Morgunblaðið - 23.06.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983
25
Mbl. RAX
sem færði Vigdísi blómin, sem hún heldur á stendur vinstra megin á myndinni hjá
it til hægri á myndinni er kona Stefáns Skarphéðinssonar, Ingibjörg Ingimarsdóttir,
um afa síns
úsdóttir, færði Vestur-Barðastrand-
arsýslu að gjöf með þeim skilyrðum
að reist yrði húsnæði yfir safnið.
Mununum hefur Egill safnað allt
frá unglingsárum og telur nú safnið
á þriðja þúsund grípi. Uppistaða
safnsins eru gripir tengdir sjávar-
útvegi og hlunnindum. Frú Vigdís
Finnbogadóttir og ættmenn hennar
hafa einnig látið safninu í té gripi
til varðveislu úr eign föðurforeldra
hennar. Eftir að hafa opnað safnið
formlega og skoðað það hélt frú
Vigdís í Sauðlauksdal þar sem Stef-
án Skarphéðinsson sýslumaður
færði henni fyrrnefnt málverk að
gjöf. Úr Sauðlauksdal var haldið
inn til Patreksfjarðar þar sem
kvöldverður var snæddur. Um
kvöldið hittu Patreksfirðingar for-
setann.
í för með forseta íslands er Hall-
dór Reynisson forsetaritari og kona
hans, Guðrún Þ. Björnsdóttir. Stef-
án Skarphéðinsson sýslumaður
Barðstrendinga fylgdi forsetanum
um sýsluna ásamt konu sinni, Ingi-
björgu Ingimarsdóttur. Á morgun
mun forsetinn heimsækja Tálkna-
fjörð og Bíldudal, en síðdegis yfir-
gefur frú Vigdís Barðastrandar-
sýslu og sýslumaður ísafjarðarsýslu
mun taka á móti henni á sýslumörk-
unum.
'dís og Egill Ólafsson bóndi skoða muni í minjasafninu að Hnjóti. Egill Olafsson gaf
nunina til safnsins, en þarna á veggnum eru munir úr búi foðurforeldra Vigdísar,
Magðalenu Jónsdóttur og séra Þorvalds Jakobssonar í Sauðlauksdal.
Frú Vigdís skoðar roðskó sem Ólafía Einarsdóttir gaf henni að Hnjóti. Ólafía er næst Vigdísi hægra megin á
myndinni. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður stendur hjá.
Frá hádegisverðarboði í Fagrahvammi. Meðal gesta voru margir gamlir Rauðsendingar sem mundu afa hennar.