ segir hann svo og heldur uppi mynd af sjálfum sér, Dean Mart- in, Frank Sinatra og Ronald Reag- an, sem, þegar myndin var tekin, var nýskipaður frambjóðandi til ríkisstjóra. Hope lifir mikið eins og stjórn- málamaður. Stjórnmálamaður sem er stöðugt á kosningaferða- lagi, þar sem allt og allir í kring- um hann vinna að því að hann' verði kosinn, dag eftir dag. Hann fer seint á fætur, fær sér soðna ávexti og kava í rafmagnshitaða rúmið sitt, hringir í fólk og frestar því fram að hádegi að klæða sig. Hann leikur níu holur í golfi eftir mat og fer svo með rulluna sína inn á segulband síðdegis eða um kvöldið. Og dagarnir hafa alltaf tvö markmið: Vinna og golf. Það er allt. Þegar hann talar um feril sinn heldur hann sig ætíð innan ramma fyrirfram ákveðins texta. Hann þekkir sína rullu, ímyndina sem hann vill varðveita meðal fólks. Hann hreykir sér af því að geta „klippt" það sem höfundar, sem starfa hjá honum, leggja fyrir hann. Sjónvarpsþættir hans hafa aldrei misst vinsældir af því „við erum alltaf að gera eitthvað nýtt“. Ríkur maður Því hefir verið haldið fram að Hope sé með ríkustu mönnum í Bandaríkjunum. Hann þvertekur fyrir það. „Það er svo fáránlegt. En ég er ríkur. Guð minn góður, hver sá sem á eins mikla peninga og ég er ríkur maður. Ég gæti ef- laust sest í helgan stein. En ég vil halda áfram að geta sagt við mig að ég geti það ekki, vegna þess að ég hef gaman að því sem ég er að gera. Hef gaman af því að ferðast um og vera fyrir framan áhorf- endur. Það er spennandi og það er lykilorðið í lífinu. Um það snýst lífið.“ Já, Hope er ríkur maður. Frá árunum 1941 til 1953 var hann alltaf utan einu sinni í hópi með tíu stjörnum i Hollywood sem mestar tekjurnar höfðu. Hann er sennilega ríkasti maður skemmt- anaiðnaðarins, sem uppi hefur verið, því eigur hans eru metnar á 400 til 700 milljónir dollara, sem mest er bundið í fasteignum, bönkum, olíu- og gaslindum, út- varpsfyrirtæki og Cleveland Indi- Með Cheryl Tiegs, Brooke Shields, Ann Jillian og Christie Brinkley og afmtelisköku í hendinni. Með Gerald Ford fyrrum Bamdaríkjaforweta f afnueUshófi f tifefni af 80 íra afmæli Hope. Hope og Richard Burton. ans hornaboltaliðinu, svo eitthvað sé nefnt. „Einhverntíma í framtíðinni langar mig til að gera gaman- mynd. Það ætla ég að gera þegar fer að fækka hjá mér sýningum og skemmtunum." í fjölda ára hefur Hope talað um að gera kvikmynd byggða á ævisögu slúðurdálkahöf- undarins Walter Winchell — og hann langar enn til að gera hana, þó hann sé hálf hræddur við að leika Winchell því nauðsynlegar rúmsenur ríma ekki alveg-við þá ímynd Hopes. Lciðin til frægðar Hann er fæddur í maí fyrir rétt- um 80 árum í Eltham í Englandi. Hann var skírður Leslie Townes Hope, og var fimmti í röðinni af sex sonum steinhöggvara, sem fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar Bob var fjögurra ára og settist að I Cleve- land í Ohio-fylki. Sem barn hafði hann góða sópranrödd og kenndi móðir hans, Agnes, honum söng, en hún hafði verið óperusöngvari í Wales áður. Þjóðsagan segir að þessi verðandi skemmtikraftur, sem hefur sagt að hann hafi aldrei langað til að vera neitt annað en skemmtikraftur allt sitt líf, hafi uppgötvað ánægjuna af því að láta fólk hlæja, dag einn þegar rödd hans brast í miðju lagi í fjöl- skylduboði. Á skóladögum sínum vann hann sér inn peninga með því að selja blöð, vinna í skóbúð, lyfjabúð og í kjötbúð eldri bróður síns. Hann var líka hlaupastrákur á golfvelli. Hann var góður íþróttamaður og vann til verðlauna með því að lfkja eftir Charlie Chaplin. Hann lærði steppdans í menntaskóla og þegar kennarinn hélt til Hollywood tók Hope að sér kennsluna. Þegar hann lauk menntaskólanámi reyndi hann m.a. fyrir sér í hnefa- leikum undir nafninu „Packy East“ en náði aldrei langt í þeirri íþrótt og lagði hanskana fljótlega á hilluna. Hann hóf feril sinn sem skemmtikraftur þegar hann heyrði af því að vantaði nokkur skemmtiatriði á sýningu í leikhúsi í Cleveland þar sem Fatty Ar- buckle átti að koma fram. Hope varð sér úti um félaga að nafni George Byrne og saman bjuggu þeir til danssýningu og kölluðu sig „Two Diamonds in the Rough“ og fengu starfið. Saman gerðust þeir félagar í leikflokki, sem ferðaðist um Bandaríkin þar sem þeir döns- uðu og léku svertingja og Hope söng í kvartett og lék á saxafón. Þegar leikhópurinn hætti að starfa héldu þeir félagar áfram að skemmta víðs vegar um Bandarfk- in eins og í Detroit, Pittsburg og New York, þar sem þeir komu fram m.a. með síamstvíburunum Daisy og Violet Hilton. Þeir komust á Broadway 1927 og aftur 1928. Þeir bjuggu til skemmtiatriði, sem þeir ætluðu með til Chicago en á leiðinni þang- að stoppuðu þeir í Newcastle í Indiana og þar var það sem Hope kom fyrst fram einn. Þegar hann kynnti næsta atriði á skemmtun- inni gerði hann það á skringilegan máta og sagði Skota-brandara og voru undirtektir svo góðar að hann ákvað að skemmta einn framvegis undir nafninu Bob Hope.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.