Morgunblaðið - 19.06.1983, Side 24

Morgunblaðið - 19.06.1983, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI HAFLIÐI Jónsson, garðyrkjustjórí Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurning- um lesenda Morgunblaösins um garðyrkju. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaösins í síma 10100 milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrömuöur og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Handverk forfeðranna Fátt er af verkum í dag er flokkast undir það sem við köll- um handverk, er tekur því fram sem áður hefur verið unnið af fyrri tíðar mönnum, er ekki þekktu önnur tæki en hand- verkfæri. Því geri ég þetta að umtalsefni, að mörg af þessum fallegu handarverkum feðra okkar er nú verið að hylja með subbuskap nútíma vinnubragða. Tíminn og tæknin krefjast þess á líðandi stund, að allt sé unnið með „bónus“-hraða, svo notað sé eitt ógeðfelldasta nýrði nútímans, er minnir mann oftast á flaustur, er sjaldnast leiðir til fagnaðar. I hafnargerð eru nú komin stálþil, þar sem áður þótti sjálf- sagt að hafa vandlega hlaðna veggi úr tilhöggnu bergi. Allt steinhögg er týnt og grafið handverk. Engir kunna lengur að fleyga berg eða höggva til rennusteina. Stórvirkar stein- sagir, knúðar rafmagni, hafa tekið við verki steinhöggvaranna gömlu. Vélarnar koma þó aldrei í þeirra stað. Sléttir og slípaðir steinar verða lífvana flögur, en úr höndum steinhöggvaranna komu aldrei tveir steinar eins og þar af leiðandi höfðu verk þeirra allt annað yfirbragð. jafnvel vegghleðslur úr óhöggnu grjóti gátu orðið að listasmíð. Skoðið vegghleðslurnar hjá Austurbæj- arskólanum frá því 1932—34 og berið saman við vegginn ofar við Barónsstíg, er afmarkar lóð gagnfræðaskólans, frá 1949, eftir að tækni nútímans hóf innreið sína með steinsteypunni í öllu sínu veldi. Og þeir sem eiga þess kost að ganga um Elliðaárhólmana á fögrum sólskinsdegi, ættu að bera saman vegghleðslurnar meðfram austurbakka árinnar framan við Rafstöðvarsvæðið og virða síðan fyrir sér handarverk nútimans meðfram bökkum upp- fyllingarinnar í Elliðaárósum, þar er ólíku saman að jafna á handarverkum frá 1930 og 1965-70. En svo skulum við ganga niður að Skúlagötu, þar sem nú er ver- ið að færa í kaf vegghleðslur sem hlaðnar voru á árunum 1930— 1937 og skoða hvað við tekur. Ennþá eigum við eftir fáeina metra af þessum fallegu hleðsl- um Skúlagötustrandarinnar, framan við hús Fiskifélagsins við Skúlagötu 4. og svo eigum við eftir hleðslur hafnargarðanna og varðveitum vonandi um ókomna tíð, sem minnisvarða um ein fal- legustu handverk sem unnin hafa verið hér á landi, frá upp- hafi byggðar til okkar daga. Eg minni einnig á hina tilkomu- miklu hleðslu Sundabakkans i Viðey, sem væntanlega fær að halda sér þótt Viðey tengist við land á næsta áratug. Þá er ekki seinna vænna að forða gömlu sjóvarnargörðunum við Eiðs- granda frá tortímingu, þar sem eftir er af þeim, og vonandi sjá Seltirningar sóma sinn í að frið- lýsa hinar óviðjafnanlegu hleðsl- ur og sjávarbakka í Bollagörðum áður en langt um líður. Fátt eitt er hér tilnefnt af til- komumiklum handarverkum forvera okkar í mannvirkjagerð. greina að nota illgresiseyði sem nefnist Ugress-Kverk-D og bera það á blöð hófblöðkunnar með mjúkum pensli. Þarf að endur- taka penslunina vikulega meðan blöð sjást stinga upp kollinum. Laufblöðin mega aldrei fá nokk- urn frið til að safna forðanær- ingu fyrir ræturnar. Ég hef með efninu Herbatox, eftir margend- urtekna úðun, náð því að útrýma hófblöðku á þremur sumrum, en því efni verður aðeins viðkomið þar sem enginn nytjagróður vex nærri, svo ekki kemur það til greina í matjurtagarði. III. Sumarblómarækt Unnur Ölversdóttir, Reyðarfirði, spyr: Ég hef verið að reyna að rækta jurtir úr fræjum (sumar- blóm), en þau verða alltaf hálf- kræklótt hjá mér. Hvernig stendur á því, er það moldin eða hitinn eða sitja fræin of þétt í pottunum? Svar:Það er sjálfsagt fleiri en ein ástæða sem veldur því, að erfiðlega gengur með blómaupp- eldið. Fyrir það fyrsta verður að fara saman góð birta og sæmi- legur hiti (18—20 gráður). Þá þarf sáðmoldin að vera myldin en ekki of áburðarrík og síðast en ekki síst verður að varast það að sá of þétt og gæta verður þess að dreifsetja plönturnar strax þegar þær byrja ða sýna fyrstu laufblöð, þannig að þær verði ekki að einni flækju í sáðílátinu. IV. Ösp Margrét Haraldsdóttir, Kefla- vík, spyr: Ég er að fara að gróð- ursetja ösp hjá mér. Hvernig jarðvegi er best að gróðursetja hana í, hvað mikið í kringum hana og hvað langt niður? Svar: Ösp má gróðursetja nokkru dýpra en hún stóð áður á sínum fyrri vaxtarstað (ca. 10—20 sm). Hún vex best þar sem er hæfilega rök jörð, en um- fram allt þarf hún vel útilátið áburðarmagn, sem hún getur bú- ið að um langa framtíð. Forðast ber þó að rætur hennar snerti áburðinn þegar gróðursett er, hafa gott moldarlag á milli áburðar og rótarnets plöntunn- ar. V. Anemónur Hanna Jónsdóttir, Hólmgarði 54, Reykjavík, spyr: hvernig verð- ur best gert við anemónur til að fá þær sem fallegastar? Hversu djúpt á að gróðursetja þær, hvaða áburð á að nota o.s.frv.? Svar: Hyggilegast er að for- rækta anemónur í svonefndum jarðvegs- eða bréfpottum, sem oftast eru seldir í blómabúðum, og áður en þær eru settar í pott- ana, sem fylltir hafa verið af léttri sandblandinni gfoðurmold, að leggja hnýðin í ylvolgt vatn deginum áður og leyfa þeim að drekka í sig vatn, áður en þeim er þrýst niður fyrir yfirborð moldarinnar í pottunum, þannig að aðeins marki fyrir þeim á yf- irborðinu. Síðan er að koma þeim fyrir á hlýjum og björtum stað og vökva þannig að rakinn i moldinni sé alltaf hóflegur. Svo er bara að bíða fram í fyrstu eða aðra viku af júní, þá mega þau fara á vaxtarstað sem þeim var fyrirhugaður í garðinum, og þá eiga þau að skila öllu því blóm- magni sem sumarið veitir þeim afl til. VI. Bitvargur í rabarbara Guðmundur Pálsson, Lang- holtsvegi 25, lagói fyrir mig spurn- ingu sem ég svaraði í blaðinu 22. maí sl. en spurning hans var svo- hljóðandi. Það fylgdi rabarbara ofan úr Skammadal, sem ég setti ofan í garðinn hjá mér fyrir nokkrum árum, einhver padda sem étur stór göt á blöð hans og kyrkir vöxtinn. Ég hef reynt ým- islegt en það hefur ekki dugað. Hvað er til ráða? í svari mínu taldi ég allt benda til að þarna væri snigill á ferðinni en nú hefur ágæt frú á Langholtsvegi hringt í mig og tjáð mér að hún hafi orðið fyrir sömu reynslu og Guðmundur. Það sem mest var um vert, var að hún hafði staðið kvikindi það sem skaðanum olli að verki og náð bjöllu í glas til rannsóknar. Allt bendir til að þarna sé um ranabjöllu að ræða, þótt mér hafi þott það heldur ótrúlegt að hún væri sólgin í rabarbara. Gegn bjöllunni eru fá ráð, en helst þau að blanda saman hveitiklíði og sírópi og blanda þar saman við Rogor eða öðru hliðstæðu skordýraeitri. Koma kliðblöndinni síðan fyrir undir skálum eða öðrum hentugum skermum sem fuglar eða kettir ráða ekki við, en allar líkur eru á að bjallan leiti á agnið og fargi sér með eitrinu, sem henni hefur verið boðið upp á með sætindun- um. Vona ég að þessi síðari leið- sögn mín nái til Guðmundar og annarra, sem við þetta vandamál glíma. Athygli skal vakin á því, að um það var rætt, að hér í Morg- unblaðinu væri haldið uppi svör- um fram yfir vorverk í görðum og er að því stefnt, að þessum þáttum verði lokið á þeim tíma sem áætlað var. Eftir 22. þ.m. er því ráðgert að hætt verði að taka á móti spurn- ingum varðandi garðyrkju, svo að þeir sem hafa einhvers að spyrja, ættu að láta i sér heyra sem fyrst. Manna sem ekki þekktu jarðýt- ur, steinsagir eða vélknúna lyfti- krana. Þeir lögðu sig fram um að steinar færu vel í vegg og að unnið verk skæri sig greinilega frá urð eftir skriðuföll náttúru- hamfara, eins og nú þykir sæma verkfræðilegri hagsýni og smekkvísi. I. Gullregn Sigríður Einarsdóttir, Kópa- vogsbraut 10, spyr: Hvað á að gera til að fá gullregn til að blómstra? Ég hef átt það í nokk- ur ár og það hefur aðeins einu sinni blómstrað einu litlu blómi. Svar: Gullregn þarf sólríkan stað og skjólsælan en ekki sér- lega frjósaman jarðveg né árlega áburðargjöf. Sjaldnast blómstr- ar gullregn fyrr en það er komið á táningsaldur, ef svo má taka til orða um tré. En svo er þess að geta að hér eru í ræktun tvær eða fleiri tegundir af gullregni og það er aðeins fjallagullregnið (Laburnum alpinum) sem hér hefur sýnt verulegan vilja til blómgunar. Það þarf þó sólríkt sumar til að sýna blómfegurð að ráði. II. Hófblaðka Elías Andri Karlsson, Hjalla- braut 88, spyr: I kartöflugarðin- um mínum eru einhverjar blöðkuplöntur, með blöð lík þeim sem eru á rabarbaranum, bara smærri og fjölga sér með rót- arskotum (þ.e. er rót slitnar í sundur verða til tveir nýir ein- staklingar). Hvernig get ég eytt þessum plöntum án þess að skaða kartöflurnar? Svar: Illgresi það sem um er spurt heitir hófblaðka og tæpast er annað illgresi verra viður- eignar. Þarf margra ára þrot- lausa eljusemi ef það á að takast að uppræta það. Helst kemur til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.