Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN WINN MILLER, fréttamann AP
Italía:
Enrico Berlinguer með eintak af
málgagni kommúni.staflokksins,
L’Unita, þar sem segir frá kosn-
ingasigri flokksins. Myndin var
tekin þegar verið var að telja at-
kvæðin í kosningunum 1976 og
Ijóst var orðið, að kommúnistum
hafði vaxið mjög ásmegin. Síðan
hafa þeir stöðugt verið að tapa.
og er það greinilega sneið til
Sósíalistaflokksins, sem hefur
vísað á bug öllum samstarfstil-
raunum kommúnista og boðist
til að taka höndum saman við
kristilega demókrata eftir kosn-
ingar.
Hætt er samt við, að áróð-
ursbrögð kommúnista gegn sósí-
alistum, sem hafa lykilaðstöðu í
ítölskum stjórnmálum með um
10% atkvæða, komi fyrir lítið og
hitti jafnvel þá sjálfa fyrir.
Rómarblaðið La Republica, sem
er vinstrisinnað, sagði nú nýlega
i leiðara, að svo væri komið fyrir
kommúnistaflokknum, að hann
Hallar undan fæti
fyrir stærsta kommún-
istaflokki í V-Evrópu
ÝMISLEGT bendir nú til, að ítalski kommúnistaflokkurinn, stærsti
kommúnistaflokkur í Vestur-Evrópu, muni ekki fara vel út úr þingkosn-
ingunum nk. sunnudag og mánudag. Kosningabaráttan hjá flokknum
hefur verið ákaflega bitlaus og engu líkara en hann sé búinn aö gleyma
því hvaða erindi hann átti upphaHega við fólkið í landinu. Stjórnmála-
skýrendum og skoðanakönnunum ber saman um, að kommúnistar muni
tapa um 3% atkvæða og þótt það virðist ekki mikið í fljótu bragði þá er
það alvarlegt fyrir flokk, sem stöðugt hefur verið að tapa mörg undanfar-
in ár.
Enrico Berlinguer, formaður
kommúnistaflokksins, tók
við forystunni árið 1972 og sló
strax í gegn ef svo má segja með
kenningunni um „Evrópukomm-
únismann", sem óháður væri
ráðamönnunum í Kreml, og
þeirri yfirlýsingu, að kommún-
istar hygðust komast til valda í
lýðræðislegum kosningum en
ekki með byltingu. Næst því
marki komst hann svo árið 1976
en þá fengu kommúnistar 34%
atkvæða, aðeins 4% minna en
Kristilegi demókrataflokkurinn.
Berlinguer var líka höfundur
kenningarinnar um „sögulegar
sættir" en undirrótin að henni
var raunar ótti Berlinguers við
hægrisveiflu meðal ítala ef hann
reyndi að koma á bandalagi
vinstriflokkanna.
Árið 1978 komust þessar
„sættir" á að nokkru leyti þegar
Aldo heitinn Moro forsætisráð-
herra samdi um, að kommúnist-
ar fengju áhrif á stjórn landsins
án þess þó að eiga ráðherra i
ríkisstjórninni. Þessi skipan
mála entist þó aðeins í tíu mán-
uði og kom einkum tvennt til:
óánægja Bandaríkjastjórnar
með þetta fyrirkomulag og síðan
ránið og morðið á Aldo Moro í
höndum Rauðu herdeildanna.
Síðan hefur kommúnistaflokk-
urinn verið að tapa jafnt í kosn-
ingum til þings og sveitarstjórna
þótt hann ráði raunar enn flest-
um helstu borgum á Ítalíu.
Að þessu sinni er það „óstjórn-
in“ í landinu, sem er helsta kosn-
ingamálið hjá kommúnista-
flokknum en kristilegir demó-
kratar hafa verið við stjórnvöl-
inn alla tíð frá því stríðinu lauk.
Kristilegir demókratar tefla
hins vegar fram nýjum leiðtoga,
Ciriaco de Mita, vinsælum
manni, sem búist er við að muni
jafnvel auka hlut flokksins í
þessum kosningum en í þeim síð-
ustu fékk hann atkvæði 38,3%
kjósenda.
Berlinguer hefur lagt mikla
áherslu á andstöðuna við að
komið verði upp kjarnorkuflaug-
um á Sikiley til að verjast
ógnuninni úr austri en á sama
tíma segir þessi formaður
kommúnistaflokksins, að ítalir
þurfi á vernd NATO að halda til
að hlutskipti þeirra verði ekki
það sama og Austur-Evrópuríkj-
anna. Þessi undarlegi tvískinn-
ungur hefur ruglað ítalska kjós-
endur í ríminu og síst af öllu
aukið álitið á kommúnista-
flokknum.
Berlinguer á nú erfiðara upp-
dráttar en fyrr og aðdráttarafl
hans hefur minnkað. ítölum lík-
ar best rismikil ræðumennska og
mikið handapat en Berlinguer,
sem er fágaður menntamaður, er
frábitinn öllu slíku. Þetta sýndi
sig vel á fundi í Palermo á Sikil-
ey um síðustu helgi þar sem
hann var aðalræðumaðurinn en
á fundinn komu aðeins nokkrar
þúsundir manna. Annað, sem
sýnir líka vel óánægju fólks með
kommúnistaflokkinn, er að aldr-
ei fyrr hafa jafn margir ákveðið
að skila auðu, fólk, sem að öðru
jöfnu hefði kosið kommúnista-
flokkinn.
„Italski kommúnistaflokkur-
inn hefur tapað áttunum vegna
þess, að hann hefur opinberlega
lagt öll byltingaráform á hilluna
en er þó ekki fær um að taka á
sig ábyrgð á stjórn landsmála,"
sagði Paolo Garimberti, höfund-
ur nokkurra bóka um evrópska
kommúnistaflokka, í viðtali við
AP-fréttastofuna.
Á kosningaspjöldum kommún-
istaflokksins er hann kynntur
sem „eini kostur vinstrimanna"
væri búinn að skella öllum hurð-
um í lás á eftir sér, einangraður
og af flestum talinn ekki koma
til greina sem stjórnarflokkur.
Þess vegna væru atkvæði greidd
kommúnistaflokknum dauð at-
kvæði.
Margir telja, að styttast fari í
formennsku Enrico Berlinguers
fyrir kommúnistaflokknum ef
hann kemur illa út úr kosning-
unum. Ekki eru þó allir á því
máli, t.d. ekki fyrrnefndur Paolo
Garimberti: „Kommúnistaflokk-
ar hafa ekki þann háttinn á að
skipta um leiðtoga þótt hvert
áfallið öðru meira ríði yfir í
kosningum, það þarf meira til.“
Fjörutíu og fjórar milljónir ít-
ala munu ganga að kjörborðinu
á sunnudag og mánudag og ef
marka má skoðanakannanir
munu kristilegir demókratar
halda hlut sínum og vel það.
Sósíalistar, sem sögðu sig úr
stjórninni í von um aukið kjör-
fylgi, eru líklegir til að bæta
stöðu sína en þó miklu minna en
þeir gerðu sér vonir um. Fyrir
kommúnistum horfir illa. Þeir
fengu 34,4% atkvæða árið 1976,
30,4% 1979 og er nú spáð 28%
eða jafnvel minna.
Um tvennt er tekist á í þessum
kosningum. Efnahagsmálin, sem
ekki er nýtt, og um pólitískan
stöðugleika á Ítalíu. í þeim efn-
um þykir nú þjóta á annan veg í
fjöllum en fyrr. Verðbólgan er
17% og 12% vinnufærra manna
eru atvinnulaus. Erlendar skuld-
ir þjóðarinnar nema 50 milljörð-
um dollara og hallinn á ríkis-
sjóði er næstum 16% af þjóðar-
framleiðslu. Öllum flokkum ber
líka saman um, að aöeins styrk
stjórn geti ráðið við vandann og
að ekki verði lengur komist hjá
ströngum efnahagsaðgerðum.
Um hitt málið, pólitískan
stöðugleika, eru jafnt fólk sem
flokkar sammála. Almenningur
er orðinn leiður á því pólitíska
lauslyndi, sem fóstrað hefur 43
ríkisstjórnir frá stríðslokum, og
vill fá frí frá kosningafárinu.
Það er mesta fréttin, sem spurst
hefur frá Ítalíu í langan tíma.
SS
Ljósmyndir GSV
Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, sem hlaut hæstu einkunn í stúdentspróflnu
tekur við skírteini sínu úr hendi Tryggva Gíslasonar, skólameistara.
Menntaskólanum á Akureyri slitið í 103. sinn:
120 nýstúdentar
Ásrún Ýr Kristmundsdóttir
hlaut hæstu einkunn
Akureyri, 21. júní.
Menntaskólanum á Akureyri var
slitið í 103. sinn 17. júní si. af
Tryggva Gíslasyni, skólameistara.
Að venju fór athöfnin fram í Akur-
eyrarkirkju.
Að þessu sinni útskrifuðust 120
nýstúdentar, þar af 10 úr Öld-
ungadeild, 11 úr eðlisfræðideild,
21 úr félagsfræðideild, 39 úr mála-
deild, 38 úr náttúrufræðideild, 2
úr tónlistardeild í samvinnu við
Tónlistarskólann og 9 úr við-
skiptadeild i samvinnu við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
hlaut Ásrún Ýr Kristmundsdóttir,
8,73. Af nemendum á þriðja ári
hlaut hæstu einkunn Eria Sigurð-
ardóttir, 8,9. I öðrum bekk hlaut
hæstu einkunn Halldóra Soffía
Gunnlaugsdóttir, 9,3. Af nemend-
um á fyrsta ári hlutu hæstu ein-
kunnir þau Andri Teitsson og
Ingibjörg Baldursdóttir. Náms-
árangur varð almennt góður á
þessum vetri, skólastarf allt gekk
mjög vel og engin áföll af neinu
tagi urðu. Að vísu vekur athygli að
um 20% nemenda á fyrsta ári
náðu ekki tilskildum árangri á
prófum til framhaldsnáms, einnig
að um 24% nemenda á öðru ári í
skólanum féllu á prófi, en aðeins
2% nemenda á þriðja ári náðu
ekki tilskildum prófárangri.
Fimmtíu ára stúdentar færðu
skólanum að gjöf peningaupphæð,
sem renna skal til tölvusjóðs skól-
ans, tuttugu og fimm ára stúdent-
ar færðu skólanum tvær tólvur og
tíu ára stúdentar gáfu skólanum
lykil að gamla Möðruvallaskólan-
um og ætla einnig að hefja útgáfu
æviskrár allra stúdenta frá skól-
anum.
G.Berg
Það rigndi mikið þegar nýstúdentar frá MA gengu til skólaslita 17. júní sl.