Morgunblaðið - 19.06.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.06.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1983 33 18. júní. AP. UM ALLAN hinn vestræna heim hafa fjölmiðlar, dagblöð, útvarp og sjónvarp skýrt ítarlega frá sigurför Jóhannesar Páls páfa II um heima- land sitt, Pólland, og afdráttarlausri fordæmingu hans á herlögunum. í Austur-Evrópu hafa ríkisfjölmiðlarnir hins vegar þagað þunnu hljóði, aðeins sagt í fáum orðum frá komu hans. „Með hrópinu „Samstaða" fagn- ar Varsjá páfa,“ var aðalfyrir- sögnin í Rómarblaðinu La Repu- blica og eins og í flestum öðrum meiriháttar dagblöðum í Vestur- Evrópu var forsíðan næstum öll helguð Póllandsför páfa. „óhræddur kemur Páll páfi heim- inum á óvart: Hann óttast ekki átök við Jaruzelski hershöfð- ingja,“ sagði stærsta dagblaðið í Austurríki, Kronen Zeitung. Daily Express í Bretlandi sagði, að kommúnistastjórnin hefði verið neydd til að sætta sig við þá stað- reynd, að „ekki er unnt að upp- ræta kristna trú“. Komu páfa til Varsjár var sjón- ERLENT varpað beint til Vestur-Þýska- lands og Austurríkis og aðrar vestrænar útvarps- og sjón- varpsstöðvar vörðu miklum tíma í heimsóknina með sérstökum frétta tímum og skýringarþáttum. Yfir ríkisfjölmiðlunum í Austur- Evrópu hvíldi aftur á móti grafar- þögn að undanskildu því, að sagt var frá því að páfi væri kominn til Póllands og hefði átt viðræður við Jaruzelski. Júgóslavar voru þó undantekning á en þar í landi voru heimsókninni gerð góð skil og m.a. sagt frá mótmælagöngu 50.000 manna í fyrrinótt að aðalstöðvum kommúnistaflokksins í Varsjá. Á Norðurlöndum var heimsókn- in hvarvetna forsíðufrétt og í Finnlandi veltu fjölmiðlar því fyrir sér hvort Lech Walesa fengi að fara til fundar við páfa. í Sviss voru dagblöð og aðrir fjölmiðlar mjög varkár í fréttaflutningi og létu páfaheimsóknina og fréttir af valdataflinu í Kreml vega salt. „Engum dylst áhættan, sem heim- sókninni fylgir," sagði Tribune de Geneva. „Herstjórnin óttast mannfjöldann og þær tilfinningar, Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Lilja Björk Alfreðsdóttir voru að skola hanskana sína er okkur bar að. Þeim þvkir æðislega gaman, skemmtilegast að setja niður og tæta í garðinum. Þær rækta kart- öflur, radísur, salat, spínat og næp- ur sem þeir ætla að borða og selja pabba og mömmu. sem páfi vekur með fólkinu. Páfi mun forðast beinar ögranir án þess þó að valda þjóð sinni von- brigðum með of almennum yfir- lýsingum." Hrund Brynjarsdóttir sagði að rækt- unin fælist í að hreinsa, setja áburð á og laga göturnar í kring. Erla Skúladóttir og Dóra Matthí- asdóttir sögðu að þeim þætti mjög gaman að vinna í görðunum. Skemmtilegast að taka upp. DÓMIKRKJA krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14.00 Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18.00 nema á laugar- dögum, þá kl. 14.00. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- deltíu: Almenn guösþjónusta kl. 20.00. Ræöumenn Snorri Óskarsson og fleiri. KIRKJA ÓHÁDA Safnaðarins: Messa kl. 11.00. Organisti Jónas Þór. Prestur sr. Emil Björnsson. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma á vegum Kristni- boössambandsins kl. 20.30. Les- iö úr nýjum bréfum frá kristni- boöum. Bjarni Gíslason og Guö- mundur Jóhannsson tala. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14.30. Fermd veröur Lára Gunn- arsdóttir.Laufvangi 16, Hafnar- firöi. Sr. Bragi Friöriksson. BESS AST AÖAKIRK JA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Eric Sig- mar predikar. Karlakórinn Vest- urbræöur frá Seattle syngur viö messuna. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra i Garðabæ: Hámessa kl. 14.00. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Guðsþjónusta í safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guösþjónusta aö Noröurbrún 1, kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Sumarferð safnaöarins um Borg- arfjörö. Brottför frá Breiðholts- kjöri sunnudag kl. 10.00 f.h. Messaö veröur í Reykholti kl. 14.00. Sóknarnefndin. BÚSTADAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Sr. Pálmi Matthí- asson á Akureyri predikar. Hjón- in Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson syngja. Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös- þjónusta kl. 14.00. Sr. Bjarni Theódór Rögnvaldsson, nývígöur prestur til Djúpavogs, predikar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Helgistund i nýju kirkju- byggingunni viö Hólaberg kl. 14.00 e.h. Kaffiveitingar á eftir. Sr. Hreinn Hjartarsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guös- þjónusta kl. 14.00. Ræöuefni: Hiö týnda fundiö. Fríkirkjukórinn syngur, viö hljóöfæriö Siguröur G. ísólfsson. Muniö sumarferö safnaöarins til Vestmannaeyja helgina 25.—26. júní. Farmiöar seldir í verzl. Brynju, Laugavegi 29. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Altarisganga. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSPREST AK ALL: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigur- björnsson. Messa kl. 14.00. Sr. Miyako Þóröarson, heyrnleys- ingjaprestur. Þriöjudagur 21. júní, ki. 10.30, fyrirbænaguös- þjónusta, beðiö fyrir sjúkum. Miövikudagur 22. júní kl. 22.00. Náttsöngur. LANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HÁTEIGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason frá Borg. Sóknarnefnd- in. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Samstarfs- hópur um kvennaguöfræöi ann- ast guösþjónustuna. Organleik- ari Jón Stefánsson ásamt kór kirkjunnar. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa i Laugarneskirkju fellur niöur vegna sumarferöar safnaöarins aö Strandarkirkju. Messa veröur í Strandarkirkju kl. 14.00. Lagt veröur af staö frá Laugarnes- kirkju kl. 10.00 árd. Allir vel- komnir. Ekki þarf aö tilkynna þátttöku sína sérstaklega. Þriöjudagur: Bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Miðvikudagur: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sumarferð Nessafnaðar veröur farin í dag, sunnudag. Veröur lagt af staö frá kirkjunni kl. 13.30. Ekiö austur fyrir fjall aö háhitasvæöinu á Nesjavöllum í Grafningi. Komiö viö á Þingvöllum í bakaleiöinni. Þátttaka tilkynnist kirkjuveröi fyrir hádegi. SELJASÓKN: Guösþjónusta i Ölduselsskóla kl. 11.00. Fyrir- bænasamvera Tindaseli fimmtu- dagskvöld 23. júní kl. 20.30. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guös- þjónusta kl. 14.00. Sr. Bragi Skúlason sem er á förum til prestsþjónustu í Vesturheimi kveður söfnuöinn. Síöasta guös- þjónusta fyrir sumarleyfi. Safn- aöarstjórn. ítarlega sagt frá heimsókn páfa á Vesturlöndum en í Austur-Evrópu ríkir hávær þögnin Siglfirdingur eitt og tvö Isafold í Sigluörði keypti nýlega bátinn Sigurpál frá Sandgerði, en hann hét áður Siglfirðingur og var smíðaður í Noregi 1964 fyrir Siglfirðinga. Til ársins 1970 bar hann einkennisstafina SI 150, en þá var hann seldur frá Siglufirði. A þessari mynd, sem Steingrímur Kristinsson, Ijósmyndari Mbl. í Siglufirði, tók á sjómannadaginn er „gamli Siglfirðingur“ að nýju kominn í heimahófn og liggur utan á öðrum Siglfirðingi og stærri, sem nú ber bæði hans gamla nafn og númer. ■ Guðspjall dagsins: Lúk. 15.: Hinn týndi sauður. „Með hrópinu „Samstaða“ fagnar Varsjá Páli páfa“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.